Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Sérstakur rannsóknardómari í Lúxemborg hefur tekið ákvörðun um hvort embætti sérstaks sak- sóknara, Ólafs Þórs Haukssonar, fái send gögn sem hald var lagt á í húsleitum þar í landi í febrú- ar og maí á þessu ári vegna rann- sóknarinnar á Kaupþingsmál- inu, samkvæmt heimildum DV. Ákvörðunin var tekin í lok síðasta mánaðar. Embætti saksóknara hefur enn ekki fengið neitt af þeim gögnum sem lagt var hald á í hús- leitunum vegna þess að beðið hef- ur verið eftir niðurstöðu dómstóls- ins í Lúxemborg. Embætti Ólafs fór fram á réttar- aðstoð við húsleitina með beiðni sem kallast réttarbeiðni á íslensku eða „derogatory request“ á ensku. Þetta er gert þegar yfirvöld í einu landi þurfa aðstoð yfirvalda í öðru en embætti sérstaks saksóknara hefur ekki lögsögu til að fara til Lúxemborgar og framkvæma slík- ar húsleitir sjálft. Dómstóll þurfti svo að vega og meta hvort senda ætti gögnin til ákæruvaldsins sem bað um aðstoðina. Nú hefur verið úrskurðað sérstökum saksóknara í vil, samkvæmt heimildum DV. Telur að saksóknari eigi að fá gögnin Embætti sérstaks saksóknara hef- ur þó ekki borist niðurstaðan, samkvæmt heimildum DV. Heim- ildir DV herma að dómarinn í Lúx- emborg hafi ákveðið að embætti Ólafs fái gögnin úr húsleitunum send hingað til lands. Bið sérstaks saksóknara eftir gögnunum frá Lúxemborg hefur verið löng þar sem gögnin eru lykilatriði í rann- sókninni á málefnum Kaupþings. Húsleitirnar voru framkvæmd- ar þar í landi í febrúar og maí 2010, líkt og áður segir, fyrir hönd emb- ættis sérstaks saksóknara vegna rannsóknarinnar á málefnum Kaupþings. Meðal annars var um að ræða húsleitir í höfuðstöðvum Banque Havilland, áður Kaup- þingi, í Lúxemborg. Lagt var hald á mikið magn af gögnum í húsleit- unum og geta þau hugsanlega nýst embætti Ólafs Haukssonar í rann- sóknunum á málefnum Kaup- þings. Rannsóknin snýst meðal ann- ars að meintri markaðsmisnotk- un Kaupþings á árunum fyrir ís- lenska efnahagshrunið en talið er að þessi misnotkun hafi meðal annars farið fram í gegnum útibú Kaupþings í Lúxemborg – bank- inn heitir Banque Havilland í dag. Nokkrir af helstu stjórnendum Kaupþings voru yfirheyrðir fyrr á árinu í tengslum við rannsókn sér- staks saksóknara, meðal annars Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, og að- stoðarforstjórinn Ingólfur Helga- son. Áfrýjun möguleg Heimildir DV herma að málsaðil- ar, meðal annars fyrrverandi for- svarsmenn Kaupþings og for- svarsmenn Banque Havilland í Lúxemborg, hafi gert athugasemd- ir við það hvernig lagt var hald á gögnin í bankanum sem snerta rannsókn sérstaks saksóknara. For- svarsmenn bankans geta skotið niðurstöðu rannsóknardómarans til æðri dómstóls þar í landi. Æðri dómstóllinn þarf þá að ákveða hvort hann samþykkir niðurstöðu lægri dómstólsins eða ekki. Heimildir DV herma að með- ferðin á málinu hjá æðri dómstóln- um í Lúxemborg muni ekki taka mjög langan tíma. Bið saksóknara eftir gögnunum, eða svari frá Lúx- emborg, ætti því að vera farin að styttast. Vel gæti hins vegar farið svo, eftir að sérstakur saksóknari fær gögnin frá Lúxemborg í hendurnar, að kalla þurfi Kaupþingsmenn til yfirheyrslu aftur. Svo gæti hins vegar vel far- ið, eftir að sérstakur saksóknari fær gögnin frá Lúxemborg í hend- urnar, að kalla þurfi Kaupþingsmenn til yfirheyrslu aftur. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Dómstóll í Lúxemborg hefur tekið ákvörðun um hvort embætti sérstaks saksóknara fái aðgang að Kaup- þingsgögnunum frá Lúxemborg. Heimildir DV herma að embætti saksóknara fái gögnin sem lagt var hald á í húsleitum þar í landi fyrr á þessu ári. Málsaðilar geta áfrýjað niðurstöðu dómstólsins. Gögnin frá Lúxemborg munu geta hjálpað saksóknara að ná betur utan um rannsóknina á Kaupþingsmálinu. FÁ LÍKLEGA GÖGN FRÁ LÚXEMBORG Beðið eftir gögnunum Embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, hefur beðið eftir gögnunum frá Lúxemborg um nokkurt skeið en dómstóll þar í landi þurfti að taka ákvörðun um hvort senda ætti gögnin til Íslands. Lagt var hald á gögnin í mikilli rassíu hér á landi og í Lúxemborg þar sem Hreiðar Már Sigurðsson var meðal annars yfirheyrður. Lykilatriði Gögnin frá Lúxemborg eru algert lykilatriði í rannsókninni á Kaupþingi sem farið hefur fram hjá sérstökum saksókn- ara. Biðin eftir þeim gæti nú verið að styttast. Gjafavörur í miklu úrvali frá Weber - Grill og fylgihlutir Sölustaðir : Járn & Gler hf. – Garðheimar – Húsasmiðjan - Búsáhöld Kringlunni - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.