Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 52
52 SPORT UMSJÓN: ANNAS SIGMUNDSSON as@dv.is 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Strákarnir okkar í Þýskalandi 4. HLUTI R hein-Neckar Löwen berst nú á toppi þýsku Bundesligunnar við lið Hamburg, Kiel og Füch- se Berlín. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Ís- lands í handbolta, tók við liði Rhein- Neckar Löwen fyrir tveimur mánuð- um þegar Svíarnir Ola Lindgren og Kent Harry Andersson voru rekn- ir frá liðinu. Áður hafði hann verið íþróttastjóri fyrir bæði Rhein-Neck- ar Löwen og AG Kaupmannahöfn frá því í lok mars síðastliðnum. Danski skartgripajöfurinn Jesper Nielsen á bæði liðin og ætlar þeim báðum stóra hluti á næstu árum. Með liði Rhein-Neckar Löwen spila þrír íslenskir leikmenn, þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefáns- son og Róbert Gunnarsson. Guðjón Valur hefur ekki getað spilað síðan á Evrópumeistaramótinu í janúar þar sem Íslendingar lentu í þriðja sæti. Hann hóf að æfa með liði Rhein- Neckar Löwen í síðustu viku. Blaðamaður DV hitti þá Guð- mund, Guðjón Val og Róbert í Mann- heim í Þýskalandi í síðustu viku og ræddi við þá um atvinnumennsk- una, lífið í Þýskalandi og mögu- leika íslenska landsliðsins á kom- andi heimsmeistaramóti í Svíþjóð sem hefst í janúar. Er þetta fjórða og síðasta greinin um atvinnumenn- ina í Þýskalandi sem DV birtir. Ól- afur Stefánsson vildi ekki taka þátt í viðtalinu með félögum sínum hjá Rhein-Neckar Löwen. DV fjallaði ný- verið um fjárfestingu Ólafs í félaginu Arðvis hf. og er hann ósáttur við þá umfjöllun blaðsins. Guðmundur, nú tókst þú við lið- inu í september. Settirðu þér einhver markmið með liðið? Guðmundur: „Já, ég gerði það. Fyrsti leikur minn með liðið var gegn Barcelona á útivelli. Ég byrjaði að ræða við liðið um markmið okk- ar í riðlinum okkar í meistaradeild- inni. Við ákváðum að setja okkur mjög háleit markmið í þessum riðli. Þeim höldum við samt fyrir hópinn. Við erum núna í fyrsta og öðru sæti í þessum svokallaða dauðariðli ásamt Kiel. Langtímamarkmið er samt að gera Rhein-Neckar Löwen að einu sterkasta liði heims innan fimm ára. Síðan er markmiðið í þýsku deild- inni í vetur að berjast á toppnum. Við erum þar og ætlum að halda okkur þar.“ Var eitthvað sem kom þér á óvart við komuna til Þýskalands? Guðmundur: „Nei, í rauninni ekki. Ég hafði kynnst liðinu í gegn- um starf mitt sem íþróttastjóri. Vissi nokkurn veginn að hverju ég gekk. Kannski helst frábær umgjörð í kringum liðið. Efast reyndar um að önnur lið hafi eins góða umgjörð og við. Æfingaaðstaða, sjúkraþjálfun og læknar. Hér er allt til alls til að skapa góðan árangur. Síðan eru mjög fjár- sterkir aðilar á bak við liðið.“ Nú varst þú búinn að taka að þér starf sem íþróttastjóri AG Kaup- mannahafnar. Var það erfið ákvörð- un að fara úr því starfi? Guðmundur: „Ég var íþróttastjóri hjá bæði Rhein-Neckar Löwen og AG Kaupmannahöfn. Mitt hlutverk var að stýra leikmannakaupum og svo framvegis. En, já og nei. Það var vissulega gaman í þessu starfi. Þegar eigandi félaganna biður mann hins vegar um að taka við þessu starfi og býður manni fimm ára samning þá er eiginlega ekki hægt að segja nei. Ég þurfti í raun ekkert langan tíma til að hugsa mig um. Hann spurði mig beint og ég játaði því strax að ég myndi taka starfið að mér. Sé ekki eftir því þótt hitt starfið hafi verið frá- bært líka.“ Var þetta erfiðari ákvörðun en að segja upp störfum hjá Kaupþingi? Guðmundur: „Ég var í frábæru starfi hjá Kaupþingi og fékk mikla útrás fyrir minn metnað þar. Mér fannst frábært að starfa hjá Kaup- þingi. Á þeim tíma var mjög gaman að taka þátt í uppbyggingu bankans en auðvitað fór þetta afar illa þótt ég fari ekkert nánar út í það. Það var hins vegar ekki erfitt að hætta þar. Umhverfið eftir bankahrunið var allt annað en þegar ég hafði ráðið mig í starfið. Þess vegna var ákvörðunin ekki erfið að segja skilið við banka- starfsemina og snúa sér að handbolt- anum sem aðalstarfi.