Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 12
12 nærmynd 22. nóvember 2010 mánudagur Björn Kristmann Leifsson, betur þekktur sem Bjössi í World Class, er landsmönnum kunnur sem einn af fremstu líkamsræktarfrömuðum landsins. Hann hefur rekið World Class í 25 ár en þrátt fyrir góðan ásetning um að koma landsmönn- um í gott form hefur reksturinn geng- ið misvel eins og flestir vita. Fréttir um Björn í gegnum árin hafa spann- að allt frá því að fjalla um að hann og kona hans, Hafdís, hafi verið val- in markaðsmenn ársins til frétta um kennitöluflakk fyrirtækisins. Nýjustu fréttir herma að hjónin hafi greitt ein- ungis 25 milljónir króna fyrir rekstur World Class þegar þau keyptu hann af þrotabúi Þreks, sem var í eigu þeirra sjálfra. Einnig er sagt að eign- in sé þó metin á 500 til 700 milljónir króna. Jákvætt að alast upp í smáþorpi Björn er fæddur og uppalinn á Flat- eyri og er sonur hjónanna Leifs Björnssonar og Margrétar Jónu Haga- línsdóttur. Hann gekk í grunnskólann á Núpi og fór snemma að æfa íþrótt- ir af kappi. Hann æfði frjálsar íþrótt- ir og skíði en á unglingsárunum sneri hann sér að líkamsræktinni. Haft hef- ur verið eftir honum að hann minnist æskuáranna með hlýju og að það hafi verið jákvætt að alast upp í smáþorpi úti á landi. Monthani niður í tær Félagi Björns frá Flateyri lýsir hon- um sem ágætum dreng en monthana niður í tær. „Hann var mjög kapps- fullur og vildi fá meira en aðrir. Hann fékk til dæmis alltaf að smíða flott- ari hluti en við hinir í smíði,“ segir félaginn. Hann minnist þess einnig hve Björn gat verið ör en sama hvað gekk á var Björn alltaf saklaus, að eigin sögn. „Við gengum í gegnum súrt og sætt og stóðum fyrir ýmsum strákapörum. Björn tók jafn mikinn þátt í því og við hinir en um leið og heim var komið skein af honum sak- leysið,“ bætir hann við. Hann segir að ástæðan fyrir því hafi líklega verið sú að komið var fram við Björn sem barn langt fram eftir aldri. „Hann fór ekkert út í beitningarskúr um leið og hann gat labbað, eins og við hin,“ seg- ir hann að lokum. Líkaði ekki sjómennskan Eftir grunnskólapróf lá leið Björns í Vélskólann á Ísafirði þar sem hann tók þriðja stig vélastjóranáms en lauk því í Vélskólanum í Reykjavík. Hann vann sem vélstjóri í nokkur ár og einnig við dekkjasólningar. Björn sagði í viðtali við DV í lok árs 2009 að hann hefði ráðið sig til sjós að námi loknu en að það starf hefði aldrei hentað honum. „Mér fannst þetta bara fúlt, ég var alltaf úti á sjó þegar allir aðrir voru að skemmta sér. Mér líkaði aldrei að vera svona fastur um borð og vildi bara komast í land. Í mínum huga er sjómennskan einfaldlega sjálfskap- að fangelsi,“ sagði hann. Björn hætti sjómennsku og eftir að hafa unnið við að sóla dekk í tvö ár á Gúmmí- vinnustofunni stofnaði hann líkams- ræktarstöðina World Class árið 1985. Starfsemin byrjaði í litlu húsnæði í Skeifunni 3c en stækkaði jafnt og þétt. Nú 25 árum seinna eru líkamsræktar- stöðvar World Class níu talsins á höf- uðborgarsvæðinu. Giftist samkeppnisaðila Árið 1988 kynnist Björn Hafdísi Jóns- dóttur sem rak þá sitt eigið fyrir- tæki, Dansstúdíó Dísu, í Garðabæn- um. Fjótlega felldu þau hugi saman, giftu sig og eiga í dag saman tvö börn. Ákveðið var að selja fyrirtæki Hafdísar og slá starfsemi þess og World Class saman og hafa hjónin rekið fyrirtækið saman síðan þá. Hjónin hafa staðið fyrir ýmsum nýjungum og má þar nefna tilrauna- verkefni sem fyrirtæki þeirra stóð fyr- ir í byrjun árs 2009. Verkefnið gekk út á að starfsfólk fjögurra stofnana fékk frítt í líkamsrækt ef það mætti að minnsta kosti einu sinni í viku. Með þessu sagðist Björn stuðla að heil- brigðara lífi opinberra starfsmanna svo sem lögreglumanna og heilbrigð- isstarfsmanna, en umræddar stofn- anir voru Landspítalinn, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, lögreglan og Ríkisútvarpið. Þrátt fyrir velgengni fyrirtækis- ins og fjölgun stöðva hefur oft verið á brattann að sækja hjá Birni síðustu árin. Í málaferlum við systur sína Árið 1997 stofnaði Björn fyrirtæk- ið