Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 50
50 Jólakortin Föstudagur10. desember 2010 H arpa Einarsdótt- ir og Hugleikur Dagsson teikn- uðu bæði jólakort fyrir DV. Myndefni þeirra varð jólakötturinn. Harpa segir jólaköttinn enda tilval- ið myndefni fyrir sig því hún sé vön að teikna alls kyns myrkraverur og óféti. „Ég ákvað að teikna jóla- köttinn, hann er skemmti- legt viðfangsefni og ég var ekki í stuði til að gera eitt- hvað væmið og jólalegt. Ég hef verið mikið að teikna púka og skratta og svoleiðis.“ Harpa er flutt til Íslands eftir að hafa dvalið í New York og hlakkar til að eyða jólunum hér heima með ástvinum og fjölskyldu. Hún er vön því að eyða jólunum uppi í sveit á bóndabæ föður síns að Mýr- um í Borgarfirði en er ekki búin að ákveða enn hvort hún haldi upp í sveit þetta árið eða verði heima. „Það er yndislegt að vera uppi í sveit á jólunum. Þar safn- ast saman fjölmargir ætt- ingjar og mikið af krökkum, með ærslum og látum. Það sést venjulega ekki í jóla- tréð fyrir pökkum. Ég gæti líka ákveðið að vera heima með kær- astanum og krökk- unum. Hvað sem verður þá er víst að þetta verða mikil matarjól.“ Kærasti Hörpu, Gunnar Þór, er mikill mat- gæðingur. „Hann er búinn að kaupa hamborgarhrygg og rjúpur svo ég hlakka mikið til veisluhaldanna.“ Bestu jólin í myrkri Hugleikur Dagsson er líka van- ur því að eyða jólunum uppi í sveit. „Ég fer norður í land til for- eldra minna í Svarfaðardal. Það eru góð jól, bestu jólin eru þeg- ar maður er einhvers staðar úti í sveit í myrkrinu.“ Um myndefni sitt jólaköttinn segist hann hafa teiknað hann töluvert oft. „Ég hef teiknað mikið þennan stór- an jólakisa vegna þess að hann er í bók eftir mig sem heitir Garð- arshólmi. Þegar aðalpersónan í Garðarshólma gleymdi að kaupa ný föt fyrir jólin reis hann upp úr hafinu eins og Godzilla. Í göml- um kvæðum er honum lýst sem ógnarstórum og ég ákvað að fara alla leið með þá hugmynd.“ STÓR: DV1012077315_05.jpg DV1012097748 DV1012093581 Hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson teiknuðu jólakort fyrir DV. Þau gerðu það sitt í hvoru lagi en myndefnið varð hið sama, skaðræðiskvikindið jólakötturinn. Þau eiga fleira sameiginlegt en áhugann á ófétinu því þau eru vön að eyða jólunum uppi í sveit í fallegu myrkri með ástvinum og góðum mat. Jólakötturinn á kortið Jólakisi Hugleiks Jólakisi Hörpu – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 24 31 1 1/ 10 Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA Sveitajól og rómantík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.