Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 18
Svarthöfði hefur hvorki skilið upp né niður í þeirri ákvörð-un bensíninnflytjandans N1 að gefa út ævisögu Jónínu Benediktsdóttur stjörnuendaþarms- hreinsitæknis. Ekki fyrr en núna að púslin hafa raðast saman og ein snilldarlegasta viðskiptaflétta Ís- landssögunnar verður ljós. N1 hafði helgað sig eldsneyt-issölu, þar til fyrirtækið keypti óvænt 10 þúsund eintök af bókinni sem Sölvi Tryggvason skrifaði um Jónínu. Í gær var tilkynnt að bókin yrði seld á hálf- virði í Office 1. Það virðist sem ævi- saga Jónínu sé niðurgreidd svo hægt sé að koma henni út til fólks. Rétt eins og boðskapurinn sé jafnmikilvægur og í dönskum dramaþáttum sem eru niðurgreiddir af Ríkisútvarpinu. Lykilspurningin er því: Hvers vegna ætti einhver að hafa hag af því að dreifa sögunni um lífshlaup Jónínu Ben? Það fyrsta sem Svarthöfða datt í hug voru tengsl milli Jón-ínu Ben og Bjarna Ben, eins eiganda N1; þetta væri enn ein orrustan í stríðinu milli Baugs og Sjálfstæðisflokksins. Í slíku plotti væri Jónína drottningin sem Sjálfstæðis- flokkurinn spilar fram í refskákinni gegn Baugsmönnum. En Jónína hefur svo sem fátt nýtt að segja um Baug í bókinni. Þetta snýst um eitthvað ann- að og djúpstæðara en Baug. Getur verið að útgáfan tengist nýlegu trúarstökki Jónínu, hugsar Svart-höfði? Ástir Jónínu Ben og Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum eru vissulega svo leiftrandi ótrúlegar að þær hlutu að vera leikrit. En eina leiðin til að rekja tengsl milli Krossins og eldsneytissölu liggur í gegnum Biblíubeltið í Bandaríkjunum í áttina til George W. Bush, valdamesta stuðnings- manns olíuframleiðslu í heiminum. Helst þarf að leita í Opus Dei, Frímúrar- ana og Bildenberg-hópinn til þess að útskýringin gangi upp. Þess vegna gengur hún ekki upp. Þegar öllu er á botninn hvolft var Svarthöfði að horfa á ráðgátuna frá öfugum enda. Hann þurfti ekki að kafa dýpra, heldur grynnra. N1 er ekki í samsæri gegn Baugi og alls ekki hluti af alheimsplotti George W. Bush um aukna mengun. Þvert á móti er N1 að gera það sem N1 gerir best. Með útgáfu ævisögu Jónínu Ben er N1 að taka risaskref í átt til sjálfbærrar, hreinnar orku á Íslandi. Rakhnífur Ock-hams segir að einfaldasta skýringin sé jafnan sú rétta. N1 hefur hag af Jónínu Ben í baráttunni um orkuauðlindir framtíðar- innar. Jónína er lifandi sprota- fyrirtæki. Sproti hennar beinist að afturendum Íslendinga og honum er beitt í því augnamiði að hreinsa þarma. N1 hefur tekið forystuna á landsvísu í sölu á metangasi til að knýja bifreiðar. Metangasið er orka framtíðar- innar og Jónína Ben er með ótakmark- aðan aðgang að auðlindinni inn- anlands. Þarna liggja hagsmunir Jónínu og N1 sam- an. Þess vegna þarf N1 að fá þjóðina til að lesa ævisögu Jónínu Ben. Ís- lendingar þurfa að treysta Jónínu svo hún geti unnið metangas úr þjóðinni fyrir hönd N1, sem selur það til að knýja bifreiðar á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Þetta er eina leiðin til að út-skýra hvers vegna N1 gefur út ævisögu Jónínu Ben. Og þetta leysir líka ráðgát-una um beikonpylsurnar á N1. PLOTT JÓNÍNU OG N1 „Það var á tímabili sem ég upplifði smáhöfnunar- tilfinningu yfir því að verkirnir væru allir farnir.“ n Bjartmar Guðlaugsson sem gekk sárkvalinn um í 27 ár. Hann hafðigefið verkjunum nöfn en hlaut svo bót meina sinna í aðgerð árið 2007. – DV „Syngja neðan úr pung.“ n Segir Kristján Jóhannsson stórsögnvari við karlkyns nemendur sína. Hann segir í nýútkominni ævisögu sinni að starf söngvara hafi mikið með kynvitund og kynheilbrigði að gera. – DV „Ég vona að hon um takist að snúa ógæfu sinni við.“ n Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem berst fyrir ástvin sinn sem hefur leiðst af réttri braut í lífinu og er kominn í miklar ógöngur. – DV „Er þetta Ísland í dag?“ n Sóley Sveinsdóttir ákvað að stíga fram undir nafni og mynd og verjast árásum sem hún hefur sætt eftir að nauðgunardómur féll yfir fyrrverandi eiginmanni hennar. – DV „Ég játa.