Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Blaðsíða 21
Þorsteinn Skúlason lögfræðingur hjá lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu Þorsteinn fæddist á Eskifirði og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1961 og lögfræðiprófi frá HÍ í janúar 1968, hafði námsdvöl við háskólann í Glas- gow 1967 og var í framhaldsnámi við Óslóarháskóla 1968–69 í réttarfari í opinberum málum, sakfræði og norsku. Þorsteinn öðlaðist hdl.-rétt- indi haustið 1968. Á námsárunum frá ellefu ára aldri fékkst Þorsteinn við ýmsa vinnu, var við búðarsendilsstörf, skóg- rækt, byggingarvinnu, vegavinnu, brúarvinnu, fiskvinnu, uppskipun, sauðfjárslátrun, verslunar- og skrif- stofustörf, innheimtustörf og nætur- vörslu á hóteli. Hann var póstmaður í Reykjavík á sumrin og í jólaleyf- um 1959–64 og lögreglumaður þar sumrin 1966, 1967 og 1969. Þorsteinn var fulltrúi sýslumanns í Árnessýslu 1968, fulltrúi yfirborgar- fógeta í Reykjavík 1969–78, var veitt sérstök skipun til að vinna sjálfstætt og á eigin ábyrgð við embættið 1973, og fékkst við málflutning og önnur lögmannsstörf samhliða aðalstarfi. Hann var bæjarfógeti í Neskaupstað 1978–88, héraðsdómari á Selfossi 1988–91 og frá 1991 lögfræðingur við embætti lögreglustjórans í Reykjavík og síðar lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu, vinnur á ákærusviði og annast saksókn og málflutning fyrir dómi í afbrotamálum. Þorsteinn var í Stúdentaráði HÍ 1966–67, var formaður Félags frjáls- lyndra stúdenta 1966–67, varafor- maður Orators 1964–65 og ritstjóri Úlfljóts 1964–65. Hann var umboðs- maður Seðlabanka Íslands í Nes- kaupstað 1980–88. Þorsteinn var formaður Caissu, skákfélags MR, 1960–61, tefldi í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 1970, varð eft- ir mótið varamaður í íslenska skák- landsliðinu og hlaut sama ár styrk frá Skáksambandi Íslands til að tefla á skákmótum í Englandi. Hann hefur ritað greinar um skák í blöð og tíma- rit. Fjölskylda Systur Þorsteins eru Ásdís, f. 30.6. 1943, forstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar Hæðargarði 31 í Reykja- vík, sonur hennar og seinni manns hennar, Sigurðar Karlssonar leikara, er Skúli, f. 10.5. 1985, meistaranemi í lögfræði í HÍ, og dóttir Ásdísar og fyrri manns hennar, Sigurðar Gísla Lúðvígssonar tannlæknis, er Móeiður Anna, f. 27.7. 1970, lágfiðluleikari og BA-nemi í þjóðfræði í HÍ, synir henn- ar og Marks Bells raftónlistarmanns eru tvíburarnir Adam og Daníel, f. 7. 6. 2006; Anna, f. 30.10. 1948, fyrrver- andi leikskólastjóri í Bolungarvík, en dætur hennar og fyrri manns henn- ar Sigurðar Jónssonar framkvæmda- stjóra eru Eirný Ósk, f. 3.5. 1973, sem rekur verslunina Búrið í Reykjavík, og Áslaug Dröfn, f. 12.10. 