Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 22. nóvember 2010 mánudagur Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 29.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Spörkuðu í höfuð manns Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók þrjá karlmenn vegna fólskulegrar líkamsárásar fyrir utan skemmtistað í miðborginni aðfara- nótt sunnudags. Maðurinn sem ráðist var á var sleginn í jörðina og spörkuðu árásarmennirnir með- al annars í höfuð hans. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynn- ingar en meiðsl hans reyndust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Mennirnir voru handteknir og voru þeir yfirheyrðir síðdegis í gær. Fjórar aðrar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu aðfaranótt sunnudags en nóttin var mjög erilsöm. Páfiðrildi í Reykjavík Þrjár tilkynningar um páfiðrildi í Reykjavík hafa borist Náttúrufræði- stofnun Íslands undanfarna daga og þykir það óvenju mikið. Páfiðr- ildin, sem þykja mjög glæsileg, slæðast stöku sinnum til lands- ins með varningi þó aldrei nema fáein á hverju ári. Þann 17. nóv- ember fannst eitt hjá Eimskipum í Sundahöfn, annað á bílaverkstæði í Gufunesi daginn eftir og það þriðja á vörulager í Hálsahverfi þann 19. nóvember. Það sem af er ári hefur verið tilkynnt um sex páfiðrildi til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Pá- fiðrildi er algengt og útbreitt á meg- inlandi Evrópu en sem fyrr segir eru þau sjaldgæf á Íslandi. Myndina hér að ofan tók Erling Ólafsson. „Það hefði getað haft áhrif á þessa ráðningu en þegar upp er staðið þá var hún einfaldlega hæfasti umsækj- andinn,“ segir Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu um ráðn- ingu Sifjar Einarsdóttur Gústavsson. Sif var valin úr 160 manna hópi til að gegna starfi ferðamálafulltrúa Ís- landsstofu í New York. Athygli vakti að sá sem gegndi starfinu á undan henni var faðir hennar en Jón segir að sú staðreynd hafi ekki haft áhrif á ráðn- ingu Sifjar. „Við völdum Sif því hún hefur mikla reynslu og ákváðum að láta hana ekki gjalda fyrir að vera dótt- ir föður síns,“ segir hann. Hagvangur sá um að velja 20 af umsækjendunum en þegar þrír stóðu eftir tók nefnd á vegum Íslandsstofu lokaákvörðun. Aðspurður um hverjir sitji í nefndinni sagði Jón að það væru hann sjálfur, Hlynur Guðjónsson, við- skiptafulltrúi í New York, og Jón Gunn- ar Borgþórsson, forstöðumaður ferða- málasviðs Íslandsstofu. Hlynur hefur verið helsti sam- starfsmaður Einars, föður Sifjar, en Jón segir það ekki hafa áhrif á ákvarð- anatökuna. „Faðir hennar kom hvergi nálægt valinu. Hlynur, sem yfirmaður ferðamálafulltrúans, gat ekki sagt sig frá valinu og samkvæmt lögum er það framkvæmdastjórinn sem ræður nýja starfsmenn. Ákvörðunin var því end- anlega mín en við vorum allir sam- mmála um hana,“ segir Jón. Þegar Jón var spurður um hvort ekki hefði verið hægt að spara pening með því að sleppa því að auglýsa og ráða hana strax sagði hann að þau hafi ekki vitað að Sif hafi ætlað að sækja um. „Það lá aldrei fyrir. Henni var ekki boðið starfið og það var ekki að okk- ar frumkvæði að hún sótti um,“ bætti hann við. Hann segist skilja að þetta geti virst grunsamlegt. „Ég ber engan kinnroða yfir þessari ráðningu og ég átta mig á því að það geti virkað þannig að þetta sé einhver leikur vegna þess að Sif sé dóttir þessa manns. En það er bara ekki þannig,” segir hann að lokum. gunnhildur@dv.is Tekur við af föður sínum í New York þrátt fyrir 160 umsækjendur: „Einfaldlega hæfust“ New York Sif Einarsdóttir Gústavsson hefur verið ráðin sem ferðamálafulltrúi Íslandsstofu í New York. Alvarlegt umferðarslys Alvarlegt umferðarslys varð á Norð- urlandsvegi í Víðidal í Húnavatns- sýslu rétt fyrir kvöldmatarleytið á sunnudag. Karl á sextugsaldri og kona á þrítugsaldri slösuðust og voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Aðgerð- um lögreglu á vettvangi lauk klukkan tíu á sunnudagskvöld en lokað var fyrir umferð um Norðurlandsveg í dágóðan tíma meðan á aðgerðum lögreglu stóð. Líðan fólksins var stöð- ug þegar DV leitaði til vakthafandi læknis á sunnudagskvöld. Um það bil 150 milljónir króna skuld- ir hvíla á tveimur fasteignum sem eru í eigu Marinós G. Njálssonar, fyrr- verandi stjórnarmanns í Hagsmuna- samtökum heimilanna, og eigin- konu hans. Sex af þeim nítján lánum sem hvíla á húsunum eru í erlendum myntum. Þetta kemur fram í tveimur veðbandayfirlitum yfir fasteignir Mar- inós sem DV hefur undir höndum. Marinó sagði sig úr stjórn Hags- munasamtaka heimilanna