Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 196,6 kr. verð á lítra 196,6 kr. Skeifunni verð á lítra 196,4 kr. verð á lítra 196,4 kr. Algengt verð verð á lítra 198,8 kr. verð á lítra 198,7 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 196,3 kr. verð á lítra 196,3 kr. Melabraut verð á lítra 196,4 kr. verð á lítra 196,4 kr. Algengt verð verð á lítra 196,6 kr. verð á lítra 196,6 kr. GilDiStíMi GjAfAbréfA Neytendasamtökin hvetja fólk til að kaupa ekki gjafabréf með stuttum gildistíma. Fram kemur í frétt á vef samtakanna að algengt sé að seljendur skil- greini gildistíma á gjafabréfi og oft sé miðað við eitt ár. Þess séu dæmi að gild- istíminn sé enn styttri. „Neyt- endasamtökin telja óeðlilegt að gildistími á gjafabréfi sé styttri en fjögur ár en það er almennur fyrn- ingarfrestur. Viðskiptavinur hefur lagt pening inn í fyrirtæki og hann á rétt á að fá andvirðið greitt út aftur í formi vöru eða þjónustu. Sú afstaða seljanda að neita að taka við gjafa- bréfi á þeirri forsendu að það sé útrunnið lýsir því ákveðnu virðing- arleysi gagnvart viðskiptavininum,“ segir á ns.is en einnig er bent á að fari fyrirtæki í þrot geti neytendur sem eigi gjafabréf setið uppi með ónýta kröfu. Dýr vArhlutur n Eigandi Toyota Landcruiser árgerð 1997 rak í rogastans þegar hann ætaði að kaupa svokallaðan turbo- skynjara í Toyota umboðinu. Stykkið er á stærð við tvo eldspýtustokka. Honum var sagt að umræddur vara- hlutur væri ekki til en ef hann væri til myndi hann kosta 44 þúsund krónur – í þennan 13 ára gamla bíl. „Þetta nær ekki nokkurri átt,“ sagði hann í samtali við DV og sagðist ætla að freista þess beina viðskiptum sínum annað. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS tAnDurhrein íSbúð n Lofið fær ísbúðin Yoyo á Nýbýla- vegi. Þar afgreiða viðskiptavinir sig sjálfir og geta valið um marg- ar tegundir jógúrtíss og sælgætis. Hver og einn getur matreitt sinn eigin bragða ref og borgað er eftir vigt. Þrátt fyrir að fólk sjái sjálft um að fá sér ís er búðin sú hreinasta sem blaðamað- ur DV hefur komið í. Hvergi var slettu af ís eða ögn af sælgæti að finna á borðum eða gólfum. Gólfin voru tandur- hrein og ísinn ágætur. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 22. nóvember 2010 mánudagur Þú áTT SkiLAréTT Á vef Neytendaastofu má finna miklar upp- lýsingar um rétt neytenda í viðskiptum. Verklagsreglur viðskiptaráðuneytisins frá árinu 2000 kveða á um að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Vörur sem merktar eru með gjafamerki gera kassakvittun óþarfa við skil. Inneignarnótur skulu miðast við upprunlegt verð vöru og gjafabréf skulu gilda í allt að fjögur ár frá útgáfudegi. Þá taki skilarétt- ur ekki til útsöluvöru. Rétt er að taka fram að reglurnar eru ekki lög heldur eru þær leiðbeinandi fyrir seljendur. Þess má líka geta að almennt skal vera meiri skilaréttur þegar vara er keypt í húsgöngusölu eða á netinu.e L d S n e y T i Jóhannes gunnarsson Viking Jóla Bock fékk langhæstu ein- kunnina í árlegri bragðkönnun DV á jólabjór. Tólf bjórar voru smakkaðir að þessu sinni en aðeins fjórir þeirra voru yfir meðallagi góðir. Jóla Bock fékk 3,7 stjörnur af 5 stjörnum mögu- legum, eða sem jafngildir 7,4 af 10. Sigurvegarinn í fyrra, Tuborg Christ- mas Brew, varð í sjötta sæti að þessu sinni – þótti aðeins miðlungs góður. Valinkunn dómnefnd Dómnefndina að þessu sinni skip- uðu þau Dominique Plédel Jónsson vínsmakkari, Stefán Pálsson sagn- fræðingur, Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður og bjórunnandi, Lára Björg Björnsdóttir rithöfund- ur og bloggari og Andrés Jónsson al- mannatengill. Könnunin fór fram á Rauða ljón- inu Eiðistorgi, annað árið í röð. Rétt er að taka fram að allir íslenskir fram- leiðendur sendu DV góðfúslega bjór til að nota í smökkuninni en erlendir bjórar voru keyptir í vínbúð. Könnunin var þannig fram- kvæmd að ein bjórtegund í einu var borin á borð fyrir dómnefnd- ina í glerglösum. Þeir sem smökk- uðu vissu ekki um hvaða tegund var að ræða hverju sinni en hending réð því í hvaða röð bjórtegundirnar voru bornar fram. Smakkararnir ræddu sín á milli um hvern og einn bjór og veittu að lokum umsögn, hver um sig. Að því loknu gáfu þeir hverjum bjór einkunn, áður en sá næsti var borinn fram. Jólabjór framkallar jólaskap Áður en bragðkönnunin hófst fór fram almenn umræða um jólabjór. Dómnefndarmeðlimir virtust nokk- uð sammála um að jólabjór yrði að