Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 46
46 Tölvuleikir Föstudagur10. desember 2010
Veldu rétta
tölvuleikinn
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt
bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn,
matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu
skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis.
GEFÐU GJÖF SEM GEFUR
www.gjofsemgefur.is
GEFÐU
GEIT
P
IP
A
R
\T
B
W
A
• S
ÍA
• 102985
Það getur verið erfitt að velja réttu leikina í tölvu-
leikjaflóðinu sem fylgir jólunum. DV tók saman
nokkra af bestu leikjunum sem koma út fyrir þessi
jól. Til að hjálpa lesendum enn frekar að velja er sett
með einkunn af vefsíðunni gamerankings.com sem
er meðaleinkunn helstu tölvuleikjagagnrýnenda
heims.
WORLD OF
WARCRAFT:
CATACLYSM
Netspilunar hlutverka- og
ævintýraleikur
PC, MAC
GRAN
TURISMO 5
Bílaleikur
PS3
CALL OF DUTY:
BLACK OPS
Skotleikur
PC, PS3, XBOX 360, WII, NDS
ASSASSIN Ś CREED:
BROTHERHOOD
Hasarleikur
PC, PS3, XBOX 360
FIFA 11
Knattspyrnuleikur
PC, PS2, PS3, XBOX
360, WII, NDS
HALO: REACH
Hasarleikur
XBOX 360
CIVILIZATION 5
PC, MAC
GOLDENEYE 007
WII, DS
NBA JAM
PS3, XBOX 360, WII
FLEIRI GÓÐIR
MOVE-
STÝRIKERFIÐ
PC, MAC
Nýjasta viðbótin við einn vinsælasta
tölvuleik fyrr og síðar. Hún kom í
búðir 7. desember og má búast
við því að einhverjar af þeim 12
milljónum manns sem spila leikinn
reglulega muni vilja kaupa hana,
eða bara allir. Ný svæði og tveir nýir
ættbálkar eru á meðal þess sem er
að finna í þessari viðbót frá Blizzard.
Einkunn: Ekki komin.
Þeir sem hafa spilað tölvuleiki
lengur en í einn dag þekkja
sennilega Gran Turismo-leik-
ina. Einhverjir vönduðustu
og raunverulegustu bílaleikir
sem gerðir hafa verið. Þessi
fimmti leikur í röðinni hefur
fengið góða dóma. Eins og
vanalega er mikil áhersla lögð
á alls kyns smáatriði þannig
að bílanördar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sem fyrr er áhersla
lögð á að stýrikerfið sé sem raunverulegast.
Einkunn: 85,04%
Einn af þessum allra stærstu fyrir
þessi jól. Call of Duty-leikirnir hafa
verið á meðal vinsælustu fyrstu
persónu skotleikja heims um
nokkurt skeið. Leikurinn á undan
Modern Warfare þykir til dæmis
einstaklega góður. Hernaðarleikir
þar sem spilendur leysa hin ýmsu
verkefni en leikirnir hafa samt
náð hvað mestum vinsældum í fjölspilun. Black Ops hefur
ekki fengið alveg jafngóða dóma og forveri hans en frábæra þó. Bara
orðspor Call of Duty-leikjanna mun tryggja að þessi verði vinsæll.
Einkunn: 89,09%
Þriðji leikurinn í röðinni
og sá sem hefur fengið
besta dóma hingað til.
Hér gefst spilendum
tækifæri til þess að
bregða sér í hlutverk
launmorðingja á
miðöldum. Leikurinn
gerist að mestu leyti
í Róm en hann hefur
verið lofaður fyrir ótrúlegt útlit og mikil smáatriði. Leikur sem ætti að
endast spilendum vel yfir jólin.
Einkunn: 91,36%
Fifa 11 mun án efa
seljast eins og mjólk
fyrir þessi jól enda
hafa Fifa-leikirnir
fest sig í sessi sem
bestu fótboltaleikirnir
á þriðju kynslóðar
leikjatölvur. Líkt og
Fifa 10 hefur leikurinn
fengið mjög góða dóma en fjölbreytnin er töluverð. Hægt er að spila
með hundruðum liða og í öllum sterkustu deildum heims að því
ógleymdu að netspilun leiksins þykir góð.
Einkunn: 88,04%
Vissulega nokkuð langt liðið frá því að hann kom út sem var um
miðjan september. En ef þú vilt færa einhverjum sem á Xbox 360
eitt af því besta sem í boði er þá er Halo: Reach málið. Geimhasar af
bestu sort.
Einkunn: 91,70%
Sid Meier‘s Civilizat-
ion V er fyrsti og eini
tölvuleikurinn sem
hefur verið tilnefndur
til Grammy-verð-
launa. Það er nú
eitthvað. En að öllu
gríni slepptu þá
vita tölvuleikjaunnendur hvers lags
snilld er hér á ferð. Ódauðlegir leikir
sem verða betri og flottari með hverri
útgáfunni. Stórleikur sem endist og
endist. Spilendur byggja upp samfélög
alveg frá grunni og sinna öllum þeim
skyldum sem því fylgir.
Einkunn: 89,82%
Endurgerð á ódauð-
legum og samnefnd-
um leik frá árinu
1997. GoldenEye
007 er einn af bestu
leikjunum sem kom
út á Wii fyrir þessi
jól. Spilendur bregða
sér í hlutverk breska njósnarans James
Bond og hafa verkefni í fyrri leiknum
verið endurbætt og öðrum bætt við.
Frábær fjöl- og netspilun í leik þar sem
ekki er reynt að finna upp hjólið á ný
sem endurvekur einstaka stemningu
úr fyrri leiknum.
Einkunn: 84,23%
Hver man ekki eftir
NBA Jam á Super
Nintendo? Klassískur
körfuboltaleikur þar
sem raunveruleikan-
um var hliðrað lítil-
lega til fyrir sjúklega
öflugar troðslur og
skemmtilega takta. Leikurinn var ekki
síður vinsæll í spilakössum, en í honum
spilar maður tveir á móti tveimur. NBA
Jam er leikurinn ef þú ef þú ert í stuði
fyrir nostalgíu um jólin.
Einkunn: 74,85%
Move er nýjasta við-
bótin við PlayStation
3-tölvuna. Hún bætir
Wii-eiginleikunum
við PlayStation eða
hreyfistýringuna sem
hefur einkennt Nin-
tendo Wii hingað til.
Hægt er að fá fjöldann allan af leikjum
sem eru gerðir sérstaklega fyrir Move.
Það geta allir leikið sér í svifdiskakasti
og þar fram eftir götunum.
Metroid: Other M – Wii, DS
Need for Speed: Hot Pursuit – PC, PS3, Xbox 360
Super Meat Boy – Xbox 360, PC
Tron Evolution – PC, PS3, Xbox 360, Wii
Red Dead Redemption: Undead Nightmare – PS3, Xbox 360
StarCraft 2 – PC
Football Manager 2011 – PC
Medal of Honor – PC, PS3, Xbox 360
DJ Hero 2 – PS3, Xbox 360, Wii
God of War: Ghost of Sparta – PSP
James Bond Blood Stone – PC, PS3, Xbox 360, NDS, Wii
Guitar Hero: Warriors of Rock – PS3, Xbox 360, Wii
NBA 2K11 – PC, PS2, PS3, PSP, Xbox 360, Wii
Star Wars: Force Unleashed 2 – PC, PS3, Xbox 360, Wii, NDS
NHL 11 – PS3, Xbox 360