Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 11
FÖSTUDAGUR 10. desember 2010 FRÉTTIR 11
„Vonandi geta þeir komið með tölv-
una mína sem fyrst,“ segir ungur
piltur á Akureyri sem er einn þeirra
sem sætir rannsókn lögreglu vegna
meints ólöglegs niðurhals. Húsleitir
voru gerðar á níu stöðum í síðustu
viku vegna rannsóknar lögreglunn-
ar, en það eru samtök myndrétthafa,
SMÁÍS, sem fóru fram á rannsókn-
ina. Faðir drengsins segir að mál-
ið hafi komið foreldrunum í opna
skjöldu. Vegna ungs aldurs er piltur-
inn ekki nafngreindur.
Stórnotandi
„Mér náttúrulega brá eins og við
mátti búast,“ segir pilturinn. „Ég var
tekinn niður á lögreglustöð og var
í gæsluvarðhaldi þangað til ég fór
í yfirheyrslu.“ Spurður um nánari
upplýsingar um málið segir hann
einfaldlega: „Ég get ekkert sagt um
það. Nó komment.“ Pilturinn segist
ekki hafa dreift efni, einungis sótt
það, og bendir á að umdeilt sé hvort
ólöglegt sé að hala niður höfundar-
réttarvörðu efni. Óumdeilt er þó að
ólöglegt er að deila höfundarréttar-
vörðu efni.
Pilturinn viðurkennir að hafa
verið stórnotandi á netinu og hal-
að niður töluverðu efni. Hann segir
magn efnisins ekki mælt í terabæt-
um heldur gígabætum. Terabæti
jafngildir eitt þúsund gígabætum,
en gígabæti jafngildir eitt þúsund
megabætum.
Grandalausir foreldrar
Faðir piltsins segir málið hafa komið
sér og konu sinni algjörlega í opna
skjöldu. „Þeir bara fóru hérna inn.
Þeir tóku bara tölvu og skoðuðu
hana, svo kemur bara í ljós hvað
kemur út úr þessu,“ segir hann.
„Mjög illa, við erum í sjokki eftir
þetta,“ segir hann aðspurður hvern-
ig honum og konu hans vegna máls-
ins. Hann segir að hann og móðir
piltsins hafi ekki verið meðvituð um
hvað væri í gangi á heimilinu. Hann
segist ekki hafa orðið var við óvenju-
lega háa reikninga fyrir netnotkun.
„Við borgum bara fast gjald.“
Langur aðdragandi
Í tilkynningu frá lögreglunni vegna
málsins kemur fram að málið hafi ver-
ið til rannsóknar um nokkurt skeið.
Þar segir einnig að upphaf málsins
megi rekja til stefnu sem SMÁÍS lagði
fram sem snéri að bæði niðurhali og
dreifingu á höfundarréttarvörðu efni.
Alls sæta tíu einstaklingar, á aldrin-
um fimmtán til tuttugu ára, rannsókn
í málinu en húsleitirnar voru gerð-
ar á sjö stöðum á Akureyri og tveim-
ur stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmenn ríkislögreglustjóra auk
lögreglunnar á Akureyri aðstoðuðu
við framkvæmd húsleitanna en mál-
ið er alfarið í höndum lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Ungur piltur sem sætir rannsókn lög-
reglu vegna meints ólöglegs niðurhals
segir sér hafa verið brugðið þegar húsleit
var gerð heima hjá honum. Faðir piltsins
segist ekki hafa haft nokkurn grun um að
ólöglegt athæfi ætti sér stað á heimilinu.
„ERUM Í SJOKKI
EFTIR ÞETTA“ Þeir bara fóru hérna inn. Þeir tóku bara tölvu og skoðuðu hana.
AÐALSTEINN KJARTANSSON
blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is
Húsleit Húsleit var gerð á níu stöðum vegna málsins. Málið á sér langan aðdraganda.
Ólöglegt Pilturinn segist ekki hafa
deilt efni, einungis halað því niður.
Eingöngu vaxtakostnaður fellur á íslenska ríkið vegna Icesave:
Eignir Landsbankans sagðar duga
Eingöngu vaxtakostnaður mun
falla á ríkissjóð vegna Icesave-
samkomulagsins en Icesave-nefnd
Íslands telur að kostnaður sem
falli á ríkið verði innan við fimmtíu
milljarðar króna, eða þrjú prósent
af landsframleiðslu. Uppsafnað-
ir vextir koma til greiðslu á næsta
ári en þeir nema um 26 milljörð-
um króna, þar af sex milljarðar úr
ríkissjóði.
Greiðslum vegna Icesave verð-
ur að fullu lokið árið 2016 að mati
samninganefndarinnar. Nefndin
hafði samið um nýtt Icesave-sam-
komulag síðan snemma á þessu ári
og lauk samningsgerð í London á
miðvikudag. Helsti vandi nefndar-
innar var að komast að samkomu-
lagi um endurgreiðslur á skaðabót-
um þegar enginn veit hversu háar
fjárhæðir er um að ræða, að sögn
Lee Buchheit, formanns íslensku
Icesave-nefndarinnar. Hann seg-
ir að gert sé ráð fyrir því að eignir
Landsbankans myndu duga til að
greiða Icesave- skuldina að mestu,
ef ekki öllu leyti. Enginn getur þó
tryggt að svo verði sagði Buchheit.
Að mati Bjarna Benediktsson-
ar, formanns Sjálfstæðisflokksins,
er nýi samningurinn tvö hundruð
milljörðum króna hagstæðari en
sá fyrri og þurfa þeir sem reyndu
að keyra fyrri samninginn í gegn
að svara fyrir gjörðir sínar. Þetta
kom fram í kvöldfréttum Ríkis-
sjónvarpsins. Þór Saari, þingmað-
ur Hreyfingarinnar, sagði að bank-
arnir ættu að gefa almenningi frí
frá þeim byrðum sem eftir standa
af Icesave-samningnum. Það yrði
gert með því að það sem eftir
standi út af borðinu eigi bankarnir
að geta tekið á sig án þess að finna
sérstaklega fyrir því.
Samkomulagið kveður á um
að Íslendingar greiði Hollend-
ingum þrjú prósent vexti og Bret-
um 3,3 prósenta vexti vegna auk-
ins kostnaðar. Það eru umtalsvert
lægri vextir en samninganefnd
Svavars Gestssonar og samninga-
nefnd Breta og Hollendinga kom-
ust að niðurstöðu um á síðasta ári
en í því samkomulagi var kveðið á
um að Íslendingar greiddu 5,5 pró-
senta vexti af láninu. birgir@dv.is
Blaðamannafundur Samninganefnd
um Icesave hélt blaðamannafund á
fimmtudaginn í Iðnó.