Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Ólafi Þórðarsyni er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild: Vinir Ólafs vaka yfir honum Líðan Ólafs Þórðarsonar er óbreytt að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Hon- um er haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt heimildum DV blæddi mikið inn á heila Ólafs auk þess sem hann hlaut alvarlegan áverka á fingri. Samkvæmt heimildum DV sitja nánir vinir ásamt fjölskyldu við sjúkrabeð hans dag og nótt. Ólafur er mjög vinamargur og mikil sorg ríkir nú meðal þeirra. DV náði tali af vinkonu Ólafs sem sagðist vera með kveikt á kerti og hugsa fallega til hans. Hún sagði Ólaf vera góðan og traustan vin og einn ljúfasta mann sem hún hafi kynnst. „Maður vill bara ekki trúa því að þetta hafi gerst, nú bið ég fyrir bata hans og sendi honum fallegar hugsanir.“ Eins og áður hefur komið fram hefur sonur Ólafs, Þorvarður Dav- íð, játað að hafa ráðist á föður sinn á hrottalegan hátt. Þorvarður á að baki langan sakaferil og hefur meðal ann- ars verið dæmdur fyrir líkamsárás, fíkniefnasölu og brot gegn vopnalög- um. Hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og mun þurfa að sæta geðrannsókn, en sú rann- sókn gæti tekið einhvern tíma, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæða árásarinnar mun vera sú að Þorvarður Davíð taldi sig eiga inni móðurarf og hafði hann átt í hótun- um við föður sinn í einhvern tíma áður en árásin átti sér stað, sam- kvæmt heimildum DV. Þorvarður Davíð og Þórður Daní- el tvíburabróðir hans voru ættleiddir þegar þeir voru ungbörn af Ólafi og Brynhildi Sigurðardóttur, fyrri eigin- konu hans sem lést árið 1994. hanna@dv.is Mikil sorg í vinahópnum Vinir Ólafs sitja við sjúkrabeð hans dag og nótt. SVIKAHRAPPUR Á ÍSLANDI: Svíkur Nígeríubúa um íslenska skreið „Hann falsar pappíra með íslensk- um nöfnum og heimilisföngum svo að hann virðist vera í lögmætum viðskiptum við íslensk fyrirtæki,“ segir Ingólfur Sveinsson hjá Íslands- stofu. Íslandsstofa varar við breskum svikahrappi sem vitað er til að sé nú staddur hér á landi. Maðurinn sem bjó á Íslandi um nokkurra ára skeið stundar útflutn- ing á íslenskri skreið til Nígeríu. Samvæmt heimildum DV hefur hann stundað sýndarviðskipti þar í landi árum saman en gríðarleg eftir- spurn er eftir skreið í Nígeríu. Ingólfur segir þetta skaða ímynd Íslands á þessum markaði og að engar smáupphæðir séu í húfi. „Vegna mikillar eftirspurnar eftir vörunni borga honum margir fyrir fram og sitja síðan uppi með vöru af allt öðrum gæðaflokki en þeir borg- uðu fyrir, í minna magni eða fá jafn- vel enga vöru í hendurnar.“ Maðurinn er með íslenskt skúffu fyrirtæki hér á landi en býr á Gíbraltar og er með net fyrirtækja sem hann stundar viðskipti sín í gegnum. Sekt yfir Högum skal standa Hæstiréttur hefur staðfest dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Hagar, sem meðal annars reka versl- anakeðjuna Bónus, þurfi að greiða 315 milljónir króna í stjórnvaldssekt. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í september 2008 að Hagar hefðu misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust gegn keppinautum félagsins á matvörumarkaði og með því brotið gegn samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komst að sömu niðurstöðu í mars 2009 og í febrúar síðastliðnum stað- festi héraðsdómur úrskurð áfrýjun- arnefndar. Með dómi sínum stað- festi Hæstiréttur brot Haga. Geir vill verjanda Geir H. Haarde, fyrrverandi forsæt- isráðherra, telur að of mikill dráttur hafi orðið á því að honum sé skip- aður verjandi vegna málshöfðunar Alþingis gegn honum. Geir skrifaði Ingibjörgu Benediktsdóttur, forseta landsdóms, bréf síðastliðinn mánu- dag þar sem hann lýsir óánægju sinni. Samkvæmt bréfinu