1979, hár- snyrti- og förðunarmeistari, og dóttir Önnu og seinni manns hennar Barrys Woodrows verkfræðings er Karen Emilía, f. 2.11. 1986, tamningamaður. Foreldrar Þorsteins voru Skúli Þor- steinsson, f. 24.12. 1906, d. 25.1. 1973, skólastjóri á Eskifirði og síðar nám- stjóri á Austurlandi, og k.h., Anna Sig- urðardóttir, f. 5.12. 1908, d. 3.1. 1996, forstöðumaður Kvennasögusafns Ís- lands. Ætt Skúli var sonur Þorsteins Mýrmann, b. á Óseyri í Stöðvarfirði Þorsteins- sonar, b. í Slindurholti á Mýrum Þor- steinssonar. Móðir Þorsteins í Slind- urholti var Sigríður Jónsdóttir, pr. á Kálfafellsstað Þorsteinssonar. Móð- ir Þorsteins Mýrmann var Valgerður Sigurðardóttir, Eiríkssonar, Einars- sonar. Móðir Eiríks var Þórdís, systir Jóns Eiríkssonar konferensráðs. Móð- ir Valgerðar var Valgerður Þórðardótt- ir, systir Sveins, afa Þórbergs Þórðar- sonar. Móðir Skúla var Guðríður, dóttir Guttorms, prófasts í Stöð Vigfússon- ar, pr. í Ási Guttormssonar, prófasts í Vallanesi Pálssonar. Móðir Guttorms í Stöð var Björg Stefánsdóttir, prófasts á Valþjófsstað Árnasonar, prófasts í Kirkjubæ í Tungu Þorsteinssonar. Móðir Guðríðar var Þórhildur Sigurð- ardóttir, b. á Harðbak á Sléttu Steins- sonar, og Friðnýjar Friðriksdóttur. Anna var systir séra Þorgríms á Staðastað, Ásbergs borgarfógeta, föður Jóns forstjóra Íslandsstofu, og Valborgar, fyrrv. skólastjóra Fóst- urskólans, móður Stefáns Snævarr heimspekiprófessors í Noregi, Sig- urðar Snævarr borgarhagfræðings og Sigríðar Snævarr sendiherra. Anna var dóttir Sigurðar, skólastjóra á Hvít- árbakka Þórólfssonar, b. á Skriðnafelli á Barðaströnd Einarssonar, skipstjóra á Hreggsstöðum Jónssonar. Móðir Önnu var Ásdís Þorgríms- dóttir, b. á Kárastöðum á Vatnsnesi, bróður Davíðs, langafa Davíðs Odds- sonar Morgunblaðsritstjóra. Þor- grímur var sonur Jónatans, b. á Marð- arnúpi Davíðssonar. Móðir Jónatans var Ragnheiður Friðriksdóttir, pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi Þórarins- sonar, ættföður Thorarensenættar Jónssonar. Móðir Friðriks var Sigríð- ur Stefánsdóttir, móðir Jóns Espólín sagnaritara og systir Ólafs, stiftamt- manns í Viðey, ættföður Stephense- nættar. 30 ára „„ Gunnar Björgvin Ragnarsson Sóleyjarima 17, Reykjavík „„ Jónas Bragason Furuhlíð 3, Sauðárkróki „„ Jónína Guðmundsdóttir Laufskógum 11, Hveragerði „„ Erla Björg I. Eyjólfsdóttir Fellahvarfi 25, Kópavogi „„ Guðný Birna Ármannsdóttir Hringbraut 1, Hafnarfirði „„ Helgi Einar Karlsson Eggertsgötu 8, Reykjavík „„ Sara Blandon Einarsnesi 74, Reykjavík „„ Leifur Björnsson Flókagötu 58, Reykjavík „„ Börkur Ingi Jónsson Gunnarsbraut 38, Reykjavík 40 ára „„ Jón Ingi Þorvaldsson Laugavegi 53b, Reykjavík „„ Hrönn Birgisdóttir Grenihlíð 6, Sauðárkróki „„ Bergur Páll Sigurðsson Bakkastöðum 