Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 18
Hér á Íslandi langt norð-ur í höfum er starfræktur söfnuður sértrúaðra ein-staklinga sem trúa því að bankahrunið hafi aldrei orðið. Hópurinn heldur því fram að Steingrímur J. Sigfús-son og Jóhanna Sigurðar-dóttir beri ábyrgð á því að efnahagsástandið á Íslandi sé slæmt. Þeir viðurkenna ekki að efnahags- hrun hafi orðið fyrir tveimur árum. Á föstudaginn lét leiðtogi söfnuðarins klappa fyrir forvera sínum, sem stóð vaktina þegar efnahags- hrunið varð. Forverinn kemur fram í erlendum fjölmiðlum og lætur eins og ástandið á Íslandi sé alveg laust við efnahagshrun. Það er bara alveg eins og í Bretlandi og Bandaríkjun- um, gefur hann í skyn, og segist vera jafn saklaus af ábyrgð og leiðtogar í öðrum ríkjum. Hið heimsfræga efnahagshrun á Íslandi er bara hluti af alheimsvanda. Hvernig það varð heimsfrægt ef það er alveg eins og alls staðar er önnur og stærri spurn- ing. Núverandi leiðtogi sértrú-arsöfnuðarins gefur í skyn að draga eigi Jóhönnu og Steingrím fyrir dóm, vegna þess að það varð næstum því efnahagshrun í sumar, samkvæmt því sem hann trúir. En hann vill ekki að forveri hans verði dreginn fyrir dóm fyrir efnahagshrun, sem sannarlega varð. Forveri hans hafði í trúarlegum tilgangi afneitað tilvist efnahagsvandans sem margir höfðu bent á. Þegar allt hrundi sagði hann að vandinn hafi fallið af himnum ofan. Hvernig verður Ísland rík-asta land í heimi?“ var biblía söfnuðarins, skrif-uð af miklum spámanni. Flestar tillögurnar voru innleiddar og frelsi í viðskiptum var aukið. Þegar meðlimir í söfnuðinum eru spurðir í dag, hvers vegna Ísland hafi þvert á móti hrapað í átt að fátækt í kjölfarið á þessu, er svarið oft að frelsi í viðskipt- um hafi verið of mikið. Þeir trúa ekki á ábyrgð meðlima í söfnuðinum, sem innleiddu frelsið í viðskiptum. Og ekki voru það meðlimirnir sem stóðu vaktina þegar hrunið varð. Þetta var allt frelsinu að kenna, ef þetta gerðist yfirhöfuð. Ef þetta var ekki bara á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar? Sanntrúaðir meðlimir söfn-uðarins ráðnir í stjórnkerf-ið og háttsettir söfnuðar-meðlimir, gátu gengið að digrum störfum hjá ríkinu vísum. Nokkrum mánuðum eftir efna- hagshrunið sat æstur múgurinn um Seðlabanka Íslands til að reyna að bola andlegum leiðtoga sértrú- arsöfnuðarins úr embætti. Helstu sérfræðingar heims töldu að hinn lögfræðimenntaði meðlimur sér- trúarsöfnuðarins hefði gert fjöld- ann allan af stórkostlegum mis- tökum í starfi og kallað fátækt yfir marga meðlanda sinna. Meðlimir söfnuðarins klöppuðu hann upp á svið á landsfundi sínum. Hann sagðist trúa því að mönnum yrði um og ó að sjá hann uppi í pontu, því flestir hefðu haldið að hann væri á bak og burt úr söfnuðinum. Meðlimirnir hlógu og klöppuðu. „En þið vitið hverjum það er að kenna,“ sagði hann. Meðlimirnir hlógu og klöppuðu. Andlega leiðtoganum fannst endir Nýja testamentis-ins eiga við um aðstæður sínar. „Þegar þeir þrjót- ar krossfestu ljúflinginn Krist, þá höfðu þeir tvo óbótamenn honum til hvorrar handar á krossinum. En þegar verklausa minnihlutastjórnin hengdi þrjótinn mig þá létu þeir sig hafa það að hengja tvo strangheið- arlega og vandaða heiðursmenn, manninum sem þeim þótti þeir eiga grátt að gjalda til samlætis. Sú lág- kúrulega aðgerð var gerð til að hið pólitíska hefndaræði yrði ekki eins áberandi.