Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 24
Kristján á leið niður – Gunnar Heiðar upp Norska 1. deildar liðið Fredrikstad, sem Gunn- ar Heiðar Þorvaldsson leikur með, er komið með annan fótinn upp í efstu deild eftir 4–1 sigur á Hönefoss í umspili um síðasta lausa sætið í deildinni. Kristján Örn Sigurðsson leikur með Hönefoss en hann fékk gult spjald í leiknum fyrir að brjóta á Gunnari Heiðari. Gunnari var skipt af velli í hálfleik en Kristján lék allan leikinn. Leikið er heima og að heiman en Hönefoss þarf að vinna seinni leikinn 3–0 ætli það sér að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu. HK úr leiK Spútniklið N1-deildar karla í handbolta, HK, er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir tvö töp gegn rússneska liðinu Kaustik um helgina. HK tapaði fyrri leiknum á laugardaginn með fimm marka mun, 34–29, en þeim seinni í gær með fimmtán mörkum, 39–24. HK vann sér ekki inn sæti í Evrópukeppni bikarhafa en liðið skráði sig til leiks í áskor- endakeppni Evrópu. Evrópska handknattleikssambandið setti liðið óvart í ranga keppni og sagði það síðan einfaldara ef HK spilaði bara í þeirri keppni heldur en það yrði fært til. MOlar Talaði ekki illa um Schumi n Þýska blaðið TZ hefur þurft að biðj- ast afsökunar á ummælum sem það hafði eftir fyrrverandi heimsmeist- ara í Formúlu 1, Finnanum Mika Hakkinen. Blaðið var með viðtal við kappann þar sem hann sagði fyrrverandi keppinaut sinn, Michael Schum- acher, vonlausa og útrbrunna hetju. Birti blaðið yfir- lýsingu þess efnis að Hakkinen hefði aldrei sagt þessi orð, þau hefðu verið uppspuni frá blaðamanninum og hefðu ritstjórar vitað af því hefði við- talið aldrei fengið að birtast. Blaða- maðurinn var rekinn fyrir athæfið. Terry kemur afTur, en alex fer í uppSkurð n Það styttist í að miðvörðurinn öfl- ugi, John Terry, geti farið að leika aftur með Chelsea. Hann gæti hugs- anlega leik- ið með liðinu í Meistaradeild- inni gegn MSK Zilina á þiðju- daginn þó hann verði ekki orðinn alveg heill þá. „Hann finnur enn aðeins til í einum vöðva,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Ancelotti bætti því við að hann gæti þurft að kaupa mið- vörð í janúar þar sem Brasilíumað- urinn Alex sé nú á leið í uppskurð og verði ekki klár næstum því strax. Chelsea hefur nú tapað þremur leikj- um í röð í ensku úrvalsdeildinni, síð- ast gegn Birmingham um helgina. Skorið áTTa á okkur! n Cristiano Ronaldo hóf sálfræði- hernaðinn fyrir stórleik Barcelona og Real Madrid með stæl um helg- ina. Liðin mæt- ast á Nou Camp næsta mánudag en um helgina rúllaði Barce- lona yfir Almer- ia, 4–0, á meðan Real Madrid vann auðveld- an 4–1 sigur á Athletic Bilbao. „Þessi 8–0 sigur segir mér ekki neitt. Við skulum bara sjá hvort þeir skori átta gegn okkur á mánudaginn kemur,“ segir Ronaldo sem skoraði þrennu gegn Bilbao. „Ég er ánægður með að hafa skorað þrennu en sigurinn er það sem skipt- ir máli,“ segir Cristiano Ronaldo. ciTy vill carroll n Ríkisbubbarnir í Manchester City er nýjasta liðið sem skellir sér í kapphlaupið um heitasta fram- herja ensku úrvalsdeildar- innar, vand- ræðagemsann Andy Carroll hjá Newcastle. Þetta fullyrtu bresku blöð- in í gær. City er reiðubúið til að borga 20 milljónir punda fyrir framherjann sem þykir líkur Bosn- íumanninum Edin Dzeko á velli en City reyndi að ná honum í sumar. Carroll er einnig á teikniborðinu hjá Englandsmeisturum Chelsea og Arsenal. Carroll lék sinn fyrsta landsleik á dögunum en hann er, ásamt Kevin Davies hjá Bolton, markahæsti leikmaður ensku úr- valsdeildarinnar. 24 spOrt umSjóN: TóMAS þóR þóRðARSon tomas@dv.is 22. nóvember 2010 mánudagur „Þetta er orðið staðfest innan sviga þannig að þetta er endanlega klárt,“ segir besti leikmaður Íslandsmóts- ins, Alfreð Finnbogason, sem skrifaði undir samning við belgíska liðið Lo- keren á laugardagskvöldið. Alfreð og umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, hafa verið í Belgíu und- anfarna daga að ganga frá málum og sáu þeir Lokeren leggja Mechelen, lið Bjarna Þórs Viðarssonar, að velli á laugardagskvöldið. „Við tókum samningaviðræður á föstudaginn og læknisskoðun sem gekk mjög vel. Svo á laugardeginum fyrir leik var allt fínpússað í samn- ingnum og lögfræðingarnir gerðu sínar lokaathugasemdir. Svo eftir leik voru allir í góðu skapi þannig við kláruðum að skrifa undir og skáluð- um í kampavíni,“ segir Alfreð sem er ánægður með lífið þessa dagana. „Ég er mjög sáttur. Þetta er ekk- ert samningur sem ég mun lifa á alla ævi en þetta er mjög gott skref fyrir mig hvað varðar fótboltahliðina og vonandi bara fyrsti samningurinn af mörgum,“ segir