Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 27
Dr. Henry Kiss- inger, fyrrver- andi prófessor við Harvard-háskóla og utanríkisráð- herra Bandaríkj- anna, sagði ein- hvern tímann að deilur í háskólum væru svo grimm- ar, nákvæmlega vegna þess að þær skiptu svo litlu máli. (e. Aca- demic politics are so vicious precis- ely because the stakes are so small.) Hvort sem það er rétt eða ekki þá eru háskólamenn á Íslandi komnir í hár saman og vegast nú á í opinberri um- ræðu sem aldrei fyrr. Í stað þess að samræma varnarvið- búnað í þeim viðsjám sem nú steðja að háskólastarfi höggva starfsmenn ólíkra háskólastofnana á báðar hend- ur á síðum dagblaðanna. Fulltrú- ar raungreina takast á við talsmenn hugvísinda í Fréttablaðinu og í sjón- varpsfréttum lýsa rektorar og stjórn- arformenn sjálfstæðu háskólanna yfir gagnstæðum áformum í sameining- armálum. Í stað þess að sækja fram með samræmdum hætti spólum við í endalausa hringi í fúafeni fjármála- kreppunnar. Sem er ferlegt því eins og reynslan frá Finnlandi – og raunar víðar – sýnir, eru háskólarnir líkast til besta leiðin út úr kreppunni. Að sköpuðu skeikað Einhverra undarlegra og óútskýrðra hluta vegna hafa stjórnvöld ekki haft forystu í þeim áskorunum og ógnunum sem nú steðja að háskóla- starfi í landinu. Þvert á móti er látið skeika að sköpuðu og háskólamönn- um att saman í þeirri örvæntingafullu umræðu sem nú einkennir málefni háskólastarfs í kjölfarið á blóðug- um niðurskurði. Stjórnvöld hafa því miður reynst ófær um að forgangs- raða. Í stað þess að hlúa að þeim tækj- um sem raunverulega bíta við alvöru endurreisn er allt einhvern veginn lagt að jöfnu. Þrátt fyrir að gegna eðl- isólíkum hlutverkum í baráttunni við kreppuandskotann er háskólastarf, semsé rannsóknir og kennsla, skorið niður með sambærilegum hætti og Þjóðkirkjan og landbúnaðarkerfið. Svo dæmi sé tekið. Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að fara ekki í nokkrar grafgötur með það hér, að öfugt við marga koll- ega hennar tel ég Katrínu Jakobsdótt- ur menntamálaráðherra vera bæði vandaða og færa í sínu sarfi. En nú er kominn tími til að hún stígi með afgerandi hætti inn á svið háskóla- málanna og setji stefnu til framtíðar um það hvernig háskólastarfi í þessu landi skuli háttað. Það gengur ekki til lengdar að háskólamenn berist á banaspjót í fjölmiðlum. Eins og til að mynda síðastlið vor þegar félag ríkis- prófessora reyndi að sölsa undir sig allt háskólastarf í landinu. Vernd verðmæta Mikill uppgangur hefur verið í há- skólastarfi á Íslandi undangengin ár en kerfið er þó enn bæði bernskt og brothætt og því þarf hið opinbera að hlúa að þeim verðmætum sem byggð hafa verið upp. Blóðugt væri það alla- vega, að þurfa að kasta þeim á glæ í tímabundnu kreppuástandi. Marg- ir hafa býsnast yfir fjölda háskóla- stofnana í landinu en miðað við hina margfrægu höfðatölu eru þær samt ekki fleiri en í Bandríkjunum, þar sem litlir sérhæfðir „liberal arts“-háskól- ar lifa góðu lífi við hlið stóru háskól- anna. Verðmætin í fjölbreytninni eru mikil. Það þrífast ekki allir í yfirfull- um kennslusölum Háskóla Íslands. Mörgum góðum námsmönnum hentar mun betur að vinna í litlum málstofum eins og kennslufræði Há- skólans á Bifröst byggir á. Í þeim efnahagsþrengingum sem skekja samfélagið er vissulega sjálf- sagt mál að ræða sameiningu stofn- ana á borð við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík ef það yrði til að hlúa að starfseminni á báðum stöðum og viðhalda fjölbreytninni. En öll sú vinna er þó svo gott sem marklaus ef ríkisvaldið stígur ekki inn með afgerandi hætti og hefur forystu um hvernig háskólakerfið á að vera. En ríkið greiðir jú stærstan hluta af rekstrarfé beggja skóla. Sem