Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 22. nóvember 2010 mánudagur Margir klóra sér eflaust í hausnum yfir nýjum samningi um brottför er- lendra hermanna frá Afganistan fyrir árið 2014. Anders Fogh Rasmussen, aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Hamid Karzai, forseti Afganistan, og Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, undirrituðu samning þess efnis á leiðtogafundi NATO-ríkja í Lissabon á laugardag. „Við höfum sett af stað ferli sem mun leiða til þess að Afganir verði brátt aftur hús- bændur á eigin heimili,“ sagði Rasm- ussen á blaðamannafundi í kjölfar fundarins. Þrátt fyrir samninginn, og tals- vert tíðar bollaleggingar um brott- för erlends setuliðs í Afganistan, er alls óvíst að Afganir fái fulla stjórn á eigin málum. Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, hefur til að mynda látið hafa eftir sér að það sé „draumamarkmið“ að kalla heim herliðið 2014. Rasmussen sagði einnig að NATO myndi sinna sínu hlutverki í Afganistan „eins lengi og þörf krefur.“ Talsmaður varnarmála- ráðuneytis Bandaríkjanna, Geoff Morrell, sagði á blaðamannafundi samninginn ekki þýða „að banda- ríski herinn verði farinn fyrir þennan tíma [2014]. Það séu talsverðar líkur á því að herlið þurfi að vera lengur, en vonandi í minnkandi hlutfalli, til að aðstoða Afgani við að sjá um sín eigin öryggismál.“ David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar sagt að hann vilji að allir breskir hermenn verði farnir frá Afganistan fyrir næstu kosningar, sem verða í maí árið 2015. Hann ítrekaði það á fundinum að Bretar muni ekki vera í Afganistan lengur en það. Rasmussen segir hins vegar að hann hafi ekki séð afgerandi stefnu frá Bretum um brottför. „Ég tel að við bandamenn munum standa vaktina eins lengi og nauðsynlegt er,“ sagði Rasmussen, en þá er spurning- in: af hverju að gera samninga sem ekki er víst að verði staðið við? bjorn@dv.is Samningur þess efnis að Afganistan fái eigin stjórn árið 2014 undirritaður: Húsbændur á eigin heimili Norska Nóbelsverðlaunanefndin hef- ur lýst því yfir að mögulega muni ekki verða af verðlaunaafhendingu friðar- verðlauna Nóbels í ár. Eins og kunn- ugt er eiga verðlaunin í ár að falla í hlut baráttumannsins Liu Xiaobo, en hann hefur barist hetjulega fyrir lýð- ræðisumbótum í Kína. Fyrir það situr hann í fangelsi, en hann hlaut 11 ára fangelsisdóm fyrir niðurrifsstarfsemi gegn ríkinu í fyrra. Þá hafa kínversk stjórnvöld hneppt konu Liu í stofu- fangelsi og einnig meinað öllum nán- um ættingjum hans að ferðast út fyrir Kína. Ef ekkert verður af verðlaunaaf- hendingunni er það í fyrsta sinn síðan 1936, þegar nasistar komu í veg fyrir að blaðamaðurinn og friðarsinninn Carl von Ossietzky yfirgæfi Þýskaland. Kínverjar beita þrýstingi Nóbelsverðlaunanefndin þarf einn- ig að hafa áhyggjur af því að full- trúar þeirra landa sem boðið var á verðlaunaafhendinguna hafa margir hverjir ekki svarað boðinu, auk þess sem sex lönd hafa afþakkað það. Boð var sent til 58 sendiráða í Osló en frestur til að veita svar við boðinu rann út 15. nóvember. Geir Lundestad er formaður Nóbelsverðlaunanefnd- arinnar: „Nú hafa 36 sendiherr- ar þekkst boðið, 16 hafa ekki svarað og sex hafa afþakkað. Ríkin sem af- þökkuðu eru Kína, Rússland, Kas- akstan, Kúba, Marokkó og Írak.