Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 UMRÆÐA 29 Eftir atburði síðastliðinna daga hef ég ákveðið að stíga fram undir nafni og skrifa sjálf þessa grein og biðja DV um að birta hana. Það er gott kom- ið. Ég get einfaldlega ekki setið und- ir þessu lengur. Eldri drengirnir mín- ir vita orðið hvort eð er allt um þetta mál. Fjölskylda gerandans hefur séð til þess. Þau yngri vita ekkert um þetta og ég vona að þetta fólk hafi vit á að halda þeim utan við málið. Þessu fólki verður þá ekki akkur í því lengur að nafngreina mig á netinu. Ég geri það hér með sjálf og á mínum eigin for- sendum, enda hef ég ekkert til þess að skammast mín fyrir. Ekki frekar en önnur fórnarlömb nauðgana. Á mánudaginn fjallaði forsíðu- frétt DV um ærumeiðandi ummæli um mig sem birtust við frétt DV varð- andi það að Hæstiréttur hefði staðfest dóm yfir fyrrverandi manninum mín- um fyrir að nauðga mér. Í fréttinni var meðal annars rætt við þrjár af systr- um gerandans. Blaðamaðurinn las ummæli þeirra fyrir mig áður en greinin fór í prentun. Mér fannst allt í lagi að hafa þau með. Ég gerði ráð fyrir að all- ir sæju hversu sjúkt viðhorf þetta fólk hefði. En svo virðist ekki vera. Viðbrögð- in hafa vægast sagt verið ömurleg. Óþverrinn held- ur áfram á net- inu. Hvað er eigin- lega að? Hver sér ekki siðblinduna í þessu? Til dæmis hafði ein systir hans þetta að segja: „Hún sagði oft að hún elskaði hann. Mér er spurn hvern- ig það sé hægt að kæra mann fyr- ir nauðgun ef þú elskar hann. Jafn- vel þótt hann hefði nauðgað henni myndi hún ekki kæra ef hún elsk- aði hann í raun. Ég myndi ekki gera það.“ Ég spyr: Er sem sagt allt í lagi að nauðga fólki ef það elskar manninn? Hún segir jafn- framt: „Ef eitthvað hefur gerst í raun hefur hún verið búin að kalla það yfir sig.“ Ég spyr: Er hægt að kalla yfir sig nauðgun? Önnur systir segir: „Bróðir minn er ekki heill en það þarf ekki að saka hann um að vera nauðgari.“ Ég spyr: Gerir einhver svona ef hann er heill? Hún segir líka: „Auðvitað get ég aldrei verið hundrað prósent viss um að hann sé ekki nauðgari.“ Nei, það er gott að hún geri sér grein fyrir því. Enda var ekkert af þessu fólki nálægt þegar atburðurinn átti sér stað eða sá hvernig ég var útleikin eftir hann. Allur þessi óhróður á netinu er byggður á persónulegum skoðun- um fólks á mér. Jafnvel ekki einu sinni það því helminginn af þessu fólki kannast ég ekkert við. Það þekkir mig ekki neitt, nema þá kannski af afspurn. Það er að segja, það dæmir mig eftir því hvað aðrir hafa um mig að segja, sem sagt fjöl- skylda gerandans. Ég spyr ykkur lesendur góðir: Þætti ykkur í lagi að öllum sem mislíkaði eitthvað við ykkur teldu sig hafa leyfi til þess að svívirða ykk- ur opinberlega? Mynduð þið vilja að einhver úr ykkar fjölskyldu myndi ekki þora að kæra nauðgun af ótta við það sem þeir gætu átt yfir höfði sér? Hvað ef ykkur væri nauðgað af einhverjum sem þið elskið? Væri það í lagi? Er eitthvað sem réttlætir naugð- un? Hversu sjúkt er þetta samfé- lag okkar orðið þegar fólk flykkist í kringum gerandann en gerir aðför að fórnarlambinu? Er þetta Ísland í dag? Sóley Sveinsdóttir AÐSENT Síðastliðinn mánudag, 15. nóvember, rit- ar blaðamað- ur ársins 2009, Jóhann Hauks- son á DV, frétt undir fyrirsögn- inni: „Dómsmál klýfur smábáta- menn í fylking- ar.