Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 47
föstudagur 19. nóvember 2010 útlit 47 fjólubláar varir Fjólubláar var- ir setja sterkan svip á útlitið og gefa hverri konu karakt- er. Liturinn er vandmeðfar- inn en ef vel tekst til getur útkoman orð- ið einstaklega skemmtileg. Haltu förðuninni bara lát- lausri að öðru leyti. Not- aðu hlutlausan kinnalit og slepptu augnmálningu. Láttu svartan maskara duga. Þá ertu góð. Eða taktu þetta alla leið eins og Rihanna gerir hér með svölum sól- gleraugum. Make Up Store-varaliturinn inniheldur shea-smjör og lárperuolíu, hunangsfluguvax, E-víta- mín og jojoba sem gefur raka, veitir vörn, nærir og mýkir varirnar. Til þess að lengja endingartíma litarins á vörunum er gott að setja baugahyljara eða farða á varirnar og móta þær síðan með varalita- blýant áður en varaliturinn er borinn á. Til þess að ýkja áhrifin er gott að setja varagljáa yfir varalitinn. Liturinn heitir Magic. The Never Ending Story er heimasíða Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gert garð- inn frægan hér heima og erlendis. Hún er búsett í London þar sem hún er í námi og hefur tekið að sér verkefni fyrir ýmis tímarit úti um allan heim. Nýlega tók hún þessar æðislegu myndir fyrir Kron by Kronkron fyrir sokkabuxnalín- una en merkið var jafnframt að senda frá sér sína fyrstu fatalínu núna um mánaðamótin. Á heimasíðunni birtir hún myndir og myndbönd sem veita henni inn- blástur, sem höfða til hennar með ein- hverjum hætti eða henni þykja falleg hvort sem það eru tískuljósmyndir eða ekki. Hún er einnig mjög dugleg að fylgjast með og fjalla um það sem íslenskir hönnuðir og tískuljósmynd- arar eru að gera. Þá birtir hún einnig myndir eftir sjálfa sig og leyfir les- endum að fylgjast með sér en upp- haflega ætlaði hún að nota bloggið til þess að æfa sig í enskunni. Nú er hún með lesendur frá öllum heims- hornum. http://saganendalausa.blogspot.com Tískubloggið Vogue-stúlka Úr portúgalska Vogue. Kron by Kronkron Ævintýralegur tískuþáttur úr Einarsgarði eftir Sögu. Daphne Guiness Saga myndaði þetta þekkta stíl-„icon“. E-Label gengið Ásta Kristjánsdóttir með Hörpu Einarsdóttur fatahönnuði sem hannaði hluta línunnar í ár. Fyrir öll tækifæri Lagt er upp úr því að fatnaðurinn sé bæði þægilegur og henti jafnt fyrir kósídaga og fínni veislur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.