hann. Alfreð er nú endanlega orðinn leikmaður Lokeren og hefur æf- ingar strax á mánudaginn. „Ég fer núna í íbúð sem liðið reddar mér þar til ég finn eitthvað annað. Svo býst ég við að fara á æfingu strax á mánudaginn. Ég fer samt ekki að æfa með liðinu þar sem ég hef ekki æft svo lengi. Ég fer í eitthvað styrkingarprógram til að fyrirbyggja meiðsli. Svo innan fárra vikna byrja ég að æfa með liðinu held ég og spila með varaliðinu,“ segir Alfreð sem hitti nokkra liðsfélaga sína eftir sigurinn á Mechelen. „Ég hitti nokkra leikmenn. mark- vörðurinn er landsliðsmarkvörð- ur Fílabeinsstrandarinnar. Hann var vel ferskur þarna og svo tók ég í spaðann á nokkrum öðrum,“ segir Alfreð sem verður gjaldgengur með Lokeren 1. janúar. tomas@dv.is Alfreð Finnbogason formlega orðinn leikmaður Lokeren: Skáluðu í kampavíni í Belgíu Leikmaður Lokeren Alfreð kveður nú Íslands- meistara Breiðabliks fyrir atvinnumennskuna. MynD ToMASz KoLoDziEJSKi Enginn talar lEngur um Þór og Ka „Það gekk bara allt upp í seinni hálf- leik,“ segir Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar Handboltafélags, um sig- ur liðsins á FH, 33–25, í Kaplakrika á laugardaginn. Með sigrinum kláraði Akureyri fyrstu umferð af þremur í deildinni með fullt hús stiga en það hefur einnig unnið báða bikarleiki sína til þessa. Gegn FH leiddi Akur- eyri mest með tólf mörkum í seinni hálfleik. „Það var sterkt að vera yfir í hálfleik eftir að hafa lent þremur mörkum undir. Svo í seinni hálfleik gekk bara allt upp. Þetta var ekki bara vörn og markvarsla. Við vorum að fá hraðaupphlaup og sóknir í kjölfar- ið. Þetta var mjög flottur sigur,“ segir Atli sem tók við stjórn Akureyrar fyrir tímabilið og á enn eftir að upplifa sitt fyrsta tap með liðinu. Spútniklið HK kemur í heimsókn næsta fimmtudag. Dean Martin styrkti liðið Sjö leikir í deild, sjö sigrar, tveir erfið- ir leikir í bikar gegn HK og Aftureld- ingu, tveir sigrar. Hver er lykillinn að þessum árangri? „Liðið er í feikigóðu formi. Við æfðum mjög vel í sumar undir stjórn Deans Martins [fyrrver- andi þjálfara knattspyrnuliðs KA og núverandi leikmanni ÍA] og höfum síðan fylgt því eftir. Við höfum líka sloppið við meiðsli sem kemur líka til af því að liðið er í svo góðu formi,“ segir Atli en inni á vellinum eru leik- mennirnir líka skynsamir. „Liðið er líka vel mannað góðum handknattleiksmönnum sem þekkja sín takmörk. Þeir leggja líka mikið á sig og einbeita sér bæði vel fyrir leik- ina og í leik,“ segir Atli. Ungviðið blómstrar Þó Akureyrarliðið sé bólstrað reynslu boltum á við Guðlaug Arn- arsson, Heimi Árnason, Hörð Fannar Sigþórsson og Bjarna Fritzson sem hefur farið á kostum í vetur, þá eru það skytturnar ungu sem hafa vak- ið hvað mesta athygli. Hinum korn- ungu Geir Guðmundssyni, sautján ára, og Guðmundi Hólmari Helga- syni, átján ára, var hent í djúpu laug- ina og þurftu þeir enga sundkúta til að ná að bakkanum. „Þessir strákar eru mjög góðir,“ segir Atli. „Þeir fengu að fara smá- vegis inn á í fyrra og njóta auðvitað góðs af því. Það var samt ekki hægt að búast við því að þeir kæmu svona fullskapaðir inn í þetta strax í vet- ur. Við settum okkar traust á það og þeir hafa svarað kallinu. Það hjálpar þeim samt að vera með reynslubolta í horninu eins og Geir er með Bjarna í horninu og þeir báðir með Heimi á milli sín. Svo er Oddur [Grétarsson] að verða reynslubolti þarna aðeins tvítugur og hann hjálpar Guðmundi. Það er virkilega gaman að sjá hvern- ig þessir strákar eru alltaf tilbúnir að taka tilsögn,“ segir Atli, en ætlaði hann sér að leysa þessar stöður ein- hvern veginn öðruvísi? „Nei, en ég hefði viljað fá einn leikmann í viðbót sem hefði get- að spilað allar þrjár stöðurnar fyrir utan. Ég vildi fá Daníel Berg en hann valdi HK. Það var ekkert sjálfgefið að Heimir gæti haldið út í sextíu mínút- ur í öllum leikjum þannig að ég vildi fá Daníel til að fylla þarna upp í,“ seg- ir Atli. Enginn talar um þór og KA Atli þekkir vel til á Akureyri en hann stýrði KA til ótrúlegs Íslandsmeist- aratitils árið 2002. Stemningin í Akureyri Handboltafélag vann stórsigur á FH í Kaplakrika, 33–25, á laugardaginn og kláraði þar með fyrsta þriðjung Ís- landsmótsins án þess að tapa svo miklu sem einu stigi. Einnig er það komið í átta liða úrslit bikarsins. Atli Hilmarsson tók við þjálfun Akureyrar fyrir tímabilið og hrósar hann samstöðu, metnaði og dugn- aði leikmanna liðsins. TóMAS þóR þóRðARSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Taplausir Atli Hilmarsson og drengirnir í Akureyri Handboltafélagi eiga enn eftir að upplifa sitt fyrsta tap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.