Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 40
Guðmundur fæddist í Reykja-
vík. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1949, prófi í forspjallsvísindum frá
Háskóla Íslands 1950, stundaði
frönskunám við Háskóla Íslands
einn vetur, var við nám í píanóleik
hjá Gunnari Sigurgeirssyni 1939–
41, hóf nám hjá Tónlistarskólanum
í Reykjavík 1941 og lauk þaðan prófi
1948 þar sem hann lagði einkum
stund á píanóleik en aðalkennari
hans þar var Árni Kristjánsson, var
í einkatímum í píanóleik hjá Árna
Kristjánssyni og Rögnvaldi Sigur-
jónssyni 1948–50, hóf nám við Tón-
listarháskólann í París 1950 og lauk
þaðan prófi 1953.
Guðmundur var píanókenn-
ari við Tónlistarskólann í Reykjavík
1953–61, skólastjóri Tónlistarskóla
Rangæinga 1970–71, söngkennari
barna- og unglingaskólans á Hvols-
velli og Hellu 1970–71 og píanó-
kennari við Tónlistarskólann í
Kópavogi 1971–94 er hann fór á eft-
irlaun.
Guðmundur var framkvæmda-
stjóri járnvöruverslunarinnar Jes
Zimsen hf. 1959–70, dagskrárfull-
trúi við tónlistardeild Ríkisútvarps-
ins 1971–78 og á sumrin um skeið
frá 1980 en hann var með vikulega
tónlistarþætti í útvarpi um nokk-
urra ára skeið.
Guðmundur var í Félagi járn-
vöru- og búsáhaldakaupmanna
1959–70, var fulltrúi Félags ís-
lenskra tónlistarmanna á fundum
Bandalags íslenskra listamanna og
var formaður Félags tónlistarkenn-
ara 1981–82.
Guðmundur hélt fjölda opin-
berra einleikstónleika og tónleika
með einleikurum og söngvurum.
Þá kom hann fram sem einleikari
með Sinfóníuhljómsveit Íslands og
í útvarpi og sjónvarpi, bæði sem
einleikari og með öðrum. Hann hélt
fyrirlestra við Háskóla Íslands um
franska tónlist og skrifaði blaða- og
tímaritsgreinar um tónlist.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 14.7. 1951,
fyrri konu sinni, Huldu Auði Krist-
insdóttur, f. 13.2. 1932, d. 24.9. 2000,
viðskiptafræðingi. Hún var dóttir
Kristins Helgasonar, bifreiðarstjóra
í Reykjavík, og Helgu Níelsdóttur
ljósmóður. Guðmundur og Hulda
Auður slitu samvistum.
Börn Guðmundar og Huldu Auð-
ar eru Auður Eir, f. 10.11. 1951, leið-
sögumaður, búsett á Akureyri, en
maður hennar er Helgi Gestsson og
eru börn þeirra Jón Gestur, f. 1974
en sambýliskona hans er Gerður
Ringsted en dóttir Jóns Gests og
Huldu Kristínar Guðmundsdóttur
er Rebekka Rut, f. 1999; Kristín, f.
1976, en maður hennar er Sigurður
Rafn Þorkelsson og eru börn þeirra
Birta Eir, f. 1999, Helgi Hrafn, f. 2005
og Gísli Freyr, f. 2007.
Guðmundur Kristinn, f. 9.1.
1955, símvirki í Kanada, en kona
hans er Vigdís Sigtryggsdóttir og eru
börn þeirra Jón, f. 1978, kvæntur Ni-
cole Morgan Adam en börn þeirra
eru Bryndís Elizabeth, f. 2005, Ella
Nicole, f. 2007, og Erik Jón, f. 2009;
Helga Kristín, f. 1982 en unnusti
hennar er Cecil Boone og er dóttir
þeirra Vigdís Lilja Yvonne, f. 2009.
Helga Kristín, f. 25.12.1955,
sjúkraliði og húsmóðir, búsett í
Njarðvík, en maður hennar er Stef-
án Sigurðsson og eru dætur þeirra
Þórhildur, f. 1974; Guðrún Björk, f.
1975; Hulda Katrín, f. 1979; Stefanía
Helga, f. 1987.
Þórdís, f. 19.8. 1968, rafeinda-
virki og myndlistarkona í Kópavogi
en maður hennar er Sigurður Vignir
Guðmundsson og eru dætur þeirra
Valgerður, f. 1992; Hulda Ólafía, f.
2003, og Ragnhildur Helga, f. 2009.