fyrir helgi eftir að vikublaðið Fréttatíminn hafði haft samband við hann til að ræða við hann um skuldastöðu hans. Ætla má að vikublaðið hafi ætlað að spyrja Marinó spurninga um þá skuldastöðu hans sem kemur fram á veðbanda- yfirlitunum. Marinó vildi ekki ræða við blaðið og sagði að hann myndi segja sig úr stjórninni sem hann og gerði skömmu síðar. Fréttatíminn lét ógert að fjalla um skuldastöðu hans í kjölfarið en birti frétt um úrsögn hans úr stjórninni í kjölfar spurninga blaðsins. Berjast fyrir niðurskurði á lánum DV hafði samband við Marinó til að ræða við hann um skuldastöðu hans og ástæðurnar fyrir því að hann sagði sig úr stjórn samtakanna en hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og bar fyrir sig friðhelgi einka- lífs. DV getur því ekki haft skoðanir Marinós um málið eftir. Ástæðan fyrir því af hverju DV hafði áhuga á að ræða við Marinó um málið var sú að kanna hvort vinna hans fyrir samtökin tengdist með ein- um eða öðrum hætti hans eigin erf- iðu skuldastöðu. Hagsmunasamtök heimilanna hafa meðal annars barist fyrir flötum niðurskurði á fasteigna- lánum, að höfuðstól verðtryggðra lána verði breytt til að auðvelda lán- takendum að standa í skilum og að höfuðstóli á erlendum lánum verði breytt yfir í íslenskar krónur. Byrjaði á einbýlishúsi 2006 Fasteignirnar sem um ræðir eru 383 fermetra einbýlishús í Fróðaþingi í Kópavogi, sem Marinó býr í ásamt fjölskyldu sinni, og tæplega 210 fer- metra raðhús í Haukalind, sem var heimili þeirra áður en þau fluttu í stærra hús í Fróðaþingi. Marinó byrjaði að byggja húsið í Fróðaþingi árið 2006 og hefur bygg- ingu hússins ekki verið lokið. Marinó hefur hins vegar flutt inn í húsið og mun ætla að reyna að ljúka byggingu þess á meðan hann býr í því ásamt fjölskyldu sinni. Fimm lán af þeim tíu sem hvíla á húsinu eru myntkörfulán í svissneskum frönkum og japönskum jenum upp á samtals nærri 25 millj- ónir króna. Hin lánin á húsinu eru í íslenskum krónum. Hefur reynt að selja húsið Marinó hefur gert árangurslausar til- raunir til að selja húsið í Haukalind en það hefur ekki gengið hingað til enda hefur lítil hreyfing verið á fast- eignamarkaði hér á landi eftir banka- hrunið 2008. Hann hefur því þurft að greiða af tveimur húsum á sama tíma vegna þessa. Marinó hefur því gert hvað hann getur til að losna við annað húsið en án árangurs. Ef honum hefði tekist að selja húsið í Haukalind væri skuldastaða hans allt önnur í dag eins og gefur að skilja. Eftir því sem DV kemst næst hefur Marinó þrátt fyrir þetta náð að standa í skilum hingað til og er ekki á van- skilaskrá. Marinó er því í hópi fjölmargra Íslendinga sem skuldsettu sig nokk- uð mikið á árunum fyrir hrunið með því að stækka talsvert við sig og fjár- magna fasteignakaupin að hluta til með lánum í erlendum myntum. Hann á því ansi mikilla hagsmuna að gæta í þeirri umræðu sem nú fer fram um úrræði til að létta á skuldavanda íslenskra heimila. Staða Marinós er þó kannski frábrugðin stöðu margra annarra í þeim skilningi að hann á tvær fasteignir sem samtals eru um 600 fermetrar að stærð og þarf hann að greiða afborganir af lánunum sem hvíla á þeim báðum vegna þessa. Marinó G. Njálsson sagði sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna umfjöll- unar sem Fréttatíminn ætlaði að vera með um skuldastöðu hans. Um 150 milljóna króna skuldir hvíla á tveimur húsum í eigu Marinós sem eru samtals tæpir 600 fer- metrar. Marinó situr uppi með annað húsið vegna stöðunnar á fasteignamarkaði. um 150 mILLJÓNIR hvíLA á húSuNum iNGi f. vilHjálMssoN fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Af bloggsíðu Marinós í kjölfar úrsagnar úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna: „Ég þakka gríðarlegan stuðning og góð orð í minn garð.  Það skal ítrekað að ég er ekki hættur að starfa fyrir HH og alls ekki að málum tengdum skuldamálum heimilanna.  Ég hverf úr stjórn samtakanna og því líka úr sviðsljósi fjölmiðlanna a.m.k. fyrst um sinn.“ heldur áfram vék úr stjórn Marinó ákvað að víkja úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þegar vikublaðið Fréttatíminn spurði hann spurninga um skuldamál hans. á tvö stór hús Marinó og kona hans eiga tvö stór hús í Kópavogi. Meðal annars þetta tæplega 400 fermetra hús í Fróðaþingi en helmingur skuldabréfanna sem hvíla á húsinu eru í erlendum myntum. MYNd siGtrYGGur ari Ef honum hefði tekist að selja húsið í Haukalind væri skulda- staða hans allt önnur í dag eins og gefur að skilja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.