Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 10. desember 2010 föstudagur Opnunartími virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA www.xena.is Gönguskór St. 36-46 Verð áður 14.995 Verð nú 9.995 LEIÐRÉTTING Í bókablaði DV 8. desember var sagt að JPV væri útgefandi Gleði- leiksins guðdómlega eftir Dante í þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Hið rétta er Mál og menning. Smálánafyrirtæki hvetur fólk til að taka lán í desember: Þurfa ekki að greiða lán Smálánafyrirtækið Hraðpeningar hefur sent viðskiptavinum sínum smáskilaboð þar sem þeim er boð- ið að taka þátt í jólaleik nú í desem- ber. Leikurinn gengur út á að nöfn þeirra sem taka lán dagana 8. til 31. desember eru sett í pott. Á gamlárs- dag verða fjögur nöfn dregin úr pott- inum og fá þeir lánin gefins. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir þessa markaðssetningu Hraðpen- inga ekki ólöglega og ekki ósvipaða því sem önnur fyrirtæki hafa beitt. „Við höfum gagnrýnt starfsemi þess- ara smálánafyrirtækja vegna þeirra háu vaxta sem þau taka fyrir lánin. Í sjálfu sér geri ég enga athugasemd við markaðssetninguna sem slíka en ég vona að fólk fari ekki að flykkjast til að taka lán á þessum okurkjörum í þeirri von að verða dregið úr pottin- um,“ segir hann. Svo virðist sem fyrirtækin beini spjótum sínum að ungu fólki og þeim sem eru í peningavandræðum. Miðað við þá okurvexti sem boðið er upp á telur hann málið vera afskap- lega slæmt. Nú liggur fyrir frumvarp um starfsemi svokallaðra smálána- fyrirtækja og segist Jóhannes vonast til að það verði að lögum sem fyrst því það mun setja veruleg bönd á starfsemi þessara fyrirtækja. Smálánafyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir gífurlega háa vexti á lánum sínum. Þau bjóða upp á smá- lán með allt að 25 prósenta vöxtum sem greiðast þarf innan 15 daga. Það sem einna helst hefur verið gagnrýnt er að slík lán höfði til ungs fólks. gunnhildur@dv.is Okurlán Jóhannes segir jólaleik Hraðpeninga ekki ólöglegan. Mynd Stefán KarlSSOn BreSK dagBlöð: Ísland upp, Írland niður Stýrivaxtalækkun Seðlabankans á miðvikudag gefur til að kynna að mikil batamerki séu á íslenskum efnahag eftir stöðugan sam- drátt landsfram- leiðslu undan- farin misseri. Á sama tíma og Ís- land rís er Írland að sökkva eins og fjármálaskýrandi bresku blaðanna Guardian og Ob- server orðar það í grein á vef Guardian. Stýrivextir Seðlabankans voru lækkaðir í 4,5 prósent í gær sam- kvæmt ákvörðun peningastefnu- nefndar bankans. Breski fjármála- skýrandinn Philip Inman segir að á sama tíma sé staða Írlands, sem á dögunum fékk stórt lán, meðal ann- ars frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, langt frá því að vera komin í jafn- vægi. Hún eigi enn eftir að versna. „Þetta stóra neyðarlán frá Evr- ópusambandinu og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, sem Írland fékk í síðustu viku og samþykkt var í gær, ber þess merki að kreppan á Írlandi muni endast í fjöldamörg ár,“ segir Inman í greininni. Stjórnarandstað- an berjist nú fyrir því að rifta þeim neyðarsamningum sem gerðir voru og munu verða komandi kynslóðum þungur baggi. Inman ber stöðu Íslands og Ír- lands saman og vísar í þau vaxtakjör sem annars vegar Írar samþykktu og hins vegar vaxtakjörin sem Íslend- ingar fái vegna Icesave. Rætt hefur verið um að vextirnir vegna Icesave séu í kringum 2,8 prósent en vextirn- ir sem Írar hafa samþykkt að greiða af lánum sínum séu allt að 7 pró- sent. Hefur Brian Lenihan, fjármála- ráðherra Írlands, sagt að samningur- inn verði Írum hagstæður til lengri tíma. Ástæðan sé sú að það sé hag- kvæmara að vera innan evrusvæðis- ins en utan þess. Már guðmundsson Katrín Pétursdóttir í Lýsi, þáver- andi stjórnarmaður í Glitni, hlut- aðist til um lánveitingar frá bank- anum til mágs síns árið 2008 meðan hún sat í stjórn bankans. Þetta kemur fram í fundargerð áhættunefndar bankans frá 13. febrúar sem DV hefur undir hönd- um. Áhættunefndin varð hins vegar ekki við óskum Katrínar þrátt fyrir að hún þrýsti á um lánveitingarnar til mágsins. Katrín var hluthafi í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, og sat einnig í stjórn þess félags. Líkt og DV greindi frá á mið- vikudaginn bendir flest til að Katr- ín, ásamt Gunnlaugi Sævari Gunn- laugssyni, hafi eftir hrun sloppið við að greiða um milljarð króna sem þau voru í persónulegum ábyrgð- um fyrir