Guðmundur kvæntist 12.8. 1976,
eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Þorbergs, f. 25.10. 1927, tón-
skáldi, söngkonu og kennara. Hún
er dóttir Þorbergs Skúlasonar, skó-
smíðameistara í Reykjavík, og k.h.,
Kristjönu Sigurbergsdóttur hús-
móður.
Bróðir Guðmundar var Pálmi, f.
13.12. 1925, d. 6.1. 1973.
Foreldrar Guðmundar voru Jón
Guðmundsson, f. 24.10. 1893, d. 7.1.
1959, verslunarstjóri í Reykjavík,
og k.h. Kristín Pálmadóttir, f. 14.8.
1902, d. 2.7. 1982.
Ætt
Jón var sonur Guðmundar, b. á
Breiðabólstað í Ölfusi Guðmunds-
sonar, b. í Lambhaga Guðmunds-
sonar, b. í Fróðholtshjáleigu Guðna-
sonar, b. í Gerðum í Landeyjum
Filippussonar. Móðir Guðmundar í
Lambhaga var Katrín, dóttir Sveins
Guðbrandssonar, b. í Gröf, og Guð-
ríðar Filippusdóttur. Móðir Guð-
mundar á Breiðabólstað var Arn-
dís, systir Guðlaugar, langömmu
Jóns Dalbú, sóknarprests í Hall-
grímskirkju. Hálfbróðir Arndísar,
sammæðra, var Jón, b. á Stóra-Hofi,
langafi Kristínar, móður Þórðar
Friðjónssonar, forstjóra Kauphall-
arinnar. Arndís var dóttir Jóns Jóns-
sonar, b. á Stóra-Hofi og Ingibjargar
Narfadóttur.
Móðir Jóns verslunarstjóra var
Þórdís, dóttir Tómasar, b. á Vestra-
Fróðholti Ólafssonar, b. í Hvammi í
Landi Tómassonar. Móðir Þórdísar
var Guðrún Jónsdóttir, b. á Hamra-
hóli í Holtum Gunnarssonar, b. á
Sandhólaferju Filippussonar, bróð-
ur Rannveigar, langömmu Magd-
alenu, langömmu Jónasar Kristj-
ánssonar, fyrrv. ritstjóra DV. Móðir
Guðrúnar var Sesselja, systir Þórð-
ar, langafa Helgu, móður Einars
Sveinssonar, fyrrv. forstjóra Sjóvá,
og Benedikts stjórnarformanns,
föður Bjarna, alþm. og formanns
Sjálfstæðisflokksins. Sesselja var
dóttir Jóns, b. í Sauðholti Gíslason-
ar.
Kristín var dóttir Pálma Péturs,
sjómanns í Reykjavík Sigurðssonar,
í Móakoti á Vatnsleysuströnd Sig-
urðssonar. Móðir Pálma Péturs var
Lilja Þórðardóttir frá Vémundastöð-
um í Ólafsfirði.
Móðir Kristínar var Sigríð-
ur Ásbjörnsdóttir, b. í Melshús-
um Ásbjörnssonar, b. í Melshús-
um Péturssonar. Móðir Ásbjörns
Ásbjörnssonar var Málfríður Ás-
mundsdóttir, hreppstjóra í Elín-
arhöfða Jörgenssonar Hanssonar,
ættföður Klingenbergsættar. Móð-
ir Sigríðar Ásbjörnsdóttur var Sig-
ríður, systir Guðrúnar, langömmu
Halldórs Jónatansson, fyrrv. for-
stjóra Landsvirkjunar. Sigríður var
dóttir Ásbjörns, b. í Melshúsum Er-
lendssonar og Sigríðar Jónsdóttur
yngra „steinbíts“, b. í Teigakoti Jóns-
sonar, Bjarnasonar. Móðir Sigríðar
eldri var Guðrún Magnúsdóttir.
Útför Guðmundar fór fram frá
Kópavogskirkju fimmtudaginn
18.11.
Guðmundur
Jónsson
píanóleikari
Fæddur 13.11. 1929 – dáinn 11.11. 2010
40 minning 19. nóvember 2010 föstudagur
andlátmerkir íslendingar
Arnljótur fæddist að Auð-
ólfsstöðum í Langadal,
sonur Ólafs Björns-
sonar, bónda þar, og
k.h., Margrétar Snæ-
björnsdóttur hús-
freyju. Eiginkona
Arnljóts var Þuríð-
ur Hólmfríður Þor-
steinsdóttir, systir
Halldóru, konu
Tryggva Gunn-
arssonar, alþm. og
bankastjóra.
