Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 22. nóvember 2010 mánudagur „Wikileaks mikil- vægt fyrir ísland“ Fyrir hálfu ári vissu fáir af tilvist uppljóstrunarvefjarins Wikileaks. Þegar árásarmyndbandið frá Bagd- ad var birt í apríl komust samtökin á kortið fyrir alvöru. Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, segir það spennandi að taka þátt í verkefninu. Honum var sagt upp störfum á RÚV en segist halda sínu striki. Kristinn segir fjölda fólks vinna leynilega að því að birta fleiri leyniskjöl á næstunni. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, vill lítið segja um áform nýs fyrirtækis á vegum Wikileaks hér á landi sem skráð er með lög- heimili í Mosfellsbæ. Hins vegar bendir hann á að starfsemin í kringum vefinn sé í þróun og stofn- un fyrirtækisins sé hluti af henni. „Það þarf ekki að lesast neitt stórt út úr því að fyrirtækið er stofnað núna og alrangt sem fram hefur komið í sumum óvönduðum miðlum að þetta sé fyrsta fyrirtæk- ið sem tengist Wikileaks. Samtökin hafa verið með fyrirtæki í rekstri í langan tíma, til dæmis Sunshine Press í Ástralíu. Þetta félag sem nú er stofnað hefur engan rekstur enn sem komið er og mun bara koma á daginn hvaða hlutverki það mun gegna.“ Er óhræddur Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hef- ur undanfarna mánuði birt hund- ruð þúsunda leyniskjala, meðal annars um stríðsrekstur Bandaríkj- anna í Írak og Afganistan. En nú er í undirbúningi birting fleiri leyni- skjala. Kristinn segist aðspurður ekki hræðast það að taka þátt í að létta leynd af skjölum valdamestu þjóða og manna heims og segir þann blaðamann sem aldrei taki neina áhættu ekki mikils virði. „Eftir 20 ára starf í íslenskri blaða- mennsku er ég þokkalega galvaní- seraður gagnvart árásum á mitt mannorð, enda þjóðaríþrótt hér á landi að níða skóinn af náung- anum. Ég held bara mínu striki í samræmi við mína sýn á blaða- mennsku. Ég sé hana að hluta til sem mannréttindabaráttu þar sem afli upplýsinganna er beitt til að ná fram réttlæti, auka gagnsæi og stuðla að heilbrigðara samfélagi.“ Þjóðþrifalekar Fyrir Kristin hefur það mikla þýð- ingu að taka þátt í þessu verkefni og hann segir það bylta annars döpru fjölmiðlaumhverfi. „Fyrir hálfu ári vissu fáir af Wiki- leaks en þegar árásarmyndbandið frá Bagdad var birt í apríl komust samtökin á kortið. Síðan þá hafa Wikileaks birt og boðað birtingu á 900 þúsund skjölum frá stríðinu í Afganistan og nú síðast nærri 400 þúsund skjölum frá Íraksstríðinu. Á örfáum mánuðum hafa samtök- in því stimplað sig rækilega inn og boðað hugmyndafræði og aðferð sem er byltingarkennd í því dapra fjölmiðlaumhverfi sem við hrær- umst í. Þetta framtak hefur vakið upp sterkar tilfinningar og heiftúð hjá valdamiklum aðilum en ekki síður mikið þakklæti frá almenn- ingi sem fagnar því að til sé svona vettvangur. Oft er vitnað til þess að í stríði sé sannleikurinn fyrsta fórn- arlambið. John Pilger segir þetta að vísu rangt því fyrsta fórnarlamb styrjalda sé blaðamennska. Ég er sammála því og hef í vaxandi mæli verið gagnrýnni á fréttaflutning af átakasvæðum eins og Írak og Af- ganistan. En þó að fókusinn síðustu mán- uði hafi vissulega verið á þessa stóru leka frá hernarðarmaskín- unni í Bandaríkjunum sé ég fyrir mér miklu fjölbreyttari málaflokka í lekum framtíðar. Einkum og sér í lagi vonar maður að fleiri þjóð- þrifalekar komi frá stórfyrirtækj- um sem eru valdamiklir gerendur og hafa elt vestræn stjórnvöld í vax- andi leyndarhyggju.