Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 3
mánudagur 22. nóvember 2010 fréttir 3 Ögmundur Jónassson dómsmála- ráðherra telur kvótakerfið eina helstu rót efnahagshrunsins árið 2008. Svo geti farið að almannahags- munir krefjist þess að kerfinu verið breytt á róttækan hátt. Þetta kom fram í máli Ögmundar á stofnfundi Samtaka íslenskra fiski- manna sem haldinn var síðastlið- inn laugardag. Talið er að hátt í 200 manns hafi sótt stofnfundinn, en flestir í hópi þeirra eru kvótalausir útgerðarmenn smábáta. Þjóðfélagsmeinssemd „Ég ávarpaði fundinn ekki aðeins sem ráðherra heldur einnig sem stjórnarmaður í Þjóðareign um auð- lindir. Ég vísaði í máli mínu til tveggja greina stjórnarskrárinnar. Önnur þeirra fjallar um að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahags- munir þess. Ég tel að það verði að skoða það í alvöru hvort almanna- hagsmunir krefjist þess ekki að um- deildu kvótakerfinu verði breytt frá grunni,“ segir Ögmundur í samtali við DV. „Við glímum nú við afleið- ingar efnahagshrunsins. Margir líta svo á að ein af frumorsökum þess sé kvótakerfið sem komið var á fyrir aldarfjórðungi og það sé ein af helstu meinsemdum þjóðfélagsins.“ „Ég hef ekki heyrt um þessi nýju samtök og get lítið um þetta sagt,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, þegar DV bar ummæli Ögmundar undir hann. „Þetta eru órökstuddar fullyrðingar um að efnahagshrunið megi rekja til kvótakerfisins. Ég hef ekki heyrt neinn rökstuðning ráðherrans,“ seg- ir Friðrik. Á meðal gesta á fundinum var Ólína Þorvarðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar. Hún ávarp- aði fundinn og sagðist ekki trúa því að stjórnvöld ætluðu ekki að standa við loforð sitt um að breyta fiskveiði- stjórnunarkerfi Íslendinga. Ekki fyrir smákónga Eins og DV hefur greint frá hefur ágreiningur innan Landssambands smábátaeigenda farið vaxandi. Telja margir stofnenda Samtaka íslenskra fiskimanna að ekki gæti lengur jafn- ræðis innan félagsins og það tali fyrst og fremst máli kvótahafa. Þessu hafa forsvarsmenn LS mótmælt og benda á að margvíslega ávinninga smábáta- útgerðar megi rekja til hagsmuna- baráttu félagsins. „Við stofnum þetta til að verja al- menn réttindi manna. Þetta eru ekki samtök fyrir smákónga sem berjast fyrir sínum eigin hag,“ segir Þórður Már Jónsson, einn af stofnendum fé- lagsins. Stjórnarskráin tryggir mönn- um atvinnufrelsi. Þessu frelsi má setja skorður í þágu almannahags- muna. Þetta er ekki léttvægt. Kvóta- eigendur fara til dæmis með allan ufsakvótann án þess að hafa nýtt hann að fullu undanfarin ár. Þetta er varla í þágu almannahagsmuna. Ög- mundur taldi í ræðu sinni að brýnast væri að uppræta kvótakerfið. Það eru stór orð af vörum ráðherra mann- réttindamála.“ Sögulegt tækifæri? Þess má geta að flokksráð Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs hvatti um helgina forystu flokksins, ráðherra, þingmenn og aðra fulltrúa hans til að sýna samstöðu og vera á varðbergi gagnvart hatrömmum til- raunum hægriaflanna til að reka fleyg í raðir vinstrimanna. „Slíkar til- raunir þjóna þeim eina tilgangi að leiða þá sem hvað mesta ábyrgð bera á hruninu aftur til valda. Baráttunni fyrir endurmótun og úrbótum í sam- félaginu þarf að halda