Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 62
62 Jólabíómyndir Föstudagur10. desember 2010
Jólagjafir
ferðamannsins
Ferðafélag Íslands
Árgjald FÍ Gjafakort FÍ
Árgjald FÍ er tilvalin jólagjöf sem gefur aðgang að
skemmti legum félags skap, heilbrigðri útiveru og góðri
hreyfingu. Félagsaðild í Ferðafélagi Íslands veitir aðgang
að ferðum og skálum á góðum kjörum og afslætti í fjölda
útivistar verslana.
Við bjóðum einnig gjafakort FÍ fyrir sumar leyfisferðir,
helgar ferðir, dagsferðir og skíðaferðir.
Upplifðu náttúru Íslands!
S
k
rá
ð
u
þ
ig
i
n
n
–
d
rí
fð
u
þ
ig
ú
t!
Árbók FÍ 2010
Sextán handhæg rit um göngu leiðir
og svæði, söguslóðir o.fl.
Vatnaleiðin, Gönguleiðir í Hvalfirði,
Norður við fjölvindahaf, Lauga vegurinn,
Eyjar í Hraunhafi, Biskupaleiðin
og margt, margt fleira…
Fræðslurit FÍ
Árbækur FÍ – Ritröðin öll
Einstakur bókaflokkur um náttúru Íslands
í 83 bindum.
www.fi.is
Die Hard (1988)
IMDb: 8,3
Leikstjóri: John McTiernan
Aðalhlutverk: Bruce Willis.
Auðvitað ætti Die Hard ekki að flokkast undir neitt annað
en jólamynd. Myndin gerist í jólaboði í Nakatomi-turn-
inum í Los Angeles og er upphaf eins albesta fjórleiks
kvikmyndasögunnar. Lögreglumaðurinn John McClane er
mættur til að hitta konuna sína í jólaboði fyrirtækis hennar. Því miður fyrir
hann en sem betur fer fyrir okkur neyðist McClane til að afgreiða slatta af
hryðjuverkamönnum sem vilja gera vonda hluti. Alvöru karlmenn byrja ekki
jólin án þess að hlaða í Die Hard.
Love Actually (2003)
IMDb: 7,8
Leikstjóri: Richard Curtis
Aðalhlutverk: Hugh Grant, Martine McCutcheon, Liam
Neeson, Colin Firth og Emma Thompson.
Bretunum leiðist nú ekki að hóa í alla leikara landsins
þegar gera á stórar myndir. Oft verða þessar myndir eins
og áramótaskaup Bretlands því þarna er einfaldlega öllum hóað saman.
Úr verður líka flott ræma sem allar konur elska. Ef strákarnir vilja slá í gegn
eftir að hafa tekið Die Hard-kvöld með félögunum þá er um að gera leigja
Love Actually og hjúfra sig með konunni undir teppi. Í
desember gleyma konurnar Notebook og vilja bara sjá
þetta jólaáramótaskaup Breta frá 2003.
Kiss Kiss Bang Bang (2005)
IMDb: 7,8
Leikstjóri: Shane Black
Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Val Kilmer og Michelle
Monaghan.
Þriðja myndin í jólaþrenningu Shanes Black og núna leikstýrði hann sjálfur.
Í þetta skiptið setur hann upp reifara með Robert Downey Jr. í aðalhlutverki
og inn í hann smíðar hann afskaplega skemmtilega fléttu.
Eins og í hinum myndum Blacks er jólaandinn svolítið
falinn á bak við fléttuna og klækina en þessi mynd gefur
hinum tveimur ekkert eftir.
Lethal Weapon (1987)
IMDb: 7,6
Leikstjóri: Richard Donner
Aðalhlutverk: Mel Gibson og Danny Glover.
Shane Black er handritshöfundur og leikstjóri sem er mikið jólabarn. Hann
hefur skrifað þrjár „öðruvísi“ jólamyndir og þetta er ein af þeim. Upphaf hins
magnaða fjórleiks um félaga Riggs og Murtaugh sem halda uppi lögum og
reglum í borg englanna. Fyrsta myndin gerist um jólin og er algjörlega í anda
Shanes Blacks sem hefur greinilega ekki átt of góðar stundir um jólin sjálfur
ef miðað er við hvernig sumum persónum hans líður um hátíðarnar. Eins og
allir kvikmyndaunnendur vita er þessi frábæra mynd alltaf pottþétt, bæði
um jól og páska.
