Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 17
mánudagur 22. nóvember 2010 erlent 17 Reykingamenn í Bretlandi gætu átt von á því að kaupa sígarettur í brúnum eða gráum, stöðluðum pakkningum. Talið er að litríkir síga rettupakkar sé ein af ástæðun- um fyrir því að börn byrji að reykja. Vonast er til þess að með litlaus- um og óspennandi umbúðum sé hægt að draga verulega úr þeim fjölda barna sem byrja að reykja. Talsmaður breska heilbrigðisráðu- neytisins sagði að litríkir sígarettu- pakkar væru markaðstól sem stóru tóbaksfyrirtækin beittu óspart, al- gerlega óáreitt af yfirvöldum. Heilbrigðisráðherra Breta, Andrew Lansley, sagði að yfirvöld væru að gera allt sem þau gætu til að bæta heilsu landsmanna. „Þess vegna vil ég skoða hugmyndina um litlausa pakka. Það liggja fyrir beinar sannanir að hönnun síga- rettupakka laðar að nýja viðskipta- vini, sem þýðir að við verðum að velta þessu fyrir okkur. Helst af öllu myndum við vilja að enginn reykti þó best sé ef fullorðnir geti ennþá keypt sér sígarettur, en við verðum að vernda börnin alveg frá byrjun.“ Nú þegar hafa yfirvöld í Ástr- alíu samþykkt að sígarettupakkar verði að vera í litlausum umbúðum fyrir júlímánuð 2012, en þeir hafa löngum tekið frumkvæði í tóbaks- varnarmálum. Deborah Arnott er yfirmaður samtakanna Action on Smoking. Hún er ánægð með að heilbrigðisráðherra fjalli um málið en finnst að hann mætti hafa hrað- ari hendur. „Hann ætti að setja dagsetningu á ný tóbakslög undir eins. Tíminn er að renna frá okk- ur og við þurfum að vernda börnin okkar núna. Ef við bíðum of lengi missum við heila kynslóð frá okkur í tóbaksfíkn.“ Bretar íhuga að banna litríkar og spennandi umbúðir utan um sígarettur: Staðlaðir og litlausir pakkar Hollenska borgin Amsterdam er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Þangað fer fólk hins vegar ekki eingöngu til að skoða safn Önnu Frank eða sigla um síkin. Í Amster- dam er frjálsleg fíkniefnalöggjöf sem heimilar kaffihúsum, sem hlotið hafa tilskild leyfi, að selja kannabis-efni. Milljónir ferðamanna sækja borgina því heim á hverju ári, með það fyr- ir augum að „fá sér jónu“ án þess að þurfa að hafa áhyggjur af afskiptum lögreglu. Nú gæti þessi hópur ferða- manna hins vegar þurft að leita ann- að, því hollensk stjórnvöld íhuga hvort banna eigi ferðamönnum að sækja kaffihús sem selja kannabisefni. Tekið fyrir í þinginu Dómsmálaráðuneytið í Hollandi hef- ur staðfest að það sé stefna nýrrar samsteypustjórnar Kristilegra demó- krata og Þjóðarflokks frelsis og lýð- ræðis að banna ferðamönnum að eiga viðskipti við kannabis-kaffihús- in. „Auðvitað er ferðamönnum vel- komið að heimsækja Holland en ekki til þess eins að heimsækja kaffihúsin,“ sagði Ivo Opstelten, dómsmálaráð- herra Hollands. „Í náinni framtíð, ef við náum að vinna úr tæknilegum at- riðum, munu kaffihúsin ekki vera að- gengileg ferðamönnum.“ Ferðamenn stærsti kúnnahópurinn Í viðtali við breska blaðið Guardian sagði ónefndur starfsmaður á einu vinsælasta kannabis-kaffihúsi Am- sterdam að 99 prósent viðskiptavin- ana væru erlendir ferðamenn. „Flest- ir viðskiptavinirnir eru enskir, þeir koma til að halda steggjaveislur og blanda saman eiturlyfjum og áfengi.“ Starfsmaðurinn sagðist jafnframt vera andsnúinn fyrirætlunum ríkisstjórn- arinnar. „Þetta er allt grábölvað. Öll kaffihúsin eiga eftir að fara á haus- inn.“ Starfsmaður á öðru kaffihúsi tók í sama streng. „Þeir [ríkisstjórnin] segja að aðgerðirnar séu til að minnka afbrotatíðni en það eina sem á eftir að gerast er að afbrotum mun fara fjölg- andi. Komist ferðamenn ekki á kaffi- húsin fara þeir að kaupa efnið af Hol- lendingum á götum úti.