vekur til að mynda upp þá spurningu hvort eðlilegt geti talist að Samtök atvinnu- lífsins skuli hafa meirihluta í stjórnum beggja skóla. Regnhlífin Í þeirri óvissu stöðu sem nú er kom- in upp er kannski ekki úr vegi að rifja upp þá hugmynd að öllum háskól- um í landinu verði komið fyrir undir einni stjórnsýsluregnhlíf, en að þeir hafi eftir sem áður sjálfræði í aka- demískum málum. Eftir nýlega skipu- lagsbreytingu skiptist Háskóli Íslands upp í fimm nokkuð sjálfstæða skóla. Auðvelt væri að útfæra og útvíkka regnhlífarskipulagið þannig að all- ir háskólarnir geti lifað þar góðu lífi, sameinast um stoðþjónustu og skipu- lagt sameiginlegar námsbrautir svo fátt eitt sé nefnt. Fyrirsætan LILJA INGIBJARGAR- DÓTTIR verður umsjónarmaður netþátta um keppnina Ungfrú Ísland. Mun hún aka um landið og gera þætti um keppendur utan af landi og fylgja keppninni í allan vetur. VILL KOMAST Í SJÓNVARPIÐ MYNDIN Hver er konan? „Lilja Ingibjargardóttir.“ Hvar ertu uppalin? „Í Vesturbænum og í Laugarneshverfinu.“ Hvað drífur þig áfram? „Fjölskyldan.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Í Bandaríkjunum á einhverjum heitum stað.“ Hvaða bíómynd sástu síðast? „Ég man það ekki, væntanlega bara eitthvað á bíórásinni.“ Hvað varstu gömul þegar þú tókst að þér fyrsta fyrirsætustarfið? „Átján eða nítján ára.“ Er erfitt að vera fyrirsæta á Íslandi? „Já. Það er ekki mikið að gera og ekki mikið borgað. Svo er svolítið um klíkuskap og erfitt er að fá verkefni.“ Tókstu sjálf þátt í Ungfrú Ísland? „Ég tók þátt í Ungfrú Vesturland árið 2006 og varð í síðasta sæti.“ Hafa þessi þættir átt langan aðdrag- anda? „Nei, það var hringt í mig fyrir einhverj- um þremur vikum. Mig hefur langað að komast í sjónvarp mjög lengi og ég fór í prufu fyrir Djúpu laugina þegar hún var á Skjánum síðast. Ég hikaði því ekki þegar mér var boðið þetta.“ Hvað ætlarðu helst að taka fyrir í þessum þáttum? „Framleiðendurnir eru með beinagrind yfir það hvernig þættirnir eiga að vera í vetur en vonandi má ég koma með einhverjar ábendingar. Ég þekki þetta ferli náttúrulega mjög vel. Þetta verður bara gaman. Það verður fróðlegt fyrir fólk að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast stelpunum betur.“ Er dagskrárgerð eitthvað sem þig langar að starfa við? „Já, og vonandi eiga þessir þættir eftir veita mér reynslu. Ég væri alveg til í að vera með minn eigin þátt en ég myndi á endanum vilja komast í Kastljós eða Ísland í dag eða einhvern þannig þátt.“ MAÐUR DAGSINS „Ég ætla að kjósa og líst ágætlega á þetta fólk. Ég hef samt ekki ákveðið mig ennþá.“ BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR 48 ÁRA LEIKSKÓLASTJÓRI „Ég er ekkert farinn að pæla í þessu.“ BIRGIR BJÖRN HJARTARSON 21 ÁRS AFGREIÐSLUMAÐUR „Ég er ekki búin að kynna mér frambjóðendur nógu vel til að geta ákveðið mig.“ SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR 52 ÁRA BÓKARI „Mér líst ekkert á þetta stjórnlagaþing og ætla ekki að taka þátt.“ ÞRÖSTUR GEORG HARALDSSON 51 ÁRS SJÓMAÐUR „Ég ætla ekki að kjósa. Mér finnst þetta húmbúkk og peningasóun. Við ættum að láta lögfræðinga semja uppkast og kjósa um það.“ VALBJÖRG FJÓLMUNDSDÓTTIR 55 ÁRA KENNARI ERTU BÚIN/N AÐ ÁKVEÐA HVERJA ÞÚ ÆTLAR AÐ KJÓSA Á STJÓRNLAGAÞING? (SPURT Á AKUREYRI) DÓMSTÓLL GÖTUNNAR FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 UMRÆÐA 27 Háskóladeilur Það gengur ekki til lengdar að háskólamenn berist á banaspjót í fjölmiðlum.KJALLARI Grín að Gnarr Tökur á áramótaskaupi ríkissjónvarpsins standa nú sem hæst. Eins og við má búast verður gert gys að borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. DR. EIRÍKUR BERGMANN stjórnmálafræðingur skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.