vill Geir að Andri Árnason hæstaréttarlögmað- ur verði skipaður verjandi sinn og segist Geir krefjast þess að skipunin fari fram án frekari tafar. Í fréttum á fimmtudag kom fram að ekkert svar hefði enn borist við bréfinu. „Mér höfðu borist hótanir. Ég hringdi strax í Öryggismiðstöðina og sagði þeim frá því, sagði þeim að það væri mikilvægt að þeir færu strax á staðinn ef kerfið færi í gang,“ segir Sveinbjörn Smári Herberts- son, eigandi vélsmiðjunnar AR á Eirhöfða sem brann til kaldra kola 1. nóvember síðastliðinn. Lögregl- an hefur staðfest að um íkveikju sé að ræða en ljóst er að bensíni var hellt inn um bréfalúgu á hurð í að- alinngangi vélsmiðjunnar. Mjög ósáttur Sveinbjörn Smári er mjög ósáttur við vinnubrögð Öryggismiðstöðv- arinnar og segir hana hafi brugðist að öllu leyti í þessu máli. Það var fyrir um það bil mánuði sem Svein- birni fóru að berast hótanir, að hans sögn, og var honum meðal ann- ars hótað lífláti. Hann fór rakleitt til lögreglunnar og fékk ráðlegging- ar um hvernig best væri að tryggja öryggi sitt og fyrirtækis síns. „Ég fór til þeirra á Öryggismiðstöðinni og sagði þeim frá hótununum og að það væri ákveðinn einstaklingur sem mætti ekki vera þarna, ítrekaði að það væri mjög mikilvægt að farið væri á staðinn ef öryggiskerfið færi í gang eftir klukkan fimm þegar eng- inn er á staðnum. Svo virðist sem þeir hafi ekki skráð nema brot af þeim fyrirmælum sem ég gaf þeim.“ Sveinbjörn vill ekki fara nánar út í hótanirnar þar sem hann óttast um öryggi sitt og fjölskyldunnar. Bilun í kerfinu Það var síðan aðfaranótt 1. nóvem- ber sem Sveinbjörn vaknaði um mið- nætti við símhringingu frá Örygg- ismiðstöðinni. Að hans sögn sögðu þeir öryggiskerfið hafa farið í gang, en einungis væri um bilun í kerfinu að ræða. Sveinbjörn gerði ráð fyrir að maður frá þeim hefði farið á stað- inn til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. „Ég vaknaði upp við símhringingu og sagði þeim að enginn ætti að vera á verkstæðinu á þessum tíma sólarhrings en þeg- ar þeir fullvissuðu mig um að þetta væri vegna bilunar í kerfinu sagði ég að við myndum þá skoða þetta bet- ur í fyrramálið. Ég fór rólegur aftur að sofa vegna þess að ég treysti því að þeir hefðu farið sjálfir á staðinn og athugað málið. Ef ég hefði vitað að enginn gerði það hefði ég strax farið sjálfur og kannað hvað væri á seyði.“ Ekki tryggður Klukkutíma síðar, eða um eittleyt- ið, hringdi Öryggismiðstöðin aft- ur í Sveinbjörn og sagði honum að kviknað væri í fyrirtækinu sem er við hliðina á mínu. „Það sorglegasta við þetta er að það hefur sennilega ver- ið kveikt í húsnæðinu á sama tíma og kerfið fór fyrst í gang hjá þeim. Þessi bilun í kerfinu sem þeir töluðu um hefur verið þegar skynjarinn á hurð- inni brann í sundur. Ég veit ekki fyrir hvaða þjónustu ég hef verið að borga þeim, þeir komu á eftir slökkviliðinu á staðinn en það var vegfarandi sem hringdi í slökkviliðið. Þá hefur eld- urinn sennilega verið búinn að fá að loga í klukkutíma og tjónið gríðar- legt.“ Sveinbjörn Smári segir áfallið við brunann hafa verið mikið. „Áfall- HANNA ÓLAFSDÓTTIR blaðamaður skrifar: hanna@dv.is Sveinbjörn Smári Herbertsson missti lífsviðurværi sitt í bruna í byrjun þessa mánaðar þegar kveikt var í verksmiðju hans í Höfðahverfinu. Sveinbjörn vill meina að Öryggismiðstöðin hafi brugðist skyldum sínum og að hann hafi lifað við falskt öryggi með öryggiskerfi frá þeim. MISSTI FYRIRTÆKIÐ Öryggiskerfið brást Sveinbjörn þar sem eldurinn kom upp. Eldsneyti var hellt inn um lúgu á hurð. Hann bendir á víra þar sem búnaður frá öryggisfyrirtæki var tengdur. Íkveikja Kveikt var í verksmiðju Sveinbjörns Smára í Höfðahverf- inu eftir að honum höfðu borist hótanir. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.