167, Reykjavík „„ Hildur Hauksdóttir Klapparbraut 11, Garði „„ Sveinn Sigtryggsson Áshóli 1, Akureyri „„ Margrét Sigríður Jónsdóttir Hvolsvegi 30, Hvolsvelli „„ Friðrik Þór Snorrason Flókagötu 69, Reykjavík „„ Ian William Gray Hverfisgötu 7, Siglufirði 50 ára „„ Margrét Sólveig Halldórsdóttir Árhvammi 2, Egilsstöðum „„ Gísli Viðar Guðlaugsson Gnípuheiði 6, Kópavogi „„ Þórður Jónsson Snorrabraut 48, Reykjavík „„ Jóhann Phu Minh Nguyen Ásgarði 77, Reykjavík „„ Einar Ólafur Steinsson Daggarvöllum 9, Hafnarfirði „„ Ólafur Haukur Magnússon Fjóluási 14, Hafnarfirði „„ Ragnhildur Ragnarsdóttir Fjóluhlíð 1, Hafnarfirði „„ Guðrún Jóna Reynisdóttir Háarifi 57 Rifi, Hellissandi „„ Elín Aðalbjörg Hauksdóttir Löngumýri 57, Garðabæ „„ Sigurður B. Jóhannesson Móasíðu 8b, Akureyri „„ Elínborg Kjartansdóttir Miklubraut 70, Reykjavík „„ Sæunn Geirsdóttir Norðurgarði 10, Reykjanesbæ 60 ára „„ Sigrún Sigurðardóttir Jörfabakka 6, Reykjavík „„ Hólmkell Gunnarsson Akurbraut 24, Reykjanesbæ „„ Jóhannes Guðjónsson Efra-Hreppi, Borgarnesi „„ Gunnhildur Gunnarsdóttir Litlabæjarvör 9, Álftanesi „„ Halldór Jónsson Valagili 15, Akureyri „„ Amy Elizabeth Clifton Austurbrún 2, Reykjavík „„ Jórunn Sigfúsdóttir Klapparhlíð 24, Mosfellsbæ „„ Jón Birgir Indriðason Sólheimum 46, Reykjavík „„ Gunnar Dagbjartsson Bláskógum 12, Reykjavík „„ Jón Ingi Hjálmarsson Svarfhóli Miðdölum, Búðardal „„ Hulda Helgadóttir Hrauni 2, Hnífsdal 70 ára „„ Guðmundur Sigurðsson Eyrargötu 42, Eyrarbakka „„ Ásgeir Rafn Bjarnason Tröllakór 4, Kópavogi „„ Birna Benediktsdóttir Beinárgerði, Egilsstöðum „„ Hanna Sigfúsdóttir Hvammi 1, Þórshöfn „„ Nanna Sigfúsdóttir Höfðabraut 5, Akranesi „„ Kristinn Jónsson Bauganesi 24, Reykjavík 75 ára „„ Lena Gunnlaugsdóttir Laugabóli, Dalvík „„ Hrafnhildur Eyjólfsdóttir Lindargötu 57, Reykjavík „„ Hrafnhildur H. Jónasdóttir Vogatungu 57, Kópavogi „„ Erik Ásbjörn Carlsen Laufási 1, Garðabæ 80 ára „„ Sumarliði Vilhjálmsson Ferjubakka 3, Borgarnesi „„ Stefán Leó Hólm Flúðabakka 3, Blönduósi „„ Ólína Bergljót Karlsdóttir Teigaseli 1, Reykjavík „„ Ingólfur Guðmundsson Skúlagötu 20, Reykjavík „„ Ásdís Guðmundsdóttir Lækjargötu 28, Hafnarfirði 85 ára „„ Margrét Guðmundsdóttir Kópavogsbraut 1b, Kópavogi „„ Dagfinnur Stefánsson Haukanesi 26, Garðabæ 90 ára „„ Antonía Jóna Bjarnadóttir Smyrlahrauni 1, Hafnarfirði „„ Aðalheiður Kristinsdóttir Grundartanga 44, Mosfellsbæ 102 ára „„ Sigríður Jónsdóttir Hrefnugötu 10, Reykjavík 30 ára „„ Laura Katherine M Hengel Engihjalla 1, Kópavogi „„ Heiðar Örn Stefánsson Hrefnugötu 7, Reykjavík „„ Unnur Jóna Guðbjörnsdóttir Álfholti 20, Hafnarfirði „„ Elísabet Blöndal Blikastíg 12, Álftanesi „„ Davíð Hansson Arnartanga 6, Mosfellsbæ „„ Linda Björg O‘Keeffe Rauðási 16, Reykjavík „„ Theódóra Gunnarsdóttir Hraunbæ 111a, Reykjavík 40 ára „„ Dariusz Wladyslaw Grencel Hólabraut 12, Reykjanesbæ „„ Julian Mariano Burgos Úthlíð 12, Reykjavík „„ Patricia Jorge N. L. M. Alfama Skipholti 22, Reykjavík „„ Jón Þorsteinsson Króktúni 15, Hvolsvelli „„ Guðbjörg Ruth Kristjánsdóttir Aflagranda 21, Reykjavík „„ Sveinn Óli Pálmarsson Stekkjarhvammi 25, Hafnarfirði „„ Sigurður Gíslason Álfholti 42, Hafnarfirði „„ Þuríður H Þorsteinsdóttir Stórholti 5, Akureyri „„ Guðmundur P. Hreggviðsson Kirkjubraut 22, Reykjanesbæ 50 ára „„ Emilija Glisic Fannafold 131, Reykjavík „„ Elísabet Sveinsdóttir Lyngholti 13, Akureyri „„ Helgi Örn Viggósson Ólafsgeisla 123, Reykjavík „„ Ásta Snædís Guðmundsdóttir Grenimel 13, Stöðvarfirði „„ Elísabet Ragnarsdóttir Árakri 5, Garðabæ „„ Kristín Jónsdóttir Sólbraut 3, Seltjarnarnesi „„ Sigurður Bjarnason Engjaseli 84, Reykjavík „„ Einar Ólafsson Tómasarhaga 32, Reykjavík „„ Anna María Valdimarsdóttir Búagrund 10, Reykjavík 60 ára „„ Suchin Thianthong Baughóli 44, Húsavík „„ Ólafur Helgason Hraunkoti, Kirkjubæjarklaustri „„ Birna Blöndal Steinahlíð 5h, Akureyri „„ Hólmgeir Pálsson Hvammi 1, Blönduósi „„ Pétur Thorsteinsson Bæjargili 113, Garðabæ „„ Þórður Sigurjónsson Sólvöllum 7, Akureyri „„ Elinóra Rafnsdóttir Hringteigi 9, Akureyri „„ Ólafur Valur Ólafsson Háulind 27, Kópavogi „„ Pétur Jóhannesson Melavegi 7, Hvammstanga 70 ára „„ Svanhildur Jakobsdóttir Kvistalandi 2, Reykjavík „„ Fjóla Jónsdóttir Espigerði 12, Reykjavík „„ Birgir Smári Ólason Hlíðarhjalla 65, Kópavogi 75 ára „„ Ásta Bryndís Gunnarsdóttir Flatahrauni 1, Hafnarfirði „„ Sigríður Eyjólfsdóttir Mávabraut 10c, Reykja- nesbæ „„ Sigurður Júlíusson Álfaskeiði 72, Hafnarfirði „„ Elsa Samúelsdóttir Brekkubyggð 79, Garðabæ „„ Edda Axelsdóttir Naustabryggju 2, Reykjavík „„ Annelene Gunnarsson Brautarlandi 13, Reykjavík 80 ára „„ Guðrún Björnsdóttir Giljalandi 15, Reykjavík „„ Áki Stefánsson Mýrarvegi 113, Akureyri „„ Guðrún Anna Kristinsdóttir Víðilundi 20, Akureyri 85 ára „„ María Jónsdóttir Furugerði 1, Reykjavík „„ Guðrún Jónsdóttir Hítardal, Borgarnesi „„ Sigurbjörn Þorsteinsson Akurgerði 11b, Akureyri „„ Guðrún Steins Jónsdóttir Brunnstíg 5, Hafn- arfirði 90 ára „„ Guðrún Ósk Isebarn Aðallandi 3, Reykjavík til hamingju hamingju afmæli 22. nóvember Magnús fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann var í Kárs- nesskóla og Snælandsskóla, stund- aði nám við Iðnskólann í Reykjavík í hárgreiðslu og lauk þaðan prófum og lauk BFA-prófi í leiklist frá Listahá- skóla Íslands 2007. Magnús var í sveit á sumrin á æsku- og unglingsárum í Trékyllis- vík á Ströndum, vann á bifreiða- verkstæði föður síns á unglingsárum með skóla. Hann hefur starfað á hár- greiðslustofunni Onix