Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 12
Brasilíufanganum Karli Magnúsi
Grönvold tókst nokkrum sinnum
að flytja fíkniefni til Íslands áður en
hann var handtekinn á flugvelli í
Brasilíu. Ferðin hans til Brasilíu átti
að vera sú síðasta.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í nýútkominni bók Jóhann-
esar Kr. Kristjánssonar sem heitir
Brasilíufanginn. Í bókinni segir Karl
Magnús, sem er nú á skilorði í borg-
inni Santos, sögu sína allt frá því
hann leiddist út í heim fíkniefna til
dagsins í dag. Hann var staðinn að
tilraun til fíkniefnasmygls þegar sex
kíló af kókaíni fundust í fórum hans
á flugvelli í Sao Paulo í Brasilíu. Eftir
að hafa setið inni í tæp þrjú ár bíð-
ur hann nú eftir heimild til að halda
heim til Íslands. DV birtir kafla úr
bókinni.
Var fyrirmyndar unglingur
Móðir Karls setti sig í samband við
Jóhannes þegar hann var með frétta-
skýringaþáttinn Kompás. Hún var
ekki sátt við það hvernig íslensk
stjórnvöld sinntu syni hennar eftir
handtökuna og fannst þau kæra sig
kollótt um son sinn. Jóhannes seg-
ir að því miður sé það mjög ríkjandi
hugsun á Íslandi að þeir sem teknir
séu með fíkniefni megi rotna í fang-
elsum. „En þetta sama fólk gleym-
ir að á bak við hvern einstakling eru
fjölskyldur sem hafa miklar áhyggj-
ur af ættmennum sínum,“ segir Jó-
hannes.
Hann segir að bókin sé saga ungs
manns sem hafi verið fyrirmyndar-
unglingur. Hann hafi stundað íþróttir
af kappi, en þess má geta að skömmu
áður en Karl var handtekinn í Bras-
ilíu varð hann annar í kjöri um leik-
mann ársins í 1. deild karla í hand-
bolta.
„Hann ánetjaðist kókaíni og
leiddist á skömmum tíma á kaf í
fíkniefnaneyslu. Þessi saga sýnir að
hver sem er getur lent í þessu ef hann
prófar fíkniefni,“ segir Jóhannes og
bætir við að vafalaust séu einhverj-
ir í þeirri stöðu að hugsa með sér að
svona ferð, eins og Karl fór í til Bras-
ilíu, geti auðveldlega komið þeim út
úr skuldum eða fjármagnað neyslu.
„Það gæti verið þeirra síðasta ferð,“
segir Jóhannes.
Glæpasamtök vernda fangana
Jóhannes segir tvennt standa upp úr
eftir ritun bókarinnar. Annars vegar
að fá að heyra sögu frá langt leidd-
um fíkli og finna hversu rík sjálfselsk-
an sé í neyslunni. „Þegar ég fór að
ganga á hann þá fann ég að hann var
að rifja upp hluti sem hann vill ekki
muna. Það er heilmikið sem hann
hefur gert sem hann sér eftir,“ seg-
ir Jóhannes og heldur áfram. „Hitt
sem mér finnst merkilegt er að heyra
hvernig PCC-glæpasamtökin halda
uppi reglum í fangelsunum. Allar
reglur fangelsisins á meðal fanganna
byggja á reglum samtakanna, sem
telja um 200 þúsund meðlimi. Ef þú
ferð út fyrir þær reglur þá er þér refs-
að. Þær kveða til dæmis á um að sá
sem nauðgar sé einfaldlega drepinn,“
segir hann og bætir við að reglurnar
séu ótrúlega mannúðlegar miðað við
að að baki þeim standi harðsvíruð
glæpasamtök.
Hann segir engu að síður að Karl
hafi lent í atburðum sem hann óski
engum að lenda í. „Ég er svo forvit-
inn að ég þurfti að toga upp úr hon-
um suma hluti sem hann reyndi að
fegra til að byrja með. En eftir því
sem á samtölin okkar leið og ég út-
skýrði fyrir honum að það þýddi
ekki að vera með neitt bull þá opn-
aði hann sig meira,“ segir Jóhannes
að lokum.
