Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR JÓHANNES OG MAGNÚS LEYNDU VIÐSKIPTUNUM Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is HÁTÍÐAMATSEÐILL JÓLAANDINN Á GEYSI 4 gerðir grafl ax með mangódill- sósu, kryddbrauði og klettasalati Seljurótarsmakk með truffl uolíu Appelsínu önd með eplasósu, sæt- kartöfumauki, döðlum og eplum Heitur súkkulaðibrunnur með riz á la mandé Verð kr. 5.900 Föstudaga til sunnudaga eftir kl. 18.00 4 rétta Rannsókn sérstaks saksóknara efnahagshrunsins, Ólafs Hauksson- ar, beinist að fjárfestingarbankan- um Saga Capital þrátt fyrir að for- svarsmenn bankans segi annað. Verið er að kanna hvort sala Saga á skuldabréfi sem bankinn átti á Stím til sjóðs í vörslu Glitnis hafi verið lögleg eða hvort um umboðssvik hafi verið að ræða meðal annars. Með sölunni á skuldabréfinu fékk Saga Capital tæplega 1.200 milljón- ir króna frá Glitni sem annars hefðu tapast vegna þess að Stím var tækni- lega gjaldþrota félag. Saga Capital seldi skuldabréfið til Glitnis í ágúst 2008, rétt fyr- ir hrun, eftir að Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, hafði haft samband við Jóhannes Bald- ursson, þáverandi framkvæmda- stjóra markaðsviðskipta Glitnis, og tjáð honum að bankinn vildi losna við skuldabréfið. Saga Capital hafði keypt hlut í Stími í lok árs 2007 fyrir tilstuðlan Glitnis en bankinn hafði þá leitað logandi ljósi að fjárfestum til að kaupa bréf í FL Group, stærsta hluthafa bankans, og Glitni sjálf- um, sem bankinn hafði safnað að sér. Saga Capital tók boði Glitnis. Það var Jóhannes Baldursson sem öðrum fremur sá um að koma fjár- festahópnum í Stími saman. Jó- hannes hafði því bæði milligöngu um að koma fjárfestahópnum í Stím saman og tók við beiðni Þorvaldar Lúðvíks um að Saga vildi losna við skuldabréfið. Þess skal getið að Þorvaldur Lúð- vík og Jóhannes eru vinir og gaml- ir bekkjarfélagar frá Akureyri. Báðir eru þeir fæddir árið 1971. Jóhannes hefur einnig verið yfirheyrður vegna aðkomu sinnar að sölunni á skulda- bréfinu og að Stímmálinu. Misvísandi skilaboð Tíðindi af rannsókn málsins og eðli þess eru því afskaplega misvísandi. Þorvaldur Lúðvík sagði í samtali við DV á þriðjudaginn að hann væri vitni í málinu en daginn eftir kom í ljós að hann hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn málsins. Upp- lýsingafulltrúi Saga sendi sömu- leiðis út tilkynningu á þriðjudaginn þar sem fullyrt var að rannsóknin beindist ekki að Saga en staðreyndir málsins benda hins vegar til að svo sé. Í fréttatilkynningunni kom eftir- farandi fram: „Sérstakur saksóknari hefur staðfest að rannsóknin bein- ist ekki að Saga Fjárfestingarbanka, heldur sé verið að leita gagna sem hugsanlega liggja hjá bankanum og tengjast málinu.“ Ekkert bendir til að þessi stað- hæfing sé rétt og hefur ákæruvald- ið ekki sent frá sér neina tilkynningu sem staðfestir þennan skilning Saga á málinu. Magnús yfirheyrður Ekkert liggur fyrir um niðurstöðu rannsóknarinnar en hún beinist að Saga Capital og er Þorvaldur Lúð- vík ekki eingöngu vitni í málinu. Viðskiptablaðið greindi svo frá því á fimmtudaginn að slitastjórn Glitn- is ætlaði hugsanlega að reyna að rifta kaupum sjóðsins á skuldabréfi Saga Capital. Þar kom einnig fram að kaup sjóðsins á skuldabréfinu hefðu ekki verið tilkynnt til stjórn- ar Glitnis-sjóða. Viðskiptunum virð- ist því hafa verið haldið leyndum af þeim sem stýrði sjóðnum, sem kall- aðist FX GLB. Sá sem stýrði sjóðnum heitir Magnús Pálmi Örnólfsson en hann var forstöðumaður gjaldeyris- miðlunar Glitnis fyrir hrun. Magnús Pálmi var yfirheyrður hjá embætti sérstaks saksóknara á þriðjudaginn, samkvæmt heimildum DV. Eftir því sem næst verður komist voru Jóhannes Baldursson og Magn- ús Pálmi því einu mennirnir innan Glitnis sem vissu að bankinn hefði keypt skuldabréfið af Saga Capital. Ljóst er að Magnús Pálmi hefur ekki tilkynnt stjórnum Glitnis-sjóðanna um viðskiptin og að hann hafði um- INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Sá starfsmaður Glitnis sem stýrði sjóðn- um sem keypti skuldabréf Saga Capital á rúman milljarð króna rétt fyrir hrunið 2008 hefur verið yfirheyrður. Hann heit- ir Magnús Pálmi Örnólfsson. Magnús og Jóhannes Baldursson virðast hafa haldið kaupunum á skuldabréfi Saga Capital leyndu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur neitað því að Saga Capital tengist rannsókn sérstaks sak- sóknara beint en samt er hann grunaður í málinu. Rannsóknin beinist að Saga Rannsókn sérstakssaksóknarabeinistaðÞorvaldi LúðvíkSigurjónssyni,forstjóraSagaFjárfest- ingarbanka,ogaðbankanumsjálfumþóað hannhafineitaðþvíhingaðtil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.