“ Eftirmaður hans varð einnig fyrir pólitísku hefndaræði á dögunum. Söfnuður-inn er ofsóttur! Múgurinn skilur ekki að það var frelsið, en ekki sértrúarsöfnuðurinn, sem kallaði pláguna yfir landsmenn. Ef það var ekki bara Jóhanna og Steingrímur og þeirra efnahagslega ófrelsi. Því frelsið er líka frelsi undan ábyrgð. En bara fyrir þá sem trúa á frelsið. Bara fyrir sanntrúaða meðlimi sértrúar- söfnuðarins. Fræðimenn einbeita sér nú að mestu þverstæðu sértrúar-innar; Hvernig getur algott frelsi leitt af sér alslæmt efna- hagshrun? SÉRTRÚARSÖFNUÐUR „Það er enginn að mála húsið mitt.“ n Jón Ólafsson, um að hann hafi ekki tekið gylliboðum bankamanna í góðærinu og geti því gengið óáreittur um göturnar. - DV „Væri ekki eðlilegra fyrir ráðamenn að finnast erfiðara að sjá fólk fara á götuna eða fremja sjálfsmorð?“ n Jón Benedikt Hólm, einn níumenninganna um að honum þætti undarlegt að heyra alþingismenn segja að landsdómsmálið sé það erfiðasta sem þeir hafi tekist á við á ferli sínum. - DV „Stanslaus kvíði í kringum þetta.“ n Þór Sigurðsson, einn níumenninganna um hvaða áhrif málið hafi haft á hann tilfinningalega. - DV „Í sérflokki með Arnaldi.“ n Egill „Gillz“ Einarsson, um hæfileika sína sem rithöfundur en hann skrifaði undir samning fyrir helgi sem gerir hann að meðhönnuði Símaskrárinnar. - DV „Lífið er núna.“ n Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, um að hún hafi ákveðið eftir að dóttir hennar fæddist að njóta hvers augnabliks í stað þess að horfa alltaf til framtíðar. - Nýtt Líf Miðaldir á Íslandi 2010 Ein fyrsta reglan sem fólki er kennd í stílfræði í blaðamennsku er að spyrja ekki retórískra spurninga sem það lætur ógert að svara. Slíkar spurningar, sem engin svör eru gefin við, eru taldar vera áróð- ursbragð sem þjóna ekki öðrum tilgangi en að kasta rýrð á eitthvað sem höfundurinn er á móti. Þetta er góð regla sem á nánast allt- af við. Stundum get ég hins vegar ekki orða bundist og einfaldlega verð að spyrja slíkra spurninga. Þannig leið mér þegar ég fletti í gegnum fjárlagafrumvarpið fyrir 2011 og sá að rík- ið ætlar að verja nærri 4,6 milljörðum króna til kirkjumála á árinu 2011. Og þá kom líka spurningin upp í hugann þó svarið standi á sér: Hvernig má það vera í upplýstu lýðræð- is- og vísindasamfélagi árið 2010, þar sem jafnframt ríkir djúp efnahagskreppa, að 4,6 milljörðum króna er veitt til þjóðkirkj- unnar? Á meðan skorið er niður alls staðar í samfélaginu: 33 milljarða króna sparnað- ur er í ríkisrekstri, fimm milljarða sparnað- ur er í heilbrigðiskerfinu – helmingi starfs- fólks á sjúkrahúsinu á Húsavík verður sagt upp í sparnaðarskyni og þriðjungsniður- skurður er á Sankti Jósefsspítala – er fimm milljörðum króna varið til að reka þjóðkirkj- una. Hægt hefði verið að sleppa niðurskurði í heilbrigðiskerfinu með því að veita fjár- veitingunni sem fara á til þjóðkirkjunnar til sjúkrahúsa landsins. Þjóðkirkjan á að vera framarlega í röðinni í öllum niðurskurði í samfélaginu því þjónustan sem hún veitir er ekki eins mikilvæg og mörg önnur þjónusta. Íslendingar eru trúleysingjar upp til hópa, hlutverk þjóðkirkjunnar og mikilvægi í ís- lensku samfélagi er afar takmarkað og til- tölulega fáir nýta sér þjónustu hennar að öllu jöfnu. Líklegt má telja að fleiri en færri af Ís- lendingum séu ennþá skráðir í þjóðkirkjuna af því þeir hafa ekki haft fyrir því að skrá sig úr henni – þetta var raunin með sjálfan mig þar til nýlega en ég hafði ætlað að skrá mig úr henni í um tíu ár. Það er á þessum forsendum sem skattpeningar okkar renna til þjóðkirkj- unnar og það er þess vegna sem fjárveitingar til kirkjunnar eru svo háar. Hér á landi þarf að fara fram umræða um réttlætinguna á bak við þessar fjárveitingar til kirkjunnar