Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 22. nóvember 2010 mánudagur Þeir fimm starfsmenn Íslands- banka sem komnir eru í leyfi frá störfum vegna rannsóknar sér- staks saksóknara á Glitnismál- inu eða stefnu slitastjórnar Glitn- is gegn eigendum og stjórnendum bankans halda fullum grunnlaun- um á meðan þeir eru í leyfi frá störfum. Þetta herma upplýsing- ar DV frá Íslandsbanka. Ætla má að enginn starfsmannanna fimm sé með undir einni milljón króna í mánaðarlaun og laun einhverra þeirra eru án efa nær tveimur milljónum. Starfsmennirnir sem um ræð- ir eru Jóhannes Baldursson, nú- verandi framkvæmdastjóri fjár- stýringar og markaðsviðskipta Íslandsbanka, Bjarni Jóhannes- son, Magnús A. Arngrímsson og Guðný Sigurðardóttir hjá fyrir- tækjasviði Íslandsbanka, og að endingu Rósant Már Torfason, yfirmaður áhættustýringar, lána- eftirlits og lögfræðisviðs Íslands- banka. Verklagsreglur bankans Íslandsbanki samdi verklagsregl- ur eftir bankahrunið 2008 sem stuðst er við í tilfellum þar sem starfsmanni bankans er stefnt eða er til rannsóknar hjá ákæruvaldi. Það er með skírskotun til þessara verkalagsreglna sem starfsmenn- irnir fimm eru sendir í leyfi en samkvæmt reglunum fá þeir einn- ig að halda launum sínum á með- an þeir eru í leyfi. Fjórir af starfsmönnunum fimm voru sendir í leyfi í apríl síðastliðnum þegar skilanefnd Glintis stefndi sex fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitn- is og krafðist sex milljarða króna í skaðabætur. Jóhannes bætt- ist svo í hópinn í vikunni þegar hann var yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Stíms. Rósant Már og Bjarni voru einnig yfirheyrð- ir í vikunni í tengslum við rassíu sérstaks saksóknara á málefnum Stíms. Starfsmennirnir fjórir hafa því verið á launum hjá Íslandsbanka í meira en hálft ár. Fjórir fengu kúlulán Allir starfsmennirnir nema Guð- ný Sigurðardóttir fengu kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni í maí 2008. Jóhannes fékk þá 800 millj- óna króna kúlulán í gegnum eign- arhaldsfélag sitt, Rósant Már fékk 800 milljóna króna kúlulán, Magn- ús A. Arngrímsson 800 milljóna króna kúlulán og Bjarni Jóhann- esson 170 milljóna króna kúlulán. Lánin voru tekin í gegnum eignar- haldsfélög þeirra og ákvað stjórn Íslandsbanka að afskrifa þau í sumar þar sem alveg ljóst lá fyrir að starfsmennirnir gætu ekki greitt þau til baka. Fjórir af starfsmönnunum fimm fá því laun á meðan málaferli gegn þeim standa yfir eða rannsókn á þeim. Þessar greiðslur í leyfinu bætast við þær hundraða millj- óna afskriftir á skuldum þeirra sem greint var frá fyrr á árinu. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Jóhannesi Baldurssyni frá því rassía sérstaks saksóknara hófst á þriðjudaginn en hefur ekki haft er- indi sem erfiði. Íslandsbanki samdi verklags- reglur eftir bankahrunið 2008 sem stuðst er við í tilfellum þar sem starfs- manni bankans er stefnt eða hann er til rann- sóknar hjá ákæruvaldi. ingi F. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Þeir fimm starfsmenn Íslandsbanka sem sendir hafa verið í leyfi út af stefnum slitastjórnar Glitnis og rannsókn sérstaks saksóknara á mál- efnum bankans halda launum sínum í bankan- um á meðan. Sérstakar verklagsreglur um slík tilfelli voru settar í bankanum eftir hrun. Fjórir af starfsmönnunum fimm fengu kúlulán upp á hundruð milljóna sem hafa verið afskrifuð. HALDA LAUNUM Í LEYFINU GLITNISMÁLIÐ: Dregur dilk á eftir sér Glitnismálið,sem yfirleitterkenntviðJón ÁsgeirJóhannesson, virðistætlaaðdraga dilkáeftirsérfyrirþá starfsmennbankans semennerustarfandií Íslandsbanka. Fimmti maðurinn Jóhannes Baldurssonerfimmtimaðurinnsem settureríleyfiíÍslandsbankavegna Glitnismálsinssvokallaða. Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 -108 RVK Sími: 517-2040 Góðir skór á börnin www.xena.is St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- Garðabær tekur 400 milljóna lán Bæjarstjórn Garðabæjar hefur sam- þykkt að taka lán upp á 400 milljónir króna hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Í fundargerð bæjarstjórnar kem- ur fram að lánið sé til fjórtán ára og það sé tekið til að fjármagna kaup á fyrsta áfanga byggingu Sjálands- skóla. Þar kemur ennfremur fram að lánið breytist í samræmi við breyt- ingar á vísitölu neysluverðs og muni bera 4,1 prósent fasta vexti allan lánstímann. Til tryggingar greiðslu lánsins setur Garðabær tekjur sveit- arfélagsins. Bílvelta við Galtarholt Betur fór en á horfðist þegar öku- maður jeppa missti stjórn á honum á Vesturlandsvegi við Galtarholt skömmu fyrir miðnætti á laugar- dagskvöld með þeim afleiðingum að hann valt. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var tilkynnt um slysið klukkan 23.40 á laugardagskvöld en auk ökumannsins voru tveir farþeg- ar í bílnum. Þeir sluppu allir án telj- andi meiðsla en að sögn lögreglu er ökumaðurinn, sem er á þrítugsaldri, grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri. Niðurstaða Persónuverndar kemur aðstandendum Skólapúlsins á óvart: Öfluðuviðkvæmraupplýsinga „Við leituðum ráða hjá Persónu- vernd í ágúst 2008. Við sýndum þeim spurningalistann og óskuðum eftir mati lögfræðinga þeirra á hvort um væri að ræða viðkvæmar persónu- upplýsingar. Við fengum þá niður- stöðu að með núverandi spurninga- lista væri svo ekki. Úrskurðurinn kemur okkur því á óvart því áður en við hófum að afla nokkurra gagna fullvissuðum við okkur um að við færum að þeim lögum sem Pers- ónuvernd starfar eftir,“ segir Almar Miðvík Halldórsson doktorsnemi og einn aðstandenda sjálfsmatskerfis- ins Skólapúlsins um þann úrskurð Persónuverndar að Skólapúlsinum hafi verið óheimilt að afla viðkvæmra persónuupplýsinga um börn nema fyrir lægi yfirlýst samþykki foreldra. Skólapúlsinn er vefkerfi sem mið- ar að því að veita skólastjórnendum upplýsingar um virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum. Verkefnið hófst árið 2008 en yfir sjötíu skólar á landinu taka þátt. Til úrskurðarins kom eftir að for- eldri nemanda í Grunnskólanum í Borgarnesi lagði inn kvörtun vegna vinnslu persónuupplýsinga um barn sitt. Skólinn hafði tilkynnt foreldr- um barnsins vinnsluna en sérstaks samþykkis var ekki óskað. Í svar- bréfi Skólapúlsins til Persónuvernd- ar kom fram að í upphafi hvers skóla- árs sendi tengiliður Skólapúlsins í hverjum skóla út upplýsingabréf til foreldra þar sem fram komi hvað sé mælt í Skólapúlsinum og þeir for- eldrar sem kæri sig ekki um að þeirra barn taki þátt beðnir um að láta skól- ann vita. Í úrskurði Persónuverndar kemur hins vegar fram að samþykki foreldris skuli vera yfirlýst og því verði þögn ekki virt sem samþykki. Aðstandendur Skólapúlsins ehf. munu funda með Persónuvernd í dag, mánudag. „Þá munum við fá að vita með hvaða hætti þeir vilja sjá breytingarnar og að sjálfsögðu mun- um við fylgja þeim tilmælum sem lögð verða fram,“ segir Almar sem vill benda á að gagnvart skólunum sé könnunin nafnlaus til að vernda rétt nemenda. indiana@dv.is Borgarnes Foreldrinemanda íBorgarnesilagðiinnkvörtun eftiraðbarnhanshafðitekið þáttíkönnuninniánþessað samþykkiþesslægifyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.