12 fréttir 19. nóvember 2010 föstudagur
til fyrirmyndar
sem unglingur
„Ég er bara að bíða eftir ákvörðun
dómarans. Ég held það eigi ekkert
lengur að standa í vegi fyrir því að
ég komist heim,“ segir Karl Magnús
Grönvold, sem losnaði snemma á
þessu ári úr brasilísku fangelsi. Þar
mátti hann sitja inni í tvö og hálft
ár fyrir tilraun til þess að smygla
sex kílóum af kókaíni úr landi.
Karl, sem hefur lögheimili í
borginni Santos í Brasilíu, hefur
verið þar frá því hann losnaði úr
fangelsinu 11. febrúar. Hann seg-
ir að eitt af skilyrðunum fyrir því
að hann losnaði úr fangelsinu hafi
verið að hann hefðir íbúð eða fast-
an gististað í Santos. Hann verður
að halda sig innan bæjarmarkanna
og þarf að vera kominn heim til sín
klukkan 10 á kvöldin.
Kerfið sprungið
Karl segir lögfræðing sinn hafa tal-
ið að hann yrði frjáls ferða sinna 15.
september síðastliðinn. Lögfræðing-
ur í fangelsinu sjálfu hafi hins veg-
ar sagt honum að gengið væri út frá
5. desember. „Þá var ekki búið að
reikna með vinnunni sem ég vann
í fangelsinu og öðru sem kemur til
frádráttar,“ segir Karl og bætir við að
dómari í dómhúsinu í Santos hafi
fengið öll sín gögn 10. október en síð-
asta dagsetning sem hann hafi heyrt
sé 18. eða 19. janúar. Honum sé sagt
að dómarinn sé afar upptekinn mað-
ur en Karl bíður þess nú að mál sitt
verði tekið fyrir. „Ég veit ekki alveg
hvað er að gerast, kerfið hér er algjör-
lega sprungið,“ segir hann en bindur
vonir við að hann komist heim fyr-
ir jól. „Hver veit nema heimkoman
verði jólagjöfin í ár,“ segir hann furðu
léttur í bragði.
Má ekki vinna
Karl má ekki vinna í Santos vegna þess
að hann hefur ekki atvinnuleyfi. „Ef ég
væri að vinna og þeir myndu komast
að því þá yrði ég að fara aftur í fang-
elsið og sitja þann tíma sem liðinn er
frá 11. febrúar. Ég væri í raun að brjóta
lögin og það er ekki eitthvað sem heill-
ar mig,“ segir Karl.
Spurður hvað hann ætli að gera
þegar hann kemur heim til Íslands
segir Karl að hann ætli að vinna í sjálf-
um sér. „Það fyrsta er að koma mér í
stand. Ég er búinn að vera á skelfileg-
um stað í langan tíma og þegar ég kem
heim ætla ég að leita mér aðstoðar. Ég
er með mín plön um að bæta líf mitt
og ég ætla ekki að halda áfram í þess-
um bransa. Það er algjörlega hreinskil-
ið svar,“ segir Karl sem segir aðspurð-
ur að það hafi verið ágætis sáluhjálp
að vinna að bókinni. „Auðvitað tók á
að rifja þetta upp, sérstaklega þar sem
ég hef aldrei sagt neinum margt af því
sem kemur fram. Þarna er margt sem
ég sagði ekki frá í þeim bréfum sem
ég skrifaði heim til fjölskyldunnar
minnar. Ég vildi ekki valda þeim meiri
áhyggjum en orðið var,“ segir hann og
bætir við að samtölin við Jóhannes,
höfund bókarinnar, hafi hjálpað sér
mikið. „Hann hefur staðið sig mjög vel
gagnvart mér og hefur fengið smjör-
þefinn af því hvernig aðstæðurnar
hérna eru sums staðar. Það er stutt í
geðveikina hérna,“ segir Karl.
Facebook minn sáluhjálpari
Hann var síðast á Íslandi í maí 2007.
Síðan þá hefur mikið gerst í íslensku
samfélagi. Karl segir aðspurður að
hann hafi fylgst ágætlega með stöðu
mála eftir að hann kom út úr fangels-
inu í febrúar en hann hafi lítið getað
fylgst með þann tíma sem hann sat
inni. „Þegar ég losnaði út þá var netið
minn sáluhjálpari, sérstaklega Face-
book. Þar komst ég í samband við
vini mína aftur og það var frábært,“
segir hann og bætir við að hann von-
ist til þess að reynsla hans verði ungu
fólki víti til varnaðar. „Þetta er ein
uppskriftin að því hvernig getur far-
ið fyrir fólki sem fiktar við fíkniefni,“
segir hann að lokum.
