Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 62
Ósk Norðfjörð frumflutti nýtt lag:
Tekur dúeTT
með Ásdísi rÁn
62 fólkið 19. nóvember 2010 föstudagur
krisTjÁn jóhannsson:
Sló í gegn
í París
Katrín Ósk Guðlaugsdóttir
hárgreiðslumeistari náði frábærum
árangri þegar hún lenti í öðru sæti í
Trendvision-hárgreiðslukeppninni
sem fram fór í París fyrr í mánuðinum.
Katrín Ósk vann Wella Trend Vision-
keppnina hér heima í október og
vann þannig þátttökurétt í keppninni
úti, sem er einn stærsti hárgreiðslu-
viðburður í heimi. Katrín Ósk, sem er
sjálfstætt starfandi hárgreiðslumeist-
ari hjá Hár Expó, keppti við fjölda
annarra keppenda allls staðar að úr
heiminum undir vökulum augum
blaðamanna helstu tískutímarita
heims. Það verður því spennandi að
fylgjast með Katrínu í framtíðinni.
Bréf frá barna-
verndarnefnd
Bræðurnir Unnsteinn Manúel og
Logi Pedro Stefánssynir, forsprakk-
ar hljómsveitarinnar Retro Stefson,
fara á kostum í
bráðskemmti-
legu viðtali í
nýjasta hefti
Monitor.
Aðspurðir hvort
þeir bræðurnir
rífist mikið segir
Unnsteinn: „Já,
en við höfum
skánað.“ Segir
Unnsteinn svo
frá því þegar hann neitaði að lána
bróður sínum fyrir mat og gefa
honum af því sem hann var að
elda. Slógust þeir svo mikið að einn
nágranninn hringdi á lögregluna
sem kom á heimili þeirra og þurfti
lögregluþjónn að hugga Loga sem
var hágrátandi. „Við sögðum mömmu
ekki frá þessu og svo fékk hún bréf
frá barnaverndarnefnd nokkrum
dögum seinna,“ segir Unnsteinn.
„Ég er bara búin að vera á ferð-
inni síðan ég frumflutti lagið
þannig að ég hef lítil viðbrögð
fengið enda talað við fáa,“ seg-
ir fyrirsætan, ofurmamman og
nú söngkonan, Ósk Norðfjörð,
um nýja lagið sitt, Keep on
Waiting, sem frumflutt var á
Kananum síðstliðinn fimmtu-
dagsmorgun. Hún segist þó
hafa fengið fín viðbrögð frá
starfsmönnum útvarpsstöðv-
arinnar en hvers vegna ákvað
hún að prófa sönginn?
„Þetta var nú bara allt í
gríni gert svona í kringum lag-
ið hennar Ásdísar Ránar, vin-
konu minnar. Henni finnst ég
syngja svo vel að hún skoraði á
mig að gera þetta. Svo ákváð-
um við vinkonurnar að gera
lag saman. Ég á góðan félaga
sem er í bandi en gerir ekki
danstónlist nema svona sem
áhugamál. Við byrjuðum að-
eins að ræða hvort þetta gæti
ekki verið gaman og ákváðum
síðan að slá til,“ segir Ósk sem
syngur mikið sjálf.
„Ég hef mjög gaman að því
að syngja með krökkunum og
raula með í kirkjunni. Ég elska
tónlist en þetta er svo sem ekki
braut sem ég ætlaði alltaf inn
á,“ segir Ósk en von er á öðru
lagi strax í desember.
„Okkur langaði að gera tvö
lög saman þannig að ég tal-
aði við upptökustjórann Cos-
mo og hann benti mér á Dóra
vin sinn sem er með honum í
hljómsveitinni Legend. Hann
átti lag sem er rosalega flott
þannig að við ákváðum að ég
myndi bara syngja það. Það
er gaman að bæði Krummi í
Mínus og Haffi Haff séu með
puttana í þessu því þar mætast
tveir ólíkir tónlistarheimar en
þeir eru auðvitað stórir í sín-
um geira,“ segir Ósk sem var
ekkert stressuð vegna frum-
flutningsins.
