Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 17
mánudagur 4. október 2010 erlent 17 Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna hefur gefið út viðvörun til allra þegna sinna sem búsettir eru í Evrópu. Ráðuneytið telur sig hafa upplýsingar um að hætta sé á röð hryðjuverkaárása í álfunni. Óttast er að árásanna sé að vænta frá al-Kaída-samtökun- um sem undirbúi nú hryðjuverk í Evrópu. Því eru Bandaríkjamenn beðnir um að huga vel að nágrenni sínu og vera á varðbergi á ferðalög- um. Samkvæmt tilkynningu frá ut- anríkisráðuneytinu er staðan sögð mjög alvarleg. Ráðamenn í Bretlandi meta nú stöðuna og ræða hvort hækka eigi viðbúnaðarstig í landinu gagnvart mögulegum hryðjuverkum. Nú þegar er viðbúnaðarstigið þar á því stigi að hryðjuverk séu talin þar afar líkleg, næsta stig fyrir ofan er að búast megi við hryðjuverkaárás á hverri stundu. Óttast yfirvöld að verið sé að skipuleggja röð af hryðjuverkaárás- um sem svipi til árásanna í Mumb- ai á Indlandi fyrir tveimur árum þar sem árásirnar fóru fram á fjölsótt- um ferðamannastöðum. Eiffelturn- inn hefur undanfarið verið rýmdur þar sem grunur lék á að hryðjuverk yrði framið þar. Þá benda sumir á að lítil hætta sé á að hryðjuverk verði framin, en ljóst sé að í kjölfarið verði fólk Í Evrópu og Bandaríkjunum nú hræddara en áður. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefur út viðvörun: Vara við hryðjuverkum í Evrópu árunum fram að albanska banka- hruninu. Þetta var afskaplega há upphæð fyrir þessa 3,5 milljóna manna þjóð þar sem meðallaun landsmanna vorru um 55 pund í kringum 1995. Enda var það líka svo í þessum píramídaviðskipt- um að margir landsmanna höfðu selt húsin sín til að fjárfesta í þeim. Tímabil ógnarbjartsýni tók við eftir svartnætti kommúnism- ans þar sem píramídaviðskipti, sem sennilega eru meðal ein- földustu og heimskulegustu fjár- málaafurða sem til eru, áttu að bjarga landsmönnum frá fátækt. Það er kannski til marks um hversu óráðsían var mikil á þess- um árum í Albaníu að eitt helsta fjármálagúrúið í landinu var sí- gaunakona að nafni frú Sudja sem stýrði einum bankanum sem hét sama nafni og hún. Su- dja þessi varð fræg í Albaníu og kom mikið fram á fjölmiðlum þar sem hún kvaðst geta spáð fyrir um þróun fjármálamarkaða og vaxta á innlánsreikningunum með því að rýna í kristalskúluna sína. Albaníubólan endaði svo með háum hvelli eins og sú ís- lenska þó vissulega virðist hún hafa verið jafnvel enn ýktari og frumstæðari. Albaníu- og Íslandsbólan Eftir einkavæðingu Landsbank- ans og Búnaðarbankans árið 2002 og 2003 tók það íslensku bank- ana ekki langan tíma að fyllast af erlendu lánsfé sem mikið fram- boð var á hjá erlendum bönk- um. Þessu lánsfé var svo komið í umferð á Íslandi í gegnum fyrir- tæki, eignarhaldsfélög og óbreytta borgara sem mikið var herjað á um að taka ný og ný lán fyrir nýj- um og enn betri efnislegum hlut- um. Þessi innspýting lánsfjár- magns inn í hagkerfið gat af sér áður óþekkta bjartsýni og neyslu- hyggju meðal Íslendinga. Sú bóla sprakk svo eftir að lausaféð var uppurið, þrátt fyrir tilraunir bankanna til að endur- fjármagna sig með innlánsreikn- ingum sem buðu ótrúlega háa vexti eins og Icesave og Edge, og íslensku bankarnir áttu í erfiðleik- um með að standa í skilum gagn- vart erlendum lánardrottnum sín- um. Glitnir hrundi svo fyrstu eins og frægt er orðið. Í Albaníu var vandamálið bundið við Albaníu að mestu og góðærið þeirra var ekki fjármagn- að með erlendu lánsfé nema að litlu leyti. Hluti af fjármagn- inu sem notað var til að fjárfesta í píramídaviðskiptunum kom frá Albönum sem bjuggu í út- löndum en annars var að mestu um að ræða sparifé fólks, tekj- ur og fjármuni sem það náði sér í með eignasölu. Ástæðan fyrir því að Albanir settu peningana sína í þessi píramídaviðskipti var að eftir