Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 22. nóvember 2010 mánudagur Bílvelta í Mosfellsdal Beita þurfti klippum til að ná út ökumanni bifreiðar sem valt út af veginum um Mosfellsdal, skammt frá Gljúfrasteini um miðjan dag á sunnudag. Bifreiðin endaði á hvolfi ofan í skurði. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur til aðhlynningar á slysadeild, en ekki var nánar vitað um meiðsl hans. Tilkynning um slysið barst klukkan 14.16 á sunnudag og var bifreið- in dregin burt. Tildrög slyssins eru óljós en hálkublettir voru víða á veg- um á Suðurlandi á sunnudag. Prófastsdæmum fækkar Samþykkt var að fækka prófasts- dæmum úr tólf í níu á kirkjuþingi sem lauk á sunnudag. Borgarfjarð- arprófastsdæmi og Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi sameinast í Vest- urlandsprófastsdæmi og Eyjafjarð- arprófastsdæmi og Þingeyjarpróf- astsdæmi sameinast í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá 30. nóv- ember næstkomandi. Múlaprófasts- dæmi og Austfjarðaprófastsdæmi sameinast í Austurlandsprófasts- dæmi frá 1. nóvember á næsta ári. Þingið fjallaði einnig um fjármál kirkjunnar og lýsti áhyggjum sínum vegna niðurskurðar í fjármálum sem sagt er vega að grunnþjónustu kirkj- unnar um allt land. Tíunda hvert heimili í vanda Rúmlega tíu prósent heimila voru í vanskilum með húsnæðislán eða leigu einhvern tíma síðastliðna tólf mánuði. Þetta leiðir ný lífskjara- rannsókn Hagstofu Íslands í ljós. Þá voru rúm þrettán prósent í vanskil- um með önnur lán. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar átti nálega helming- ur heimila erfitt með að ná endum saman á árinu. Rúmlega sextán pró- sent heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði og rúm nítján prósent töldu greiðslubyrði annarra lána en húsnæðislána eða leigu þunga. Tæp 36 prósent heimila gátu ekki mætt 140 þúsund króna óvæntum útgjöld- um með hefðbundnum leiðum. Leiðrétting Í dálknum maður dagsins í helg- arblaði DV var viðtal við fyrir- sætuna Lilju Ingibjargardóttur. Þar kom fram að hún hefði lent í síðasta sæti í keppninni Ung- frú Vesturland árið 2006. Það er rangt, Lilja lenti í þriðja sæti. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Gunnar Rúnar Sigurþórsson undirbjó sig í marga mánuði áður en hann myrti Hann- es Þór Helgason í ágúst síðastliðnum. Heimildarmaður DV segir að Gunnar blandi geði við fanga á Litla-Hrauni og sé í góðu andlegu jafnvægi. Systir Hannesar, Kristín Helgadóttir, er ósátt við það mat að Gunnar sé ósakhæfur. „Fjölskyldan sættir sig ekki við að hann sé ósakhæfur af þeirri einföldu ástæðu að maður sem undirbýr svona verknað í marga mánuði og sankar að sér gögnum og upplýsing- um um aðferðir hlýtur að vita hvað hann er að gera. Það kemur fram í játningunni að hann viðurkennir að hafa gert eitthvað rangt og með því að viðurkenna það þá hlýtur hann að vita muninn á réttu og röngu. En ég er auðvitað enginn geðlæknir, ég er bara að tala fyrir hönd okkar sem erum þolendur í þessu máli,“ segir Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, sem stunginn var til bana á heimili sínu í Hafnafirði í ágúst. Langur undirbúningur Fram kemur í játningu Gunnars Rúnars sem Stöð 2 greindi frá á sunnudag að hann hafi byrjað að hugsa um að myrða Hannes um mitt ár 2009. Þessi undirbúningur sem Kristín nefnir, fólst í að sanka að sér hlutum eins og lambhúshettu, lím- bandi, latexhönskum og hníf. Hann hafði horft á sjónvarsþætti á borð við CSI og lært af þeim hvernig best væri að fremja glæp án þess að skilja eftir sig verksummerki. Þannig vafði hann plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir sig skóför. Ástæðan fyrir morðinu mun vera þráhyggja í garð Guðlaugar Matt- hildar Rögnvaldsdóttur, unnustu Hannesar Þórs. „Þetta var vandlega undirbúið hjá honum og hann nýtti sé tækifærið til að myrða hann þessa nótt þegar hann vissi að Hannes var einn heima. Hann talar um í játn- ingu sinni hversu góður Hannes hafi alltaf verið við sig, samt er hann til- búinn til að ryðja honum úr vegi því hann var fyrir honum,“ segir Krist- ín. Gunnar Rúnar hafði meðal ann- ars greint frá ást sinni á Matthildi í myndbandi sem hann setti inn á Yo- uTube. Þar sagði Gunnar að Matt- hildur sé án efa sérstakasta mann- eskja sem að hann hafi kynnst og að hann elski hana. Þaulskipulagt Aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst vissi Gunnar Rúnar af Hannesi ein- um sofandi á heimili sínu og ákvað að láta til skarar skríða. