Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 60
60 Pistill Föstudagur10. desember 2010
Jólalegir
A
f einhverjum ástæðum
þykja ísbirnir vera
jólalegar skepnur, þó
þannig hafi alls ekki
alltaf verið. Hvítur feldur þeirra
minnir eflaust marga á snjó-
inn, sem er auðvitað jafn jóla-
legur og malt og appelsín, pip-
arkökur og umferðarteppur við
kirkjugarða á aðfangadag. En
það er varla mikið annað í fari
ísbjarna sem er jólalegt. Ísbirnir
eru grimm rándýr, sem leggja sér
lítið annað til munns en krútt-
lega seli og það er svo sannarlega
ekkert jólalegt við það. En ekki
má vanmeta markaðsfræðinga,
þeim tekst iðulega að „skapa
þann raunveruleika sem hentar
þörfum nútímans hverju sinni“,
svo farið sé klaufalega með orð
franska félagsmannfræðingsins
Pierres Bourdieus. Því síður má
vanmeta mátt Coca-Cola, en þar
hafa starfað sennilega allra bestu
markaðsfræðingar mannkyns-
sögunnar.
Ísbirnir drekka kók
Rétt eins og bandaríska gos-
drykkjaframleiðandanum tókst
að skapa nútímaímynd vest-
rænna þjóða á jólasveininum
á norðurpólnum hefur honum
nú einnig tekist að skapa krútt-
lega og jákvæða ímynd af hinum
sanna íbúa norðursins. Ísbjarn-
arauglýsingar Coca-Cola birt-
ust fyrst á skjánum árið 1993 og
eru nú þegar meitlaðar í huga
yngri kynslóða. Í þeirri fyrstu,
sem bar titilinn „Norðurljós“, má
sjá ísbjarnarpar stilla sér upp
fyrir framan tunglskinsbirtuna
og virða fyrir sér norðurljósin,
svona rétt eins og við mennirn-
ir horfum á kvikmynd. Þau gæða
sér á kóki úr flösku og eftir fylg-
ir hinn frægi velþóknunarsvip-
ur, drykkurinn er bjarndýrunum
greinilega að skapi.
Höfundur auglýsingarinnar,
Ken Stewart, fékk reyndar hug-
myndina frá labrador-hundi
sínum – sem var hvítur að lit og
minnti marga á ísbjörn. Tekn-
ar voru upp hreyfingar ísbjarna
og þær greindar í tölvu, svo gera
mætti ísbirnina sem trúverð-
ugasta. Stewart sagði að hann
vildi skapa „persónur sem væru
skemmtilegar, saklausar og
hefðu öll þau persónueinkenni
sem kalla má mannleg.“ Hins
vegar er rétt að benda á, að kom-
ist lesendur í kynni við alvöru ís-
björn, dugar sennilega ekki að
bjóða honum kókflösku.
Nonni og Manni lenda í
birninum
Þeir sem muna eftir sjónvarps-
þáttunum um Nonna og Manna
(þar sem lesendur bókanna safn-
ast óðum til feðra sinna), gleyma
því seint þegar bræðurnir voru
staddir á bóndabæ vinafjöl-
skyldu þegar ísbirni bar að garði.
Þá var einmitt verið að halda jól,
og gleðin sem þeim fylgdi breytt-
ist skjótt í martröð. Birnirnir voru
hinir verstu, greinilega svangir
og úrillir. Lukkulega fyrir Garðar
Thor Cortes og Einar Örn Einars-
son (Nonna og Manna) var Luc
Merenda (Haraldur) skammt
undan. Hann reyndist hetja,
eins og svo oft áður. Væntanlega
geta allir verið sammála um að
ísbirnir geti verið jólalegir, svo
lengi sem þeir eru fastir á skján-
um með kókflösku – eða þá blóð-
ugir og dauðir eftir spjót Harald-
ar Merenda (hvað varð svo um
hann, ég bara spyr?). bjorn@dv.is
Íslendingar bíða spenntir eftir að Jón Gnarr efni
kosningaloforð sitt og láti útvega ísbjörn fyrir
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Það væri sér-
staklega við hæfi nú þegar jólin nálgast. En hvað
er svona jólalegt við ísbirni?
ísbirnir
Ísbjarnarhúnn
Ungviði hvítabjarna
er óneitanlega sætt.
Ísbirnir í tunglsljósinu
Kókið er ómissandi, alltaf.