Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 54
Háklassa 54 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 19. nóvember 2010 föstudagur Stórleikur helgarinnar í enska bolt- anum er jafnframt sá fyrsti í fjórtándu umferðinni. Norður-Lundúnaslag- urinn á milli Arsenal og Tottenham fer fram í hádeginu á laugardaginn en þar má búast við mikilli skemmt- un. Arsenal hefur verið á góðu skriði, unnið fjóra af síðustu fimm leikj- um sínum og er komið upp í annað sæti deildarinnar. Tottenham komst loksins aftur á sigurbraut um síðustu helgi með auðveldum sigri á Black- burn en það er ansi langt síðan Tott- enham var jafnvel mannað og það er í dag. Tottenham hefur þó gengið afar illa að leggja nágranna sína að velli. Á laugardaginn mætast einn- ig tvö lið sem hafa komið skemmti- lega á óvart. Grétar Rafn og félagar í Bolton, sem vermir fimmta sætið eft- ir þrettán umferðir með nítján stig, taka á móti vondu strákunum frá Newcastle. Þeir eru með átján stig, þremur sætum neðar. Fyrsti sigurinn í tíu ár Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að Tottenham hafi gengið illa að leggja nágranna sína í Arsenal að velli. Þegar Tottenham gerði sér lít- ið fyrir og vann Arsenal í apríl und- ir lok síðasta tímabils var það fyrsti deildarsigur Tottenham á strákun- um hans Wengers í tíu ár. Tottenham sló Arsenal út úr deildarbikarnum fyrir tveimur árum en annars hef- ur Arsenal alfarið séð um að vinna nágrannaslagina á undanförnum áratug. Þegar Tottenham loks vann leik núna í apríl voru það hinn ungi Danny Rose og hinn eldfljóti Gareth Bale sem skoruðu mörkin. Arsenal hefur vinninginn þeg- ar litið er yfir leiki liðanna í gegn- um söguna. Alls hafa liðin mæst 146 sinnum í deildinni. Arsenal hefur unnið 60 leiki, Tottenham 46 og 40 sinnum hafa þau gert jafntefli. Bikar- leikirnir eru nokkuð jafnir en Arsenal hefur unnið þrjá leiki af fimm þegar þau hafa mæst í bikarnum en Tott- enham hina tvo. Alls hefur Arsenal unnið Tottenham 69 sinnum í öll- um keppnum á móti 51 sigri Totten- ham. Jafnteflin eru samtals 44. Það er því óhætt að segja að Arsenal hefur haft nokkra yfirburði gegn nágrönn- um sínum en því má þó ekki gleyma að sjaldan ef aldrei hefur Tottenham verið jafnvel mannað. Tottenham er líka einstaklega vel lagið að leika vel á móti stóru liðunum þó leikmenn liðsins eigi þó afskaplega erfitt með að halda haus þegar komið er í leiki gegn liðunum sem eiga að teljast veikari en þau. Tap fyrir Wigan og Úlfunum í ár sannar það. Gagnkvæm virðing Lítið fer fyrir Bacary Sagna í hægri bakvarðarstöðunni hjá Arsenal en jafnan skilar hann þó alltaf sínu. Hann bryddaði meira að segja upp á nýjum töktum um síðustu helgi og skoraði eitt mark í góðum sigri Ars- enal á Everton í Guttagarði. Hans bíður það ærna verkefni að mæta Gareth Bale sem er ástæða margra martraða hægri bakvarða út um all- an heim um þessar mundir. „Þetta verður alveg frábær leikur. Það er alltaf gaman að mæta Tott- enham en ég held að þessi leikur verði alveg einstakur. Ég hef aðeins fylgst með Tottenham á þessu tíma- bili og það spilar alveg frábæran fót- bolta. Við reynum líka alltaf að halda boltanum við jörðina og því sé ég ekki fram á annað en þetta verði al- veg stórkostleg skemmtun. Sjálfur á ég mikið verk fyrir höndum að gæta Gareth Bale en það verður bara gam- an. Hann er orðinn besti vængmaður deildarinnar og til þess er maður nú í þessu, að spila við þá bestu,“ segir Bacary Sagna. Á hægri kantinum býður Tott- enham upp á aðra rakettu en þar er enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon. Hann áttar sig vel á styrk- leikum Arsenal og veit hvað bíður liðsins á Emirates-vellinum um helg- ina. „Arsenal er heitasta liðið um þessar mundir. Við féllum aðeins niður en náðum nú sem betur fer