Karl Magnús Grönvold bíður þess að dómari heimili honum að halda heim á leið:
Vonast eftir heimferð í jólagjöf
Fjölskylda Karls Magnúsar Grönvold var grunlaus um kókaínfíkn hans og ferð hans til Brasilíu þegar hún
frétti af því að hann hefði verið staðinn að tilraun til fíkniefnasmygls og biði dóms í Brasilíu. Nú, þremur
árum síðar, opinberar Karl sögu sína allt frá því hann fyrst prófaði kókaín til dagsins í dag. Jóhannes Kr.
Kristjánsson, höfundur bókarinnar segir bókina sýna að hver sem er geti lent í ógöngum sem þessum, prófi
hann fíknefni.
Ef þú ferð út fyrir þær reglur þá er
þér refsað. Þær kveða til
dæmis á um að sá sem
nauðgar sé einfaldlega
drepinn.
baldur GuðMundsson
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Var á kafi í íþróttum Karl Magnús var lykilmaður í handknattleiksliði Gróttu þegar hann var handtekinn.
HandboltaMyndir: andri siGFússon
Fer yfir dómskjölin Karl bíður þess nú
að dómari heimili honum að halda heim
á leið. Mynd úr bóKinni
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjudagur 26. jÚNÍ 2007 dagblaðið vÍsir 89. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
- brasilíska lögreglan
handtók Karl Grön-
vold með sex kíló af
kókaíni. Hann var á
leið til Lissabon í
Portúgal og er talinn
hafa ætlað að smygla
fíkniefnunum
þangað. Hann var
einn á ferð. Sjá bls. 2.
GÆSLAN VERÐUR AÐ BORGA TOLLINN
>> Fjármálaráðuneytið hefur kveðið upp úr með að Landhelgis-
gæslan þurfi að borga toll af kjöti sem varðskipsmenn á Tý
keyptu í Færeyjum og tollarar á Seyðisfirði gerðu upptækt.
Gæslumenn sögðu kjötið vera kost og töldu ekkert
þurfa að borga. Borgi Landhelgisgæslan ekki tollinn
verður 630 kílóum af kjöti eytt án þess að nokkur fái
smakkað á því. Sjá baksíðu.
fréttir
>> Fulltrúar Paramount-kvikmyndafyrirtækisins
kanna aðstæður á Íslandi. Hugmyndir eru uppi um að
taka næstu Star Trek-mynd upp hér. Kirk og Spock
verða endurvaktir í nýju myndinni.
KARL GRÖNVOLD GISTIR BRASILÍSKAN FANGAKLEFA EFTIR MISLUKKAÐ FÍKNIEFNASMYGL:
Star Trek
á Íslandi
fólk
TEKINN MEÐ
SEX KÍLÓ AF
KÓKAÍNI
>> Meira ber á útigangsfólki
á götum borgarinnar nú en
oft áður. Þórir Haraldsson,
dagskrárstjóri Gistiskýlisins
við Þingholtsstræti, segir
það ekki geta séð öllum
fyrir plássi sem þurfa á að
halda. Þórarinn Tyrfingsson,
yfirlæknir á Vogi, segir að
langt leiddir fíklar þurfi á
langtímaúrræðum að halda.
Hann segir skyndimeðferðir
ekki duga til heldur þurfi
lengri og rólegri meðferðir.
GiSTiSkýlið allTaf fullT
Handboltakappinn Karl Magnús
Grönvold var handtekinn í Sao Paolo
í Brasilíu í byrjun júní fyrir að reyna
að smygla sex kílóum af kókaíni út úr
landinu.
Þetta er samkvæmt áreiðanlegum
heimildum DV innan alríkislögregl-
unnar í Brasilíu.
Fíkniefnin fundust við leit á öðr-
um tveggja alþjóðlegra flugvalla við
Sao Paolo borg. Karl Magnús var
handtekinn eftir að fíkniefnin fund-
ust og færður í gæsluvarðhald í fang-
elsi inni í borginni. Karl Magnús var
einn á ferð þegar hann var handtek-
inn en ekki er vitað hverjir vitorðs-
menn hans eru. Karl Magnús var á
leið til Lissabon í Portúgal en ekki er
vitað hvert hann ætlaði eftir þá ferð.
