Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 34
Kölski kom í spilið Í Þjóðviljanum árið 1962 er sagt frá því að eftir að heimilisfólk hafði lokið við jólamatinn féll allt í dúnalogn á heimilum. Stranglega bannað var að spila á spil, syngja, dansa eða rífast og viðhafa ljótan munnsöfnuð því þá var voðinn vís. „...þá var kölski vís til þess að sökkva bænum með öllu sem í honum var,“ segir í grein Þjóðviljans. Ef menn spiluðu er kölski sagður hafa komið í spilið, og eldra fólk hafi vitað dæmi þess. Fólkið hafði enda enga löngun til að gera neitt af sér því mikið þótti í húfi. Eins og greint er frá hér að framan kveikti fólk á kertum svo bjart varð í baðstofunni. „Víða mun það hafa verið siður að láta loga ljós í baðstofu á jólanóttina og mun það enn gert á mörgum heimilum bæði í sveit og við sjávarströnd, því að jólanóttin er helgust allra nótta.“ 34 Jólasiðir Föstudagur10. desember 2010 Milda Culinesse inniheldur A, D og E vítamin, Omega 3 og Omega 6. Milda Culinesse er tilvalið í alla matargerð fyrir jólin og frábært í gömlu góðu smákökuuppskriftirnar! J ólapakkar, jólakort, jólakveðjur og ljúffengur jólamatur með öllu tilheyrandi þykir sjálfsagð- ur hluti jólanna eins og við þekkjum þau. En þessir hlutir þóttu ekki jafn sjálfsagðir fyrr á öld- um þegar ýmsar venjur, óvenjulegar segja eflaust sumir, voru viðhafðar. DV leitaði í gamlar heimildir, með- al annars Lesbók Morgunblaðsins frá árinu 1948, og stiklar á stóru um venjur sem eru flestum gleymdar. Jólin eru ein stærsta hátíð kristinna manna og líklega elsta hátíð hér á landi. Jóla- hátíðin hefur þó breyst í aldanna rás og hafa gamlir siðir vikið fyrir nýjum. DV rifjar hér upp ýmsar venjur sem viðhafðar voru á árum áður og núlifandi kynslóðum Íslendinga þykja vafalítið framandi. Gamlar jólavenjur á Íslandi Skattur sem gladdi Þegar jólafastan hófst kom jólahugur í fólk og var jafnan haldið upp á upphaf hennar. Fékk fólk þá betri mat en það átti að venjast. Heimildir eru hins vegar fyrir því að annar siður hafi verið viðhafður á Norðurlandi, einkum í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum, langt fram á 19. öld. Sá nefndist kvöldskattur og þótti gleðja mikið. Kvöldskatturinn varð að koma á óvart og því var hann ekki bundinn við neinn sérstak- an dag. Eina reglan var sú, að einhvern dag í fyrstu viku jólaföstunnar, skyldi hann gefast. Í Lesbókinni kemur fram að húsfreyjan á heimilinu hafi ekki látið á neinu bera þegar hún fór inn í búr til að skammta mat. Í stað þess að koma með hversdagslegan mat kom húsfreyjan með allt það besta sem í boði var; hangikjöt, pottbrauð, flatbrauð og nóg af smjöri. Slíkt var magnið að fólk gat borðað afganga næstu daga á eftir, rétt eins og gengur og gerist í dag. Vökustaurar til að sofna ekki Það er ekki einungis nú á dögum sem fólk finnur fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Síðasta vikan fyrir jól fyrr á öldum var jafnan annasöm og var þá einkum keppst við prjónaskap og ullarvinnu. Slík var vinnan að húsbændur gáfu hvorki sjálfum sér né öðrum tíma til að sofa. „Var það þá ekki fátítt að fólk setti á sig svonefnda vökustaura, og af því fékk vikan fyrir jólin nafn og var kölluð staurvika,“ eins og það er orðað í Lesbók Morgunblaðsins árið 1948. Vökustaurarnir, sem einnig voru kallaðir augnateprur, voru gerðir úr smáspýtum, ekki ólíkum eldspýtum að stærð. Stundum var notað baulubein úr þorskhöfði eða eyruggabein. Endarnir stóðu inn í skinnið í augntóftun- um og því þótti mjög sársaukafullt að halla augunum aftur. Eru húsbændur sagðir hafa gætt þess að setja vökustaurana á fólk sitt þegar það sofnaði. Sumir fóru í jólaköttinn Að fara í jólaköttinn er gamalt íslenskt orðatiltæki sem oft er kastað fram í hálfkæringi nú á dögum. Ef einhver fékk ekki nýja flík um jólin fyrr á öldum var sagt að hann færi í jólaköttinn, eða klæddi jólaköttinn. Samkvæmt þjóðsögum var jólakötturinn hálfgerð óvættur, og var hann sagður taka hvern þann sem fengi ekki nýja flík um jólin – skipti þá engu hvort viðkomandi fékk nýja skó, eins og venjan var um jól fyrr á öldum. Börnin fengu tólgarkerti Jólagjafir eru órjúfanlegur hluti jólahá- tíðarinnar en áður fyrr þótti ekki jafn sjálfsagt að börn fengju