Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 29
G olfarinn Tiger Woods segist breyttur maður eftir þann ólgusjó sem hann upplifði í einkalífinu í lok síðasta árs. Þá komst upp um framhjáhald hans með ótal konum og í kjölfarið sótti eigin- konan um skilnað. „Í nóvember í fyrra breyttist allt sem ég hélt að ég vissi um líf mitt á augabragði og það hvernig aðrir sáu mig,“ segir Tiger í viðtali við Newsweek. „Ég hafði lifað lífi mínu í blekkingu og var hættur að virða þau gildi sem mér voru kennd í uppeldi mínu. Ég er hægt og bítandi að öðlast jafnvægi á ný. En bataferli mitt er langt frá því að vera búið.“ Tiger segist núna kunna meta hvað skipti í raun og veru máli í lífinu. „Ég er að læra að sumum sigrum fylgja bara bros en ekki verð- launagripir. Til dæmis eins og að baða son minn Charlie. Það er betra en að slá aðra fötu af golfboltum. Að elda fyrir hann og systur hans Sam er betra en að fara á fínan veitingastað og að horfa á teiknimyndir með þeim er betra en að horfa uppáhaldsþáttinn einn.“ Tiger og Sam Saman árið 2008. Hefur lært að meta lífið mánudaGur 22. nóvember 2010 sviðsljós 29 Hver Hannar brúðarkjólinn á kate? Tiger WoodS Er enn að jafna sig. Hélt hann fram hjá? Eva Longoria sótti um skilnað frá eigin-manni sínum, Tony Parker, á miðvikudag í síðustu viku. Hvorki hún né Tony hafa gefið út ástæðuna fyrir skilnaðinum en Us Weekly birti skömmu fyrir skilnaðinn grein um að Tony hefði verið ótrúr. Þar segir að Eva hafi fundið hundruð klámfengra SMS-skilaboða í síma Tonys. Skilaboðin voru frá eigin- konu eins liðsfélaga hans en Tony leikur með San Antonio Spurs í NBA-deildinni. Ekki er greint frá eiginkonu hvaða leikmanns sé um að ræða. Tony hefur tjáð sig um skilnaðinn við Us Maga zine en ekki á persónulegum nót- um. „Ég vissi að hún myndi sækja um skilnað í Los Angel- es á miðvikudag. Ég sótti hins vegar ekki um skilnað á sama tíma í Texas eins og sagt hefur verið í fjölmiðlum.“ Eva er sögð ein rjúkandi tilfinningarúst eftir skilnað- inn en hún hefur margoft talað um hversu mikið hún hlakki til þess að eignast börn með Tony. Rappskvísan Nicki Minaj var að vanda í skrautlegum fötum þegar hún yfirgaf The Wendy Williams Show á miðvikudag. Fatnaður söngkonunnar flokkast jafnvel frekar undir búning líkt og hjá Lady GaGa en Minaj er einnig þekkt fyrir ýktar hárkollur. Platan hennar Pink Friday kemur út á mánudaginn og er búist við að hún rokseljist. Sjónvarpsstöðin MTV sýnir klukkutímalanga heimildarmynd um Minaj sunnudaginn 28. nóv- ember. Myndin heitir My Time Now en vinsældir söngkonunnar hafa aukist gríðarlega á árinu. brjálaður búningur Nicki Minaj: Eva Longoria og Tony Parker skilin: www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.