góðum sigri um síðustu helgi og von- andi kemur það okkur á skrið. Arsen- al er ótrúlega sterkt lið og sérstaklega sóknarlega. Það tætti Everton-vörn- ina í sundur um síðustu helgi þannig við verðum að verjast sem lið og gefa allt okkar í þetta. Við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af okkar leik fram á við, við eigum alltaf að gera skorað. Mörkin telja samt lítið ef þú ætlar alltaf að fá tvö á þig fyrir hvert mark sem þú skorar,“ segir Aaron Lennon. spútnikliðin mætast Langt er síðan Íslendingaliðið Bolt- on spilaði jafn flottan fótbolta og það gerir þessa dagana. Kraftaverka- maðurinn Owen Coyle er búinn að umbylta leik liðsins og hefur byrj- un tímabilsins verið liðinu góð. Það situr nú í fimmta sæti, Evrópusæti, og virðist til alls líklegt. Það mætir Newcastle um helgina sem verður án vandræðagemsans Joeys Bartons en hann fékk nóg af því að vera góði strákurinn í síðustu viku og kýldi Morten Gamst Pedersen. Fyrir það fékk hann þriggja leikja bann. Einn allra heitasti framherji ensku úrvals- deildarinnar, Andy Carroll, verður þó væntanlega mættur á Reebok-völl- inn en hann lék sinn fyrsta landsleik í tapi Englands gegn Frakklandi á miðvikudagskvöldið. „Það er mun léttara yfir okkur þessa dagana,“ segir hinn grjótharði Kevin Davies sem hefur blómstrað í framlínu Bolton á tímabilinu. „Það er auðvitað allt léttara þegar mað- ur er að vinna leiki en við erum líka að spila fallegan fótbolta og það er gaman. Við höfum samt ekkert unn- ið ennþá. Við megum ekki fara að blekkja okkur með neinu svoleiðis bulli. Fyrst og fremst höfum við unn- ið okkur rétt til að vera á þeim stað sem við erum á núna. Tímabilið er samt ekki einu sinni hálfnað þannig við ætlum ekki að fara gera okkur neinar vonir. Næst er það bara leik- ur gegn firnasterku liði Newcastle og um það hugsum við í augnablikinu,“ segir Kevin Davies. LundúnasLagur tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Eftir landsleik í miðri viku heldur enska úrvalsdeildin áfram en stærsti leikur helgarinnar er í hádeginu á laugardaginn þegar Norður-Lundúna- slagurinn á milli Arsenal og Tottenham fer fram. Þau tvö lið sem hafa komið hvað mest á óvart mætast einnig inn- byrðis þegar Newcastle heimsækir Grétar Rafn og félaga hans í Bolton. Leikir heLgarinnar Laugardagur 20. nóvember 12.45 Arsenal - Tottenham 15.00 Birmingham - Chelsea 15.00 Blackpool - Úlfarnir 15.00 Bolton - newcastle 15.00 man. united - Wigan 15.00 WBA - stoke 17.15 Liverpool - West Ham sunnudagur 21. nóvember 13.30 Blackburn - Aston Villa 16.00 Fulham - man. City mánudagur 22. nóvember 20.00 sunderland - Everton Staðan Lið L U J t m st 1. Chelsea 13 9 1 3 28:8 28 2. Arsenal 13 8 2 3 26:12 26 3. man. utd 13 6 7 0 26:15 25 4. man. City 13 6 4 3 15:10 22 5. Bolton 13 4 7 2 21:19 19 6. sunderland 13 4 7 2 15:13 19 7. Tottenham 13 5 4 4 18:17 19 8. newcastle 13 5 3 5 21:16 18 9. Aston Villa 13 4 5 4 15:18 17 10. stoke City 13 5 1 7 15:18 16 11. Liverpool 13 4 4 5 13:17 16 12. WBA 13 4 4 5 16:22 16 13. Everton 13 3 6 4 14:13 15 14. Blackburn 13 4 3 6 15:18 15 15. Blackpool 13 4 3 6 19:26 15 16. Fulham 13 2 8 3 13:13 14 17. Wigan 13 3 5 5 10:21 14 18. Birmingham 13 2 7 4 14:17 13 19. Wolves 13 2 3 8 13:23 9 20. West Ham 13 1 6 6 11:22 9 um heLgina mættur á stuttbuxunum Owen Coyle lifir sig vel inn í leikinn hjá Bolton. mynd reUters Öflugur Vandræðagemsinn Andy Carroll er hættulegur í teignum. mynd reUters Í flottu formi samir nasri og félagar í Arsenal hafa verið heitir síðustu vikurnar. mynd reUters Það er alltaf gaman að mæta Tottenham en ég held að þessi leikur verði alveg einstakur. Ég hef aðeins fylgst með Tott- enham á þessu tímabili og það spilar alveg frábæran fótbolta. Bestu tíurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.