“ n Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir helgi í Héraðsdómi Reykjaness. – visir.is Styrkur Steingríms Steingrímur J. Sigfússon er sterkasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir. Ástæðuna er ekki að finna í verkum hans heldur því þreki sem hann hefur til að halda saman stjórnmála- flokki sem gjarnan er kenndur við ketti. Steingrímur þarf að standa í lappirnar í stjórnarsamstarfi þar sem lagt var upp með það höfuðmál að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Umsóknin var samþykkt af meirihluta Alþingis. Þegar fram liðu stundir tók ákveðinn hópur þingmanna VG að grafa undan rík- isstjórninni með því að heimta að hætt yrði við umsóknina. Öfgavinstrið í VG hefur síð- an verið að færast í aukana með þetta mál. Hið merkilega er að þingmenn öfganna í VG eiga fulla samleið með þeim sem eru lengst til hægri í Sjálfstæðisflokknum. Hönd í hönd ganga Ásmundur Daðason og Davíð Odds- son sem ættu að marka andstæða póla; Davíð sem helsti ábyrgðarmaður hruns og spillingar en Ásmundur sem fulltrúi hreins- unaraflanna í íslenskri pólitík. Steingrímur J. þarf að glíma við það að hans eigin liðsmenn hlaupi stöðugt und- an merkjum undir hvatningarópum öfga- manna til hægri. Öllum Íslendingum er ljóst að skera þarf niður hjá ríkinu. Menn geta deilt um hvar á að bera niður. Öfgaarm- ur VG gengur fram í því að rústa þeirri fjár- lagavinnu sem Steingrímur J. hefur staðið fyrir. Það gera þeir vitandi að ekki er tími til að fara aftur í fjárlagavinnuna. Það er í raun sama hvar borið er niður. Stjórnarandstað- an er innan VG. Um helgina felldu fulltrúar á flokksráðs- fundi VG tillögu um að hætta við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Steingrím- ur vann þar varnarsigur í baráttunni við Ögmund Jónasson, höfuðfjanda sinn innan flokksins. Þótt þeirri orrustu lyki með sigri stendur stríðið enn. Sótt er að formanninn- um úr öllum áttum. Í ljósi þessa ástands er ekki hægt annað en dást að staðfestu Stein- gríms. Samflokksmenn hans vega ljóst og leynt að honum. En afleiðingin gæti orðið sú að nauðsynlegt yrði að kalla Sjálfstæðis- flokkinn að ríkisstjórnarborðinu. Vinstri- stjórnin sem lagði upp í óskabyr yrði þar með dysjuð á grjóthaugi sögunnar. Engum manni dylst að þetta ástand innan stjórnar getur ekki varað til langs tíma. Takist ekki að koma böndum á villiketti VG mun ríkis- stjórnin springa. Ef miðað er við árangurs- leysi ríkisstjórnarinnar í fjölmörgum mál- um yrði það kannski besta leiðin. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Hönd í hönd ganga Ásmundur Daðason og Davíð Oddsson. LEIÐARI SVARTHÖFÐI 18 UMRÆÐA 22. nóvember 2010 MÁNUDAGUR STEINI TIL SPÁNAR n Hermt er að það hafi verið Þorsteini Methúsalem Jónssyni, aðaleiganda Sólstafa, gríðarlegt áfrall að missa yfirráðin yfir Vífilfelli. Þar með missir hann væntan- lega viðurnefni sitt sem er Steini í Kók. Því er fleygt að hann hyggist nú yfirgefa Ísland og flytja til Barcelona. Þar með myndi hann fara í kjölfar útrásarvíkinganna Hannesar Smárasonar og Magnúsar Ármann sem sest hafa að í útrásarnýlendunni. SKULDIR MARINÓS n Marinó Njálsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Hagsmunasamtök- um heimilanna, brá skjótt við þegar Fréttatíminn spurði um skuld- ir hans og sagði af sér í stjórninni. Þetta mun hann hafa gert vegna þess að á sínum tíma lofaði hann eiginkonu sinni að kæmi upp umræða um skuldir þeirra myndi hann draga sig í hlé. Hið merkilega er að Marinó virðist hafa ætlast til þess af Fréttatímamönnum að þeir hættu við fréttina vegna tengsla eiginkonu hans og fréttastjóra fríblaðsins. ARNÞRÚÐUR VILL VERÐLAUN n Arnþrúður Karlsdóttir, útvarps- stjóri Sögu, er með allra skeleggustu útvarpsmönnum. Hún vakti gríðarlega athygli á degi íslenskrar tungu þegar kona hringdi inn og mælti á ensku. Arnþrúður tók á málinu af festu og tilkynnti viðkom- andi að í Útvarpi Sögu töluðu menn íslensku. Bægði hún síðan ógninni frá. Arnþrúði var tíðrætt um uppákomuna og taldi sig hafa gert rétt. Meðal annars sagði hún í léttum dúr að réttast væri að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, skilaði verðlaunum sem hún fékk í tilefni dagsins og Arnþrúður sjálf fengi þau. LEIÐRÉTTING n Í Sandkorni í helgarblaði DV var því haldið fram að bók Björgvins G. Sigurðssonar, Stormur, seldist lítið og ylli vonbrigð- um. Heimild um þetta úr röðum samkeppnis- aðila vísaði til fyrstu söluhelg- arinnar. Nú er komið á daginn að bókin hefur selst prýðilega og er í fjórða sæti á bóksölulista. Verði sú sala áfram góð er ljóst að Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, hefur með kaupum á sölurétti á Jónínu Ben og Björgvin G. slegið tvær flugur í einu höggi. Beðist er velvirðingar á rangherminu. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is UMSJÓN HELGARBLAÐS: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is UMSJÓN INNBLAÐS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. BÓKSTAFLEGA „Þeir hafa engar áhyggjur af þessu. Einu kvótamennirnir sem ég hef heyrt í eru ánægðir með samtökin því þeir segja kvótakerfið vera illt,“ segir JÓN GUNNAR BJÖRGVINSSON, formaður Samtaka íslenskra fiskimanna, aðspurður um hvort kvótahafar hafi áhyggjur af samtökunum sem ætla að berjast fyrir atvinnufrelsi í sjávarút- vegi. SKJÁLFA KVÓTA- EIGENDUR? SPURNINGIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.