Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 13
mánudagur 22. nóvember 2010 nærmynd 13 urinn færður yfir. Svona náum við að bjarga rekstri World Class og við- skiptavinum fyrir tækisins. Þetta er allt gert með löglegum hætti,“ sagði Björn og bætti við: „Við erum að bjarga rekstrinum út úr greiðsluþrot- inu þannig að viðskiptavinirnir geti haldið áfram að æfa. Annars hefðum við þurft að loka stöðinni því bank- inn rifti húsaleigusamningnum. Þá hefði ég þurft að taka tækin og opna einhvers staðar annars staðar undir nafninu.“ Færri utanlandsferðir Í áðurnefndu viðtali sagði Björn að þau hjónin hefðu þurft að draga úr einkaneyslu vegna skulda World Class. Hann hafði áhyggjur af því að hann sjálfur yrði gjaldþrota en á svip- uðum tíma bárust fréttir af rúmlega 150 fermetra sumarbústað við Þing- vallavatn sem Björn lét byggja. Bú- staðurinn var skráður á Laugar ehf. og er staðsettur í einu dýrasta og vin- sælasta sumarhúsahverfi landsins. Þetta þótti fréttnæmt í ljósi þess að Laugar ehf. hafði tapað tæpum 300 milljónum árið áður. Samkvæmt árs- reikningi félagsins kom fram að áætl- að markaðsverðmæti bústaðarins væri fimmtíu milljónir króna. Iðnaðarmaður sem DV talaði við áætlaði að kostnaður við byggingu sumarbústaðarins vær eitthvað á milli hundrað og tvö hundruð millj- ónir. Björn gaf þá skýringu í fréttum Stöðvar 2 á þessum tíma að bústaður- inn væri ekki ætlaður fyrir hann held- ur liti hann á þetta sem fjárfestingu. Einnig vakti það athygli að sama ár og fyrirtækið tapaði þessari háu fjárhæð greiddi Björn sjálfum sér sex millj- ónir króna í arð. Auk þess gáfu Björn og Hafdís dóttur sinni Audi TT-bif- reið í sautján ára afmælisgjöf. Þetta var í nóvember í fyrra og áætlað var að bíllinn kostaði vel á fjórðu milljón króna. Fengu rekstur World Class á gjafvirði Í vikunni sem leið bárust svo þær fréttir að sama dag og Þrek ehf. fór í þrot hefðu Björn og Hafdís, í gegnum Laugar ehf., keypt rekstur World Class út úr þrotabúinu og greitt einungis 25 milljónir króna fyrir. Eins og áður sagði fór Þrek ehf. í þrot á síð- asta ári og nema kröfur í þrotabúið um 2,2 milljörðum króna. Rætt var við Sigurbjörn Þorbergs- son, skiptastjóra þrotabúsins, á Vísi þar sem hann sagðist telja að kaup- samningurinn væri gjafagerningur og að höfðað yrði mál til riftunar á kaupunum. Sagði hann World Class meira virði, eða 500 til 700 milljónir króna. Björn svaraði þessu í fjölmiðl- um og sagðist ekki fallast á að kaup- verðið hefði verið svo lágt, því í kaup- unum hefðu Laugar ehf. tekið yfir skuldbindingar gagnvart korthöfum sem nemur 266 milljónum króna. Eins sagðist hann ekki skilja hvern- ig skiptastjórinn fengi út þessa háu upphæð. Jákvæður og sanngjarn Þrátt fyrir fréttir um útrás, greiðslu- þrot, kennitöluflakk og samdrátt í einkaneyslu ber samstarfsmaður hans honum vel söguna. Arnar Grant einka- þjálfari hefur starfað hjá World Class í fjölda ára og gefur Birni toppeinkunn sem samstarfsfélaga. „Samstarfið hef- ur alltaf gengið mjög vel, annars væri maður fyrir löngu hættur þessu,“ seg- ir Arnar. Hann segir Björn góðan yf- irmann, jákvæðan og sanngjarnan og bætir við að hann sé mikill húmoristi. „Hann hefur líka alltaf verið jákvæður með að taka þátt í mínum verkefnum, fitnesskeppnum og öðru því um líku. Björn hefur alltaf stutt við bakið á okk- ur í því,“ bætir hann við. Aðspurður hvort það væri eitthvað neikvætt við Björn þurfti Arnar að hugsa sig lengi um. „Nei, ég man nú ekki eftir neinu. Nema kannski hárið á honum. Hann mætti klippa það betur,“ segir hann að lokum. Svona náum við að bjarga rekstri World Class og við- skiptavinum fyrirtæk- isins. Þetta er allt gert með löglegum hætti. n Eins og sönnu góðærisfyrirtæki sæmir hefur rekstur World Class tengst ýmsum eignarhaldsfélögum sem hafa skipt reglulega um nafn. Þrek ehf. var upphaflega stofnað árið 1985 í kringum rekstur líkamsræktarstöðva World Class. Nafni félagsins var hins vegar breytt árið 2009 og heitir það nú ÞS69 ehf. Um svipað leyti var stofnað nýtt einkahlutafélag á nýrri kennitölu, sem þó hét sama nafni og gamla félagið, Þrek ehf. Annað félag tengt rekstri World Class-veldisins, Laugar Spa snyrti- og nuddstofa ehf. sem stofnað var árið 2003 skipti einnig um nafn í fyrra. Líkt og með gamla Þrek ehf. er nýtt nafn félagsins blanda af stöfum og tölustöfum, LS69 ehf. Sama ár var einnig stofnað nýtt eignarhaldsfélag, Laugar Spa ehf. Um sama leyti og gömlu félögin voru keyrð í þrot var nöfnum þeirra breytt og ný einkahlutafélög stofnuð sem bera svipuð nöfn og gömlu félögin, áður en þau skiptu um nafn. Laugar, Þrek, ÞS69, LS69 Björn Leifsson Bjössi stofnaði World Class árið 1985. mynd róBert reynisson Heilsuútrásin sem mistókst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.