Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 10
10 FRÉTTIR 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Sérstakur rannsóknardómari í Lúxemborg hefur tekið ákvörðun um hvort embætti sérstaks sak- sóknara, Ólafs Þórs Haukssonar, fái send gögn sem hald var lagt á í húsleitum þar í landi í febrú- ar og maí á þessu ári vegna rann- sóknarinnar á Kaupþingsmál- inu, samkvæmt heimildum DV. Ákvörðunin var tekin í lok síðasta mánaðar. Embætti saksóknara hefur enn ekki fengið neitt af þeim gögnum sem lagt var hald á í hús- leitunum vegna þess að beðið hef- ur verið eftir niðurstöðu dómstóls- ins í Lúxemborg. Embætti Ólafs fór fram á réttar- aðstoð við húsleitina með beiðni sem kallast réttarbeiðni á íslensku eða „derogatory request“ á ensku. Þetta er gert þegar yfirvöld í einu landi þurfa aðstoð yfirvalda í öðru en embætti sérstaks saksóknara hefur ekki lögsögu til að fara til Lúxemborgar og framkvæma slík- ar húsleitir sjálft. Dómstóll þurfti svo að vega og meta hvort senda ætti gögnin til ákæruvaldsins sem bað um aðstoðina. Nú hefur verið úrskurðað sérstökum saksóknara í vil, samkvæmt heimildum DV. Telur að saksóknari eigi að fá gögnin Embætti sérstaks saksóknara hef- ur þó ekki borist niðurstaðan, samkvæmt heimildum DV. Heim- ildir DV herma að dómarinn í Lúx- emborg hafi ákveðið að embætti Ólafs fái gögnin úr húsleitunum send hingað til lands. Bið sérstaks saksóknara eftir gögnunum frá Lúxemborg hefur verið löng þar sem gögnin eru lykilatriði í rann- sókninni á málefnum Kaupþings. Húsleitirnar voru framkvæmd- ar þar í landi í febrúar og maí 2010, líkt og áður segir, fyrir hönd emb- ættis sérstaks saksóknara vegna rannsóknarinnar á málefnum Kaupþings. Meðal annars var um að ræða húsleitir í höfuðstöðvum Banque Havilland, áður Kaup- þingi, í Lúxemborg. Lagt var hald á mikið magn af gögnum í húsleit- unum og geta þau hugsanlega nýst embætti Ólafs Haukssonar í rann- sóknunum á málefnum Kaup- þings. Rannsóknin snýst meðal ann- ars að meintri markaðsmisnotk- un Kaupþings á árunum fyrir ís- lenska efnahagshrunið en talið er að þessi misnotkun hafi meðal annars farið fram í gegnum útibú Kaupþings í Lúxemborg – bank- inn heitir Banque Havilland í dag. Nokkrir af helstu stjórnendum Kaupþings voru yfirheyrðir fyrr á árinu í tengslum við rannsókn sér- staks saksóknara, meðal annars Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, og að- stoðarforstjórinn Ingólfur Helga- son. Áfrýjun möguleg Heimildir DV herma að málsaðil- ar, meðal annars fyrrverandi for- svarsmenn Kaupþings og for- svarsmenn Banque Havilland í Lúxemborg, hafi gert athugasemd- ir við það hvernig lagt var hald á gögnin í bankanum sem snerta rannsókn sérstaks saksóknara. For- svarsmenn bankans geta skotið niðurstöðu rannsóknardómarans til æðri dómstóls þar í landi. Æðri dómstóllinn þarf þá að ákveða hvort hann samþykkir niðurstöðu lægri dómstólsins eða ekki. Heimildir DV herma að með- ferðin á málinu hjá æðri dómstóln- um í Lúxemborg muni ekki taka mjög langan tíma. Bið saksóknara eftir gögnunum, eða svari frá Lúx- emborg, ætti því að vera farin að styttast. Vel gæti hins vegar farið svo, eftir að sérstakur saksóknari fær gögnin frá Lúxemborg í hendurnar, að kalla þurfi Kaupþingsmenn til yfirheyrslu aftur. Svo gæti hins vegar vel far- ið, eftir að sérstakur saksóknari fær gögnin frá Lúxemborg í hend- urnar, að kalla þurfi Kaupþingsmenn til yfirheyrslu aftur. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Dómstóll í Lúxemborg hefur tekið ákvörðun um hvort embætti sérstaks saksóknara fái aðgang að Kaup- þingsgögnunum frá Lúxemborg. Heimildir DV herma að embætti saksóknara fái gögnin sem lagt var hald á í húsleitum þar í landi fyrr á þessu ári. Málsaðilar geta áfrýjað niðurstöðu dómstólsins. Gögnin frá Lúxemborg munu geta hjálpað saksóknara að ná betur utan um rannsóknina á Kaupþingsmálinu. FÁ LÍKLEGA GÖGN FRÁ LÚXEMBORG Beðið eftir gögnunum Embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, hefur beðið eftir gögnunum frá Lúxemborg um nokkurt skeið en dómstóll þar í landi þurfti að taka ákvörðun um hvort senda ætti gögnin til Íslands. Lagt var hald á gögnin í mikilli rassíu hér á landi og í Lúxemborg þar sem Hreiðar Már Sigurðsson var meðal annars yfirheyrður. Lykilatriði Gögnin frá Lúxemborg eru algert lykilatriði í rannsókninni á Kaupþingi sem farið hefur fram hjá sérstökum saksókn- ara. Biðin eftir þeim gæti nú verið að styttast. Gjafavörur í miklu úrvali frá Weber - Grill og fylgihlutir Sölustaðir : Járn & Gler hf. – Garðheimar – Húsasmiðjan - Búsáhöld Kringlunni - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.