Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 11
mánudagur 22. nóvember 2010 fréttir 11 „Þótt orrustan hafi tapast á fundinum er stríðið ekki tapað,“ segir Atli Gísla- son þingmaður, en hann var flutn- ingsmaður tillögu ESB-andstæðinga á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs um helgina. Tillaga hans, sem 70 félagar í VG inn- an og utan flokksráðsins studdu, kom á endanum ekki til atkvæða. Tillaga um áframhaldandi aðildarviðræður í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar var hins vegar samþykkt nær mót atkvæðalaust áður en yfir lauk. Þar er þó kominn fyrirvari um móttöku styrkja frá ESB sem andstæðingar að- ildar vilja með engu móti taka við. „Niðurstaða flokksráðsfundarins er Phyrrosarsigur fyrir flokksforystuna. Þetta er með öðrum orðum dýrkeypt fyrir flokkinn og stefnu hans gagnvart ESB,“ segir Atli. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, lýsti óánægju sinni á Fésbókarsíðu sinni á netinu í gær. „Stjórnarflokk- ar líkjast meir og meir gömlu komm- únistaflokkunum eftir því sem gagn- rýnin á forystuna eykst bæði innan og utan þeirra. Fundir verða að hátíð- arsamkomum til að hylla leiðtogana og hjörðin er rekin á bás til að klappa og greiða atkvæði í samræmi við vilja leiðtoganna. Kjósendur horfa agndofa á leiksýninguna og öskra á uppstokkun en ekkert mun gerast fyrr en boðað verður til kosninga,“ segir þar. Ágreiningur um aðferðir Ögmundur Jónasson, ráðherra dóms- og samgöngumála, ritaði grein í Morg- unblaðið á dögunum þar sem hann hvatti til þess að knúin yrði fram nið- urstaða um samningsmarkmið Ís- lendinga í ESB-viðræðum á nokkrum mánuðum og eftir það yrði eins konar samningsígildi borið undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi sjónar- mið hans, Ásmundar Einars Daðason- ar, Atla og fleiri urðu undir á flokks- ráðsfundinum. Ögmundur lýsti því þegar í umræðum um aðildarumsókn á þingi í júlí í fyrra að aðildarumsóknin hafi verið vitlaus. „En ég virði þá stað- reynd að drjúgur hluti landsmanna óskar eftir því að láta á þetta reyna og ég virði þann vilja því að fyrir mér snýst þetta mál fyrst og síðast um lýðræðið og það snýst líka um að óttast ekki um- ræðuna og horfast í augu við vandann sem fram undan er,“ sagði Ögmundur í þingræðu 15, júlí í fyrra. „Ég studdi lokaályktun flokksráðs- fundarins. Tillaga sem gekk lengra var felld og ég harma að ekki hafi verið hægt að samræma efni þessara tveggja tillagna,“ sagði Ögmundur í samtali við DV í gær. Ögmundur hefur lagst gegn því sem kallað hefur verið aðlögun að ESB-að- ild Íslands og telur að það fé sem ESB ætlar að leggja fram í slíku ferli sé raun fé til áróðursstarfsemi. Einna lengst hefur Heimssýn gengið gegn slíku að- ildarferli undir forystu Ásmundar Ein- ars Daðasonar, þingmanns VG. „Ég hef einfaldlega hvatt til þess að í stað þess að selja sig undir þetta aðlögunarferli, verði svo fljótt sem auðið er látið reyna á helstu samningsmarkmið okkar og að því marki tel ég að hægt sé að breyta aðildarferlinu,“ segir Ögmundur. Undirtök formannsins Stuðningur um 100 manna flokksráðs VG við forystu flokksins og þá eink- um Steingrím J. Sigfússon, formann flokksins, reyndist meiri en róttæki armur flokksins hafði gert ráð fyrir. Til- lagan, sem Alti Gíslason og fleiri báru fram gegn ESB-stefnunni, studdist aðeins við 17 nöfn flokksráðsmanna, þar á meðal þingmanna og ráðherra. Tillaga, sem borin var fram af Lár- usi Hannessyni og fleiri flokksmönn- um átti stuðning að minnsta kosti 40 flokksráðsmanna. Í þeim hópi voru engir þingmenn eða ráðherrar eftir því sem næst verður komist. Að því leyti stóð sá hópur nær skilgreiningunni á grasrót innan stjórnmálaflokka. Raunin varð sú að tillaga sautján- menninganna var ekki borin undir