óhikað áfram og er þátttaka Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs í ríkisstjórn for- senda þess að hún vinnist,“ segir í ályktun flokksráðsins. Eitt af þeim stefnumálum, sem vísað er til í ályktuninni, tengist breytingum eða jafnvel uppstokk- un fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ráð- herrar í báðum stjórnarflokkunum eru þeirrar skoðurnar að samstarf núverandi stjórnarflokka, VG og Samfylkingarinnar, feli í sér sögulegt tækifæri til þess að stokka upp kvóta- kerfið og sé í rauninni eina mikil- væga tækifærið sem gefist hefur. Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, telur að almannahags- munir krefjist þess að kvótakerfið verði afnumið. Hann ávarpaði stofnfund Samtaka íslenskra fiskimanna um helgina. Framkvæmdastjóri LÍÚ kveðst ekki hafa heyrt um samtökin og segir ráðherrann fara með órökstuddar fullyrðingar um kvótakerfið. Ég tel að það verði að skoða það í alvöru hvort al- mannahagsmunir krefj- ist þess ekki að um- deildu kvótakerfinu verði breytt frá grunni. Vill uppræta kVót kerfið Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is kannast ekki við samtökin Friðrik J.Arngrímsson,framkvæmdastjóriLÍÚ, kallareftirrökstuðningiÖgmundar. Ráðherra mannréttindamála ÖgmundurJónasson ávarpaðifundinnogsagðiaðalmannahagsmunir krefðustþessaðkvótakerfiðyrðiupprætt. Trillukarlar og strandveiðimenn TónlistarmaðurinnKKstýrðistofnfundi.Viðhlið hanssitjaÞórðurMárJónssonogJónGunnarBjörgvinssonsemkjörinnvarformaður samtakanna. ismuninum sem er tilkominn vegna falls íslensku krónunn- ar á árinu 2008. Segja má að skuldir Pizza-Pizza hafi í reynd tvöfaldast við íslenska banka- hrunið út af því að þær voru í erlendum myntum. Peningarnir notaðir í annað Ekkert bendir til að þeir pen- ingar sem komu inn í rekstr- arfélag Dominos frá Straumi á sínum tíma hafi verið notaðar í rekstur Dominos. Peningarn- ir voru notaðir í eitthvað ann- að, samkvæmt traustum heim- ildum DV. Ekki er þó vitað hvert þessir peningar fóru. Skuld fé- lagsins stendur hins vegar eft- ir og hefur hækkað til muna út af gengismuni og mun líklega verða afskrifuð að hluta þegar Landsbankinn finnur nýja fjár- festa til að taka að sér rekstur félagsins. Ef Landsbankinn þarf að af- skrifa hluta af skuldum Pizza- Pizza ehf. þegar nýir eigend- ur verða fengnir að félaginu er því verið að afskrifa skuldir sem að stofninum til eru margra ára gamlar og snúast um lánveit- ingar frá Straumi til fyrri eig- anda Dominos, Birgis Bielt- velts. Á meðan á ríkisbankinn Dominos og pítsustaðurinn bandaríski er rekinn fyrir hans hönd. Á sama tíma er ekkert sem bendir til þess að peningarn- ir sem verið er að afskrifa hafi verið notaðir í rekstur Domin- os en samkvæmt samþykktum félagsins snýst rekstur þess ein- göngu um rekstur á pítsufyrir- tækinu. Eins og segir í lýsing- unni á starfseminni: „Tilgangur félagsins er að baka flatbök- ur og reka veitingastaði með heimsendingarþjónustu.“ Fjár- munirnir sem félagið tók að láni virðast hins vegar hafa far- ið í eitthvað allt annað en þessa starfsemi. Núverandi stjórn- endur Dominos, meðal ann- ars Úlfar, eru gáttaðir á þessari skuldsetningu. tVeGGJa MillJarða SkulDir Á DOMiNOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.