Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 48
48 LÍFSSTÍLL UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Gæludýraeig- endur hugsa betur um sig Að eiga gæludýr bætir skapið, lætur okkur finnast við meira virði og hvetur okkur til að hugsa betur um okkur sjálf. Þetta segir Rebecca Johnson við Research Center for Human-Animal Interaction í Missouri-háskólanum sem vill að gæludýrahald verði leyft á elliheimilum og á heimavistum. Johnson segir bæði ketti og hunda hafa góð áhrif á eigendur sína. „Hundur sem horfir á þig biðjandi augum með ólina í munninum hjálpar þér að koma þér í form en malið í kettinum þínum hefur jákvæð áhrif á blóðþrýstinginn og minnkar stress.“ Þeir sem líta út fyrir að vera eldri en þeir eru geta samt verið heilsuhraustir og frískir: Útlit fer ekki eftir heilsu Forðastu ofbeldisfullt samband Of mikið, of hratt: Þér geta fundist ákveðnir karlmenn heillandi en ef hann lýsir yfir ást sinni á öðru stefnumóti skaltu hafa varann á. Afbrýðisemi: Það er eðlilegt að honum sárni ef hann gómar þig við að senda þínum fyrrverandi SMS en það er allt annað mál ef hann fær kast af því að þú vilt eyða kvöldinu með mömmu þinni. Kærastinn á ekki að vera afbrýðisam- ur út í fjölskyldu þína og vini. Stöðug gagnrýni: Það er ástæða til að hafa áhyggjur ef hann skiptir sér endalaust af því hvernig þú klæðir þig. Segir hann þér reglulega að þú klæðir þig of hórulega? Stjórnsemi: Kærasti sem vill stjórna hvernig þú klæðir þig og einangra þig frá vinum og fjölskyldu mun líklega ganga enn lengra. Hringir hann stöðugt í þig í vinnuna og yfirheyrir þig um hvar þú varst, með hverjum, að gera hvað. Ásakanir: Er aldrei neitt honum að kenna? Missti hann vinnuna af því að yfir- maðurinn var fífl? Hætti hann í skóla af því að kennararnir hötuðu hann? Lamdi hann þig af því að þú vildir ekki halda kjafti? Sýklalyf gera illt verra Samkvæmt rannsókn sem birtist í Jo- urnal of the American Medical Associa- tion hafa sýklalyf lítil áhrif á bata barna með eyrnabólgu en auka hættu á öðrum fylgikvillum. CNN-fréttastofan greindi frá þessu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom í ljós að 80% barna sem fengu hita- og verkjastillandi lyf jöfnuðu sig af eyrnabólgu innan fárra daga. Hlutfallið fór upp í 92% á meðal þeirra barna sem fengu sýklalyf við sýkingunni. Það, segir Tumaini Coker barnalæknir við Mattel barnaspítalann í Los Angeles, segir ekki alla söguna. „Innan þess hóps fengu þrjú til tíu börn af hverjum 100 útbrot og fimm til tíu fengu niðurgang.“ STATTU ÞIG Í PRÓFUNUM 1 EFLDU HEILANN MEÐ LAXI EÐA MAKRÍL Heilinn þarf á ómega-3 fitusýrum að halda. Laxinn er einnig ríkur af efninu níasíni sem ver okkur gegn gleymsku og hrörnun. Ef þér finnst erfitt að ætla að borða fiskmeti tvisvar í viku geturðu fengið þér samloku með laxi í hádeginu. Passaðu bara hvað annað leynist á samlokunni. Varastu fituríkar sósur. 2 NÁÐU FÓKUS MEÐ PIPARMINTUTEI Samkvæmt rannsókn hefur piparminta góð áhrif á einbeitinguna. Passaðu að setja ekki of mikinn sykur í teið. Það er auðvelt að innbyrða meirihluta þeirra kaloría sem við þurfum í fljótandi formi. 3 NÆLDU Í ORKU MEÐ MÚSLÍRúsínur auðvelda líkamanum að breyta sykri í orku og hnetur eru fullar af magnesíum sem er nauðsynlegt fyrir eðlileg efnaskipti, tauga- og vöðvavirkni. Of lítið af magnesíum hefur áhrif á mjólkursýruna sem hefur áhrif á orkuna. 4 SKERPTU ATHYGLINA MEÐ SÖXUÐUM HÖRFRÆJUM Alpha-linolenic sýra eða ALA er holl fita sem finnst í ákveðnum jurtum og minnir á ómega-3 fitusýruna sem finnst í fiski. ALA bætir starfsemi heilabarkarins og hefur því jákvæð áhrif á inntöku upplýsinga. Dreifðu einni teskeið yfir morgunkornið á hverjum morgni. Mundu bara að merja eða saxa hörfræin áður en þú borðar þau til að nýta hollustuna úr þeim. 5 EFLDU SKAMMTÍMA-MINNIÐ MEÐ KAFFI Samkvæmt rannsóknum hefur koff- ein jákvæð áhrif á skammtímaminn- ið. Niðurstöður breskrar rannsóknar gefa til kynna að bolli af kaffi skerpi einnig athyglina og auki getuna til að leysa erfið vandamál. Helltu upp á hnausþykkt kaffi og nældu þér í 90 mínútur af skarpri athygli. 6 STYRKTU LANGTÍMA-MINNIÐ MEÐ BLÁBERJUM Andoxunarefnin sem finnast í bláberjum minnka líkur á alvarlegum sjúkdómum líkt og Alzheimer og Parkinson og bæta gagnavinnslu heilans. Áttu ennþá bláber í frystinum frá því í sumar? Skelltu þeim út á skyrið.  7 SLAKAÐU Á MEÐ JÓGÚRT OG HNETUM Vísindamenn í Slóvakíu rannsökuðu áhrif amínósýra á taugakerfið. Niðurstöður gáfu til kynna að sýrurnar, sem finnast bæði í jógúrt og hnetum, hafi jákvæð áhrif á stress og kvíða. Jólaprófin hefjast innan skamms í flestum skólum landsins. Samkvæmt rannsókn- um styrkja ákveðnar fæðutegundir minnið. Skoðaðu listann og náðu forskoti með því að borða rétta matinn. Samkvæmt vísindamönnum við St. Michael-sjúkrahúsið í Toronto þarf það að líta út fyrir að vera eldri en við raunveru- lega erum ekki að tengjast lé- legri heilsu. Stephen Hwang, sem kom að rannsókninni, segir einstaklinga þurfa að líta út fyrir að vera tíu árum eldri en þeir raunverulega eru til að hægt sé að ganga út frá að þeir séu slæmir til heilsunnar. Vísindamennirnir fundu út að auki að þeir sem líta út fyr- ir að vera á jafngamlir og þeir í raun eru gætu þess vegna ver- ið við slæma heilsu. „Í áratugi hafa læknar og hjúkrunarfólk rætt útlit og aldur sjúklinga sín á milli. Auk læknisfræði- legra upplýsinga láta þeir oft skoðun sína á því hvort sjúk- lingurinn líti út fyrir að vera eldri en hann raunverulega er fylgja,“ segir Hwang sem segir niðurstöðurnar gefa til kynna að aðeins ef sjúklingur líti út fyrir að vera áratug eldri en hann er séu 99% líkur á að hann eigi við alvarleg heilsu- vandamál að etja, líkamleg eða andleg. „Niðurstöðurnar komu okkur á óvart. Svo virðist sem læknar hafi einfaldlega gef- ið sér að mat á útliti sjúk- linga fæli í sér upplýsingar um heilsufar,“ segir Hwang en rannsóknin birtist í Journal of General Internal Medicine indianna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.