at- kvæði. Þess í stað bar Ragnar Arnalds fram málamiðlunartillögu. Sú tillaga var felld með 58 prósentum atkvæða gegn 42 prósentum. Aftur á móti var lítið breytt tillaga Lárusar og félaga samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Niðurstaðan hefur verið túlkuð sem afgerandi stuðningur við formann flokksins, Steingrím J. Sigfússon. Eftir er hins vegar að sjá hvort þeir sem töp- uðu orrustunni uni niðurstöðunni og lýðræðislegri ákvörðun flokksráðsins. Ljóst er að flokksmenn, eins og Lilja og Atli, ætla þrátt fyrir niðurstöðu fundar- ins að andæfa stefnu ríkisstjórnarinn- ar í ESB-aðildarviðræðunum. Þess ber að geta að VG hefur alla tíð áskilið sér rétt til þess að tala gegn aðild að ESB á opinberum vettvangi enda er það meginstefna flokksins að hagsmunum Íslands sé best borgið utan sambands- ins. Vörumst hægriöflin Margir hafa þóst sjá að Sjálfstæðis- flokkurinn, einkum Morgunblaðsarm- urinn undir merkjum Davíðs Odds- sonar, biðli í sífellu til róttæka armsins innan VG. Enda eigi þar margir samleið í andstöðu við ESB, Icesave-samninga og jafnvel um fleiri pólitísk ágreinings- mál. Flokksráðsfundur VG um helgina tók hins vegar af skarið um að slíkar pólitískar bollaleggingar séu þýðing- arlausar. Í ályktun flokksráðsins um stjórnarsamstarfið, ESB og efnahags- mál segir orðrétt: „Flokksráð hvetur forystu flokksins, ráðherra, þingmenn og aðra fulltrúa hans til að sýna sam- stöðu og vera á varðbergi gagnvart ha- trömmum tilraunum hægriaflanna til að reka fleyg í raðir vinstrimanna. Slík- ar tilraunir þjóna þeim eina tilgangi að leiða þá sem hvað mesta ábyrgð bera á hruninu aftur til valda. Baráttunni fyrir endurmótun og úrbótum í sam- félaginu þarf að halda óhikað áfram og er þátttaka Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn forsenda þess að hún vinnist.“ Ganga styrkari til leiks Í lokaályktun flokksráðsins um ESB- aðildarviðræðurnar er talað um að ekki verði tekið við styrkjum frá ESB sem beinlínis eigi að undirbúa aðild. Þá hvetur flokksráðið til þess að svo fljótt sem unnt er verði í viðræðuferl- inu látið reyna á meginhagsmuni Ís- lands eins og þeim er lýst í samþykkt Alþingis. Ljóst er að þessi atriði samþykktar- innar eiga enn um sinn eftir að valda núningi í samstarfi VG við Samfylk- inguna. Engu að síður er ótvírætt að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og stuðningsmenn hans, höfðu undirtökin innan flokksráðsins þegar á reyndi og formaðurinn hafði brýnt menn til samstöðu. Að þessu leyti stendur ríkisstjórnin styrkari fót- um í dag en hún gerði fyrir flokksráðs- fundinn. Ósigur ÓrÓlegu deildarinnar jóhann haUksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Órólega deildin í VG unir illa niðurstöðu flokksráðsfundarins sem samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta stuðning við stjórnarsamstarfið við Samfylkinguna og ferli umsóknarinnar um aðild að ESB. Ögmundur Jónasson harmar að ekki hafi tekist að bræða saman tillögur beggja fylkinga en hann studdi lokaniðurstöð- una. „Orrusta tapaðist en stríðið ekki,“ segir Atli Gíslason. Lilja Mósesdóttir segir að á fundinum hafi hjörðin verið rekin til að klappa fyrir foringjanum. Niðurstaða flokksráðsfund- arins er Phyrrosarsigur fyrir flokksforystuna. Þetta er með öðrum orð- um dýrkeypt fyrir flokk- inn og stefnu hans gagn- vart ESB,“ segir Atli. steingrímur styrkir stöðu sína Færði flokksráðVGríkisstjórninnivindíseglin? Vildi ganga lengra ÖgmundurJónassonharmaraðekkiskylditakastaðbræða samanróttækaESB-tillöguogþátillögusemendanlegavarsamþykkt. óánægð með meirihlutaákvörðun flokksráðsins LiljaMósesdóttirsendir forystuogformanniVGtóninnánetinu oglíkirstjórnarflokkunumviðgamla kommúnistaflokka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.