Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 26
Varalyfting fyrir jólin Steindi Jr., Ágúst Bent og Dóri DNA á UFC í Þýskalandi: 26 fólkið 22. nóvember 2010 mánUdagUr Haffi Haff: Orka úr armböndum Stelpurnar í The Charlies, Alma, Stein- unn og Klara, standa í ströngu úti í Los Angeles og hafa gert undanfarin misseri. Þær taka þátt í nýju æði sem hefur gripið um sig vestanhafs og kallast „Power Balance“. Æðið tengist armböndum sem eiga að auka orku og einbeitingu. The Charlies mæla með armböndunum við alla aðdáendur sína á Facebook-síðu sinni. „Allar stærstu íþróttastjörnurnar eru að nota þetta. Við þurfum meira að segja að taka armbandið af fyrir svefninn því það gefur okkur svo mikla orku,“ segja þær og bæta við að armböndin séu líka svöl í útliti. Tók stól- inn heim Það var Móeiður Sif Skúladóttir sem sigraði Samkeppni Samúels en úrslitin voru tilkynnt um helgina. Í verðlaun hlaut hún afnot af iQ Toyota í ár og módelmyndatöku sem fer fram erlendis. Ekki nóg með það heldur fékk Móeiður að eiga sjálfan krýningarstólinn sem er nokkuð óvanalegt. Ekki amalegt því hann kostaði litlar 500.000 krónur. Í öðru sæti varð Hulda Lind Kristinsdóttir og Jórunn Steinsson í því þriðja. Það var Hollywood-stjarnan Berglind „Icey“ Ólafsdóttir sem sá um að kynna keppnina. Við sátum þarna við hliðina á Dana White, Joe Rogen og þessum körl-um,“ segir grínistinn Steinþór H. Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., um bardagakeppnina UFC 122 sem fram fór í Þýskalandi um þarsíðustu helgi. Steindi fór á keppnina ásamt Ágústi Bent Sigbertssyni og Halldóri „DNA“ Halldórs- syni en Dana White er forseti UFC og Rog- en er aðalkynnir keppninnar. Rogen þekkja Íslendingar einnig sem kynni þáttanna Fear Factor sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta var aðallega merkilegt fyrir strák- ana að hitta Dana. Þeir eru allir í þessu og Dóri sá um að lýsa keppnunum á Stöð 2 Sport áður en hann flutti út,“ segir Steindi. „Fyrir mér var þetta bara eins og hitta Ólaf Ragnar eða forseta BYKO eða eitthvað.“ Steindi segir einn eftirminnilegasta hluta ferðarinnar hafa verið ferðalagið á keppnina sjálfa. „Við leigðum bíl og keyrð- um á hraðbrautunum. Það var sturluð lífs- reynsla. Meðalhraðinn var svona á bilinu 140 til 150 kílómetrar á klukku- stund. Svo neyddumst við til að setja hann upp í svona 200 fyrst það var hægt.“ Steindi er þó alls ekki mikið fyrir hraðann og segist vera slórari. „Ég var á nálum allan tímann. Ég er ekkert gefinn fyrir hraðann.“ Steindi er þessa dagana að taka upp aðra þáttaröðina af Steindanum okkar. „Við verðum í tökum út allan desem- ber og sennilega eitthvað fram í janúar. Það verður mikið af gestum eins og síð- ast, nýir karakterar en svona svipuð for- múla.“ Steindi er handviss um að nýja þáttaröðin muni gera betur en sú fyrri. „Við vorum mjög ánægðir með fyrstu seríu en núna ætlum við með þetta alla leið. Þessi verður svakaleg.“ asgeir@dv.is Tónlistarmaðurinn og förð-unarfræðingurinn Haffi Haff, er vanur að ræða um hvað sem er af einlægni. Hann hefur verið óhræddur við að viðurkenna að hann fari í fegrunar- aðgerðir og segist fara reglulega í varamótun hjá Húðfegrunarstof- unni. „Ég ætla að fara núna fyrir jólin og gera mig sætan, þetta gerir alveg gæfumuninn. Díana á Húðfegrunar- stofunni er svakalega flink og ég mæli svo sannarlega með henni.“ Díana Oddsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á Húðfegrunarstofunni í Skipholti, segir mikið að gera allt árið þegar kemur að aðgerðum sem þessum. „Þetta eru einfaldar og sárs- aukalausar aðgerðir sem geta gert mikið fyrir útlitið. Hingað koma til mín karlar og konur á öllum aldri allt árið um kring og þetta er ein vin- sælasta aðgerðin. Margir halda að þetta sé bæði dýrt og að útkoman verði oft þannig að erfitt sé að sætta sig við hana. Það er ekki rétt. Þetta getur verið hóf- leg aðgerð sem gefur vörunum svolitla lyftingu og sléttir úr yfir- borðshrukkum við varir.“ Díana segir hóflega varamótun sem feli í sér eina sprautu af gelefni kosta 50 þúsund krónur. Haffi Haff hef- ur áður staðið í svipuðum jóla- undirbúningi en hann segist venjulega standa í þessum stór- ræðum fyrir jólin. Varalyfting dugi í eitt til eitt og hálft ár og það sé kominn tími á slíka núna. En fleira stendur til hjá Haffa en pjatt og prjál því hann ætlar sér að gefa út meira af nýju efni sem hann segist eiga mikið af. „Ég er kominn með mikið af góðu efni sem ég er að fullvinna og stefni á að gefa það út eftir jólin. Ég missi samt ekkert af jólagleðinni því ég ætla að vera dug- legur að troða upp, skemmta mér og syngja í jólavertíðinni. Jólin eru ynd- islega gördjöss tími.“ Tónlistarmaðurinn og förðunarfræð- ingurinn Haffi Haff stendur ekki í hefð- bundnum jólaundirbúningi. Hann fær sér nefnilega varalyftingu fyrir jólin. Hann segir árangurinn af aðgerðinni vera hreint frábæran og hann myndi ekki vilja sleppa henni. Óhefðbundinn jólaundirbúningur Haffi Haff fékk sér í varirnar 2008 og þótti það heppnast vel. Haffi Haff Gerir sig sætan fyrir jólin. HiTTu forseTann Bent, Dana White og Dóri DNA Rappararnir voru hæstánægðir með að hitta valdamesta manninn í heimi blandaðra bardagalista. M YN D S A M Ú EL .IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.