“ Var erfitt að fara með fjölskylduna til Þýskalands? Guðmundur: „Nei. Við vor- um búin að vera í Danmörku í fjór- tán mánuði. Okkur líkaði vel þar. Nú erum við búin að flytja þrisvar á rúmu ári. Það er vissulega stremb- ið en það hefur tekist með sam- stilltu átaki hjá mér og sambýliskonu minni. Það gekk ótrúlega vel og hratt að flytja hingað niður til Þýskalands. Það tók tæpa þrjá daga að pakka nið- ur, flytja og koma okkur fyrir. Við töl- um bæði þýsku og ég kann mjög vel við mig í Þýskalandi.“ Nú ert þú með samning við HSÍ til ársins 2012 samhliða starfi þínu í Þýskalandi. Gerirðu ráð fyrir að þjálfa landsliðið þangað til? Guðmundur: „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að klára saminginn við HSÍ.“ Guðjón Valur, nú varst þú að byrja að æfa aftur eftir að hafa verið meiddur í níu mánuði. Hvernig geng- ur það? Guðjón Valur: „Ég hef auðvit- að reynt að halda mér í formi allan tímann en var fyrst núna að reyna að halda út heila handboltaæfingu. Maður þarf að venjast hlutunum aft- ur. Ég get hjólað, lyft og synt og svo- leiðis. Það sem er erfiðast eru hopp, hliðarskref og lendingar sem reyna mikið á hnéð. Vandamálið væri ekki að spila einn hálfleik heldur að spila heilan leik á þriggja daga fresti í tvo mánuði. Ég get komið til baka og leikið í einhverjar mínútur en það hefur lítið upp á sig.“ Er orðið erfiðara að takast á við meiðsli nú en áður? Guðjón Valur: „Ég hef alltaf æft frekar vel og aldrei náð að safna bumbu. Þetta verður væntanlega ekkert auðveldara með aldrinum. Það tekur tíma fyrir svona brjósk- skemmdir að jafna sig. Það þurfti að færa bein í hnénu og svo voru tvær skrúfur teknar fyrir þremur vikum. Þetta þarf bara að fá að gróa.“ Hvaða áhrif hafa níu mánaða meiðsli haft á andlega líðan þína? Guðjón Valur: „Ég held þú ættir að spyrja konuna mína að því. Maður hefur upplifað daga þar sem allt hef- ur verið æðislegt og svo koma aðrir daga þegar ég hef nánast getað farið heim grátandi. Það er hins vegar fullt af fólki sem hefur það miklu verra en ég. Það þýðir lítið að fara að vorkenna sjálfum sér út af svona smámáli.“ Nú er mikið álag á ykkur, með lið Rhein-Neckar Löwen í þýsku deild- inni, bikarnum og meistaradeildinni. Þess á milli eru landsleikir. Er einhver frítími? Guðmundur: „Nei, enginn. Það er bara þannig. Ég geri ekkert annað en að horfa á handbolta, skipuleggja, taka ákvarðanir og greina leiki. Verk- efnin eru bara allan sólarhringinn. Það liggur við að ég sé alltaf með samviskubit yfir því að gera eitthvað annað. Auðvitað vill maður geta hvílt sig á milli. Hins vegar eru verkefnin fram undan það krefjandi að maður reynir að leggja sig allan fram um að sinna þeim af bestu getu og rúmlega það. Leita leiða til að ná árangri. Mín sýn er sú að árangur næst ekki nema með góðum undirbúningi og mikilli vinnusemi. Það er allavegana mín leið til að ná árangri.“ Róbert: „Nei, það er nú ekki mik- ill frítími. Það er talað um enskar vik- ur þegar við spilum tvo til þrjá leiki á viku. Svoleiðis vikur koma í törnum. Leikir í meistaradeildinni um helg- ar, í þýsku deildinni á virkum dögum. Þá minnkar æfingaálagið á móti en leikjaálagið eykst.“ Er þetta sældarlíf eða eintóm vinna? Róbert: „Þetta er svolítið við- kvæm spurning. Okkur finnst þetta auðvitað mjög erfitt en ég held að maður megi ekki kvarta. Maður á víst að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Ekki misskilja mig. Við erum auðvitað mjög þakklátir fyr- ir að fá að vinna við það sem okkur finnst gaman að. Það er samt eng- inn dans á rósum. Þegar illa geng- ur og maður er meiddur er náttúru- lega algjört helvíti að ganga í gegnum það. Margir leikmenn eru bara mjög ánægðir ef þeir vakna á morgnana án þess að vera með verki. Þannig að það eru svona hlutir sem fólk sér ekk- ert þegar við erum að spila.