Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 31
LíkamshLutar í trúarbrögðum Sýning Hannes- ar Lárussonar, Líkamshlutar í trúarbrögðum, verður opnuð sunnudaginn 12. desember klukkan 12.10 eftir messu í fordyri Hallgrímskirkju. Þetta er þriðja sýningin í sýningaröðinni Kristin minni sem Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir. Hannes lýsir sýningu sinni á eftirfarandi hátt: „Útvaldir líkams- hlutar manna gegna lykilhlutverki í öllum trúarbrögðum. Þeir eru ýmist baðaðir helgiljóma eða myrkvaðir bannhelgi; jafnvel hvort tveggja í senn. Þeir eru hjúpaðir dulúð og þess vegna óþrjótandi uppspretta hugaróra og táknmáls. Það er í líkamanum sem trúin og listin mætast.“ aðventutónLeikar sinfó Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur aðventutónleika laugardaginn 11. desember klukkan 17.00 í Háskólabíói. Sveitin fær til liðs við sig tvo breska stórsöngvara, annars vegar tenórsöngvarann James Gilchrist, sem er einn sá fremsti í sinni röð, og sópransöngkonuna Katherine Watson, sem er ein skærasta stjarnan í hinum víðfræga hópi Les Arts Florissants. Nicholas Kraemer er hljómsveitarstjóri og eru örfá sæti laus. Þann 17. og 18. desember verða svo jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar. föstudagur Jólatónleikar Siggu n Sigga Beinteins heldur sína árlegu jóla- tónleika í nokkrum kirkjum landsins fyrir jólin 2010.  Á tónleikunum syngur Sigga falleg jólalög, klassískar perlur í bland við lög af áður útkomnum diskum. Að þessu sinni koma fram með Siggu góðir gestir og kórar. Tónleikar hennar í Grafarvogskirkju hefjast klukkan 20.00 en miðinn kostar 3.900 krónur. Sigfús heiðraður n Á föstudagskvöldið verða haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem Sigfús Halldórsson verður heiðraður. Sigfús er maðurinn á bak við lög eins og Tondeleyo, Litlu fluguna, Dagnýju og Við Vatnsmýrina. Stórskotalið söngvara á borð við Stefán Hilmarsson, Heru Björk Þórhallsdóttur og Egil Ólafsson flytja perlur Sigfúsar í Salnum en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Ensími og Bloodgroup á Faktorý n Jólaplögg Record Records fer fram á Faktorý föstudags- og laugardagskvöld. Miðinn kostar 1.500 krónur bæði kvöldin og tónleikarnir hefjast klukkan 22.30 bæði kvöldin. Á föstudagskvöldið koma fram Ensími, Bloodgroup, Of Monsters and Men og Sing for me Sandra. Laugardagur Grænir tónleikar Sinfó n Græna tónleikaröðin hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands er tilvalin fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin inn í heim sígildrar tónlistar en alvanir tónleikagestir finna þar líka margt við sitt hæfi. Helst ber að nefna ódauðlega tónlist Gershwin-bræðra við Porgy og Bess, sem verður flutt með sannkölluðu úrvalsliði einsöngvara. Tónleikar í þessari tónleikaröð verða haldnir á laugardaginn klukkan 17.00 og auðvitað í Háskólabíói. Agent Fresco og Moses Hightower á Faktorý n Jólaplögg Record Records fer fram á Faktorý föstudags- og laugardagskvöld. Miðinn kostar 1.500 krónur bæði kvöldin og tónleikarnir hefjast klukkan 22.30 bæði kvöldin. Á laugardagskvöldið koma fram Agent Fresco, Moses Hightower, For a Minor Reflection og Útidúr. Bó segir gó á Akureyri n Hinir ótrúlegu jólatónleikar Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, verða haldnir í Hofinu á Akureyri á laugardags- kvöldið. Uppselt var á tónleikana fjórum sinnum í Reykjavík en enn eru nokkrir miðar lausir á Akureyri. Þetta er eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara. Palli á Manhattan n Páll Óskar ætlar að vera gordjöss á Manhattan í Keflavík á laugardagskvöld- ið. Páll Óskar mætir auðvitað í glimmer- dressinu