við Þverholt frá 1997. Magnús hefur leikið í hinum ýmsu verkum á undanförnum árum, einkum í Borgarleikhúsinu. Má þar nefna Fólkið í blokkinni og Milljarða- mærin snýr aftur. Magnús var tilnefndur til Grímu- verðlaunanna fyrir leik sinn í Full for Love sem var sýnt í Austurbæ (Silf- urtunglinu). Þá fékk hann, ásamt leikhópnum sem hann var hluti að, Grímuverðlaunin fyrir barna- og unglingaleikritið Bólu-Hjálmar, 2009. Fjölskylda Unnusta Magnúsar er Guðlaug Magnúsdóttir, f. 8.4. 1982, starfsmað- ur Actavis og fatahönnuður. Sonur Guðlaugar er Adam Freyr Aronsson, f. 29.4. 2004. Sonur Magnúsar og Guðlaugar er Hilmar Máni Magnússon, f. 27.8. 2009. Systkini Magnúsar eru Hrönn Ólöf Guðmundsdóttir, f. 1970, búsett í Bandaríkjunum; Elínbjörg Guð- mundsdóttir, f. 1973, sölumaður í Kópavogi; Ágúst Guðmundsson, f. 1979, atvinnurekandi í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar eru Guð- mundur Pétur Sigurjónsson, f. 4.8. 1951, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Þóra Björg Ágústsdóttir, f. 23.12. 1951, verslunarmaður í Reykjavík. Magnús Guðmundsson leikari og hárgreiðslumaður til hamingju afmæli 23. nóvember mánudagur 22. nóvember 2010 umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is ættfræði 21 70 ára á mánudag 30 ára á mánudag Jón fæddist í Keflavík en ólst upp í Garðinum. Hann var í Gerðaskóla, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, lauk þaðan stúdentsprófi 2001, lærði flug- virkjun í Tulsa í Bandaríkjunum og lauk þeim prófum 1999, stundaði nám í verkfræði við NTNU í Þránd- heimi og lauk þaðan MSc-prófi sem verkfræðingur árið 2007. Jón sinnti ýmsum sumarstörf- um á námsárunum en hefur starfað á verkfræðistofunni Mannvit frá út- skrift. Fjölskylda Unnusta Jóns er Elísabet Rúnars- dóttir, f. 28.4. 1982, verkfræðingur. Foreldrar Jóns eru Þórný Jó- hannsdóttir, f. 9.11. 1960, þjónustu- fulltrúi, og Heimir Már Maríuson, f. 1.7. 1960, sjómaður. Fósturfaðir Jóns er Ólafur Ólafs- son, f. 27.9. 1964, flugvirki. 30 ára á mánudag Jón Bergmann Heimisson verkfræðingur í reykjavík röng mynd með andlátsgrein: Myndabrengl Þau leiðinlegu og alvarlegu mistök áttu sér stað við vinnslu andláts- greinar í síðasta helgarblaði DV að röng mynd birt- ist með grein. Um var að ræða andlátsgrein um Guðmund Jóns- son píanóleikara sem var fæddur 13. nóvember 1929 en lést þann 11. nóvember sl.. Með greininni átti að birtast mynd af honum en þess í stað birtist mynd af alnafna hans, Guðmundi Jónssyni byggingarmeistara sem búsettur er á Höfn í Hornafirði. Guðmundur byggingarmeistari og fjölskylda hans eru beðin innilega velvirðingar á þessum leiðu mistök- um blaðsins, sem og aðstandendur Guðmundar píanóleikara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.