Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 43
saman í skál og hrærið þar til allir kekkir
eru horfnir. Hrærið síðan sýrða rjómann
saman við. Standi og þroskist á köldum
stað í lokuðu íláti. Minnst sólarhring, helst
viku.
Öflugt sinnep
35 grömm brún sinnepsfræ
4 matskeiðar vatn
1/2 matskeið hvítvínsedik
2 teskeiðar hunang
1/2 teskeið salt
2 matskeiðar olía
Þórarinn notar þungavigtaraðferð til þess
að kremja sinnepsfræin. „Nauðsynlegt
er að eiga fallbyssukúlu til að kremja
þurr sinnepsfræin á stóru bretti. Aukið
við vatni og ediki og valtið áfram með
kúlunni. Bætið við hunangi og salti og
skrapið loks leðjuna upp í krukku. Látið
þroskast í minnst viku.
Hvort tveggja sinnepið má svo bragðbæta
og efla að vild með ýmsu kryddi. Einnig
koníaki, viskí, bjór eða hverju sem manni
dettur í hug.“
Risapönnukökur frá Hollandi
Art Shalk á rætur að rekja til Hollands.
Jólahefðir í mat og drykk eru töluvert
frábrugðnar þeim íslensku. „Í Hollandi er
mikið borðað af villibráð svo sem dádýrum
og fasönum. Eitthvað sem lítil hefð er fyrir
hér á landi og jafnvel erfitt að fá hráefni til
slíkrar matargerðar.“ Art kann þó lausnina
á því.
„Í Hollandi borða krakkar mikið af pönnu-
kökum sem eru allt öðruvísi en íslensku
pönnukökurnar. Hollenskar pönnukökur
eru stórar og þykkar.
Fólk notar alls konar álegg, svo sem lauk,
tómata, egg og beikon og oft púrru, skinku,
sveppi eða geitaost. Svo er alltaf síróp
sett ofan á og flórsykur. Í kringum jólin eru
mjög oft sett rauð ber ofan á pönnukökuna
og rjómi. Börnin klippa síðan fígúrur út
úr smjörpappír og strá sykri yfir eða setja
berin inn þannig að jóla-formin myndast
ofan á pönnukökuna.“
Uppskrift (4 pönnukökur):
250 gr hveiti
2 msk. sykur
1/2 tsk. salt
2 egg
75 gr brætt smjörlíki
½ l mjólk
Mjólk bætt í eftir þörfum
Matarmiklar pönnukökur:
Skerið sveppi, púrru og skinku í smáa
bita og steikið í olíu með smá salti
og pipar. Þegar pönnukökudeigið er
komið á pönnuna og byrjað að bakast er
grænmetismaukinu varlega dreift yfir
og pressað aðeins inn í deigið. Svo þarf
að snúa pönnukökunni. Í lokin er gott að
raspa ost yfir og láta bráðna.
Jólapönnukökur:
Steikið pönnukökurnar (án grænmetisins
náttúrulega). Hitið frosin (eða fersk) ber,
t.d. skógarber, á pönnu með smá vatni
og smá sykri. Rjóminn þeyttur. Þurrefnin
eru sett saman í skál og dálítið af mjólk
sett út í. Eggjunum er því næst bætt út
í. Smjörlíkinu er hellt út í og þynnt með
mjólk eftir þörfum. Athugið að deigið á
ekki að vera allt of þunnt.
Svo er deiginu ausið með ausu á heita
smurða steikingarpönnu og bakaðar
fallegar pönnukökur.
Þegar pönnukakan er bökuð og hefur
tekið á sig fallega brúnan lit báðum megin
er hún sett á disk og viskustykki sett yfir til
að halda henni heitri og mjúkri. Art leggur
áherslu á veigamikið atriði að mati þeirra
feðga: „Alvöru pönnukökusnillingar henda
svo pönnukökunum upp í loft til þess að
snúa þeim! Endilega prófið það!“
Jóhann Sigurðarson framreiðir aðalréttinn
á jólaborðið og leggur til uppskrift sem
hann er afar hrifinn af, pekingönd. Þrátt
fyrir miklar annir í leikhúsinu gefur hann
sér góðan tíma í að borða góðan mat og
slappa af. „Þetta er mikið nostur en afar
Föstudagur
10. desember 2010 Jólamatur 43
Veljum
Ísland
www.utivist.is
Ferðaáætlun Útivistar 2011 kemur út 11. desember
Nauðsynlegt að eiga fallbyssukúlu Þórarinn kremur sinnepsfræin í rótsterkt
sinnep með fallbyssukúlu.
Fljúgandi hollenskar pönnukökur Alvöru pönnukökusnillingar henda pönnukökunum upp í loft til að snúa þeim. Art er með
taktana á hreinu!
ljúffengur jólamatur og fyrirhöfnin er hluti
af því að útbúa góðan jólamat,“ segir
Jóhann.
Pekingönd Jóhanns
2 kg önd
2 msk. soyasósa
2 msk. dökkur púðursykur
Mandarín pönnukökur
500 gr hveiti
smá salt
300 ml sjóðandi vatn
Sesam seed olía
Borið fram með:
1 lítil agúrka, skorin í 5 cm lengjur á þykkt
við eldspýtu
1 búnt af vorlauk, skorið á sama hátt
8 msk. hoisin-sósa
vorlauksblóm
Setja öndina á kaf í sjóðandi vatn í 2 mín.
Þerra vel. Hengja hana upp þar sem loftar
vel um hana yfir nótt.
Blanda saman soyasósu og sykri og nudda
öndina vel. Láta hana hanga þannig í
2 klst. þar til blandan er þurr á henni.
Leggja hana síðan á rist í forhitaðan ofn og
steikið við 200 gráður í eina og hálfa klst.
Á meðan eru pönnukökur gerðar. Sigta
hveiti og salt í skál. Hræra vatni rólega
saman, hrært þar til náðst hefur stíft
deig. Hnoðum og gerum um 5 cm þykka
rúllu. Skerið rúlluna í 1 cm þykkar sneiðar
og rúllið þær út í þunnar pönnukökur.
Pensla aðra hlið pönnukökunnar með
sesame seed-olíu og leggja þær tvær og
tvær saman. Setja pönnu með engri feiti
á yfir hita, þegar pannan er orðin heit er
hitinn aðeins lækkaður og pönnuköku-
„samloka“ sett á. Þegar hún er byrjuð að
blása upp er henni snúið og steikt á hinni
hliðinni.
Þegar pönnukökurnar eru steiktar eru þær
teknar í sundur og brotnar til helminga.
Leggið þær á volgt fat, setjið álpappír yfir
svo þær þorni ekki. Haldið þeim heitum.
Nú skerum við stökku húðina af öndinni og
röðum henni á volgt fat. Skreytum með
agúrku. Tökum allt kjötið af beinunum og
röðum því einnig á volgt fat. Skreytum
með vorlauknum
Smyrjum pönnukökur með hoisin-sósu.
Þekjum með skinni og kjöti. Setjum nokkur
stykki af agúrku og vorlauk með. Síðan
er þessu rúllað upp eins og pönnuköku.
Borið fram með brúnuðum kartöflum og
hindberjasultu. kristjana@dv.is
Frí frá leikhúsönnum Þegar Jóhann hefur lokið jólatörninni í eldhúsinu leggst hann í
matargerð og eldar pekingönd fyrir fjölskylduna.