vera frábrugðinn hefðbundnum bjór og nefndu þá helst að þeir vildu hafa meira bragð af bjórnum. Þá yrðu flöskurnar að vera fallegar skreyttar því fallegar umbúðir væru ómissandi hluti af þeirri upplifun sem fælist í því að neyta jólabjórs. Andrés sagð- ist hafa lært að drekka jólabjór fyrir um tíu árum í Danmörku. Hann kom til Kaupmannahafnar daginn sem jólabjórinn kom í búðir, snjór var yfir öllu og stemningin ákaflega hátíðleg. Hann sagðist alltaf tengja jólabjór við þá stund og við það kæmist hann í jólaskap. „Maður notar jólabjórinn til að komast í jólaskap,“ skaut Henry Birgir inn í og hin tóku undir. Dom- inique sagðist einnig tengja jóla- bjór við Danmörku og sagðist ýmist drekka hann með mat á jólunum eða einan og sér. nokkuð sammála um þá bestu Þegar bjórsmökkunin var langt kom- in var það sjónarmið sett fram að erf- itt gæti reynst að gera síðustu bjór- unum jafn góð skil og þeim fyrstu. Það væri ef til vill ósanngjarnt gagn- vart þeim sem síðastir væru í röð- inni. Niðurstöðurnar báru þess þó ekki afgerandi merki. Þannig var næst versti bjórinn, Viking jólabjór, þriðji í röðinni og þriðji versti bjór- inn, Jule Bryg, var smakkaður fyrstur. Eins og áður sagði þótti Viking Jóla Bock besti bjórinn að þessu sinni. Allir gáfu honum einkunn á bilinu 3 til 4 stjörnur sem skilaði honum meðaltali upp á 3,7. Næst- ur á eftir kom Albani Julebryg með 3 stjörnur að meðaltali. Jafnir í þriðja og fjórða sæti voru Föroya Jóla Bryggj og Jóla Kaldi. Athygli vekur að þeir tveir bjórar sem best komu út í fyrra, Tuborg Christmas Brew og Jólajökull höfnuðu nú í fimmta og sjötta sæti. misjafn smekkur Þegar kemur að þeim bjórum sem versta einkunn fengu ber að nefna að þar voru ekki allir sammála. Í stuttu máli má segja að Andrés hafi gjör- ólíkan smekk á bjór en flest hinna. Roylal X-mas blár og hvítur voru í neðsta og fjórða neðsta sæti. Þetta voru bjórarnir sem Andrési þóttu bestir. Hann gaf bjórnum sem hafn- aði í neðsta sæti fjórar stjörnur en bjórnum sem varð fjórði neðstur gaf hann 4,5 stjörnur. Af því má ráða að bjór sem einum þykir hinn besti mjöður kann öðrum að þykja hið versta skolp. Þannig ættu lesendur ef til vill að taka einstaka einkunnum með fyrirvara og rýna frekar í heild- arniðurstöðuna um hvern og einn bjór. baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Maður notar jólabjórinn til að komast í jólaskap. Viking Jóla Bock langBestur albani Julebryg 3 stjörnur af 5 styrkleiki: 7% Verð: 238 kr. Henry birgir: „Það er hægt að detta í það með þessum. maður getur drukkið meira en tvo til þrjá. miðlungs góður jólabjór.“ andrés: „mér líkar við þennan.“ dominique: „Ilmar ágætlega og það er ágætt jafnvægi í honum. Þægilegur bjór.“ lára: „Bara góður. Bragðmeiri en flestir hinna.“ stefán: „Þessi er ágætur og hann lyktar vel.“ Föroya Jóla bryggj 2,8 stjörnur af 5 styrkleiki: 5,8% Verð: 361 kr. Henry birgir: „Hæfilega sæt lykt og smá jól í honum. Góður fyrir þá sem vilja jólabjór en gera ekki of miklar kröfur.“ andrés: „Ég myndi kinka kolli ef vertinn myndi færa mér þennan en ég myndi spara yfirlýsingarnar.“ dominique: „mjög mildur og sætur. Frekar daufur og lítið eftirbragð.“ lára: „mér finnst hann góður, ekki of krefjandi.“ stefán: „Hann er góður og rennur meðalveginn.“ Viking Jóla bock 3,7 stjörnur af 5 styrkleiki: 6,2% Verð: 399 kr. Henry birgir: „mikil hamingja. Falleg áferð og litur á honum. Góð lykt. Fínasta maltbragð, góð fylling en mjúkur. mjög góður bjór.“ andrés: „Ég skil alveg hvers vegna fólk er ánægt með þennan og ég myndi drekka hann ef ég væri króaður af. En hann yrði ekki fyrsti valkostur.“ dominique: „Alveg perfect matarbjór. mjög góður.“ lára: „Gott reykt bragð af honum. Svolítið spes.“ stefán: „Svolítið írskur. Góður á bragðið.“ Tegund Dominique Stefán Lára Henry Andrés Meðaleinkunn 1 Viking Jóla Bock 4 3,5 4 4 3 3,7 2 Albani Julebryg 3 3 3 2,5 3,5 3 3-4 Föroya Jóla Bryggj 2,5 3 3 3 2,5 2,8 3-4 Jóla Kaldi 3 3 2,5 3 2,5 2,8 5 Jólajökull 3,5 3,5 0 3 1 2,2 6-7 Tuborg Christmas Brew 2,5 2,5 2,5 2 0,5 2 6-7 Egils Jólabjór 3 2,5 1,5 1,5 1,5 2 8-9 Egils maltbjór 2,5 2 0 2 3 1,9 8-9 Royal X-mas blár 1,5 1 2 0,5 4,5 1,9 10-11 Jule Bryg 2 2 1 1,5 1 1,5 10-11 Viking Jólabjór 1,5 1,5 1,5 1 2 1,5 12 Royal X-mas hvítur 0,5 1 0,5 0 4 1,2 SVOnA FéLLu STJÖrnurnAr Viking Jóla Bock fékk langhæstu einkunnina í árlegri bragðkönnun DV á jólabjór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.