Þrír í brasilískum fangelsum
Karl er þriðji Íslendingurinn á
tæpu ári sem er handtekinn fyrir
fíkniefnasmygl í Brasilíu. Fyrir eru
þeir Hlynur Smári Sigurðsson og
Ingólfur Sigurz í brasilískum fang-
elsum.
Búið er að dæma Hlyn Smára en
Ingólfur bíður enn dóms fyrir brot
sitt. Hlynur var handtekinn með tvö
kíló af efni sem hann taldi vera kókaín
en reyndist þegar upp var staðið vera
barnapúður. Ingólfur var handtekinn
með hass. Enginn framsalssamning-
ur gildir á milli Íslands og Brasilíu og
því má vera ljóst að verði Karl fundinn
sekur um fíkniefnasmygl þarf hann að
sitja dóminn af sér í Brasilíu. Brasilísk
fangelsi eru alræmd fyrir harðræði og
eru fangauppreisnir algengar í fang-
elsum landsins.
Íslensk yfirvöld vita lítið
Mál Karls Magnúsar hafði enn
ekki komið inn á borð íslenskra lög-
gæslustofnana og yfirvalda þeg-
ar DV hafði samband við þær í gær.
Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra var
ekki kunnugt um málið. Það þykir
þó ekki óvenjulegt þar sem reynsl-
an sýnir að nokkur tími líður áður en
brasilíska lögreglan leitar
aðstoðar hennar.
Pétur Ás-
geirsson,
skrifstofu-
stjóri í ut-
anríkis-
ráðuneytinu, vildi ekki tjá sig um
málið þegar rætt var við hann.
Ættingjum Karls Magnúsar var
augljóslega brugðið vegna málsins
þegar haft var samband við þá og
kusu að tjá sig ekki efnislega um ör-
lög Karls.
Góður í handbolta
Karl Magnús hefur getið sér gott
orð í handbolta en hann spilar með
Gróttu. Hann var fjórði markahæsti
maðurinn í liðinu. Hann var að auki
annar í kosningu um besta leik-
manninn í 1. deild karla í handbolta.
Tilkynnt var um þá niðurstöðu á
lokahófi Handknattleikssambands
Íslands um miðjan janúar síðastlið-
inn, fáeinum vikum áður en brasil-
ískir lögreglumenn handtóku
Karl Magnús á flugvell-
inum í Sao Paolo,
grunaðan um
að reyna að
smygla kóka-
íni.
ÞRIÐJUdagUR 26. JÚNÍ 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Árásarmenn
enn ófundnir
Litháunum sex sem hand-
teknir voru um helgina vegna
hópslagsmála á einkaheimili
í Reykjavík aðfaranótt sunnu-
dags hefur verið sleppt. Lithá-
arnir voru allir þolendur eða
vitni en ókunnir árásarmenn
réðust inn á heimilið í Bakka-
hverfinu í Breiðholti með
þeim afleiðingum að einn
maður höfuðkúpubrotnaði.
Árásarmennirnir, sem talið
er að séu einnig frá Litháen,
eru enn ófundnir en þeir
komu af stað hópslagsmálum
með fyrrgreindum afleiðing-
um.
Á fjórða
þúsund nýrra
ríkisborgara
Alls fengu 3.675 einstakl-
ingar íslenskt ríkisfang á ár-
unum 2002 til 2006. Þar af
voru 2.937 sem veittur var rík-
isborgararéttur á grundvelli
5. og 6. grein um íslenskan
ríkisborgararétt, samkvæmt
upplýsingum frá dómsmála-
ráðuneytinu.
Flestir komu frá Póllandi,
þar á eftir Filippseyingar og
síðan Taílendingar. Á þessum
fimm árum fór fjöldi ríkis-
fangsveitinga stigvaxandi.
Árið 2002 fengu 350 íslenskt
ríkisfang á grundvelli fyrr-
nefndra laga en árið 2006
voru þeir 843.
Tveir menn sem ætluðu að fljúga frá Egilsstöðum fengu ekki að koma um borð:
Meinaður aðgangur vegna ölvunar
Tveimur mönnum sem keypt
höfðu miða með flugi hjá Flugfélagi
Íslands frá Egilsstöðum til Reykja-
víkur var meinaður aðgangur að
vélinni á sunnudagskvöld. Farþegi
með sömu vél segir áfengislykt hafa
verið af mönnunum en að þeir hafi
verið hinir rólegustu. Árni Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Flugfé-
lags Íslands, segir flugáhöfn meta
það hverju sinni hvort farþegar séu
í nógu góðu ástandi til að fara með
fluginu.
