Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 32
n Farþegi á almennu farrými Ice- land Express rak upp stór augu í byrjun nóvember þegar hann áttaði sig á því að skammt frá honum sat enginn annar en Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sem sætti yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara fyrir helgi. Flogið var frá London, þar sem Lárus er búsett- ur, til Íslands. Farþeginn hugsaði að ýmislegt hefði nú breyst fyrst sjálfur Lárus Welding væri byrjað- ur að fljúga í almenningnum með pöplinum. Meðan á fluginu stóð kjaftaði hver tuska á Lárusi eftir því sem farþeginn segir og spjallaði hann mikið við sessu- nauta sína. Farþeginn sagði að ef hann hefði ekki vitað betur þá hefði hann ályktað að þarna væri einkar geðugur og fínn ungur maður á ferðinni. WELDING Í ALMENNINGNUM „Við fórum að heyra þetta fína hanagal og það undarlega er að kamburinn fór að vaxa og þykkna svo nú er hún komin með ansi vígalegan hanakamb, svona mið- að við hænu,“ segir Lilja Sigrún Jónsdóttir í Fiskinesi í Kaldrana- neshreppi, eigandi hænu sem þyk- ist vera hani eftir að hænsakofinn varð hanalaus. Lilja segir galið því líkast að haninn Rósilíus þriðji væri geng- inn aftur en hann drapst í vor. „Hún stjórnar þeim eins og hún væri hani, hleypur á undan þeim og ákveður hvort þær fari út eða hvort þær fái sér að borða. Hinar hænurnar taka henni eins og hana og virðast hressar með breyting- una.“ Lilja Sigrún segist aldrei áður hafa upplifað annað eins en að dóttir hennar hafi lesið um svip- að dæmi hér á landi þegar hún fór að leita upplýsinga á netinu. Árið 2006 birtist umfjöllun í breska blaðinu The Mirror sem sagði frá sambærilegu atviki. Júlíus Baldursson hefur haldið hænur í rúm 30 ár. „Goggunarröð- in er algild hjá hönum og hænum. Það er alltaf ein hæna númer eitt sem er uppáhald hanans. Ef han- inn fer tekur þessi hæna við sem foringi,“ segir Júlíus en bætir við að þar sem hænan í Drangsnesi gali og sé komin með hanakamb sé lík- legra að um hvorugkyns fugl sé að ræða. „Það eru alltaf einstakling- ar sem skera sig úr og eru hvorug- kyn eða jafnvel transfuglar. Alveg eins og gengur og gerist hjá okkur mannfólkinu. Munurinn er bara sá að við komust í kynleiðréttingar- aðgerð en dýrin ekki.“ indiana@dv.is Hæna fór að gala eins og hani og henni óx hanakambur þegar kofinn varð hanalaus: HÆNAN BREYTTIST Í HANA n Umfjöllun Íslands í dag um ís- lensku leikkonuna Berglindi Icey fór misvel í landann. Fjölmiðlakon- an Þóra Tómasdóttir skrifaði meðal annars á Facebook-síðu sína eftir umfjöllunina að reka ætti ritstjóra þáttarins. Berglind var hér á landi í tilefni keppninnar Ungfrú Samúel þar sem hún var á meðal dómara. Fáar íslenskar konur hafa náð jafn langt og Berglind í Hollywood en hún lék meðal annars hlutverk í myndinni The Hot Chick og í þátt- unum According to Jim auk þess sem hún hefur veitt verðlaun á hátíð- um. Berglind er glæsileg kona sem hefur nýtt sér útlitið til að næla sér í hlutverk en hún var