fall kommúnismans féll framleiðsla saman í verksmiðj- um sem áður höfðu verið reknar af ríkinu og atvinnulífið lamaðist. Fáir fjárfestingakostir voru inn í myndinni fyrir Albani og koma þurfti fjármagninu frá Albönum erlendis í umferð. Í þessum far- vegi spruttu upp litlir bankar sem buðu upp á píramídaviðskiptin og ástandið og fátæktin í landinu gerðu Albani enn ginnkeyptari fyrir því að auðgast hratt með lít- illi fyrirhöfn. Í tilfellum beggja landanna, Íslands og Albaníu, varð það svo hagkerfum þeirra endanlega að falla hversu eftirlit hins opinbera með fjármálamörkuðum var tak- markað sökum þess hversu lít- il reynsla var fyrir í löndunum af slíkri fjármálastarfsemi. Afleið- ingin af þessu varð svo hin sama í báðum löndunum þá farvegur- inn væri frábrugðinn: kerfishrun, stjórnarbylting og tíma- og orku- frek naflaskoðun í kjölfarið. Heimildir: Miranda Vickers. The Albanians: A Modern History. James Pettifer og Miranda Vickers. The Albanian Question: Reshap- ing the Balkans. ÍSLAND OG ALBANÍA HRUNDU Á SEX ÁRUM Leiddi af sér byltingu Bankahrunið í Albaníu leiddi af sér að ríkisstjórn Sali Berishas, forsætisráðherra Albaníu, var steypt af stóli árið 1997. Berisha náði svo aftur stjórnartaumunum og er forsætisráðherra landsins í dag. Við Eiffel-turninn Turninn hefur undanfarið verið rýmdur þar sem grunur lék á að hryðjuverk yrði framið þar. ætLA Að rEkA „Ljósku- Eyju“ á MALdÍV-EyjuM: Ljóskur í útrás Litháískt fyrirtæki stefnir nú að því að eignast eyju í Maldív-eyjaklas- anum þar sem einungis ljóskur fá að starfa. Undanfarið hefur öflug hreyfing ljóska farið vaxandi í Lithá- en. Segjast ljóskurnar vera orðnar þreyttar á því að gert sé grín að þeim og þær sagðar heimskar. Því hafa þær snúið vörn í sókn, og stefna nú að því að sýna fram á hið gagnstæða. BBC greinir frá þessu. Fyrirtækið sem ætlar að setja upp aðstöðu á einhverri eyjunni heitir Olialia. Þá er hugmyndin sú að ef einungis ljóskur séu að vinna muni það leiða til þess að fleiri ferðamenn koma. Olialia er rekið af ljóshærð- um konum, og þar starfa einungis ljóshærðar konur. Fyrirtækið starfar í mismunandi geirum, allt frá því að framleiða mat til útgáfu popptón- listar. Vandinn er sá að íbúar Maldív- eyja líta þessa hugmynd ljóshærðu kvennanna hornauga og segja hana rasíska. Eins og gefur að skilja eru íbúar Maldív-eyja ekki ljóshærðir og munu konur því þurfa að lita á sér hárið til þess að fá vinnu. Þá ríkja lög í landinu sem skylda fyrirtæki til þess að ráða 50 prósent starfsmanna hið minnsta úr röðum íbúa Maldív-eyja. „Þegar konur með dökkt hár vinna hér, þá eru þær umkringdar öllum þessum fallegu ljóskum, þannig að á endanum verða þær ljóshærðar líka,“ segir Giedre Pukiene deildar- stjóri aðspurð um málið. Þá segir hún einnig: „Stelpurnar okkar eru klárar og þær eru með gráður.“  PAkistAn: Loka á banda- ríska herinn Ástand öryggismála í Pakistan er of ótryggt til að hægt sé að leyfa flutn- ing hergagna um ákveðna vegi í landinu. Því hafa yfirvöld í land- inu sagt að ein helsta flutningaleið bandaríska hersins verði ekki opnuð aftur fyrr en almenningur í landinu hefur róast, en mikil reiði ríkir þar vegna mannskæðra loftárása Banda- ríkjamanna, þar sem notast er við fjarstýrðar vélar. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir í Pakistan síðustu vikur og mánuði sem hafa valdið mikilli reiði meðal almennings. Þrír pakistanskir hermenn létu lífið í einni slíkri árás fyrir helgi. Það leiddi til uppþota og uppskáru talíbanar miklar vinsældir með því að lofa því að þeir myndu ráðast á herflutn- ingabíla Bandaríkjamanna hvar sem þeir fyndu þá. Yfirvöld í Pakistan ákváðu í kjölfarið að banna banda- ríska hernum að flytja hergögn á ákveðnum þjóðvegi sem hann hefur hingað til notað grimmt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.