“ Ferskt form blaðamennskunnar „Það að vera hluti af þessu batt- eríi, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma, er því í mínum huga eðlilegt framhald á blaðamennsk- unni. Hvað sem hverjum kann að finnast um Wikileaks er þetta að mínu mati ferskt form blaða- mennskunnar – framtak til að efla gagnsæi og þar með gera almenn- ingi auðveldara að láta valdhafa sæta ábyrgð. Í gegnum tíðina hef- ur Wikileaks greint það efni sem vefurinn hefur birt en nú upp á síðkastið hefur verið leitað mark- visst eftir samstarfi við sterka fjöl- miðla sem starfa í hefðbundnu umhverfi. Með því hefur unnist að fá tugi blaðamanna – með þeim bestu í heiminum, til að greina og framsetja fréttasögur úr hráefninu sem er lekið. Það er eðlilegt skref þegar umsvifin eru af þeirri stærð- argráðu að snúast um hátt í hálfa milljón skjala. Þetta samstarf er á mótunarstigi – og það eru samtök- in líka, en ég á von á því að fram- hald verði á. Það ætti að vera óþarft að taka fram að það eru forréttindi að vera í nánu samstarfi við helstu fjölmiðla heimsins við að framsetja fréttir sem þekja forsíður stórblaða og tröllríða fréttatímum miðla um allan heim.“ Uppljóstrarar ekki virkir á Íslandi En af hverju Ísland? Er það kjör- land til þess að reka fyrirtæki eins og Wikileaks? „Ísland er ekkert sérstakt kjörland til að reka fyrir- tæki sem tengist Wikileaks. Nema fyrir þær sakir að Ísland er að mörgu leyti ágætt land þar sem ég hef hugsað mér að eiga fast aðset- ur. Almennt held ég þó að Íslend- ingar séu jákvæðir í garð samtak- anna, enda þjóð sem er enn með brunaþefinn í nösunum eftir þann skaða sem spilling, leyndarhyggja og aðrir lestir hafa valdið. Við sáum það þegar Wikileaks birti lánabók Kaupþings fyrir rúmu ári hversu leki af þessu tagi er mikil- vægur. Það að geta boðið upp á gátt þar sem menn geta í nafnleysi komið á framfæri leynilegum upp- lýsingum er mikilvægt fyrir Íslend- inga jafnt sem aðra. Það er til að mynda umhugsunarefni að þrátt fyrir sérstaka valdheimild sér- staks saksóknara, að gefa mönn- um ákveðna friðhelgi ef þeir gerast uppljóstrarar, hafa ansi fáir nýtt sér það. Ef til vill er það til marks um samtryggingu sem enn er við lýði. Það getur líka verið ótti og ef svo er, þá getur vefur eins og Wiki- leaks verið lausnin.“ Mikil rannsóknarvinna En hvernig virkar Wikileaks? Krist- inn segir nafnleyndina skipta höf- uðmáli og að rannsóknarvinnan sé þung. „Wikileaks er gátt þar sem menn geta komið frá sér leyndar- upplýsingum í skjóli nafnleyndar. Vegna álags og þess mikla efnis sem hefur borist er þó ekki tekið á móti nýju efni að svo stöddu. Þeg- ar efni berst fer af stað ákveðinn ferill. Það felur í sér í grófum drátt- um að meta hvort efnið sé ósvikið, meta hvort það teljist eiga erindi við almenning, ganga úr skugga um að ekkert í efninu bendi á heimildarmanninn og loks koma því í birtingu, annaðhvort beint á vefinn eða að undangengnu sam- starfi við hefðbundna miðla. Hvaðan koma peningarnir? Kristinn segir samtök Wikileaks til þessa hafa verið rekin af einka- fjármagni og frjálsum framlögum. „Flest framlögin eru tiltölulega smá en það safnast þegar sam- an kemur. Lengst af hafa flestir unnið í sjálfboðavinnu en fengið endurgreiddan útlagðan kostnað. Smám saman er þetta að breytast enda álagið mikið og nauðsynlegt að hafa kjarnahóp starfandi fyrir samtökin. Hópurinn sem fær laun er þó innan við 10 manns með skemmri eða lengri ráðningu. Það má alveg gera ráð fyrir því að smám saman stækki sá hópur enda er unnið að því að formbreyta Wiki- leaks í takt við gjörbreyttan veru- leika sem samtökin hrærast í. Sú vinna hefur verið í mótun í nokk- urn tíma en það hefur tafið verkið að samhliða er staðið í stórræðum eins og þeim að miðla stærsta leka hernaðarsögunnar.“ Kristinn sjálfur segist hafa ver- ið í samstarfi við Wikileaks og þá á launaskrá hjá RÚV enda hafi hann þá unnið í því samstarfi út frá hagsmunum RÚV. „Nefna má að RÚV hafði algera sérstöðu í tengslum við birtingu þyrluárásar- myndbandsins frá Bagdad. Þar var RÚV í forystu heimsmiðla og birti ítarlega umfjöllun á undan öllum öðrum fjölmiðlum. Ég taldi að það væri RÚV lyftistöng og stofnuninni til álitsauka.“ Kristjana gUðbrandsdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Ísland er ekk-ert sérstakt kjörland til að reka fyrirtæki sem tengist Wikileaks. blaðamaður sem tekur ekki áhættu er lítils virði Kristinnsegistaðspurðurekki hræðastþaðaðtakaþáttíaðléttaleyndaf skjölumvaldamestuþjóðaogmannaheims ogsegirþannblaðamannsemaldreitaki neinaáhættuekkimikilsvirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.