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergs- hverfið þar sem hann lagði bíl sín- um skammt frá húsi Hannesar. Með plastpokana vafða um fætur sínar, klæddi hann sig í stóra úlpu, setti á sig latexhanska og lambhúshettu og fór inn um bakdyr sem hann vissi að væru ólæstar. Þar stóð hann í dá- góða stund og horfði á Hannes áður enn hann stakk hann ítrekað í brjóst, andlit, háls, bak, handleggi og hend- ur. Hann segir í játningunni að allan tímann hafi hann beðið eftir að ein- hver kæmi og stöðvaði sig. Rangt að vernda morðingjann Fjölskylda Hannesar Þórs er mjög ósatt við ósk Guðrúnar Sesselju Arn- ardóttur, verjanda Gunnars Rún- ars, um lokuð réttarhöld og segir að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að svo verði ekki. „Við sættum okkur aldrei við lokuð rétt- arhöld. Þegar Hannes var myrtur þá var allt hans líf opnað í fjölmiðlum. Þá var allt sett upp á borðið og ekki vorum við neitt vernduð fyrir því, af- hverju ætti að vernda morðingjann? Mér finnst þetta vera mjög skrýtinn hugsunarháttur.“ Ósakhæfi áfall Kristín segir það hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna að heyra af meintu ósakhæfi Gunnars Rúnars og að þau hafi alls ekki búist við þeirri niður- stöðu, þetta hafi í raun verið annað reiðarslag fyrir fjölskylduna. Fjöl- skyldan tekur nú einn dag í einu en reiðin er mikil.„Við sáum ekki mikla iðrun í réttarsalnum eða þegar hann gekk inn í réttarsalinn, hann horfði beint fram og reyndi ekkert að fela sig. Gunnar Rúnar gat horft yfir rétt- arsalinn og framan í okkur fjölskyld- una sem sátum á fremsta bekk. Ég veit ekki hvernig maður sem iðrast gjörða sinna getur horft kokhraust- ur beint framan í fjölskyldu fórnar- lambsins.“ Nýtt geðmat Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði fyrir dómi síðastliðinn föstudag að hafa orðið Hannesi Þór að bana en samkvæmt geðrannsókn sem hann gekkst undir telst hann ekki sakhæf- ur. Samkvæmt fimmtándu grein al- mennra hegningarlaga skal þeim mönnum ekki refsað sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunnar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands eru, á þeim tíma er þeir brjóta af sér, alls ófærir um að stjórna gjörðum sínum. Saksóknari í málinu hefur þó farið fram á yfirmat á geðrannsókn- inni sem þýðir að tveir geðlækn- ar sem ekki hafa komið að mál- inu áður framkvæma nýtt geðmat og mun sú niðurstaða hafa meira vægi sú fyrri. Hvort Gunnar Rúnar er sakhæfur eða ekki mun því koma í ljós 21. desember næstkomandi þegar geðlæknarnir tveir skýra frá sínum niðurstöðum. Verjandinn hefur farið fram á að réttarhöld- in verði lokuð en til vara að þau verði lokuð meðan Gunnar Rúnar og geðlæknar gefa skýrslu. Dómari tók sér frest til umhugsunar til að ákveða það. Verði Gunnar Rúnar fundinn ósak hæfur verður hann vistaður á réttargeðdeildinni að Sogni um óákveðinn tíma eða uns læknar meta hann hæfan til að fara aftur út í samfélagið. Í dag er hann á Litla- Hrauni og að sögn verjanda hans er líðan hans þar ekki góð. Heimildir DV herma hins veg a r að Gunnar Rúnar blandi geði við aðra fanga á Litla-Hrauni og hann sé í raun vinsæll meðal þeirra. Þá sé hann einstaklega kurteis. Þrátt fyrir að nú liggi fyrir mat um meint ósak- hæfi Gunnars segir heimildarmað- ur DV að Gunnar sé í góðu jafnvægi á Litla-Hrauni. „Hann ber ekki geð- veikina utan á sér,“ eins og heimild- armaður DV orðar það. Drifinn áfraM af þráhyggju HaNNa ÓLafSdÓttiR blaðamaður skrifar: hanna@dv.is Ég veit ekki hvernig maður sem iðrast gjörða sinna getur horft kokhraust- ur beint framan í fjöl- skyldu fórnarlambsins. Spurning um sakhæfi Saksóknarihefurfariðfram ánýttgeðmatáGunnari Rúnari.MyNdiR RÓbeRt ReyNiSSoN fjölskyldan ósátt KristínHelgadóttir,systir Hannesar,bjóstekkivið aðGunnarRúnaryrði metinósakhæfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.