Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 19
Eru Íslending- ar upp til hópa rómantískt fólk? Fljótt á litið er þessu auðsvarað. Ef maður gengur í gegnum mið- bæinn að mið- nætti um helgar og lítur á hvern- ig þjóðin hagar ástarmálum sín- um virðist hér um afskaplega órómantíska þjóð að ræða. En þegar nánar er að gáð eru Íslendingar afar rómantískir. Og reyndar of mikið, ef eitthvað er. Umheimurinn uppgötv- aði fyrst Ísland að einhverju marki á 19. öld, þegar fræðimenn megin- landsins heilluðust af Íslendinga- sögunum og þessari þjóð sem virtist samanstanda af hálfvilltum náttúru- börnum. Þetta var á tímum rómant- ísku stefnunnar sem hafnaði skyn- seminni og kaus frekar hluti eins og þjóðernið, listina og ástina til að gefa lífinu merkingu.Síðan þá hefur Ís- land við og við komist á kortið, ekki síst þegar náttúrubörn eins og Björk og Sigur Rós báru hróður landsins víða. Að einhverju leyti hafa Íslend- ingar gengist upp í þessari ímynd. En að öðru leyti virðist hún hreint og beint eiga vel við. Rómantískir bankamenn Með útrásinni reyndu Íslending- ar að rífa sig upp úr þessari ímynd. Bankamenn okkar skildu hinn flókna heim hagfræðinnar betur en flestir og áttu jafn vel heima í New York og Reykjavík, Íslendingar voru nútímaþjóð stórfyrirtækja og kaldr- ar fjárhagslegrar skynsemi. En síðan snérist allt við aftur. Bankamenn- irnir voru ekki nýtísku reiknivélar, heldur þvert á móti náttúrubörn sem stjórnuðust af tilfinningum sín- um, jafnvel mjög barnalegum til- finningum eins og óhóflegri græðgi. Ef við bætum eins og einu eldgosi við var Ísland aftur orðið heim- kynni víkinga og villimanna og eng- in leið er að vita hverju þeir taka upp á næst. Bankamennirnir eru kannski ekki alsaklausir, en eigi að síður er hægt að segja að mikið sak- leysi einkenni heimsmynd Íslend- inga. Við viljum trúa því að heimur- inn sé í grunninn réttlátur, þó mun erfiðara sé að trúa slíku eftir hrun. Ef einhverjum vegnar vel viljum við trúa að það sé vegna þess að hann sé svona duglegur, ekki vegna þess að hann sé að kokka eitthvað óheiðar- legt í reikningsbókunum. Halda Íslendingar fram hjá? Þetta sakleysislega og að hluta til rómantíska viðhorf má einnig heim- færa upp á afstöðu okkar til ástar- innar. Á meðan meginlandsþjóð- irnar, ekki síst heimsmeistarar eins og Frakkar, líta á hana sem leik sem gefur lífinu lit (svo alhæft sé allhress- ilega), þá eru Íslendingar gjarnir á að líta á hana sem eitthvert utan- aðkomandi afl sem kemur til þeirra sem eiga hana skilið og gerir allt gott þegar minnst varir. Jafnvel fullorð- ið fólk heldur oft í barnatrúna hvað þetta varðar. Útlendingar spyrja mig stundum hvernig fólk fari að því að halda fram hjá í svona litlum bæ eins og Reykjavík. Framhjáhald er svo eðlilegur hlutur að ekki er spurt um hvort heldur hvernig. Ég leyfi mér að fullyrða að Íslendingar halda líklega minna fram hjá en aðrir, hvort sem það er smæð þjóðarinnar eða öðru að þakka. Það framhjáhald sem á sér stað gerist á fylleríum þegar skyn- semin er skilin eftir heima, en minna er um hjákonur og langtímahliðar- sambönd. Framhjáhald í Frakklandi Íslenskar konur eru þrátt fyrir allt fremur frjálsar þegar að ástamálum kemur, og skilnaður er talinn eðlileg- ur hlutur þegar því er að skipta. Því er lítil ástæða fyrir fólk að giftast ungt, og jafnvel af félagslegum ástæðum fyrst og fremst, og haldast gift þó það sé löngu búið að fá leið á makanum á meðan ástin fær fyrst að blómstra í framhjáhaldinu. Allt þetta leiðir til þess að Íslendingar eru líklega trú- ir sínum maka á meðan á stendur, því annars er ekki svo erfitt að skipta honum út. Síðan fréttist náttúrulega allt í litlum bæjum, en framhjáhald er hér litið alvarlegri augum en hjá þeim í Frans sem líta á þau sem nán- ast eðlilegan part ástamála. Við eig- um bágt með að skilja að fólk geri svona nokkuð. Hið innbyggða sakleysi Íslend- inga hefur orðið okkur dýrkeypt. En það hefur sínar góðu hliðar samt... GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON, bróðir Ingós í Veðurguðunum, fékk að troða upp með hljómsveitinni á NASA um helgina. Guðmundur skrifaði nýverið undir samning við Pepsi-deild- arlið ÍBV sem endaði í þriðja sæti á síðasta Íslandsmóti. BOLTINN SKEMMTI- LEGRI EN SÖNGURINN 1 LÖPPIN LÖGUÐ OG HEILINN HRÖKK Í GANG Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson gekk um fótbrotinn í 27 ár og var ánægður þegar hann fékk meina sinna bót. 2 RÉÐUST Á PAR AÐ TILEFNISLAUSU Ráðist var á kærustupar á Hlemmi aðfaranótt sunnudags. 