Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 21
föstudagur 10. desember 2010 erlent 21
Kínversk yfirvöld munu hindra net-
aðgang að alþjóðlegum fréttasíðum
í dag, 10. desember. Þá hafa um 250
einstaklingar, sem taldir eru líklegir af
kínverskum yfirvöldum til að vera með
uppsteit, verið hnepptir í stofufang-
elsi. Ástæðan er einföld. Í Ósló mun
fara fram athöfn þar sem veitt verða
friðarverðlaun Nóbels, en þau komu
í hlut kínverska baráttumannsins Liu
Xiaobo í ár. Liu, sem barist hefur fyr-
ir tjáningarfrelsi og lýðræðisumbót-
um í Kína, situr hins vegar í fangelsi
í heimalandi sínu. Í fyrra var hann
dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir niður-
rifsstarfsemi gegn kínverska ríkinu.
Talið er að athöfnin í dag verði engu
að síður áhrifamikil, þar sem þetta er í
fyrsta sinn síðan 1935 sem verðlauna-
hafi verður ekki viðstaddur til að taka
á móti verðlaunum. Þá hlaut verðlaun-
in þýski blaðamaðurinn og friðarsinn-
inn Carl von Ossietzky en honum var
meinað að yfirgefa Þýskaland af nas-
istum. Samanburðurinn er því aug-
ljóslega vandræðalegur fyrir Kínverja.
Þrátt fyrir það telja Kínverjar sig
hafa unnið mikinn sigur í baráttu
sinni við Nóbelsverðlaunanefndina.
Vegna þrýstings frá Kína hafa 19 ríki
ákveðið að afþakka boð um að hafa
fulltrúa sína viðstadda verðlauna-
afhendinguna. Að sama skapi er sú
staðreynd talin ósigur fyrir Banda-
ríkin, en á meðal þessara 19 ríkja
eru nokkur sem talin hafa verið til
traustra bandamanna Bandaríkj-
anna. Þar á meðal eru Egyptaland,
Marokkó og Afganistan, en þau hafa
öll þegið umfangsmikla efnahagsað-
stoð frá Bandaríkjunum á undanförn-
um árum og áratugum.
Kínversk yfirvöld hafa hneppt 250 manns í stofufangelsi vegna Nóbelsverðlauna:
Á nálum vegna friðarnóbels
Í aðdraganda olíuslyssins á Mexíkóflóa í apríl síðastliðnum fór eftirlitsmaður í reyk-
ingapásu á ögurstundu. Hann hefði hugsanlega getað varað samstarfsmenn sína við
sprengingu sem varð skömmu síðar. Í henni létust 11 manns.
Komið hefur í ljós að starfsmaður á
borpalli olíufyrirtækisins British Pet-
rolium í Mexíkóflóa, sem lak allt að 10
milljónum lítra af olíu í einu stærsta
olíuslysi sögunnar, hefði getað varað
samstarfsmenn sína við sprengingu
á pallinum – ef hann hefði ekki verið
í reykingapásu. Sprengingin, sem olli
síðan lekanum, átti sér stað 20. apríl
síðastliðinn. Í henni létust 11 manns
og 17 slösuðust. Nú stendur banda-
ríska strandgæslan fyrir rannsókn á
tildrögum slyssins og komu þessar
upplýsingar í ljós í kjölfar yfirheyrslu
sem átti sér stað í síðustu viku.
Allt á fullt í reykingapásunni
Maðurinn, Joseph E. Keith að nafni,
starfaði sem „leðjueftirlitsmaður“
en hann fylgdist með magni leðju
sem fylgdi hráolíunni sem dælt er
upp úr olíulindinni. Ef hlutfallið
af hráolíu og gasi verður of mikið í
olíubrunninum sjálfum er nauð-
synlegt fyrir leðjueftirlitsmanninn
að láta vita – svo unnt sé að slaka
á dæluþrýstingi, en annars getur
myndast hætta á sprengingu. Það
er einmitt það sem gerðist í Mexíkó-
flóa, en Keith sagði við yfirheyrslu
að þegar hann hefði brugðið sér frá
eftirlitsstöð sinni hefðu mælar ekki
sýnt neitt sem benti til þess að hætta
væri yfirvofandi. Mælarnir munu
hafa farið á fullt í þær 10 mínútur
sem það tók Keith að ganga upp á
matstofu, fá sér kaffi og reykja sígar-
ettuna sína.
Gekk fram á lík og kastaði sér í
sjóinn
Þegar Keith sneri aftur sýndu mæl-
arnir ekkert óvenjulegt en sprenging-
in átti sér stað skömmu síðar. Sjálfur
varð hann ekki var við sprenginguna
fyrr en hálftíma síðar, þegar loftræsti-
tæki í klefa hans bráðnaði fyrir fram-
an augun á honum. Hann flýtti sér út
og gekk beint á látinn samstarfsfé-
laga. Hann náði að bjarga sér ásamt
113 öðrum starfsmönnum á borpall-
inum með því að kasta sér í sjóinn og
klifra upp í björgunarbát.