og tekur öll sín vinsælustu lög ásamt því að þeyta skífum alla nóttina. Í svörtum fötum á Spot n Hin geysivinsæla ballhljómsveit Í svörtum fötum sér um fjörið á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi næsta laugardagskvöldið. Jónsi og félagar eru þekktir fyrir lítið annað en fjör þannig að það má búast við stuði í Kópavoginum. Arnaldur Gauti Johnson gefur út borðspilið Fjör til enda: „Fannst vanta hresst spil“ Íslenska borðspilið Fjör til enda er komið út en höfundur spilsins er Arnaldur Gauti Johnson. „Mér fannst vanta hresst spil þar sem enginn þarf að svara sérhæfðum spurningum, ráða í orð eða leika hlutverk. Ég held að það hafi ekk- ert fjörugt íslenskt spil sem er ekki spurninga- eða orðaspil komið út síðan Hættuspilið kom út fyrir meira en 10 árum,“ segir Arnaldur en hann hafði dundað sér við gerð spilsins um nokkurt skeið áður en hann ákvað að kýla á útgáfu þess í nóvember. Arnaldur vill leggja ríka áherslu á að spilið geti hentað öllum og sé ekki of flókið. „Mitt markmið var að búa til fjörugt spil fullt af húmor og óvæntum uppákomum sem ekki væri dauður punktur í. Allir taka virkan þátt allan tímann og það eina sem þarf til að vinna spilið er blanda af kænsku og heppni. Mér fannst líka skipta máli að það þyrfti ekki að liggja yfir leiðbeiningum í 20 til 40 mínútur til að læra spilið, það getur alveg drepið stemningu spilakvöldsins. Fjör til enda er hægt að læra á um 2 til 3 mínútum.“ Arnaldur stofnaði fyrirtæk- ið Stemning ehf. í tengslum við útgáfu spilsins en þar sem hann stendur einn að útgáfunni hjálp- uðu vinir og vandamenn við að pakka í kassa og ganga frá. „Það hefur verið skemmtilegt og lær- dómsríkt að gefa út svona spil. Það er heldur meira umstang í kring- um það en ég reiknaði með, satt að segja. En ég er svo heppinn að vera með einstaklega hjálpsamt fólk á bak við mig, vinir og fjölskylda hafa komið og lagt okkur lið við pökkun- arvinnu.“ Fjör til enda er í raun heims- fornaflakk þar sem leikmenn ferðast um alla jörðina og lenda í ýmsum uppá- komum og þraut- um. Leikmenn geta meðal ann- ars unnið ferð með einka- þotu til Suður- Ameríku, fleytt sér áfram á reiðhjóli, lest, leigubíl eða setið fastir í heim- sókn á norðurpólnum. asgeir@dv.is föstudagur 10. desember 2010 fókus 31 Hvað er að GERAsT? Fjör til enda Er komið í verslanir. húmor á meðan börnin eiga ekkert að skilja það. Fullorðna fólkið getur auðvitað orðið dauðleitt á því að lesa sömu bækurnar aftur og aftur þannig að það þarf líka að hugsa um það,“ segir Huginn. Verður að njóta lífsins „Fullorðnir geta líka lært af þess- ari bók eins og börnin og ekki síð- ur útrásarvíkingarnir.“ En kanínan í bókinni reisir viðskiptaveldi í anda Baugsfeðga og bankanna. „Fullorðna fólkið getur lært það af bókinni að gleyma sér ekki í þessum hversdags- leika og sökkva sér í vinnu. Auðvit- að eru peningar þarfaþing fyrir alla en það verður líka að vita hvenær er komið nóg,“ segir Huginn. „Bókin einfaldar hlutina líka rosa- lega fyrir útrásarvíkingana,“ bæt- ir hann við og hlær. „Það sem dauði kanínunnar táknar er að hún borð- ar aldrei neitt af auðæfunum. Hún tekur sér aldrei tíma til að njóta þess sem hún hefur aflað sér og deyr því með tóman maga. Þó að maður vinni mikið verður maður að gefa sér tíma til þess að njóta lífsins. Aftan á bók- inni er einmitt kanína að draga aðra kanínu upp úr hatti. Það er svona blekking töframannsins eins og auð- mannanna. Það er að segja þessi sjónhverfing að þykjast vera ríkur þó að maður eigi ekki innistæðu fyrir því. Í raun á kanínan ekkert því hún étur aldrei neitt af því sem hún safn- ar. Það er eins með útrásarvíkingana sem voru alltaf að leika sér með tölur og vinargreiða en það var aldrei nein inneign fyrir neinu sem þeir áttu.