fegurðardrottning og fyrirsæta áður en hún hélt til Ameríku. Kölluðu bankamenn ekki almennt farrými „monkey class“ fyrir hrun? DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. VEÐRIÐ Í DAG KL. 15 ...OG NÆSTU DAGA SÓLARUPPRÁS 10:19 SÓLSETUR 16:08 Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 ÍSLENSK BOMBA Í HOLLYWOOD REYKJAVÍK „Transfugl“ Júlíus segir goggunarröðina algilda hjá hönum og hænum. Annað hvort sé hænan í Drangsnesi, sem sést hér að ofan, verið uppáhald hanans eða að um hvorugkyns fugl sé að ræða, jafnvel transfugl. Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is HÁTÍÐAMATSEÐILL JÓLAANDINN Á GEYSI 4 gerðir grafl ax með mangódill- sósu, kryddbrauði og klettasalati Seljurótarsmakk með truffl uolíu Appelsínu önd með eplasósu, sæt- kartöfumauki, döðlum og eplum Heitur súkkulaðibrunnur með riz á la mandé Verð kr. 5.900 Föstudaga til sunnudaga eftir kl. 18.00 4 rétta 0-3 -3/-5 3-5 1/-3 0-3 1/-2 3-5 6/4 0-3 -1-2 3-5 -2/-4 3-5 1/-1 0-3 -2/-4 3-5 -1/-3 0-3 1/-1 3-5 1/-1 0-3 -6/-8 3-5 -5/-7 3-5 0/-2 -4/-6 -9/-12 -3/-5 -5/-6 5/2 6/1 0/-1 23/20 15/12 -5/-6 -9/-11 -3/-4 -5/-7 5/2 6/0 2/1 23/18 14/10 -4/-5 -4/-8 -1/-3 -4/-6 5/3 4/0 5/2 23/21 17/11 -3/-4 -1/-2 2/1 -3/-4 6/3 5/3 6/5 22/19 16/11 Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 3-5 -3/-4 0-3 2/1 3-5 3/0 0-3 2/-1 0-3 0/-2 0-3 -1/-3 3-5 1/-2 0-3 -2/-4 3-5 1/-1 0-3 -1/-3 3-5 2/0 0-3 -4/-6 3-5 -5/-7 3-5 1/0 3-5 -1/-3 0-3 2/1 3-5 5/1 0-3 4/1 0-3 -4/-5 0-3 -1/-2 3-5 -3/-4 3-5 0/-1 0-3 1/-1 3-5 0/-1 0-3 -2/-4 0-3 1/-1 0-3 0/-2 3-5 0/-2 0-3 -1/-3 3-5 2/1 0-3- 1/-1 3-5 4/1 0-3 1/-1 3-5 -3/-6 3-5 4/2 3-5 -5/-7 0-3 -1/-2 3-5 2/0 0-3 1/-1 0-3 -5/-6 0-3 -2/-4 3-5 1/-1 Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA -4 -5 -5 -9 -2 -2 0 0 1 1 2 1 5 5 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafarið á landinu (sjá kvarða) Viðrar vel til jólagjafakaupa ALMENNT Það gerist vart betra veðrið á þessum árstíma. Hægviðri um allt og víða bjart veður. Þetta er svona veður sem maður vildi helst hafa á Þorláksmessu þegar maður gengur niður Laugaveginn, sér kertaljósin og heyrir jólatónlistina. Það er keimlíkt veður um allt land. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Það er eiginlega bara yndislegt veður í kortum dagsins fyrir borgina. Logn og bjart og hitinn eitthvað yfir núllinu yfir hádaginn og við sjóinn. LANDSBYGGÐIN Hægviðri og víða léttskýjað en skýjað norð- an- en þó einkum norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki við sjávarsíðuna en töluvert frost til landsins, einkum í bjartviðrinu. Á MORGUN Hæg breytileg átt, en þó ákveðin norðvestanátt allra austast. Stöku él norðan- og norðaustanlands og sums staðar vestan til annars þurrt og bjart. Hiti við frostmarki með ströndum en talsvert frost til landsins. Það má segja að þetta sé svona stemningar- veður. Minnir um margt á jólastemningu. <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI siggistormur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.