„Í þessu tilfelli var það flugfreyj-
an sem mat það þannig að mennirn-
ir væru ekki í standi til að fara með
vélinni. Þetta er mat áhafnar í hvert
skipti.“ Árni segir það gilda einu
hvort um er að ræða áfengisneyslu
eða annað sem talið er geta ógnað
öryggi farþega. „Það er ekki algengt
að fólki fái ekki að koma um borð en
þó kemur það fyrir af og til. Þrátt fyrir
að áhöfnin sé þjálfuð til að eiga sam-
skipti við erfiða farþega reynum við
að koma í veg fyrir að slíkar aðstæð-
ur komi upp. Við höfum lent í því að
fólk undir áhrifum áfengis getur æst
sig þegar líður á ferðina þótt það sé
rólegt í byrjun.“ Árni segir að þegar
atvik sem þessi komi upp reyni Flug-
félagið að koma til móts við farþega
með seinna flugi. Það sé þó einnig
matsatriði.
Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Ís-
lands, segir að það sé alfarið í hönd-
um flugstjóra hvort farþega er vísað
frá. „Flugstjóri verður að hafa gildar
ástæður fyrir brottvísuninni, eins og
að þær geti ógnað flugöryggi að við-
komandi farþegi sé um borð.“
Í lögum um loftferðir kemur fram
að flugstjóri hafi æðsta vald um borð
í flugvél og sé honum heimilt að
neita því að fljúga með tiltekna far-
þega eða varning. Þannig getur flug-
stjóri meinað farþegum aðgang ef
hann telur að heilbrigði eða öryggi
annarra farþega sé ógnað. erla@dv.is
Flugvél Flugfélags Íslands kemur til lendingar Tveimur mönnum var vísað frá
borði á Egilsstöðum þar sem þeir þóttu lykta af áfengi.
Eldur í mosa
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á
Kirkjubæjarklaustri ásamt björg-
unarsveitinni Kyndli var kallað
út vegna elds sem logaði í mosa
rétt við vegamót þjóðvegar eitt
og vegar sem liggur um Skaft-
ártungu í Meðallandi. Björg-
unarsveitin var þó afturkölluð
stuttu eftir að slökkviliðið kom á
staðinn. Talið er að eldurinn hafi
kviknað vegna mikilla þurrka
sem hafa geisað á svæðinu en
nánari skýringar á upptökum
eldsins liggja ekki fyrir. Eldurinn
var fljótur að berast um þurran
mosann en tjón er ekki talið vera
verulegt.
Hærri umferðar-
sektir skila sér
Ungur ökumaður var stöðv-
aður fyrir ofsaakstur rétt utan við
Húsavík um helgina. Hann ók á
141 kílómetra hraða og má eiga
von á 90 þúsund króna sekt fyrir
uppátækið eftir að nýja sektar-
kerfið var lögleitt. Annar öku-
maður var stöðvaður fyrir ölvun
við akstur og má hann eiga von á
hárri sekt og ökuleyfissviptingu í
langan tíma.
Að sögn lögreglunnar á Húsa-
vík virðast ökumenn vera með-
vitaðir um hin nýju lög og að
sögn varðstjóra á svæðinu virð-
ist sem ökumenn séu farnir að
passa sig á þjóðvegum í Þingeyj-
arsýslunni.
Karl Magnús Grönvold var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um
að reyna að smygla sex kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Portúgals. Hann var einn á
ferð en er þriðji Íslendingurinn sem er handtekinn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu á
tæpu ári.
HANDBOLTAKAPPI MEÐ
SEX KÍLÓ AF KÓKAÍNI
Karl Magnús var einn
á ferð þegar hann var
handtekinn en ekki er
vitað hverjir vitorðs-
menn hans eru.
valur Grettisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Handtaka í sao Paolo Brasilískir
lögreglumenn sjást hér handtaka mann í
Sao Paolo.
Þriðji
Íslend-
ingurinn
handtek-
inn Karl
Magnús er
þriðji
Íslendingur-
inn til að verða
handtekinn fyrir
fíkniefnasmygl í
Brasilíu á innan við
ári. Einn hefur verið
dæmdur.
Kókaín Karl
Magnús var tekinn með
sex kíló af kókaíni á
alþjóðlega flugvellinum í
Sao Paolo.
26. júní 2007 Handtakan kom fjölskyldu Karls gjörsamlega í opna skjöldu.