“ Með peningana í baksýnis- speglinum Huginn er viðskiptafræðingur og lauk mastersnámi í viðskiptafræði í erlendum háskóla. Eftir að hann kom heim starfaði hann sem mark- aðsstjóri hjá Prentsmiðjunni Odda en á undan því var hann verðbréfa- miðlari og hafði það gott sem slík- ur. „Lífið var voða þægilegt þegar ég var verðbréfamiðlari. Ég fékk ágætis launaseðla og var að detta inn á það að fara að afla virkilega hárra tekna. En ég ákvað frekar að hætta til að ferðast um heiminn. Ég hefði alveg getað haldið áfram að vinna og feng- ið enn hærri laun því ég var að vinna mig upp í fyrirtækinu en mér fannst jafnmikilvægt að skoða heiminn,“ segir Huginn sem hélt þá í langa ferð þar sem hann skoðaði Norður-Am- eríku, Suður-Ameríku og Mið-Aust- urlönd svo dæmi séu tekin. „Á meðan ég var í þessu meist- aranámi kviknaði náttúrulega í Ís- landi. Mér fannst því ekkert voðalega spennandi að koma heim og fara beint inn í bankana og bendla mig þannig eitthvað við þá. Ég ákvað því að láta á það reyna að verða rithöf- undur og svo kemur það bara í ljós hvort það gangi.“ Ætlar að nota íslenska listamenn Bækurnar fjórar eru mjög fallega myndskreyttar en athygli vekur að fjórir listamenn eru notaðir við gerð bókanna en enginn þeirra er Íslend- ingur. „Ég leita að listamönnum sem mér finnst passa við hvert verkefni,“ segir Huginn. „Erlendis eru fleiri listamenn á lausu og auðvitað miklu meira af fólki. Ég skoða gagnagrunna þar sem eru milljón manns skráðir og þar fletti ég í gegnum mismun- andi stílbrögð. Það finnst mér svolít- ið þægilegt. Ég ætla nú samt að fara að reyna að nota íslenska listamenn, þetta er ekki alveg nægilega gott hjá mér. Málið er bara að ég hef svo lítið verið í kringum þennan bransa hér heima og þekki lítið til.“ Vill endurnýjun á listamannalaunum Gengi Hugins sem rithöfundar hef- ur verið ágætt hingað til. Allar bæk- urnar sem hann skrifaði árið 2008 eru uppseldar og segir hann lítið eft- ir af bókunum sem komu út í fyrra. Alls seldi hann átta þúsund bækur á árinu 2009. Hann fékk samanlagt 16.000 eintök af bókunum fjórum fyrir þessi jól þannig að Huginn er nokkuð stórtækur. „Það tekur svolít- inn tíma að byggja þetta upp. Fyrst um sinn er maður náttúrulega að kynna sig og þá þarf maður að gefa alls kyns afslætti. En ég var að fá fyrsta styrkinn minn um daginn frá Nordplus og ég er mjög sáttur við það. Nú bíður maður bara eftir þess- um helvítis listamannalaunum,“ seg- ir Huginn en hann er ekki alveg sátt- ur við hvernig þeim er úthlutað. „Það er rosaleg stöðnun varðandi listamannalaunin því það eru alltaf sömu aðilarnir sem fá styrkina trekk í trekk. Þegar það gerist hættir mark- aðurinn að hafa áhrif á það hver fær styrkinn í stað þess að virkja fólk í að gera eitthvað nýtt. Það á auðvitað að gefa nýju fólki tækifæri og annað- hvort virkar það eða ekki. Ég vonast nú samt til að fá þau ekki á næsta ári heldur þarnæsta,“ segir barnabóka- höfundurinn Huginn Þór Grétars- son. tomas@dv.is Radísurnar sýndu kanínunni hvar selleríin stóðu blýsperrt, græn og girnileg, svo kanínunni fannst hún svífa á draumaskýi upp til hæstu hæða... Tíu sinnum meira en tíu sinnum meira en kálhausarnir. Tölurnar hringsnerust í hausnum á kanínunni sem gapti í undrun sinni. Þúsund... Það er miklu meira en nóg fyrir fleiri daga en ég kann að telja upp í, hugsaði kanínan. Þar uppi í hlíðinni, þegar hún ætlaði að bíta í fyrsta selleríið, var orgað: „KANÍNA!“ Kanínan gráðuga Útrásarvíkingurinn alveg dáleiddur af peningum og græðgi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.