“ Þrengir sífellt að Margir Hollendingar efast um að rík- isstjórnin láti verða af ferðamanna- banninu, of mikið sé í húfi. Eins og staðan er í dag eru rekin rúm- lega 200 kaffihús sem er heimilt að selja kannabisefni. Hver viðskipta- vinur má ekki kaupa meira en fimm grömm á hverjum degi, en þau mega aðeins vera til einkanota. Árið 2007 þrengdi verulega að kaffihúsunum þegar ákveðið var að banna áfengis- sölu á þeim stöðum sem seldu einn- ig kannabis. Wim van der Weegen, talsmaður hollenska dómsmálaráðu- neytisins, sagði að frjálsleg fíkniefna- löggjöf Hollands væri farin að hafa neikvæð áhrif, meðal annars þau að kaffihúsin væru orðin helsti áfanga- staður ferðamanna í Hollandi. „Við ættum að gera kaffihúsin að því sem þeim var ætlað að vera, góð aðstaða fyrir heimamenn.“ Ferðamönnum verði bannað að sækja kaffihúsin að ef sendiherrar myndu þekkjast boð Nóbelsverðlaunanefndarinnar myndu fylgja því „afleiðingar.“ Óvissa ríkir Þrátt fyrir hótanir Kínverja hafa sendiherrar vestrænna ríkja þekkst boðið en þar á meðal eru Bandarík- in og öll 27 aðildarríki Evrópusam- bandsins. Lundestad vildi ekki segja hvaða ríki það væru sem hefðu ekki svarað boðinu, en heimildir Reuters herma að meðal þeirra séu Indland, Pakistan og Indónesía. Biðu sendi- ráð þeirra eftir leyfi frá stjórnvöldum, en þau leyfi munu aldrei hafa bor- ist. Lundestad hefur aldrei séð neitt þessu líkt. „Ég veit ekki um dæmi þess að neitt ríki hafi reynt með jafnafger- andi og beinum hætti að koma í veg fyrir að sendiherrar verði viðstaddir athöfnina.“ Komi til þess að einhver geti tek- ið við verðlaununum fyrir hönd Liu, mun afhendingin fara fram þann 10. desember. Verðlaunin er gullmedal- ía og peningaupphæð, sem samsvar- ar um 160 milljónum íslenskra króna. Liu er fyrsti Kínverjinn sem hlýtur út- nefningu til friðarverðlauna Nóbels. Enginn nákominn ætt- ingi friðarverðlaunahafa Nóbels, Liu Xiaobo, getur tekið við verðlaununum fyrir hans hönd. Sjálfur situr hann í fangelsi fyrir að berjast fyrir lýðræðisumbótum í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa hótað sendiherrum eftirköstum, verði þeir viðstaddir athöfnina. Ríkisstjórnin í Hollandi ætlar sér að koma á ferðamannabanni á kaffihúsum sem selja kannabisefni. Starfsmaður á einu slíku segir 99 prósent allra viðskiptavina vera erlenda ferðamenn. björn TeiTsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Þetta er allt grá-bölvað. Öll kaffi- húsin eiga eftir að fara á hausinn. Kaffihúsagestir Gangi áætlun stjórnvalda eftir verður spurt um vegabréf á kaffihúsum í náinni framtíð. of litríkir pakkar Talið er að börn laðist að litríkum sígarettupökkum. Áfengur orkudrykk- ur bannaður Áfengi orkudrykkurinn Four Loko, sem hefur verið fáanlegur í Banda- ríkjunum, verður væntanlega bann- aður innan skamms. Drykkurinn, sem aðdáendur kalla „minnisleysi í dós,“ inniheldur koffín, guarana og tárín sem eru allt örvandi efni. Auk þess er áfengismagnið 12 prósent, eða á við léttvínsflösku. Ungur mað- ur í Flórída lét lífið fyrir skömmu, og er dauði hans rakinn til neyslu Four Loko. Framleiðendur drykkj- arins segja hins vegar að ef banna eigi Four Loko, væri allt eins hægt að banna fólki að fá sér romm og kók. Cantona berst við banka Franski strandfótboltamaðurinn og leikarinn Eric Cantona hefur sagt bönkum stríð á hendur. Cantona er þekktastur fyrir snilldartakta á knatt- spyrnuvellinum en einnig fyrir að vera óútreiknanlegur persónuleiki og skapstór. Hann hefur nú skorað á fólk að taka peninga sína úr bönk- um, öðruvísi sé ekki hægt að koma af stað byltingu. „Við verðum að fara í bankann fyrst, kerfið er byggt á valdi bankanna og ef við ætlum að gera út um kerfið verðum við að gera út um vald þeirra.“ Pútín bjargar tígrisdýrum Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, er mikill dýravinur. Í síð- ustu viku sást hann knúsa innilega búlgarskan hvolp sem hann fékk að gjöf og nú hefur hann skipulagt fjög- urra daga ráðstefnu tileinkaða tígrís- dýrum. Pútín naut aðstoðar Roberts Zoelick, forseta Alþjóðabankans, við skipulagningu ráðstefnunnar en markmiðið með henni er að safna nægilegu fé til að auðvelda vernd- un tígrisdýra. Bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio mun einnig verða viðriðinn verkefnið en tígris- dýr hafa aldrei verið færri í heimin- um og eru sumir stofnar taldir í út- rýmingarhættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.