Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 15
Fasteignaverð á uppleið Ef marka má síðustu þrjá mánuði er hruni fasteignaverðs á höfuðborgarsvæð- inu lokið. Í október hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,9 prósent samkvæmt Þjóðskrá en íbúðir í sérbýli hækkuðu meira, eða um 2,2 prósent. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu hefur ekki lækkað frá því í júlí samkvæmt mælingunum. Greining Íslandsbanka segir að of snemmt sé að útiloka frekar lækkanir en segir þetta benda til þess að hægt hafi á verðlækk- un. Erfitt sé að spá fyrir um framhaldið. Öruggari Hringbraut FÍB fagnar framtaki Vegagerð- arinnar að auka öryggi vegfarenda á Hringbraut. Unnið er nú að því að setja upp vegrið á um 700 metra kafla; frá Reykjahlíð, undir Bústaðaveg og að Vatnsmýrarvegi. FÍB segir að fjöldi umferðaróhappa, sumra mjög alvarlega, hafi orðið á þessum kafla. Á miðeyjum þessa vegkafla, og raunar fleiri, sé girðing til þess að varna fólki að fara yfir götuna. Girðingin sé mjög var- hugaverð enda ekki hönnuð umferðargirðing. Mörg slys hafi orið á fólki þegar stálteinar úr girðingunni losna og stingast í bíla, og þar með fólk. Því hafi lengi verið brýnt að girðingin sé fjarlægð. mánudagur 22. nóvember 2010 neytendur 15 Viking Jóla Bock langBestur Skál Dómnefndarmeðlimir virtust sammála um að þau vildu hafa meira bragð af jólabjór en öðrum bjór og að flöskurnar verði að vera fallega skreyttar. mynd Sigtryggur ari Jóla Kaldi 2,8 stjörnur af 5 Styrkleiki: 5,4% Verð: 349 kr. Henry Birgir: „Vantar aðeins meira malt í hann en hann er þó betri en lyktin gefur til kynna.“ andrés: „Þetta er svona bjór fyrir einhverja sérfræðinga. Hann höfðar ekki til mín.“ dominique: „Ágætur og þægilegur - það er ágætt jafnvægi í honum. Gæti alveg pantað annan.“ Lára: „Full mikið lakkrísbragð af þessum. Ágætur bjór en ég vil ekki finna svona mikið lakkrísbragð.“ Stefán: „Í góðu meðallagi. Það er svolítið ávaxtalykt af honum.“ Jólajökull 2,2 stjörnur af 5 Styrkleiki: 6% Verð: 333 kr. Henry Birgir: „Fínasta lykt af honum en það er kraftur í bjórnum. Mér finnst þetta gott bragð. Það býr meira í honum en það er eins og hann sé ekki alveg tilbúinn.“ andrés: „Ég er ekki vanur að drekka svona bjór. Mér finnst hann svolítið eins og rúgbrauð; þungur og flatur. dominique: „Svolítið óþægileg lykt af honum sem kallar fram skrýtnar minningar um kjallara og eitthvað slíkt. Lyktin skilar sér þó ekki í bragðinu. Bragðið er mikið betra en hann er mjög þungur.“ Lára: „Mér finnst lyktin ekkert góð og bragðið er alls ekki gott. Hann er flatur og hefur vont eftirbragð sem minnir á naglalakkeyði.“ Stefán: „Þessi er ekki svo galinn. veit ekki hvort maður flokkar hann sem jólabjór en mér finnst bragðið mjög fínt.“ tuborg Christmas Brew 2 stjörnur af 5 Styrkleiki: 5,6% Verð: 319 kr. Henry Birgir: „Dálítið beiskur en svo sem ekkert vondur.“ andrés: „Lang, lang versti bjórinn – ég get ekki tekið annan sopa af þessum. Vont eftirbragð, ég gæt ekki neytt hann ofan í mig.“ dominique: „Ekki vondur. Mikið ávaxtabragð af honum. Kannski miðlungsbjór eins og allt of margir aðrir.“ Lára: „Finn karamellubragð og finnst hann bara góður.