“ Málefnið er opnað á forsíðu með eftirfar- andi: „Klofningur smábátamanna – nýtt félag í fæðingu.“ Við lestur fréttarinnar varð und- irritaður fyrir miklum vonbrigðum, þar sem með einhliða fréttaflutn- ingi eru Landssamband smábáta- eigenda og forysta þess að ósekju gerð tortryggileg. Að mínu mati tel ég blaðamanninn ekki gæta hlut- leysis við skrif fréttarinnar, sem ég átti síst von á úr hans ranni. Í fréttinni er fjallað um dóm Hæstaréttar sem vissulega getur leitt til óvissu um framtíð LS. Næsti málsliður er eftirfarandi: „Sam- kvæmt heimildum DV hafa for- svarsmenn félagsins leitað eftir stuðningi meðal þingmanna við að tryggja hag félagsins, jafnvel með lögum.“ Ef einhverjir lesenda DV hafa skilið þetta svo að forsvarsmenn LS hafi ákveðið að fá stuðning þing- manna fyrir lagasetningu í kjölfar dómsins er slíkt ekki rétt. Í tíð Einars K. Guðfinnssonar sem sjávarútvegsráðherra var hafin vinna í sjávarútvegsráðuneytinu við að breyta lögum um greiðslumiðl- un. Hvati þess var skýrsla starfs- hóps sem forsætisráðherra skip- aði í kjölfar frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis, er varðar lögbundna gjaldtöku í þágu hags- munasamtaka og félagafrelsisá- kvæði stjórnarskrárinnar. Enn er unnið að þessu málefni og hefur dómur Hæstaréttar nú gef- ið betri leiðbeiningar um ferlið. Það sem mér þykir enn frem- ur umhugsunarvert í frétt DV er að blaðamaður lætur hjá líða að leita til mín við skrif fréttarinnar. T.d. hefði hann getað fengið afrit af tölvu- pósti frá mér til eins félagsmanns, sem hann segir hafa verið sendan til nokkurra útgerðarmanna. Stað- reyndin er að aðeins einn félags- maður óskaði upplýsinga og það er ekki sá sem vitnað er til í frétt DV. Ekki ætla ég að setja á prent hugleiðingar um hvaða hvatir liggja á bak við umrædda frétt. Það skal hins vegar meitlað í stein að með þeirri samstöðu sem trillukarlar hafa sýnt sl. aldarfjórðung hafa þeir byggt upp gríðarlega öflug félaga- samtök, Landssamband smábáta- eigenda, sem hefur reynst þeim far- sæll félagsskapur. Landssambandið hefur með starfi sínu náð að vinna úr vandasömum málum sem sum hver skarast milli einstakra félags- manna. Þar hefur félaginu lánast að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Þar með talið að fagna hugmyndum um strandveiðikerfið og hvetja til þess að því verði kom- ið á og hnýta svo fyrir með áskor- unum um lögfestingu þess. Það er bundið í lög að strandveiðar hefj- ast árlega 1. maí og þeim lýkur 31. ágúst. Ég hvet trillukarla til að standa vörð um félag sitt, Landssamband smábátaeigenda, hér eftir sem endra nær. Samstaðan er beittasta vopnið. