Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 14
14 fréttir 10. desember 2010 föstudagur Sjálfstæðisflokkurinn stefndi á síð- ustu öld að því að hafa trúnaðar- menn í öllum fyrirtækjum í höfuð- borginni með fleiri en tíu í starfsliði og fylgdist með skoðunum fólks. Þetta kemur fram í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um ævi Gunnars Thoroddsen. Gunnar var einn helsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins upp úr miðri síðustu öld og var borgarstjóri í 12 ár, frá 1947 til 1959. Með nokkrum stuðningsmönnum innan Sjálf- stæðisflokksins myndaði hann rík- isstjórn með Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu árið 1980 og sat sem forsætisráðherra til árs- ins 1983. Hann lést aðeins örfáum mánuðum síðar sama ár úr hvít- blæði. Í bók Guðna um stjórnmálafor- ingjann segir frá undirbúningi sveit- arstjórnarkosninganna árið 1958. Fyrir þær kosningar hafði ríkisstjórn Hermanns Jónassonar beitt sér fyr- ir breytingum á kosningalögum. Breytingarnar fólu meðal annars í sér að fulltrúar stjórnmálaflokk- anna gátu ekki lengur fylgst með því á kjörstað hverjir hefðu neytt kosn- ingaréttar. Sjálfstæðismenn urðu að breyta „kosningamaskínu“ sinni með hliðsjón af því undir styrkri stjórn Baldvins Tryggvasonar og Birgis Kjaran. Á blaðsíðu 260 í bók- inni segir: „Flokksvélin mikla var í meginatriðum óbreytt: Reykjavík var skipt í 120 umdæmi og voru að jafnaði 5–10 fulltrúar í hverju þeirra (samtals 654 snemma árs 1957). Þeir skráðu stjórnmálaskoðanir ná- granna sinna og voru þær upplýs- ingar færðar í skrár í Valhöll, höfuð- stöðvum flokksins við Suðurgötu. Svo kappsamir voru þeir Baldvin og Birgir að þeir þekktu fulltrúana nær alla með nafni og mundu jafn- vel símanúmer þeirra. Á vinnustöð- um kom öflugt trúnaðarmannakerfi einnig að gagni. Þar fylgdust sjálf- stæðismenn með spjalli félaganna um daginn og veginn og komu sjón- armiðum þeirra í stjórnmálum á framfæri í Valhöll. Stefndi flokkur- inn að því að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrirtækjum með fleiri en tíu í starfsliði og skyldi sérhver þeirra vera „trúverðugur og dugandi mað- ur“ (árið 1957 átti Sjálfstæðisflokk- urinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnustöðum).“ Valdakerfið og fórnarlömbin Frásögnin um valdakerfi Sjálfstæð- isflokksins á þessum tíma virðist koma heim og saman við frásögn Einars Olgeirssonar, eins helsta leiðtoga íslenskra sósíalista á síð- ustu öld. Í viðtalsbók Jóns Guðnason- ar frá áttunda áratug síðustu ald- ar gefur Einar eftirfarandi lýsingu á pólitísku eftirliti með skoðunum vinstrimanna og skoðanakúgun sem tengdist NATO og veru Banda- ríkjahers í landinu: „Hernámssinn- ar, sem titluðu sig lýðræðissinna, veigruðu sér hvergi við að beita per- sónunjósnum, atvinnuofsóknum og beinni og óbeinni skoðanakúg- un. Fátt eitt af þessum ófögru at- höfnum þeirra hefur verið skrásett, enda hafa aðeins fáeinir, sem urðu fyrir barðinu á þessum ófögnuði, sagt frá reynslu sinni opinberlega. Þögnin um þessa óhæfu stafar af því meðal annars að menn hafa ótt- ast reiði yfirvalda og ekki viljað láta koma sér algerlega út úr húsi.“ Djúp áhrif á lífshlaup manna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og stjórnmálafræðing- ur, ræddi stuttlega í Mannlífsvið- tali haustið 2009 hvernig skoðan- ir og djúpstæðar pólitískar deilur hefðu klofið þjóðina á síðustu öld með þeim hætti sem Einar Olgeirs- son lýsir. Ólafur var spurður um það hvort aðildarumsókn að ESB mundi auka á sundrungu. Hann taldi ekk- ert einfalt svar við því en sagði: „Ef hins vegar þeir sem að málinu koma tala í sífellu eins og trúboðar, hand- hafar hins heilaga sannleika, þá get- ur málið lent í öngstræti átaka og klofnings, líkt og gerðist með aðild- ina að NATO og deiluna um herinn á sínum tíma. Það er kannski erf- itt fyrir yngri kynslóðir að átta sig á því hvernig þau mál klufu þjóðina, klufu fjölskyldur í andstæðar fylk- ingar, komu í veg fyrir að margir fengju að njóta sannmælis á sviði lista, vísinda og menningar. Mönn- um var skipað í fylkingar á grund- velli afstöðunnar til þessara mála. Allt sem þeir gerðu var dæmt í ljósi þess hvort þeir voru með eða á móti NATO, með eða á móti hernum.