“ Stefán: „Ekkert spennandi. Það hefði kannski verið fínt að fá þennan aðeins fyrr.“ Egils Jólabjór 2 stjörnur af 5 Styrkleiki: 4,8% Verð: 299 kr. Henry Birgir: „Lítið úthald í honum þessum. Maður verður fljótt þreyttur á honum.“ andrés: „Ekkert spennandi bjór en ég er svo sem enginn sérfræðingur.“ dominique: „Að sumu leyti betri en bjórinn á undan [Tuborg] en svolítið flatur. Örugglega gott að drekka þennan kaldari. Þessi er ágætur.“ Lára: „Frekar slappur bjór.“ Stefán: „Dálítið flatur.“ Egils maltbjór 1,9 stjörnur af 5 Styrkleiki: 5,6% Verð: 319 kr. Henry Birgir: „Allt öðruvísi en maður heldur, kannski eins og kvenmaður fastur í karlmannslík- ama. Maður býst við sterkri lykt en hún er ekki til staðar. Ekkert spes.“ andrés: „Ég væri til í að drekka einn svona bjór – sötra hann hægt og rólega.“ dominique: „Hann er of sætur og flatur. Mjög furðuleg blanda.“ Lára: „Lítið gos í honum – eins og hann hafi staðið í herbergi þar sem er vond lykt. Frekar vondur.“ Stefán: „Það verður að vera jafnvægi á milli útlits, bragðs og lyktar. Þessi svíkur. Hann er samt ekki vondur.“ royal X-mas blár 1,9 stjörnur af 5 Styrkleiki: 5,8% Verð: 249 kr. Henry Birgir: „Þessi bjór er vondur – engin lykt af honum og ég veit ekki hvað er verið að reyna að búa til. Engin hátíðarstemning og bragðið er bara vont.“ andrés: „Þessi er rosa góður. Þetta er sá besti. Froðukenndur og góður jólabjór eins og ég vil hafa hann.“ dominique: „Mjög óspennandi í alla staði. Bragðið er of sætt og það eina sem kemur í gegn er beiskjan og liturinn en það er ekki mikið.“ Lára: „Svolítið bragðlaus og skilur ekkert eftir sig. Ekki beint vondur en ekki spennandi jólabjór.“ Stefán: „Óspennandi og bragðið ekki gott. Maður þyrfti að vera verulega mæddur eftir jólainnkaupin til að drekka þennan.“ Harboe Jule Bryg 1,5 stjörnur af 5 Styrkleiki: 5,7% Verð: 238 kr. Henry Birgir: „Lyktin er ekkert sérlega afgerandi og lítill hátíðleiki. Frekar flatur en ekkert vondur.“ andrés: „Ég finn eitthvað ammoníakbragð.“ dominique: „Svolítið beiskur og vantar svolítið bragð á móti. Það vantar allan sjarma í þennan.“ Lára: „Mér finnst vera eitthvað aukabragð sem mér finnst ekki gott.“ Stefán: „Þessi er ekki nógu góður.“ Viking jólabjór 1,5 stjörnur af 5 Styrkleiki: 5% Verð: 289 kr. Henry Birgir: „Þetta er ekki jólabjór í útliti, bragði né lykt. Hann er hálf flatur og vondur.“ andrés: „Verður fljótt að sulli – þetta er eins og að upplifa tapleik í enska boltanum.“ dominique: „Sammála – flatur og óspennandi. Ég myndi ekki vilja drekka þennan.“ Lára: „Fyrir mér er þetta ekki jólabjór.“ Stefán: „Sviplaus en það er alltaf til verri bjór.“ royal X-mas hvítur 1,2 stjörnur af 5 Styrkleiki: 5,6% Verð: 249 kr. Henry Birgir: „Mér líður eins og Grýla hafi pissað í glasið. Vondur bjór.“ andrés: „Ég sé mig fyrir mér á kantinum á Austur með þennan í góðu stuði. Þessi er góður.“ dominique: „Sætt bragð en ekkert sem minnir mann á góðan bjór. Alveg misheppn- aður.“ Lára: Mér finnst þessi vera eins og skemmt hvítvín. Sætt, fúlt eplabragð af honum.“ Stefán: „Þessi fær falleinkunn. Það er ekki nóg að kaupa bara ávaxtagám og skella honum út í.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.