Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 16
16 fréttir 10. desember 2010 föstudagur Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi stjórnarformaður N1 og BNT, keypti sér íbúð í furstadæm- inu Dúbaí, sem er eitt af Samein- uðu arabísku furstadæmunum, árið 2006. Bjarni átti íbúðina með að minnsta kosti tveimur öðrum mönnum. Þetta segir Bjarni í sam- tali við DV þegar hann er spurð- ur út í tölvupóstsamskipti frá því í október í fyrra, á milli hans og tveggja annarra manna, sem DV hefur undir höndum. Tölvupóst- samskiptin áttu sér stað síðla árs í fyrra og snúast um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna sölu á íbúðinni í Dúbaí að sögn Bjarna. Íbúðin er að minnsta kosti önnur íbúðin sem Bjarni er skráður fyr- ir í útlöndum en hann aðra íbúð í borginni Miami í Bandaríkjunum. Aðspurður segir Bjarni: „Málið er einfaldlega það að fyrir fjórum árum keypti ég eina íbúð í Dúbaí. Nú hefur hún verið seld... Þetta eru löngu afstaðin viðskipti. Það sem þú ert að spyrja mig um er ómerkileg endurgreiðsla á útlögð- um kostnaði... Þetta er lokafrá- gangur á útlögðum kostnaði eftir sölu eignarinnar... Þetta eru allt fullkomlega eðlileg viðskipti og allt framtalið í mínum skattfram- tölum.“ Í eignastýringu í Sviss Í tölvupóstsamskiptunum gefur Bjarni upp reikning í svissneska bankanum Julius Baer í Lausanne sem leggja átti inn á fjármuni, væntanlega vegna uppgjörsins á sölu íbúðarinnar. Aðspurður segir Bjarni að hann hafi verið í eigna- stýringu hjá Julius Baer-bank- anum í Sviss. „Ég hef verið með eignastýringu í Sviss. Ég hef verið í viðskiptum við Julius Baer-bank- anum í Sviss. Þeir hafa séð um eignastýringu fyrir mig.“ Bjarni segir að Íslendingur sem áður sá um eignastýringu fyr- ir Bjarna í íslenskum banka hafi hafið störf hjá Julius Baer og þá hafi Bjarni fært viðskipti sín yfir til svissneska bankans. „Þetta er einfaldlega þannig að íslenskur bankastarfsmaður, sem áður sá um eignastýringu fyrir mig, hóf störf í þessum banka og ég færði viðskipti mín yfir til hans,“ segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni að svissneski bankinn hafi aldrei séð um viðskipti fyrir hann í Dú- baí. „Sú eignaumsýsla sem þeir sjá um fyrir mig hefur ekkert með við- skipti í Dúbaí að gera.“ Tóku við endurgreiðslu Bjarni segir aðspurður að hann hafi einu sinni notað bankareikn- inginn í Sviss til að taka á móti nokkur þúsund dollara endur- greiðslu vegna útlagðs kostnaðar í Dúbaí. „Ég hef einu sinni tekið við nokkur þúsund dollara endur- greiðslu sem að þeir tóku við fyr- ir mína hönd og sem fóru í eigna- stýringu hjá bankanum. Þetta er allt saman á skattframtalinu mínu. Það er ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Bjarni Bjarni segir aðspurður að það sé af og frá að hann eigi nokkur hundruð milljónir króna inni á reikningnum í Sviss. „Nei, það er algerlega fráleit tala. Ég hef aldrei átt slíka peninga... Ég er ekki stór- eignamaður. Ég hef fyrst og fremst ávaxtað mínar eignir á Íslandi. En ég treysti þessum íslenska starfsmanni í þessum banka fyrir ákveðnum hluta af eignum mín- um. Það eru engin hlutabréf í því sambandi,“ segir Bjarni. Hann segist ekki vilja tjá sig um hverjir viðskiptafélagar hans hafi verið í íbúðakaupunum í Dúbaí. Tölvupóstsamskipti Bjarna Benediktssonar í október í fyrra. „Sent: Friday, October 23, 2009 10:21 AM Subject: FS: Reikningsnúmer Sælir, þetta voru 12.100 sem ég sendi til Dubai - skiptist á okkur 3. B ________________________________________ Frá: Bjarni Benediktsson Sent: 22. október 2009 16:12 Viðtakandi: 'agirb@simnet.is' Efni: RE: Reikningsnúmer Hvað ertu að bulla gamli ? Upp með hendur, niður með brækur, peningana ellegar ég slæ þig í rot! -----Original Message----- From: agirb@simnet.is [mailto:agirb@simnet.is] Sent: 22. október 2009 15:23 To: Bjarni Benediktsson Subject: Re: Reikningsnúmer takk fyir - það var nú óþarfi að senda mér stöðuna á reikningnum líka..... en takk samt ;-) ----- Upprunalegt skeyti ----- Frá: "Bjarni Benediktsson" <bjarniben@althingi.is> Til: "agirb@simnet.is" <agirb@simnet.is> Sent: Fimmtudagur, 22. október, 2009 14:54:00 GMT +00:00 Monrovia Efni: RE: Reikningsnúmer Sæll, hér er reikningurinn minn. Bestu kv. Bjarni Bank Julius Baer & Cie Ltd. Rue du Grand-Chêne 7-9 CH-1003 Lausanne Clearing 8515 Swift BAERCHZZ. Beneficiary of account : Benediktsson Bjarni 2120.333.01 USD CURRENT ACCOUNT IBAN CH59 0851 5026 0048 3200 1 -----Original Message----- From: agirb@simnet.is [mailto:agirb@simnet.is] Sent: 22. október 2009 10:04 To: baldvin; Bjarni Benediktsson Subject: Reikningsnúmer sælir, nú eru peningarnir að fara af stað og mig vantar DETAIL-AÐAR bankaupplýsingar frá ykkur hvert þeir eiga að koma fyrir hvern og einn. Sendið þið mér þetta sem fyrst - þyrfti helst að fá þetta í dag. kveðja ÆB=“ TölvupósTar bjarna ben Ég er ekki stór-eignamaður. Tölvupóstsamskipti á milli Bjarna Benediktssonar og viðskiptafélaga hans sýna fram á að formaðurinn keypti sér íbúð í Dúbaí árið 2006. Samskiptin sýna einnig að Bjarni á bankareikning í Sviss. Bjarni segir ekkert óeðlilegt við viðskiptin. Um hafi verið að ræða samskipti vegna endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna sölu á íbúðinni í Dúbaí. BJARNI KEYPTI SÉR ÍBÚÐ Í DÚBAÍ Í eignastýringu í Sviss Bjarni er í eigna- stýringu í svissneskum banka samkvæmt tölvupóstsamskiptum á milli hans og tveggja viðskiptafélaga hans í október í fyrra. Þar er rætt um uppgjör vegna sölu íbúðar í Dúbaí. Seldi íbúðina Bjarni segist hafa selt íbúðina í Dúbaí sem hann keypti árið 2006, Tölvu- póstsamskiptin snérust um uppgjör vegna sölu íbúðarinnar. Myndin er tekin í Dúbaí. IngI F. VIlhjálmSSon og TrauSTI haFSTeInSSon blaðamenn skrifa: ingi@dv.is og trausti@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.