Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 50
50 Jólakortin Föstudagur10. desember 2010 H arpa Einarsdótt- ir og Hugleikur Dagsson teikn- uðu bæði jólakort fyrir DV. Myndefni þeirra varð jólakötturinn. Harpa segir jólaköttinn enda tilval- ið myndefni fyrir sig því hún sé vön að teikna alls kyns myrkraverur og óféti. „Ég ákvað að teikna jóla- köttinn, hann er skemmti- legt viðfangsefni og ég var ekki í stuði til að gera eitt- hvað væmið og jólalegt. Ég hef verið mikið að teikna púka og skratta og svoleiðis.“ Harpa er flutt til Íslands eftir að hafa dvalið í New York og hlakkar til að eyða jólunum hér heima með ástvinum og fjölskyldu. Hún er vön því að eyða jólunum uppi í sveit á bóndabæ föður síns að Mýr- um í Borgarfirði en er ekki búin að ákveða enn hvort hún haldi upp í sveit þetta árið eða verði heima. „Það er yndislegt að vera uppi í sveit á jólunum. Þar safn- ast saman fjölmargir ætt- ingjar og mikið af krökkum, með ærslum og látum. Það sést venjulega ekki í jóla- tréð fyrir pökkum. Ég gæti líka ákveðið að vera heima með kær- astanum og krökk- unum. Hvað sem verður þá er víst að þetta verða mikil matarjól.“ Kærasti Hörpu, Gunnar Þór, er mikill mat- gæðingur. „Hann er búinn að kaupa hamborgarhrygg og rjúpur svo ég hlakka mikið til veisluhaldanna.“ Bestu jólin í myrkri Hugleikur Dagsson er líka van- ur því að eyða jólunum uppi í sveit. „Ég fer norður í land til for- eldra minna í Svarfaðardal. Það eru góð jól, bestu jólin eru þeg- ar maður er einhvers staðar úti í sveit í myrkrinu.“ Um myndefni sitt jólaköttinn segist hann hafa teiknað hann töluvert oft. „Ég hef teiknað mikið þennan stór- an jólakisa vegna þess að hann er í bók eftir mig sem heitir Garð- arshólmi. Þegar aðalpersónan í Garðarshólma gleymdi að kaupa ný föt fyrir jólin reis hann upp úr hafinu eins og Godzilla. Í göml- um kvæðum er honum lýst sem ógnarstórum og ég ákvað að fara alla leið með þá hugmynd.“ STÓR: DV1012077315_05.jpg DV1012097748 DV1012093581 Hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson teiknuðu jólakort fyrir DV. Þau gerðu það sitt í hvoru lagi en myndefnið varð hið sama, skaðræðiskvikindið jólakötturinn. Þau eiga fleira sameiginlegt en áhugann á ófétinu því þau eru vön að eyða jólunum uppi í sveit í fallegu myrkri með ástvinum og góðum mat. Jólakötturinn á kortið Jólakisi Hugleiks Jólakisi Hörpu – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 24 31 1 1/ 10 Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA Sveitajól og rómantík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.