vegna lána frá Glitni til eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar. Félagið fékk lán frá Glitni upp á um fjóra milljarða króna til að kaupa hlutabréf í FL Group árið 2007. Bankinn hefði getað gengið á þau Gunnlaug og Katrínu en gerði það ekki þegar fyrir lá að hlutabréfin í FL væru orðin verðlaus. Afskipti Katrínar af lánveiting- unum til mágs síns eru dæmi um afskipti stjórnarmanns í íslensk- um banka á árunum fyrir hrun sem ekki geta talist mjög eðlileg. Ekki hafa mörg slík dæmi litið dags- ins ljós hingað til. Frásögnin í bók Jónínu Benediktsdóttur um að hún hafi fengið afskrifuð lán hjá Kaup- þingi með hótunum í garð Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra bank- ans, er þó sambærilegt dæmi. Stakk upp á frekari lánveitingum Í fundargerð áhættunefndar bank- ans kemur fram að mágur Katrínar, Jón Sigurðarson, hafi verið með tvö lán í erlendum myntum sem verið hefðu í vanskilum síðan árið 2003. Jón er kvæntur systur Katrínar, Sigríði Svönu Pétursdóttur. Lánin námu samtals 42 milljónum króna þegar þarna var komið sögu og tók Jón þau upphaflega til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu Scandesa. Hlutabréfin voru orðin verðlaus í ársbyrjun 2008. Í fundargerðinni kemur fram að vegna vanskilanna hafi verið tekið fjárnám í fasteign Jóns í Sörlaskjóli og að fara ætti fram nauðungar- uppboð á eigninni þann 20. febrú- ar 2008. Ráðgerði áhættunefndin að um 62 milljónir myndu fást fyr- ir húsið og að bankinn fengi um 30 milljónir króna upp í kröfu sína þar sem annar aðili ætti 32 milljóna kröfu í söluandvirði hússins á fyrsta veðrétti. Jón stóð því frammi fyrir því að missa hús sitt á þessum tíma vegna skulda. Katrín sendi hins vegar erindi til áhættunefndarinnar sem var ætl- að að bjarga Jóni frá því að missa hús sitt á nauðungaruppboði. Hug- myndin var þá væntanlega sú að Glitnir lánaði Jóni til að greiða nið- ur önnur lán við bankann sjálfan. Stakk upp á 49 milljóna lánum Erindið frá Katrínu gekk út á að stinga upp á að Glitnir myndi veita Jóni tvö lán upp á samtals 49 millj- ónir króna. Þannig hefði Jón vænt- anlega getað greitt niður skuldir sínar og haldið húsinu. Í fundar- gerðinni kemur fram að Katrín hafi gengið erinda Jóns hjá bankanum. Orðrétt segir í fundargerðinni: „Jón er mágur Katrínar Pétursdóttur og hefur hún nýverið gengið mála hans hjá bankanum og hefur lög- fræðideild bankans annast inn- heimtu málsins. Katrín hefur far- ið þess á leit við bankann að Jóni verði veitt 2 lán annað 39 m.kr. til 25 ára afborgunarlaust í 1 ár og hitt 10 m.kr. afborgunarlaust í 1 ár. Greiðslugeta Jóns er lítil sem engin, en áhvílandi lán á fremri veðréttum eru nokkurn veginn í skilum.“ Þrátt fyrir þessa beiðni Katrínar hafnaði lánanefndin erindi hennar, meðal annars á þeim forsendum að Jón hefði verið í vanskilum í langan tíma. Í fundargerðinni segir: „Lagt er til að erindi Katrínar og Jóns verði synjað og eignin seld nauð- ungarsölu, hafi greiðsla ekki borist fyrir uppboðsdag.“ Áhættunefndin stóð því af sér afskipti Katrínar og tók ákvörðun um lánveitingarnar út frá staðreyndum málsins. Fasteign Jóns var þó ekki seld á nauðungaruppboði og er ennþá skráð á hann í dag. Engin fleiri lán hafa bæst við veðbandayfirlit húss- ins frá því þetta var. Aftast í veðrétt- arröðinni er fjárnám frá Glitni upp á nærri 34 milljónir króna sem er á áttunda veðrétti. Greiðslugeta Jóns er lítil sem engin. KATRÍN BAÐ UM LÁN HANDA MÁGI SÍNUM Katrín Pétursdóttir, stjórnarmaður í Glitni, gekk erinda skuldugs mágs síns innan bankans árið 2008. Mágurinn stóð frammi fyrir því að missa hús sitt á nauðungarupp- boði vegna skulda við Glitni. Áhættunefnd Glitnis hafnaði tillögu Katrínar um að lána máginum 49 milljónir króna og sagði greiðslugetu hans litla sem enga. Stjórnarmenn í héraðsdómi Katrín sést hér í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra ásamt öðrum fyrrverandi stjórnarmönnum í Glitni. Vilhjálmur Bjarnason stefndi þeim vegna kaupa Glitnis á hlutabréfum af Bjarna Ármannssyni. ingi f. vilhjálMSSOn fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is erindinu synjað Áhættunefnd Glitnis synjaði erindi frá Katrínu Pétursdóttur í febrúar 2008 þar sem hún bað Glitni um að lána mági sínum tæpar 50 milljónir króna. Mágur hennar var þá kominn í greiðsluerfiðleika og stóð frammi fyrir því að missa hús sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.