Framleiðendur eftirlitsbúnaðar
ósamvinnuþýðir
Bandaríska strandgæslan er ekki
eina stofnunin sem stendur að
rannsókn á tildrögum olíuslyss-
ins í Mexíkóflóa. Einnig stendur
yfir sjálfstæð rannsókn nefndar
sem skipuð var af forseta Banda-
ríkjanna, Barack Obama. Þeirri
nefnd hefur hins vegar orðið lít-
ið ágengt, ekki síst vegna skorts á
upplýsingum frá framleiðanda eft-
irlitsbúnaðar sem notaður var á
borpallinum. Fyrirtækið sem um
ræðir heitir National Oilwell Var-
co og hefur það séð British Petrol-
ium fyrir eftirlitsbúnaði á olíubor-
pöllum um árabil. Nýverið kom
fram í bréfi forsetanefndarinnar
að National Oilwell hindraði fram-
gang rannsóknarinnar. „Við höf-
um leitað eftir aðstoð frá Nation-
al Oilwell Varco í meira en mánuð
vegna málsins. Þeir hafa aðallega
verið ósamvinnuþýðir, annaðhvort
með því að neita að birta gögn
sem skipta máli eða tefja birtingu
þeirra.“
AfdrifArík
reykingApásA
björn teitsson
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Mælarnir munu hafa farið á fullt
í þær 10 mínútur sem
það tók Keith að ganga
upp á matstofu, fá sér
kaffi og reykja sígarett-
una sína.
olíuborpallur bP, Deepwater Horizon
Þessi mynd var tekin þegar reynt var að
slökkva elda í kjölfar sprengingarinnar.
Liu Xiaobo Situr í
fangelsi fyrir að krefjast
mannréttinda í Kína.
Winklevoss-tvíbur-
arnir stefna aftur
Tvíburabræðurnir Tyler og Camer-
on Winklevoss stefna stofnanda
Facebook á ný. Þeir höfðu áður
stefnt honum fyrir að stela hug-
myndinni að samskiptasíðunni
Facebook og unnu það mál. Út úr
því fengu þeir 65 milljónir dollara
en nú segja þeir stofnanda Face-
book, Mark Zuckerberg, hafa logið
til um virði Facebook og vilja fá
ótilgreinda upphæð frá honum í
skaðabætur.
Facebook hefur svarað þess-
ari stefnu og segja Winklevoss-
tvíburana þjást af eftirsjá eftir að
hafa samið um 65 milljóna dollara
skaðabætur frá Zuckerberg. Face-
book segir Zuckerberg ekki hafa
verið skyldugan til þess að greina
tvíburunum frá réttu virði síðunn-
ar.
Winklevoss-tvíburarnir eru
orðnir frekar þekktir eftir að kvik-
myndin um tilurð Facebook, The
Social Network, var tekin til sýn-
inga á þessu ári. Tvíburarnir fengu
upphaflega Zuckerberg til þess að
búa til samskiptavef fyrir Harvard-
háskólann. Zuckerberg samþykkti
það en skildi við verkefnið til þess
að vinna að sínu eigin sem varð á
endanum Facebook.
Zuckerberg gefur
auðæfin
Auk þess sem Mark Zuckerberg,
stofnandi Facebook, þarf að verj-
ast fornum fjendum hefur hann
tilkynnt að hann hyggist gefa auð-
æfi sín til góðgerðamála. Sautján
bandarískir milljarðamæringar
til viðbótar hafa slegist í lið með
Warren Buffet og Bill Gates í átaki
sem miðar að því að þeir allra rík-
ustu gefi að minnsta kosti helming
allra sinna auðæfi til góðgerðar-
mála. Ýmist á meðan þeir lifa eða
eftir að þeir eru allir. Zuckerberg
er einn af þeim þekktari sem ný-
lega gekk til liðs við The Giving
Pledge-átakið. Fimmtíu og sjö
milljarðamæringar hafa nú heitið
því að gefa auðæfi sín til góðgerð-
armála.
Samtök Buffets og Gates taka
ekki við neinum peningum sjálf
en gera þess í stað heiðursmanna-
samkomulag við auðmenn um að
gefa auðæfi sín.
Buffet strengdi þess heit árið
2006 að gefa 99 prósent allra auð-
æfa sinna en hann, ásamt Bill
Gates, er einn ríkasti maður ver-
aldar. Bill og eiginkona hans, Me-
linda Gates, hafa í gegnum tíðina
gefið 28 milljarða dollara til góð-
gerðarmála.
Hægt er að kynna sér átakið á
thegivingpledge.org.