Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
JÓHANNES OG MAGNÚS
LEYNDU VIÐSKIPTUNUM
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
HÁTÍÐAMATSEÐILL
JÓLAANDINN Á GEYSI
4 gerðir grafl ax með mangódill-
sósu, kryddbrauði og klettasalati
Seljurótarsmakk með truffl uolíu
Appelsínu önd með eplasósu, sæt-
kartöfumauki, döðlum og eplum
Heitur súkkulaðibrunnur
með riz á la mandé
Verð kr. 5.900
Föstudaga til sunnudaga eftir kl. 18.00
4 rétta
Rannsókn sérstaks saksóknara
efnahagshrunsins, Ólafs Hauksson-
ar, beinist að fjárfestingarbankan-
um Saga Capital þrátt fyrir að for-
svarsmenn bankans segi annað.
Verið er að kanna hvort sala Saga á
skuldabréfi sem bankinn átti á Stím
til sjóðs í vörslu Glitnis hafi verið
lögleg eða hvort um umboðssvik
hafi verið að ræða meðal annars.
Með sölunni á skuldabréfinu fékk
Saga Capital tæplega 1.200 milljón-
ir króna frá Glitni sem annars hefðu
tapast vegna þess að Stím var tækni-
lega gjaldþrota félag.
Saga Capital seldi skuldabréfið
til Glitnis í ágúst 2008, rétt fyr-
ir hrun, eftir að Þorvaldur Lúðvík
Sigurjónsson, forstjóri Saga, hafði
haft samband við Jóhannes Bald-
ursson, þáverandi framkvæmda-
stjóra markaðsviðskipta Glitnis, og
tjáð honum að bankinn vildi losna
við skuldabréfið. Saga Capital hafði
keypt hlut í Stími í lok árs 2007 fyrir
tilstuðlan Glitnis en bankinn hafði
þá leitað logandi ljósi að fjárfestum
til að kaupa bréf í FL Group, stærsta
hluthafa bankans, og Glitni sjálf-
um, sem bankinn hafði safnað að
sér. Saga Capital tók boði Glitnis.
Það var Jóhannes Baldursson sem
öðrum fremur sá um að koma fjár-
festahópnum í Stími saman. Jó-
hannes hafði því bæði milligöngu
um að koma fjárfestahópnum í Stím
saman og tók við beiðni Þorvaldar
Lúðvíks um að Saga vildi losna við
skuldabréfið.
Þess skal getið að Þorvaldur Lúð-
vík og Jóhannes eru vinir og gaml-
ir bekkjarfélagar frá Akureyri. Báðir
eru þeir fæddir árið 1971. Jóhannes
hefur einnig verið yfirheyrður vegna
aðkomu sinnar að sölunni á skulda-
bréfinu og að Stímmálinu.
Misvísandi skilaboð
Tíðindi af rannsókn málsins og eðli
þess eru því afskaplega misvísandi.
Þorvaldur Lúðvík sagði í samtali við
DV á þriðjudaginn að hann væri
vitni í málinu en daginn eftir kom
í ljós að hann hefur stöðu grunaðs
manns í rannsókn málsins. Upp-
lýsingafulltrúi Saga sendi sömu-
leiðis út tilkynningu á þriðjudaginn
þar sem fullyrt var að rannsóknin
beindist ekki að Saga en staðreyndir
málsins benda hins vegar til að svo
sé. Í fréttatilkynningunni kom eftir-
farandi fram: „Sérstakur saksóknari
hefur staðfest að rannsóknin bein-
ist ekki að Saga Fjárfestingarbanka,
heldur sé verið að leita gagna sem
hugsanlega liggja hjá bankanum og
tengjast málinu.“
Ekkert bendir til að þessi stað-
hæfing sé rétt og hefur ákæruvald-
ið ekki sent frá sér neina tilkynningu
sem staðfestir þennan skilning Saga
á málinu.
Magnús yfirheyrður
Ekkert liggur fyrir um niðurstöðu
rannsóknarinnar en hún beinist að
Saga Capital og er Þorvaldur Lúð-
vík ekki eingöngu vitni í málinu.
Viðskiptablaðið greindi svo frá því á
fimmtudaginn að slitastjórn Glitn-
is ætlaði hugsanlega að reyna að
rifta kaupum sjóðsins á skuldabréfi
Saga Capital. Þar kom einnig fram
að kaup sjóðsins á skuldabréfinu
hefðu ekki verið tilkynnt til stjórn-
ar Glitnis-sjóða. Viðskiptunum virð-
ist því hafa verið haldið leyndum af
þeim sem stýrði sjóðnum, sem kall-
aðist FX GLB. Sá sem stýrði sjóðnum
heitir Magnús Pálmi Örnólfsson en
hann var forstöðumaður gjaldeyris-
miðlunar Glitnis fyrir hrun. Magnús
Pálmi var yfirheyrður hjá embætti
sérstaks saksóknara á þriðjudaginn,
samkvæmt heimildum DV.
Eftir því sem næst verður komist
voru Jóhannes Baldursson og Magn-
ús Pálmi því einu mennirnir innan
Glitnis sem vissu að bankinn hefði
keypt skuldabréfið af Saga Capital.
Ljóst er að Magnús Pálmi hefur ekki
tilkynnt stjórnum Glitnis-sjóðanna
um viðskiptin og að hann hafði um-
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Sá starfsmaður Glitnis sem stýrði sjóðn-
um sem keypti skuldabréf Saga Capital
á rúman milljarð króna rétt fyrir hrunið
2008 hefur verið yfirheyrður. Hann heit-
ir Magnús Pálmi Örnólfsson. Magnús
og Jóhannes Baldursson virðast hafa
haldið kaupunum á skuldabréfi Saga
Capital leyndu. Þorvaldur Lúðvík
Sigurjónsson hefur neitað því að Saga
Capital tengist rannsókn sérstaks sak-
sóknara beint en samt er hann grunaður
í málinu.
Rannsóknin beinist að Saga Rannsókn
sérstakssaksóknarabeinistaðÞorvaldi
LúðvíkSigurjónssyni,forstjóraSagaFjárfest-
ingarbanka,ogaðbankanumsjálfumþóað
hannhafineitaðþvíhingaðtil.