Þrekhöllina ehf. sem hélt utan um heilsuræktarstöð World Class á Akur eyri ásamt hálfsystur sinni Ástu Hrönn Björgvinsdóttur. Ásta Hrönn var framkvæmdastjóri fyrirtækisins og sá um rekstur stöðvarinnar í um það bil sex ár. Í viðtali við DV í lok síð- asta árs lýsti Ásta Hrönn samskiptum þeirra systkina og sagði að Björn hefði ekki komið heiðarlega fram við hana. Hún sagði að hún hefði þurft að stefna honum vegna vangoldinna launa og hið sama gerðu börnin hennar sem störfuðu á líkamsræktarstöðinni. Svo fór að fyrirtæki Björns var dæmt til að greiða börnum hennar launin. Einn- ig stefndi eiginmaður Ástu Hrannar Birni vegna vinnuframlags síns við stofnun stöðvarinnar í Laugum en Björn vann það mál. Í viðtalinu sagði Ásta Hrönn að hún væri búin að gef- ast upp á bróður sínum. „Okkar deilur standa enn yfir og hann vílar ekki fyrir sér að láta fólk vinna fyrir sig án þess að borga. Ég, og við, erum því mið- ur í þeirri stöðu að geta ekkert gert og hann kemst bara upp með það að borga ekki,“ sagði hún. Kærður fyrir mútur Eftir að Björn opnaði sína fyrstu líkamsræktarstöð gerðist hann rekstraraðili vinsælla veitinga- og skemmtistaða, Ingólfskaffis og Þjóð- leikhúskjallarans. Staðina rak hann í tíu ár. Árið 2002 var hann ákærður fyrir að greiða Árna Johnsen mútur. Málavextir voru þeir að Björn og Gísli Hafliði Guðmundsson voru sakaðir um mútur með því að hafa sem for- svarsmenn Þjóðleikhúskjallarans hf. lofað að greiða Árna sem formanni byggingarnefndar Þjóðleikhússins 650.000 króna þóknun fyrir að sam- þykkja greiðslu á reikningi veitinga- hússins á hendur byggingarnefnd- inni. Gísli var sakfelldur í málinu en Björn sýknaður. Útrás sem mistókst Árið 2006 ákvað Björn að hefja út- rás og setja líkamsræktarstöðvar á laggirnar í Danmörku. Í samstarfi við Straum-Burðarás opnaði hann keðju líkamsræktarstöðva sem hét Equinox og þegar mest lét voru starf- ræktar þrettán stöðvar undir því heiti í Danmörku. Verkefnið gekk þó ekki sem skyldi og lauk með þeim hætti að Straumur viðskiptabanki tók til sín Equinox og náði að selja keðjuna til erlendra aðila en skuldirnar stóðu þó eftir. Haft var eftir Birni í fyrra að hann hefði fengið ævintýralega lélegar ráð- leggingar við útrásarverkefnið og kom það til tals að hann myndi stefna Straumi fyrir þessar ráðleggingar. Í nóvember árið 2009 námu skuld- ir Þreks ehf. tæpum milljarði króna en það voru ekki eingöngu útrásar- skuldir heldur líka venjubundnar rekstrarskuldir World Class á Íslandi. Félagið skuldaði Landsbankanum níutíu milljónir króna í húsaleigu og var skuldin tilkomin vegna húsaleigu líkamsræktarstöðvarinnar í Laugum sem og húsaleiguskulda dótturfélaga World Class, annars vegar Lauga-Spa ehf. og hins vegar Þreks kaffis ehf. Til að bjarga rekstri líkamsrækarstöðvar- innar var ákveðið að færa hann und- ir aðra kennitölu, nánar tiltekið yfir til móðurfélagsins, Lauga ehf. Nýjar kennitölur Björn viðurkenndi í viðtali við DV fyrir ári að sökum greiðsluþrots fyr- irtækisins hefði rekstur þess verið færður yfir í annað félag, uppruna- legt eignarfélag líkamsræktarinnar. Þangað hefðu helstu rekstrarsamn- ingar og daglegur rekstur verið færð til að bjarga rekstrinum. „Við erum ekki að færa reksturinn yfir í nýtt félag heldur í móðurfélag. Mál- ið er mjög einfalt, félagið var orðið greiðsluþrota og til bjargar var rekst- Björn Leifsson ólst upp á Flateyri og nam vélstjórn. Hann áttaði sig fljótlega á því að sjómennska átti ekki við hann en líkams- ræktin átti hug hans allan. Hann stofnaði líkamsræktarfyrir- tækið World Class og hefur verið kenndur við það síðan. Fyrir- tækið lenti í vandræðum eftir útrásartilraun en rekstur þess var fluttur á milli félaga til að halda honum gangandi. GuNNhiLdur steiNarsdóttir blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is Ágætur drengur en monthani niður í tær. World Class HöfuðstöðvarfyrirtækisinseruíLaugum. MyNd stefáN KarLssoN Björn Leifsson Björnásamtkonusinniogdóttur. MyNd BJörN BLöNdaL Heilsuútrásin sem mistókst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.