“ Flokkssjóðurinn Fleiri heimildir um gangverk valda- kerfis Sjálfstæðisflokksins hafa komið fram á síðari árum. Eina þeirra er að finna í „Jónsbók“ sem Einar Kárason rithöfundur skrásetti um athafnamanninn Jón Ólafsson, en bókin kom út árið 2005. Sagt er meðal annars frá tilraunum Jóns til að gera sig gildandi innan Sjálfstæð- isflokksins en einnig frá því hvernig hann bauð forystu flokksins birg- inn. Jón var einn helsti eigandi Ís- lenska útvarpsfélagsins, síðar Norð- urljósa, sem ráku Stöð 2, Bylgjuna og fleiri ljósvakamiðla. Á blaðsíðu 421 stendur: „Auðvitað má segja að Jón og félagar hafi verið að safna glóðum elds að höfði sér með því að vera með derring við Flokkinn. Það má til dæmis segja frá því að fyrst um sinn eftir að Sýn varð að alvöru- sjónvarpsstöð árið 1995 var heim- ilisfang hennar á Suðurlandsbraut 4a, lögmannsskrifstofu stjórnarfor- mannsins Sigurðar G. Guðjónsson- ar. Og þangað komu um það leyti stafnbúar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson, fyrir hönd fjármálaráðs- ins, og sögðu Sigurði að ÍÚ (Íslenska útvarpsfélagið) ætti að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú upp- hæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu fyrirtækisins. En Sigurður svaraði því til að þeir myndu ekki borga í flokkssjóði. Félagið hefði þá stefnu að styrkja pólitískar hreyfing- ar í kringum kosningar, og þá með því að bjóða þeim öllum 50% afslátt af auglýsingaverði. Svo að mennirnir fóru tómhent- ir á dyr. Jón segir núna að í ljósi sögunn- ar hefði líklega verið viturlegra af Sigga að borga þetta – bara til að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir miklu veseni. [...] Um and- byrinn sem hann fór nú að mæta má nefna ýmis dæmi, og fyrst er rétt að líta á hasarinn sem varð í kring- um söluna á Fjárfestingabanka at- vinnulífsins – FBA.“ Mikið fé Þess ber að geta að Jón Ólafsson var einn fjögurra manna sem náðu undirtökunum í FBA sem stofnað- ur var úr opinberum sjóðum með- al annars í sjávarútvegi og landbún- aði. Á núvirði jafngilda 5 milljónir króna um 8 til 9 milljónum króna. Samkvæmt því gjaldi sem ÍÚ átti að greiða í flokkssjóði Sjálfstæð- isflokksins árið 1995 á grundvelli stærðar og veltu hefði Eimskipafé- lag Íslands átt að greiða yfir 30 millj- ónir króna í flokkssjóðina sama ár. Um þetta er engar upplýsingar að hafa, en dæmið er reiknað út frá stærð og veltu beggja fyrirtækjanna, ÍÚ og Eimskips árið 1995. Sjálfstæðisflokkurinn átti nærri 400 trúnaðarmenn skráða á vinnustöðum á sjötta áratug síðustu aldar. Í bók Guðna Th. Jóhannessonar um ævi Gunnars Thoroddsen kemur fram að fulltrúarnir hafi skráð stjórnmálaskoðanir nágranna og þær verið færðar í skrár í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins sem þá voru við Suðurgötu í Reykjavík. Útsendarar flokksins skráðu skoðanir fólks Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Stefndi flokk-urinn að því að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrirtækjum með fleiri en tíu í starfsliði og skyldi sér- hver þeirra vera „trú- verðugur og dugandi maður“ (árið 1957 átti Sjálfstæðisflokkurinn 392 skráða trúnaðar- menn á vinnustöðum). Valhöll TrúnaðarmennSjálfstæðis- flokksinskomusérfyrirífyrir- tækjum,fylgdustmeðpólitískum skoðunumstarfsmannaogkomu upplýsingunumáframfæriíValhöll. Merkur stjórnmálaforingi Gunnar ThoroddsenvarborgarstjóriReykja- víkurí12áruppúrmiðrisíðustuöld. Hannvarðforsætisráðherra1980. Flokksvélin GuðniTh.Jóhannesson sagnfræðingursegirfráþvíað „flokksvélin“hafiskiptborginnií120 umdæmiogíhverjuþeirrahafiverið5 til10virkirfulltrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.