Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 22
22 fréttir 19. nóvember 2010 föstudagur Stofnandi Wikileaks í vondum málum Gefin hefur verið út handtökuskipun í Svíþjóð á hendur Julian Assange, stofnanda uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks. Assange hefur verið sak- aður um nauðgun og kynferðislega áreitni. Marianne Ny, ríkissaksókn- ari í Svíþjóð, las upp fréttayfirlýsingu um handtökuskipun Assange, sem var gefin út af héraðsdómi Stokk- hólms. Hann hefur enn ekki verið ákærður og segir Ny að handtöku- skipunin sé gefin út svo hægt sé að ljúka við yfirheyrslur í málinu. Assange hefur staðfastlega neitað sök, en hann segir að hann hafi haft mök við meint fórnarlömb með fullu samþykki þeirra. Fuglaflensan komin aftur Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa stað- fest að 59 ára kona í Hong Kong sé smituð af fuglaflensunni, þeirri sömu og fékk alla heimsbyggðina til að standa á öndinni á vormán- uðum árið 2003. Hefur viðvörunar- stig verið hækkað í Hong Kong og fólk hvatt til að hafa allan varann á. Óvíst er hvort konan hafi smitast af flensunni í Hong Kong eða á megin- landi Kína, en þangað ferðaðist hún fyrir stuttu. Samkvæmt ferðafélög- um konunnar mun hún ekki hafa komist í snertingu við lifandi fugla á ferðalagi sínu. Kínverjar „ræna“ netumferð Í skýrslu sem var skilað til fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings kemur fram að kínversku fyrirtæki í eigu ríkisins, hafi tekist að fá 15 prósent af allri netumferð í heiminum endurvarpað í gegnum sína eigin netþjóna. Hafi fyrirtækið síðan afritað fjölda tölvu- skeyta og annarra viðkvæmra upp- lýsinga, meðal annars frá bandaríska þinginu, varnarmálaráðuneytinu og geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Atvikið átti sér stað 8. apríl og mun ekki hafa gerst aftur. Kínversk yfirvöld segja að um óviljaverk hafi verið að ræða, en Bandaríkjamenn eru á öðru máli. Telja þeir Kínverja jafnvel vera að þróa vefvopn (e. cy- ber weapon), sem gæti lamað inter- netið í einni andrá. Sjónvarpskokkurinn Hugh Fearn- ley-Whittingstall, sem ætti að vera áhorfendum BBC Food á Fjölvarp- inu að góðu kunnur, hefur sett af stað herferðina Fish Fight, sem er beint gegn brottkasti í Norðursjó. Í herferðinni er því haldið fram að allt að helmingi alls afla sem veidd- ur er í Norðursjó sé kastað fyrir borð, eða um milljón fiskar á hverju ári. Með herferðinni vill Fearnley- Whittingstall berjast fyrir því að fiskveiðistefna Evrópusambands- ins verði tekin til gagngerrar endur- skoðunar. Honum finnst brottkastið vera hneykslanleg sóun á fullkom- lega góðum matvælum og fáránlegt að ekki megi landa fiski sem er tal- inn of lítill eða af rangri tegund. Mikill stuðningur Á aðeins tveimur dögum tókst Fearnley-Whittingstall að safna rúmlega 24 þúsund undirskriftum fyrir Fish Fight og verða þær sendar til Mariu Damanaki, framkvæmda- stjóra fiskveiða í Evrópusamband- inu, ásamt bréfi þar sem þess er krafist að brottkast verði gert ólög- legt. Ekki er haldin tala um magn þess afla sem kastað er fyrir borð í Norðursjó en sérfræðingar segja, að það sé að minnsta kosti fjórðung- ur alls afla sem veiddur er. Callum Roberts, prófessor í fiskifræðum við háskólann í York, telur að um helm- ingur aflans lendi í sjónum og að „talan gæti jafnvel verið hærri.“ Fearnley-Whittingstall segir að fiskveiðistefnunni sé um að kenna. Hann vill að það verði helsta mark- mið sjávarútvegsráðherra aðild- arríkja Evrópusambandsins, að banna brottkast, þegar ráðherra- fundur verður haldinn um úrbæt- ur á fiskveiðistefnunni. „Brottkast er nú óhjákvæmileg afleiðing fisk- veiðistefnunnar og kvótakerfisins. Fiski er hent í hafið vegna þess að það er gert ólöglegt að landa hon- um.“ Ráðherra og umhverfis- verndarsinnar taka undir Sjávarútvegsráðherra Bretlands, Richard Benyon, fagnar baráttu Fearnley-Whittingstall. „Brottkastið er einn mesti bresturinn sem er að finna í sameiginlegu fiskveiðistefn- unni. Ég og Fearnley-Whittings- tall erum í sömu baráttu. Ég er að vinna að því að binda endi á þessa skammarlegu iðju, sem hefur verið þvingað upp á útvegsiðnaðinn og hefur greinilega engan tilgang leng- ur.“ Umhverfisverndarsinnar hafa löngum kvartað vegna mikils brott- kasts í sjávarútveginum. Samtök- in Fish2Fork berjast fyrir sjálfbærri nýtingu sjávarfangs, og Charles Clover er talsmaður þeirra. „Það er frábært að maður með aðdrátt- arafl eins og Fearnely-Whitting- stall skuli veita þessu máli athygli. Það þýðir að stærri hluti almenn- ings mun sjá hve mikið af fiski er í raun veitt, en örlög aflans eru sorg- leg. Það er hræðilegt að við getum ekki forgangsraðað veiðiaðferðum þannig að við þurfum ekki að henda hundruðum þúsunda tonna í sjó- inn á hverju ári. Í Bandaríkjunum eru línuveiðar til dæmis mun út- breiddari en í Evrópu.“ Ný og bætt stefna í burðarliðnum Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er í endurskoðun um þessar mund- ir en ný stefna verður kynnt árið 2013. Maria Damanaki vinnur nú að tillögum um úrbætur sem verða kynntar sjávarútvegsráðherrum að- ildarríkja innan skamms. Markmið- ið er að búa til „skynsamlega stjórn- un fyrir fiskistofna á 21. öldinni.“ Á miðvikudag sagði Damanaki í við- tali á miðvikudag: „Ég er að undir- búa úrbætur á fiskveiðistefnunni og ég mun veita brottkasti sérstaka athygli. Brottkast verður að forðast, með einum hætti eða öðrum.“ baráttan gegn brottKaStinu Sjónvarpskokkurinn Hugh Fearnley-Whittingstall hefur hafið herferð gegn brott- kasti í Norðursjó. Sjávarútvegsráðherra Bretlands fagnar baráttunni og segir fisk- veiðistefnuna ónýta í núverandi mynd. Ný stefna er væntanleg 2013. bjöRN teitssoN blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Brottkast verður að forðast, hvern- ig sem mögulegt er. Ráðalaus? Maria Damanakivinnur núaðúrbótum ásameiginlegri fiskveðistefnuESB. MyNd ReuteRs Hugh Fearnley-Whittingstall Vannaðheimilda- myndumfiskveiðaroghneykslaðistábrottkasti. MyndinverðursýndíBretlandieftiráramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.