“ Guðjón Valur: „Álagið hefur auk- ist mikið síðustu árin. Markaðssetn- ingin í handboltanum hefur ver- ið aukin með auknu leikjaálagi sem kemur niður á leikmönnum. Það kæmi mér ekkert á óvart að eftir eitt- hvert mótið muni leikmenn rísa upp og neita að láta bjóða sér þetta leng- ur. Fjöldi leikja er ekki vandamálið, heldur tíminn sem þetta tekur. Sum- arfríið okkar er um tvær til þrjár vikur á ári. Með betri skipulagningu væri hægt að koma leikjunum fyrir á færri mánuðum.“ Hvernig er að vinna með Jesper Nielsen? Guðmundur: „Það er frábært að vinna með honum. Ég hef hrifist af því að hann setur sér markmið. Mjög háleit og gerir allt til þess að ná þeim. Honum hefur tekist það í við- skiptalífinu og á íþróttasviðinu líka. Það sem einkennir hann er gríðarleg vinnusemi, skipulag og hann undir- býr sig vel. Jesper hefur lýst því yfir að hann vinni lengur fram eftir en aðrir og fari fyrr á fætur. Þannig nær hann að nýta tíma sinn mjög vel. Þannig hef ég kynnst hans sýn að ekkert sé ómögulegt. Hann setur sér mark- mið og gerir þá hluti sem þarf til að ná þeim.“ Hvernig er lífið í Þýskalandi? Er stórstjörnubragur á leikmönnum Rhein-Neckar Löwen eða lifa flestir hefðbundnu fjölskyldulífi? Róbert: „Það er bara sama stemn- ing á milli leikmanna hérna eins og á Íslandi. Enginn með stjörnustæla. Það eru samt leikmenn hjá okkur í Rhein-Neckar Löwen sem eru mjög þekktir í Þýskalandi. Þeir eru þó ekk- ert merkilegri innan hópsins en við hinir. Þessir leikmenn verða alveg fyrir áreiti þegar við förum eitthvert út saman en þeir taka því bara vel.“ Guðjón Valur: „Ég hef kynnst voðalega fáum handboltamönnum sem hafa þóst vera einhverjar stór- stjörnur. Enda höfum við kannski ekki alveg jafn mikið efni á því og knattspyrnumenn sem dæmi. Ég kann vel við mig í Þýskalandi. Hef verið hérna í níu ár. Fjölskyldunni líður vel. Börnin mín tvö ganga hér í skóla og tala þýsku reiprennandi. Það er hlýrra hérna en á Íslandi. Þessi steríótýpa af Þjóðverjum heima á Ís- landi um að þeir séu harðir er ekki alltaf rétt. Það eru líka til Þjóðverjar sem eru nánast eins og Íslendingar. Ég á tvö börn og maður gæti ekki lif- að einhverju glamúrlífi enda hefði ég ekki áhuga á því.“ Guðmundur: „Hér eru mjög heil- steyptir leikmenn. Ég hef alls ekki orðið var við neina stjörnustæla hjá leikmönnum. Hópurinn er mjög samstilltur og hjá okkur ríkir góður andi.“ Eru mikil samskipti á milli ís- lensku leikmannanna hjá Rhein- Neckar Löwen utan handboltans? Róbert: „Það er mismikið. Við erum náttúrulega svo mikið saman í handboltanum og ferðumst mik- ið. Ég og Ólafur búum báðir í Heid- elberg og því hitti ég hann meira en sem dæmi Guðjón Val. Við erum samt oft saman á hótelum tvisvar í viku og því reynir maður einfaldlega að vera svolítið út af fyrir sig þegar maður á frí.“ Guðjón Valur: „Við eigum allir börn sem eru í skólanum á daginn. Það er meira um það að við hittumst í kringum leiki. Auðvitað erum við góðir félagar.“ Nú var Logi Geirsson að gefa út bók. Hvað finnst ykkur um það að leikmenn gefi út ævisögur um hand- boltalífið? Guðmundur: „Það er nú svolít- ið snemmt hjá Loga að gefa út ævi- sögu. Ef honum finnst vera kominn tími á það er það hans ákvörðun. Ég Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari tók nýverið við þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Liðið er í eigu danska auðmannsins Jespers Nielsens og er stefnan að gera liðið eitt það besta í heiminum á næstu fimm árum. Undir stjórn Guð- mundar spila þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefáns- son og Róbert Gunnarsson. Guðmundur segist ekki hafa hikað þegar Jesper Nielsen bað hann að taka að sér þjálfun liðsins og láta af störfum sem íþróttastjóri AG Kaupmannahafnar. Starfið hjá Kaupþingi hafi líka verið frábært. BESTIR INNAN FIMM ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.