3 ÚT FYRIR EIGIÐ VALDSVIÐ Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var sakfelldur fyrir brot í starfi. 4 MIKIL FRAMLEIÐSLUGETA Á AUÐGUÐU ÚRANI Bandarískur vísindamaður segir Norður-Kóreu búa yfir mikilli framleiðslugetu á úrani. 5 KÆRIR ÓHRÓÐUR Á NETINU Sóley Sveinsdóttir hefur ákveðið að kæra þá sem svívirtu hana á netinu. 6 SKILA FORNMUNUM INKA Yale-há-skóli ætlar að skila fornmunum sem teknir voru úr Machu Picchu-rústun- um í Perú árið 1911. 7 „EIÐUR ÞARF AÐ SÝNA ÞOLIN-MÆÐI“ Tony Pulis, stjóri Stoke, segir að Eiður Smári sé ekki á förum frá félaginu. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Guðmundur Þórarinsson, lítill og saklaus strákur.“ Hvar ertu uppalinn? „Á Selfossi.“ Hvað drífur þig áfram? „Ætli það séu ekki vinirnir og leitin að hamingjunni.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Ætli það væri ekki Danmörk.“ Með hverjum heldurðu í enska? „Chelsea. Ingó er Liverpool-maður en þegar ég var yngri var ég alltaf að bögga hann þegar Chelsea vann innbyrðis leiki þeirra. Hann var samt góður við mig og lét mig í friði þegar Liverpool vann því hann vissi að ég gat ekki tekið því.“ Hvaða bíómynd sástu síðast? „Ég sá einhverja lélega mynd. Ég er bara búinn að gleyma því hvað hún heitir.“ Hvernig var að spila á NASA? „Það var mjög gaman. Ég söng einhver fimm lög og það var alveg rífandi stemning og sætar stelpur í salnum. Ég sá þarna hversu stórir Veðurguðirnir eru orðnir og hversu góðir þeir eru.“ Hvort er erfiðara að spila fótbolta- leik eða spila á tónleikum? „Það er langt síðan ég spilaði heilt ball. Það er auðvitað mjög erfitt að spila fótboltaleik en þetta er töluvert ólíkt álag.“ En hvort er skemmtilegra? „Fótbolti.“ Ætlarðu að leggja sönginn jafn- mikið fyrir þig og bróðir þinn? „Nei, engan veginn, það er alls ekki stefnan. Ég ætla að einbeita mér að fótboltanum og verða betri í honum.“ Þú skoraðir mark í þínum fyrsta leik með ÍBV á dögunum. Er það eitthvað sem koma skal? „Það er stefnan að sjálfsögðu. Ég hef aldrei verið talinn mikill markaskorari en stefnan er auðvitað sú að standa sig vel og spila sem mest.“ MAÐUR DAGSINS „Ég ætla að lesa bókina Stelpur eftir Kristínu og Þóru Tómasdætur með Fönn dóttur minni en ég er mjög ánægð að fá svona feminíska stelpubók á markaðinn. “ ANDREA HJÁLMSDÓTTIR 40 ÁRA BÆJARFULLTRÚI. „Það eru tvær bækur sem mér finnst virkilega spennandi, Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur og Ég man þig eftir Yrsu.“ HELGA ÓSK LÚÐVÍKSDÓTTIR 33 ÁRA HÚSMÓÐIR „Ég hugsa að ég lesi einhverjar af þessum matreiðslubókum sem eru að koma út og svo nýjustu bókina hans Arnaldar.“ HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR 32 ÁRA LÍFEINDAFRÆÐINGUR „Ég ætla að ná mér í bókina Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur og svo verður bókin Stelpur eftir Kristínu og Þóru Tómasdætur á náttborðinu!“ DAGNÝ RUT HARALDSDÓTTIR 27 ÁRA LÖGFRÆÐINGUR „Ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar að lesa, ég byrja á að kíkja í nýju bókina hans Hugleiks Dagsonar og rifja svo upp eitthvað af Tinnabókunum áður en ég fer í eitthvað fullorðinslegra.“ BJARNI EIRÍKSSON LJÓSMYNDARI HVAÐA BÓK ÆTLARÐU AÐ LESA UM JÓLIN? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MÁNUDAGUR 22. nóvember 2010 UMRÆÐA 19 Íslendingar og ástin Ég leyfi mér að fullyrða að Ís- lendingar halda líklega minna fram hjá en aðrir, hvort sem það er smæð þjóðarinnar eða öðru að þakka. KJALLARI VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar Á uppleið Tunglið lét sig hafa það að kasta aðeins mæðinni ofan á Esjunni á leið sinni upp á himnafestinguna á sunnudagskvöld. Birtan bar keim af kólnandi veðri sem talið er að verði viðvarandi fyrripart vikunnar. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.