“ Tal- ið er víst að ástæða þess að sum ríki hafa ekki svarað séu hótanir Kínverja, en sendiráð Kína í Osló sendi bréf til allra sendiherra þar sem kom fram að ef sendiherrar myndu þekkjast boð Nóbelsverðlaunanefndarinnar myndu fylgja því „afleiðingar.“ Óvissa ríkir Þrátt fyrir hótanir Kínverja hafa sendiherrar vestrænna ríkja þekkst boðið en þar á meðal eru Bandarík- in og öll 27 aðildarríki Evrópusam- bandsins. Lundestad vildi ekki segja hvaða ríki það væru sem hefðu ekki svarað boðinu, en heimildir Reuters herma að meðal þeirra séu Indland, Pakistan og Indónesía. Biðu sendi- ráð þeirra eftir leyfi frá stjórnvöldum, Friðarverðlaun nóbels í óvissu björn teitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Enginn nákominn ætt- ingi friðarverðlaunahafa Nóbels, Liu Xiaobo, getur tekið við verðlaununum fyrir hans hönd. Sjálfur situr hann í fangelsi fyrir að berjast fyrir lýðræðisumbótum í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa hótað sendiherrum eftirköstum, verði þeir viðstaddir athöfnina. Ég veit ekki um dæmi þess að neitt ríki hafi reynt með jafnafgerandi og beinum hætti að koma í veg fyrir að sendiherrar verði við- staddir athöfnina. Fastur í fangelsi Liu Xiaoboásamtkonusinni LiuXia.Hannsiturífang- elsioghúnhefurverið hnepptístofufangelsi. samningur undirritaður Karzai, forsetiAfganistan, ásamtAndersFogh RasmussenogBan Ki-Moon. Páfinn leyfir smokka Benedikt sextándi hefur sagt að notkun smokka sé í lagi í sumum tilfellum. Ummælin hafa vakið mikla athygli um allan heim, en fordæm- ing kirkjunnar á getnaðarvörninni vinsælu er talin ein ástæða þess að alnæmi smitast jafn hratt og raun ber vitni í þriðja heiminum. Páfinn sagði í viðtali við þýska blaðamann- inn Peter Seewald, að karlar sem stunda vændi ættu til dæmis að nota smokka. Það sé ef til vill fyrsta skref- ið í siðferðislegri réttlætingu á eigin tilveru, og sýnir að einhver ábyrgð sé tekin á eigin gjörðum. eistlendingar fá evru Búið er að prenta 45 milljón seðla og búið er að slá 195 milljónir af myntum fyrir Eistland, sem mun skipta úr krónu yfir í evru um næstu áramót. Þó að Eistlendingar hafi sýnt það í skoðanakönnunum að þeir séu ánægðir með vistina í Evr- ópusambandinu, eru ekki allir á eitt sáttir með hina nýju mynt. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagskrepp- an og smitunaráhrif sameigin legrar myntar. Eistlendingar sem eru á móti evru hafa meðal annars bent á Írland sem dæmi, en slæm efna- hagsstaða landsins hefur haft slæm áhrif á önnur lönd á evrusvæðinu eins og Portúgal og Spán. Haítí frestar for- setakosningum Forsetaframbjóðendur á Haítí hafa óskað eftir því að kosningum verði slegið á frest, en þær áttu að fara fram á sunnudag næstkomandi. Ástæðan er skæður kólerufarald- ur sem hefur nú þegar skilið eftir sig 1.200 manns í valnum. Yfirvöld á Haítí hafa hins vegar ekki frestað kosningunum enn, þrátt fyrir beiðni frambjóðendanna. Þeir vilja að lögð verði áherlsa á að ná stjórn á faraldr- inum áður en farið verður í kosning- ar. Haítí glímir við mikinn fjárskort, sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í baráttu sinni við sjúkdóminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.