Arnljótur var
einn þeirra sem
stóðu að pereatinu
gegn Sveinbirni Egils-
syni í Lærða skólanum
1850. Hann lauk stúdents-
prófi þjóðfundarárið 1851, lauk
málfræðiprófi og forspjallsprófi við
Kaupmannahafnarháskóla og las
þjóðmegunarfræði sem í dag nefnist
hagfræði. Hann var því fyrsti íslenski
hagfræðistúdentinn. Hann tók ekki
lokapróf í hagfræði en lauk guðfræði-
prófi við Prestaskólann í Reykjavík
1863 og var síðan prestur að Bægisá
og Sauðanesi.
Áður en Arnljótur kom heim frá
námi var hann einkakennari sonar
Blixen–Finecke baróns og
ferðaðist þá með þeim
feðgum víða um Suður-
Evrópu. Þá tók hann
þátt í leiðangri til
könnunar ritsíma-
lögn til Íslands, árið
1860.
Arnljótur sat á
Alþingi nær óslitið
frá 1858–1900, fyrst
sem þingmaður
Borgfirðinga, þá
Norðmýlinga, fyrir
Eyfirðinga 1881–85
og síðan konungs-
kjörinn. Arnljótur var
atkvæðamikill þing-
maður. Hann var andstæð-
ingur Jóns Sigurðssonar for-
seta og Benedikts Sveinssonar en
lagði áherslu á kröfur um fjárforræði.
Þá barðist hann gegn valtýskunni.
Á tímum rómantískrar þjóð-
frelsisbaráttu markaði Arnljótur sér
sérstöðu með áhuga á landshögum,
búskaparhögum og fólksfjölda. Um
þau mál tók hann saman skýrslur og
greinargerðir. Þá samdi hann fyrsta
íslenska hagfræðiritið, Auðfrœði, sem
kom út 1880. Hann lést árið sem Ís-
lendingar fengu heimastjórn.
Arnljótur Ólafsson
prestur og alþingismaður
f. 21.11. 1823 – d. 29.10. 1904
merkir íslendingar
merkir íslendingar
Þórir, fæddist á Granastöðum í
Ljósavatnshreppi. Hann var
sonur Baldvins Baldvins-
sonar, bónda og oddvita
á Granastöðum og
Ófeigsstöðum í Kinn
og víðar, og Kristínar
Jakobínu Jónasdótt-
ur húsfreyju.
Þórir lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Akur-
eyrar 1922, stundaði
nám við Menntaskól-
ann í Reykjavík, við
San Francisco Poly-
technic High School í
Bandaríkjunum 1923–25
og nám í arkitektúr við Uni-
versity of California Extension
School of Architecture 1924–26.
Þórir starfaði á arkitektastofu W.L.
Schmolle í San Francisco á árunum
1928–30. Hann kom heim árið 1930 og
hóf þá störf við Teiknistofu landbún-
aðarins, starfaði þar í tæp fjörutíu ár,
og var forstöðumaður stofnunarinnar
á árunum 1937–69.
Um 1930 var Þórir, ásamt Gunn-
laugi Halldórssyni, Bárði Ísleifssyni
og Ágústi Pálssyni, helsti boðberi
nýrrar róttækrar stefnu í bygg-
ingarlist, funksjónalism-
ans. Þetta má gleggst sjá á
teikningum hans af húsi
Vilmundar Jónssonar,
Ingólfsstræti 14, og
Samvinnubústöðun-
um við Hringbraut
og Ásvallagötu,
norðan Bræðraborg-
arstígs. Síðan átti
funksjónalismi ís-
lensku arkitektanna
eftir að veðrast og
aðlagast íslenskum
aðstæðum.
Þórir hafði umtals-
verð áhrif á íslenska bygg-
ingarlist á öldinni, einkum
með teikningum mannvirkja
íslenskra sveitabýla. Meðal annarra
þekktra húsa eftir hann má nefna Al-
þýðuhúsið við Hverfisgötu (nú Hótel
101) Mjólkursamsöluhúsið, Laugaveg
162 og hús Kaupfélags Árnesinga á
Selfossi.
Þórir skrifaði töluvert um bygging-
arlist í blöð og tímarit, var prýðilegur
rithöfundur og samdi smásögur og
ljóð undir dulnefninu Kolbeinn frá
Strönd.
Þórir G. Baldvinsson
arkitekt og forstöðumaður teiknistofu
landbúnaðarins
f. 13.11. 1906 – d. 11.8. 1993