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Samstaðan okkar sterkasta vopn AÐSENT NÁHIRÐ VILL 365 n Kvittur er uppi um að fjölmiðla- veldi 365 kunni að vera til sölu. Þar er vitnað til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi ekki lengur fjár- hagslega burði til að halda fé- laginu. Fullyrt er að náhirð Sjálf- stæðisflokksins vilji ólm komast yfir miðlana. Þar sé horft til þess að Guðbjörg Matthíasdóttir, athafnakona í Vestmannaeyjum, leggi til fjármagn. Gangi allt eftir verði Fréttablaðið sameinað Mogg- anum sem hefur reynst Guðbjörgu þungur baggi. Ávinningurinn væri sá að boðskapur náhirðar Davíðs Oddssonar ritstjóra næði til fleiri landsmanna. JÓNÍNA ROKKAR n Svo er að sjá að Hermann Guð- mundsson, forstjóri N1, hafi veðjað á réttan hest með því að kaupa dreifingarréttinn að ævisögu Jón- ínu Ben. Hermt er að bókin hafi mokast út fyrstu söluhelgina. Aft- ur á móti mun bók Björgvins G. Sigurðsson- ar, Stormurinn, ekki seljast að neinu gagni og valda miklum vonbrigðum. Nú bíða menn þess spenntir hvort takist að selja öll 10 þúsund eintökin af Jónínu. STÓRVIRKI PRÓFESSORS n Nístandi háð smáfuglanna á AMX í garð Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar prófessors vakti mikla athygli. Þessir áður samherjar Hannesar töluðu um tilvitnana- bók hans sem „stórvirki“ sem flestir litu á sem oflof. Nú heyrist að full alvara sé að baki skrif- unum. Kenningar eru uppi um að prófessorinn hafi í hoppandi kæti yfir bókinni orðað þetta svona sjálf- ur og meint hvert orð. AFTURBATAPÍKAN HANNES n Fullyrt er að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi aðeins að litlu leyti komið að söfnun tilvitnana í „stórvirki“ sitt, miklu tilvitnana- bókina. Hann hafi haft sér til að- stoðar gamlan lærisvein sem hafi séð um að safna í bókina. Ekki er þó getið um annan „höf- und“ en Hannes sjálfan. Það þyk- ir raunar mikið þrekvirki af hon- um að birta svo margar tilvísanir án þess að þess að stela einni einustu þeirra. Hannes mun þannig hafa lært ýmislegt af því að vera dæmdur fyrir þjófnað á texta Nóbelskálds- ins. Hann gæti jafnvel verið orðinn afturbatapíka svo vísað sé til skil- greiningar Halldórs Laxness á þeim sem misstíga sig en sjá að sér. SANDKORN Tekin af lífi á netinu ÖRN PÁLSSON framkvæmdastjóri skrifar Ég gerði ráð fyrir að allir sæju hversu sjúkt viðhorf þetta fólk hefði. n „Jafnvel verið of sparsamir,“ segir vilhJálmur egilsson ofsótt eftir nauðgun harmleikur sjö barna móður: mánudagur og þriðJudagur 15. – 16. nóvember 2010 dagblaðið vísir 132. tbl.100. árg. – verð kr. 395 n nauðgari dæmdur í hæstaréttin ættingJar hans ofsækJa fórnarlambið n hún flúði heimabæ sinn n frænka nauðgarans birtist um miðJa nótt n börnin upplifa „hreina skelfingu“ n ættingJar iðrast einskis M Y N d r Ó b er t r eY N is sO N toppar með 20 millJónir á ári fréttir 10–12 tók 400 millJónir í arð eftir hrun n karl Wernersson,eigandi lyfJa og heilsu, segist hafa greitt bankanum féð fréttir 2–3 bendir löggunni á Jónínu n tölvupóstur úr innbroti dúkkar upp í ævisögu fréttir 4 erfið- leikar í hjóna- bandinu? 10 góð ráð klofningur smábáta- manna n nýtt félag í fæðingu FOrMúla 1: Yngsti heims- meistari sögunnar sport 24 fréttir 13 lífsstíll 22–23 fréttir 6 líFeYrissJÓðirNir: 15. nóvember 2010 M Y N D S IG TR Y G G U R A R I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.