Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 32
n Líklegt er að Sigríður J. Friðjóns- dóttir aðstoðarríkissaksóknari verði skipuð saksóknari þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, verður dreginn fyrir lands- dóm. Beðið er eftir því að Sigríður lýsi sig reiðubúna til þess að takast á við verkefnið. Áður hafði nafn Róberts Spanó, sem var settur um- boðsmaður Alþingis, verið nefnt. Þó hefur verið bent á að hann skorti reynslu á þessu sviði þar sem hann hefur ekki réttindi til að flytja mál fyrir dómstólum. Það er svo hlutverk forsætis- nefndar Alþingis að gera tillögu um að Sigríður verði skipuð í starfið, vilji hún það á annað borð sjálf. LEITA AÐ SAKSÓKNARA Ólafur H. Johnson, eigandi og skóla- stjóri Menntaskólans Hraðbraut- ar, hefur verið kallaður á fund með starfsmönnum menntamálaráðu- neytisins, samkvæmt heimildum DV. Fundurinn verður haldinn í ráðu- neytinu á miðvikudaginn. Ástæða fundarins er svört skýrsla sem Ríkisendurskoðun birti fyrir helgi um starfsemi skólans. Í skýrsl- unni er Ólafur gagnrýndur harka- lega fyrir tugmilljóna króna lánveit- ingar út úr skólanum, arðgreiðslur til sjálfs sín út úr rekstrar- og fasteigna- félagi skólans og fyrir að hafa haldið eftir nærri 200 milljónum króna sem hann fékk vegna of hárra fjárveitinga frá hinu opinbera. Samtals nema fjárveitingar frá hinu opinbera til Hraðbrautar tæpum milljarði króna á síðustu sjö árum. Skýrslan staðfestir fréttaflutn- ing DV um starfsemi Menntaskól- ans Hraðbrautar sem hófst síðast- liðið sumar. Fjárhagsupplýsingar um starfsemi Hraðbrautar er að finna í ársreikningum þeirra félaga sem koma að skólanum. Eftir að menntamálaráðuneytið komst á snoðir um fjármálaóreiðuna í Hraðbraut settu starfsmenn þess Ólafi stólinn fyrir dyrnar og neituðu að endurnýja samstarfsamninginn við skólann nema tímabundið með- an beðið væri eftir úttekt Ríkisend- urskoðunar. Samningurinn var ein- ungis endurnýjaður tímabundið - til næsta sumars. Nánast má fullyrða að mennta- málaráðuneytið mun ekki endurnýja samninginn við Ólaf í ljóst skýrslu Ríkisendurskoðunar og má því telja líklegt að dagar skólans séu tald- ir. Spurningin er hins vegar hvernig Ólafur hyggst greiða skólanum aft- ur þær tæplega 200 milljónir króna sem hann hefur haldið eftir af þess- um skattpeningum. Fullyrða má að ráðuneytið mun krefja hann um þetta fé með einum eða öðrum hætti og að hann verði að greiða upphæð- ina til baka. ingi@dv.is Skólastjóri Hraðbrautar á fund menntamálaráðherra vegna svartrar skýrslu: KALLAÐUR Á TEPPIÐ n Mikill pirringur greip um sig í her- búðum fjölmiðlafyrirtækisins 365 á föstudaginn þegar fyrsta tölublað Fréttatímans leit dagsins ljós. Í blað- inu, sem er í bullandi samkeppni við Fréttablaðið á auglýsingamarkaði, var að finna fjölmargar auglýsing- ar frá mörgum stórum fyrirtækjum, meðal annars N1 og Norvikurveldi Jóns Helga Guðmundssonar. Við- brögð 365 og Ara Edwald, forstjóra félagsins, við þessari samkeppni Fréttatímans munu hins vegar hafa verið að snúa vörn í sókn. Þannig herma heimildir DV að einhverjir starfsmenn 365 hafi hringt í nokkra af þeim aðilum sem keypt höfðu auglýsingar í blaðinu og hótað þeim. Hótanirnar munu hafa gengið út á það að tilteknir auglýsendur myndu ekki lengur fá afslátt af auglýsingum 365 nema þeir hættu að auglýsa í Fréttatíman- um. Ýmsir auglýs- endurnir munu hafa furðað sig á þessum tuddaskap fjölmiðl- arisans. Hótunum Ara er ekki auðvelt að svara! DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. VEÐRIÐ Í DAG KL. 15 ...OG NÆSTU DAGA SÓLARUPPRÁS 07:45 SÓLSETUR 18:47 Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 HÓTANIR ARA REYKJAVÍK Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is 0-3 10/8 3-5 10/9 0-3 9/8 3-5 9/8 5-8 9/6 3-5 10/7 8-10 8/8 3-5 11/6 0-3 10/9 3-5 10/7 3-5 10/10 5-8 8/3 3-5 8/5 5-8 9/9 13/12 11/10 12/9 9/6 14/13 19/12 15/8 23/19 25/21 13/12 11/10 12/9 9/6 14/13 19/12 18/10 24/18 24/19 14/12 11/10 11/8 10/7 17/14 19/14 15/11 23/19 22/18 14/12 12/9 12/10 11/8 15/14 19/8 14/9 25/21 24/22 Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 5-8 10/8 10-12 8/7 8-10 6/5 8-10 6/6 5-8 8/7 3-5 6/5 5-8 8/7 0-3 9/8 8-10 10/9 3-5 11/9 8-10 10/9 5-8 12/8 5-8 12/7 8-10 10/8 5-8 9/8 5-8 6/5 8-10 4/3 8-10 4/3 3-5 7/6 0-3 7/5 0-3 9/8 3-5 9/7 5-8 9/7 8-10 7/6 3-5 6/5 5-8 10/7 0-3 7/2 0-3 10/6 3-5 11/6 3-5 9/9 3-5 10/9 3-5 10/9 3-5 7/6 3-5 8/7 5-8 10/8 3-5 9/7 3-5 9/7 5-8 9/7 3-5 7/5 0-3 8/3 0-3 7/4 0-3 9/6 Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA 10 9 10 9 10 8 10 11 14 13 7 13 5 5 10 5 58 10 6 8 5 6 16 13 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafarið á landinu (sjá kvarða) <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI siggistormur@dv.is LÉTTSKÝJAÐ Í HÖFUÐBORGINNI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hann blæs fremur hægum vindi af norðaustri í höfuðborginni í dag, 5-8 m/s. Það verður léttskýjað og ágætlega milt eða 12-13 stig þegar best lætur. LANDSBYGGÐIN Það er norðaustan átt á landinu. 5-10 í fyrstu víðast hvar en síðan hvessir nokkuð þegar líður á daginn, eink- um við suður- og suðausturströndina. Þar má búast við 13-18 m/s síðdegis og 15-20 í kvöld. Á Snæfellsnesi hvessir einnig töluvert í kvöld, 13-18 m/s. Ég á von á dálítilli rigningu á Vestfjörðum og síðan norðaustan og austan til annars yfirleitt þurrt og síðan léttskýjað á suðvestanverðu landinu. Hitinn í dag verður á bilinu 8-15 stig, hlýjast suðvestan til. NÆSTU DAGAR Það verður vinda- og vætusamt á morgun, síst suðvestanlands og áfram milt í veðri. Það viðrar vel suðvestanlands í dag, bjart og þurrt og ágætur hiti. En það hvessir síðdegis og í kvöld. Hörð skýrsla Í skýrslu Ríkisendurskoð- unar er farið hörðum orðum um starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar síðastliðin ár en Ólafur hefur tekið lán og arð út úr skólanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.