og eins hvort það ætti ekki að heyra sögunni til að flestir Íslendingar fæð- ist inn í trúfélag foreldra sinna – yfirlett þjóð- kirkjuna – og að þessi stofnun fái skattpen- inga okkar fyrir vikið. Fólk á að fá að velja það síðar meir hvort það kýs að ganga í þjóð- kirkjuna, eða aðra trúarsöfnuði, eða ekki. Að þessu leyti erum við eins og fólk frá miðöld- um í hugsun: Við fæðumst til þess að greiða okkar tíund til kirkjunnar af því það er bund- ið í lög – kirkjunni er þröngvað upp á okkur eins og einhverri röklegri nauðsyn. Hér hlýtur skynsemin og kalda matið að ráða: Viljum við veita þessum fimm milljörð- um króna til heilbrigðismála eða til þjóðkirkj- unnar þegar hart er í ári? Svarið við því er nokkuð augljóst og líklega ættu flestir, óháð pólitískum skoðunum, að getað sammælst um það. Til þess að breyta þessu þurfum við hins vegar að endurskoða hvernig við göngum í þjóðkirkjuna til að byrja með. Svarið við retór- ísku spurningunni liggur kannski þar. INGI FREYR VILHJÁLMSSON FRÉTTASTJÓRI SKRIFAR. Hér hlýtur skynsemin og kalda matið að ráða LEIÐARI SVARTHÖFÐI 18 UMRÆÐA 4. október 2010 MÁNUDAGUR DÚSUR SÆGREIFA n Halldór Ásgrímsson er með trygga afkomu ef marka má þá frétt Helga Seljans í Kastljósinu að útgerð tengd honum hafi fengið afskrif- aða 2,6 millj- arða. Það er ríkisbankinn, Landsbank- inn, sem tekur á sig stærsta skellinn vegna þessa. Fullyrt er að bankinn sé nú um allar koppagrundir að afskrifa skuldir sægreifa. Ekk- ert er þó gefið upp um dúsurn- ar og greiðasemina og borið við bankaleynd. AGNES OG KOLBRÚN n Á Morgunblaðinu hefur lengi andað köldu milli blaðamann- anna Agnesar Bragadóttur og Kolbrúnar Bergþórsdótt- ur. Samskipti þeirra hafa verið í algöru lágmarki og einkennst af gagnkvæmri fyrirlitningu. En nú er svo komið að stórveldin tvö eru orðin sammála. Báðar telja það forkastanlegt að Geir Haarde verði dreginn fyrir landsdóm. Hefur Kolbrún tjáð sig um það mál opinberlega og sagt sig úr Samfylkingunni. Hermt er að nú sé þýða á Mogganum og jafnvel votti fyrir kærleika milli þeirra tveggja. GAMALT SKÚBB FRÍBLAÐS n Það þótti vera gott skúbb hjá Þórhalli Gunnarssyni í þættin- um Návígi þegar Lilja Móses- dóttir, þing- maður VG, lýsti því yfir að hún vildi kosning- ar. Málið var tekið upp á Dv.is og fékk mikinn lestur. En svo merki- leg var yfir- lýsing Lilju að fríblaðið Frétta- blaðið gerði skoðun hennar að forsíðufrétt nokkrum dögum eftir útsendingu Návígis. Má því teljast nokkuð ljóst að ekki var mikið um að vera á fréttadeild fríblaðsins. FALLIN STJARNA n Eiður Smári Gudjohnsen á erf- itt uppdráttar hjá knattspyrnu- félaginu Stoke eins og hjá fyrri félögum. Stjarnan virð- ist bókstaf lega vera heillum horfin og fær ekki tækifæri til að spila. Því veldur slakt líkamlegt ástand sem vekur undrun þjálfarans „Ég hef ekki spurt hann afhverju hann er í þessu ástandi en hann er 32 ára og kannski hefur hann alltaf hvílt sig í sumarfríinu.“ SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is UMSJÓN HELGARBLAÐS: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is UMSJÓN INNBLAÐS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. BÓKSTAFLEGA „Nei, ég mótmæli þeim ekki. Mér finnst öll tjáskipti fólks lýðræðisleg en ég mótmæli ofbeldi sem fylgir örfáum mótmælendum,“ segir GEIR JÓN ÞÓRISSON yfirlögreglu- þjónn hjá lögregl- unni á höfuð- borgar- svæðinu. Áframhaldandi mótmæli hafa verið boðuð á Austurvelli vegna nýhafinnar starfsemi Alþingis. MÓTMÆLIR ÞÚ ÞESS- UM MÓTMÆLUM? SPURNINGIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.