„Nei, í rauninni ekki. Mað-
ur gerir bara eins vel og mað-
ur getur. Þetta er nú bara frum-
raunin þannig maður er ekkert
að taka sig of hátíðlega,“ segir
fyrirsætan og söngkonan, Ósk
Norðfjörð. tomas@dv.is
„Þegar ég er að kenna og segi strák-
unum að syngja eins og þeir væru
að njóta ásta, hlæja þeir bara að mér.
Ég segi hiklaust við strákana: „Syngja
neðan úr pung,“ og bæti við, „ann-
ars er söngurinn bæði hljómlaus og
óspennandi.“,“ segir Kristján Jóhanns-
son stórsöngvari í nýútkominni ævi-
sögu sinni, Á valdi örlaganna, sem
Þórunn Sigurðardóttir skrásetti.
„Stór hluti af starfi söngvara hefur
með kynvitund og kynheilbrigði að
gera, það er eðlilegur hluti af lífinu og
hvatinn í tilfinningunum, eins konar
meðvituð kynhvöt, nátengd skapinu,
sem þarf að vera heit, einörð og heil,“
heldur Kristján áfram í bókinni en
hann segir alla góða sviðslistamenn
hafa eitthvert sérstakt sambland af
persónuleika og kynþokka. Séu bæði
óútreiknanlegir og skapandi.
„Þú þarft að hafa sterka kynvitund
á sviði og kynlíf má ekki vera feimnis-
mál. Þarna eru Ítalirnir ólíkir okkur,
þrátt fyrir kaþólskuna og siðfágunina.
Hún er ekki fólgin í pempíuskap eða
einhverjum feluleik,“ segir Kristján
sem bjó um áratugaskeið á Ítalíu þar
sem hann var á meðal fremstu óperu-
söngvara heims.
Í bókinni talar Kristján einnig um
óheflað orðbragð sitt. „Ég hef alltaf
verið svona. Ég þyki stundum býsna
grófur og Jóna er alltaf að skamma
mig fyrir það. Mamma sagði líka oft:
„Kiddi minn, ekki þennan talsmáta.
Það eru stúlkur hér inni.“.“
Þá segir Kristján að á Ítalíu hafi
plássið verið mun meira og einnig
fyrir orðbragð. „Það hefur hentað mér
vel því það var alltaf svolítill sjóara-
bragur á mér – það er eðlið. Ég er jú
„for helvede“ Íslendingur! Og það
var talsvert blótað í mínum
uppvexti. Amma Aðalheið-
ur var alveg sérstök með
þetta. Hún sagði iðulega:
„Mikið andskotans ósköp er
þetta fallegt.“
Kristján viðurkenn-
ir einnig að hann sé glanni
en að hann leggi sig alltaf
fram við að vera almenni-
legur. „Mér hefur alltaf þótt
snobb leiðinlegt og ég held
að ég sé ekki höfðingja-
sleikja. En ég er glanni.
Ég hef samt alltaf reynt
að vera almennilegur við
samstarfsmennina, ekki
hvað síst þá sem eru
baksviðs í leikhúsinu.
Það gefur mér styrk til
baka. Góður listamað-
ur kemur með góðan
anda með sér inn í
leikhúsið. Það hef ég
lært. Ekkert leikhús er
betra en listamennirnir
sem vinna þar.“
asgeir@dv.is
Kynhvötin
miKilvæg í
söngnum
Í nýútkominni ævisögu Kristjáns Jóhannssonar
stórsöngvara fer hann um víðan völl. Þessi dáði en
umdeildi listamaður talar meðal annars um það í
bókinni að það sé nauðsynlegt að „syngja neðan úr
pung“ og að stór hluti af starfi söngvarans hafi með
með kynvitund og kynheilbrigði að gera.
Á valdi örlaganna Ævisaga
Kristjáns Jóhannssonar sem
Þórunn Sigurðardóttir skrásetti.
Kristján Jóhannsson
Segir strákunum að
„syngja neðan úr
pung“ þegar hann er
að kenna söng.
Mynd SiGtryGGUr ari
M
yn
d
a
rn
O
Ld
B
JÖ
rn
SS
O
n
Söngkona Von
er á öðru lagi með
Ósk í desember.