fokdýr leikföng eins og í dag. Á vef Þjóðminjasafnsins er vitnað í bækur Árna Björnssonar, Sögu daganna og Sögu jólanna. Þar kemur fram að fyrsti vísirinn að eiginlegum jólagjöfum hér á landi hafi verið þegar börnum, og stundum öllum á heimilinu, voru gefin kerti á jólunum. Tólgarkerti voru steypt fyrir hver jól þar sem þau gáfu bjartara ljós en lýsislamp- arnir. Kertin þóttu dýr og því aðeins notuð til hátíðarbrigða, eins og á jólum. Stemningin sem myndaðist í baðstofun- um þótti mjög jólaleg þegar allir höfðu kveikt á sínu kerti. Jólagjafir fóru að verða almennari þegar líða tók á 19. öldina og sérstaklega á seinni hluta hennar þegar innflutningur á ýmsum varningi tók að aukast. Fullt af pökkum Jólagjafir fóru að verða almennar á seinni hluta 19. aldar þegar innflutningur á ýmiss konar varningi varð algengari. Mynd PhotoS.coM Nanna Rögnvaldardóttir hefur hald- ið stórt jólaboð á ári hverju og boð- ið til sín allt að 80 gestum. Hún er því nánast með svarta beltið í því að raða saman smáréttum fyrir góða gesti. Nanna gaf út bókina Smárétti fyrir jólin og gefur lesendum DV nokkrar hugmyndir úr henni um hvernig er hægt að setja saman matarboð í stíl sjöunda áratugarins. Kokkteilar Kokkteilar geta verið mjög skemmti- legir og flottir forréttir eða smáréttir. Best er auðvitað að eiga slatta af litlum vínglösum eða staupum á fæti en ef þau eru ekki til má til dæmis notast við skotglös (snafsaglös), litla diska eða jafnvel stökk salatblöð. Og þótt rækju- kokkteilar séu þekktastir – það er varla hægt að halda matarboð í stíl sjöunda áratugarins án þess að þeir komi þar einhvers staðar við sögu – þá er vel hægt að nota ýmislegt annað, bæði sjávarfang, kjötmeti og grænmeti. Best er að bera fram litla gaffla með glösunum en í standandi boði gæti þó tannstöngull dugað, ef það sem er í kokkteilnum er ekki allt of smátt skor- ið. Þessa kokkteila má líka bera fram í stærri glösum eða á forréttardiskum og hafa þá sem einfalda en góða for- rétti um hátíðirnar. Rækjukokkteill með lárperu Nokkur salatblöð, t.d. lambasalat eða eikarlaufssalat 10 cm biti af gúrku Nokkrir vel þroskaðir konfekttómatar 1 lítil lárpera, vel þroskuð 250 g risarækjur, soðnar og skelflettar (eða humar) Rífðu salatið niður eða skerðu það í ræmur. Skerðu gúrkuna í litla teninga eða stafi og saxaðu tómatana smátt. Afhýddu lárperuna og skerðu hana í litla bita. Taktu frá jafnmargar rækjur og glösin eru sem þú ætlar að nota en skerðu afganginn í bita. Settu salat- blöð í botninn á hverju glasi. Bland- aðu saman gúrku, tómötum, lárperu og rækjubitum og settu ofan á salat- ið. Dreyptu einni teskeið af sósu yfir og settu svo eina rækju á glasbarminn eða ofan í glasið. Kokkteilsósa: 100 g sýrður rjómi 2–3 msk. tómatsósa úr flösku 1 msk. sæt chilisósa (Heinz) 1 tsk. dijon-sinnep Pipar Salt Hrærðu allt saman, smakkaðu og bragðbættu eftir þörfum. chili-rækjukokkteill 200 g litlar eða meðalstórar rækjur, soðnar og skelflettar 150 ml tómatsósa úr flösku 100 ml austurlensk sæt chili-sósa 2–3 vorlaukar (grænu blöðin) Kóríanderlauf Spínat- eða salatblöð Láttu rækjurnar þiðna og bland- aðu þeim svo saman við tómatsósu, chili-sósu, smátt saxaðan vorlauk og 1–2 tsk af smátt söxuðu kóríand- erlaufi. Láttu standa nokkra stund. Rífðu eða saxaðu nokkur spínat- eða saltblöð og settu í botninn á litlum glösum eða staupum. Austu rækjum og sósu yfir og skreyttu með kórí- anderlaufi. Skinku- og mozzarellakokkteill 75 g hráskinka 12 litlar mozzarellakúlur (1 poki, 120 g) 12 kirsuberjatómatar ½ krukka grilluð paprika í olíu Nokkur rifin salatblöð, t.d. klettasal- at eða eikarlaufssalat 2 tsk. hvítvínsedik Nokkur basilíkublöð Nýmalaður pipar Salt Rífðu eða skerðu hráskinkuna í bita eða ræmur. Skerðu hverja mozzar- ellakúlu og hvern tómat í tvennt. Skerðu paprikuna í bita. Settu svo- lítið salat í botninn á hverju glasi og síðan dálitla hrúgu af skinku, hálf- an mozzarellaost, hálfan tómat og smávegis papriku. Hrærðu saman 3 msk. af olíunni úr paprikukrukk- unni, edikið, nokkur smátt söx- uð basilíkublöð, pipar og salt og dreyptu yfir. Skreyttu með litlu bas- ilíkublaði. kristjana@dv.is Matarboð Í anda sjöunda áratugsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.