Eyes Wide Shut (1999)
IMDb: 7,2
Leikstjóri: Stanley Kubrick
Aðalhlutverk: Tom Cruise og Nicole Kidman.
Eitt af meistaraverkum Stanleys Kubricks. Fullkomlega
skotin í alla staði og mynd sem heldur kynferðislegri
spennu allan tímann þrátt fyrir að bjóða ekki upp á neitt
kynlífsatriði. Hjónakornin, sem leikin eru af Cruise og
Kidman, eru stödd á skrýtnum stað í hjónabandi sínu og ferð þeirra í eitt
svakalegasta partí allra tíma gerir lítið til að hjálpa hjónabandinu. Það er
kannski betra að taka þessa skömmu fyrir eða eftir jólin.
Die Hard 2 (1990)
IMDb: 7,0
Leikstjóri: Renny Harlin
Aðalhlutverk: Bruce Willis.
Eins og fyrsta myndin gerist önnur myndin um ævintýri
Johns McClanes um jólin. Nú er hann staddur á flugvelli í
Los Angeles á háannatíma. Myndin er svo jólaleg að hún
byrjar og endar á jólalagi. Í þetta skiptið þarf McClane að
hlaupa út um allan flugvöllinn til að meiða og drepa hryðjuverkjamenn sem
vilja leysa alræmdan herforingja úr haldi. Þeir komast þó ekki langt: Jibbí kaj
ei, moðerfokker!
Gremlins (1984)
IMDb: 7,0
Leikstjóri: Joe Dante
Aðalhlutverk: Zach Galligan, Phoebe Cates og Hoyt Axton.
Kannski ekki myndin til að sýna krökkunum rétt áður en
þau fara að sofa á Þorláksmessu. Gremlins er fyrir löngu
orðin klassík og var lengi vel ein af aðaljólamyndunum
þar til framboðið varð of mikið. Gremlins er ein af þessum
myndum sem hefur svolítið týnst á undanförnum árum sem er synd. Alls
ekki mynd sem boðar komu jólanna en þó skemmtilega öðruvísi jólamynd
sem allir ættu að kíkja á aftur.
Batman Returns (1992)
IMDb: 6,9
Leikstjóri: Tim Burton
Aðalhlutverk: Michael Keaton, Danny DeVito og Michelle
Pfeiffer.
Önnur myndin um Leðurblökumanninn gerist um jólin en
í þessari ræmu er hann að berjast við Mörgæsarmanninn
og Kattarkonuna. Tim Burton leikstýrði fyrstu tveimur
myndunum enda eru þær vel drungalegar en þó flottar á
hans einstaka hátt. Opnunaratriðið í myndinni er afskaplega absúrd en þó
eins jólalegt og Tim Burton getur boðið upp á. Það hefur aðeins verið gerð
ein vond mynd um Leðurblökumanninn og þetta er ekki hún.
The Long Kiss Goodnight (1996)
IMDb: 6,6
Leikstjóri: Renny Harlin
Aðalhluverk: Geena Davis og Samuel L. Jackson.
Einu sinni var Geena Davis svakaskutla og lék í flottum
bíómyndum. Þessi er ein af þeim en hún er einnig skrifuð
af jólabarninu Shane Black. Davis leikur fyrrverandi
launmorðingja sem glímir við minnisleysi en þegar hún
fer smám saman að muna hver hún er fer skemmtileg atburðarás af stað.
Ljómandi fín ræma sem fangar kannski ekki alveg jólaandann en gerist þó
um jólin.
The Ice Harvest (2005)
IMDb: 6,2
Leikstjóri: Harold Ramis
Aðalhlutverk: John Cusack, Billy Bob Thornton og Connie
Nielsen.
Ein af best földu jólamyndunum enda er hún ekki fyrir
alla. Það gengur einfaldlega allt á afturfótunum hjá
John Cusack í þessari mynd og er hann svo sannarlega
ekki í neinum jólaanda. Cusack rífst við son sinn um trönuberjasósu yfir
jólamatnum og finnur síðan látna konu við jólatré. Eftir það breytast jólin
hjá honum í martröð sem þó er hægt að hlæja að.
Ertu orðinn þreyttur á Santa Clause, National Lampoon’s Christmas Vacation, Home Alone, Miracle on 34th Street og öllum hinum dæmigerðu
jólamyndunum? Viltu samt horfa á mynd sem gerist um jólin til að komast í hátíðargírinn? Þá þarftu að fara yfir þenna lista og horfa á...
Hinar jólamyndirnar