Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 66
66 VIÐTAL 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR
A
llir sem koma að starfi
Wikileaks gæta fyllsta ör-
yggis. Kristinn Hrafnsson
notast við þrjá síma; sinn
eigin og tvo aðra og annar
þeirra er dulkóðaður. Önnur samskipti
fara fram í gegnum samskiptaforrit
sem eru dulkóðuð. Örfáir hafa vitn-
eskju um hvað gögn samtakanna sem
ekki hafa birst hafa að geyma og Krist-
inn er einn þeirra. Hann segist búast
við að leyniþjónustur njósni um sig.
Margir hafa velt fyrir sér hvort
Kristinn hafi tekið við stjórn Wikileaks
nú þegar Julian Assange er í gæslu-
varðhaldi. Kristinn segir svo ekki vera.
„Það var búið að leggja fram ákveð-
ið plan um það hverjir myndu taka
við ritstjórn Wikileaks ef til þess kæmi
að Julian yrði tekinn úr leik. Stjórn á
samtökunum hefur færst í hendurn-
ar á þröngum hópi fólks sem skiptir
með sér verkum og býr jafnframt yfir
ritstjórnarlegu valdi vefsíðunnar. Það
kom í minn hlut að verða talsmað-
ur samtakanna út á við á meðan Jul-
ian var tekinn úr leik,“ segir Kristinn
og aðspurður kveðst hann vera í þess-
um þrönga hópi sem stjórnar nú Wiki-
leaks.
Náið samstarf við Julian
Julian Assange gaf sig fram við lög-
reglu í Bretlandi vegna ásakana um
nauðgun í Svíþjóð. Kristinn segir að
hann hafi verið í mjög nánu og góðu
sambandi við Julian fyrir handtökuna.
„Við tókum ákvarðanir í samein-
ingu. Því hefur verið lýst sem svo að
Julian hafi verið nánast einráður í
ákvarðanatöku samtakanna en það er
ekki rétt. Að sjálfsögðu þarf ákvarð-
anavaldið að liggja á einhverjum stað
en ákvarðanir eru teknar í nánu sam-
starfi við þann kjarnahóp sem er í
æðstu stöðu innan samtakanna,“ seg-
ir Kristinn.
Nú þegar Julian Assange hefur
verið gerður óvirkur í starfi Wikileaks
beinast öll spjót fjölmiðla að Kristni.
Í fyrradag var hann tíu stórum viðtöl-
um, auk þess sem hann svaraði ótal
fyrirspurnum annarra miðla. Nafn
hans og andlit birtast nú í öllum helstu
fjölmiðlum heims og hann er orðinn
annað andlit Wikileaks. Kristinn seg-
ir að sú staða sem hann sé kominn í
geti reynst honum dýrkeypt. Öflin sem
Wikileaks eigi í stríði við séu af þeirri
stærðargráðu. Finni Bandaríkjastjórn
leiðir til að ákæra Julian Assange og
fá hann framseldan til Bandaríkjanna
segir Kristinn að starfsmenn Wiki-
leaks séu allir í hættu. „Það segir sig
sjálft að ef þeim tekst að finna leið-
ir til að ákæra Julian að þá eru leiðir
til að ákæra alla þá starfsmenn Wiki-
leaks sem hafa komið fram opinber-
lega. Í þeim hópi er ég að sjálfsögðu,“
segir Kristinn og bætir við: „Ég held
að það sé full ástæða til að fara nokk-
uð gætilega og ég á allt eins von á því
að með einhverjum hætti verði reynt
að draga úr trúverðugleika mínum eða
leggja stein í götu mína með einhverj-
um hætti. Það er hins vegar áhætta
sem maður er tilbúinn að taka þegar
maður er að berjast fyrir því sem mað-
ur hefur trú á."
Gerir ráð fyrir njósnum
Mark Stephens, einn lögmanna Jul-
ians Assange, hefur sagt frá því í fjöl-
miðlum að leyniþjónustur fylgist með
honum, samstarfsmönnum hans og
Julian. Kristinn segist búast við því að
það sé njósnað um hann sjálfan.
„Ég hef ekki neinar sannanir fyrir
því en ég hef hins vegar vísbendingar
um að það sé verið að hlera síma og
fylgjast með tölvupóstsendingum sem
gerir að verkum að ég nota ekki þessi
tæki fyrir viðkvæmar upplýsingar. Ég
geri beinlínis ráð fyrir því að einhverj-
ar leyniþjónustur séu að fylgjast með
manni í þeirri stöðu sem ég er í nú,“
segir Kristinn og aðspurður hvort ein-
hverjar öryggissráðstafanir hafi verið
gerðar til að tryggja öryggi hans segir
hann ekki svo vera.
„Það eru engar sérstakar öryggis-
ráðstafanir í gangi varðandi mína per-
sónu, ekki nema það að ég reyni að
halda dvalarstað mínum leyndum og
það fari ekki mjög víða hvar ég held
mig. Ég hef skipt mjög ört um dvalar-
stað hér í London síðustu daga,“ seg-
ir Kristinn og bætir við að starfsmenn
Wikileaks fari að öllu með gát hvað
varðar samskipti sín á milli.
„Öll samskipti innan Wikileaks-
hópsins fara fram með tækni sem er
dulkóðuð og það er ómögulegt að
komast í þau samskipti með hlerun-
um.“
Gríðarmikill þrýstingur
Með birtingu sendiráðsskjalanna hef-
ur þrýstingur bandarískra stjórnvalda
og annarra ríkisstjórna á Wikileaks
margfaldast. Stjórnvöld víða standa
ráðþrota gagnvart samtökunum en
reyna allt til að stöðva leka skjalanna
sem nú renna út til heimspressunnar á
hverjum degi. Kristinn segir pressuna
á starfsmönnum Wikileaks vera mikla.
„Þetta er búið að vera mikil rússí-
banareið og núna er þessi slagur far-
inn að harðna allverulega. Strax í vor
fundum við fyrir miklum þrýstingi
þegar við birtum þyrluárásarmynd-
bandið frá Bagdad. Þá fengum við
yfir okkur gusu frá Bandaríkjamönn-
um sem innihélt stóryrði og fordæm-
ingu frá Pentagon. Þessi þrýstingur
jókst með útgáfu Afganistanskjala og
svo Íraksskjalanna í sumar. Nú hefur
þessi þrýstingur náð nýjum hæðum
og viðbrögðin vegna birtingar sendi-
ráðsskjalanna taka út yfir allan þjófa-
bálk. Í raun hefur þetta snúist upp í að
vera augljós barátta um tjáningarfrels-
ið og fjölmiðlafrelsi sem á undir högg
að sækja núna.“
Er ekki í blaðamennsku
til að afla sér vinsælda
Kristinn segist orðinn sjóaður gagn-
vart andúð í sinn garð eftir að hafa
starfað í blaðamennsku á Íslandi í 20
ár. Hann segir þá reynslu nýtast vel
núna.
„Ég hef aldrei verið í blaðamennsku
til að afla mér sérstakra vinsælda með-
al valdhafa og maður hefur oft fengið
að finna fyrir því, bæði með baknagi
og beinum árásum á Íslandi. Ég er
kominn með býsna harðan skráp eftir
þá reynslu og það að fá síðan fúkyrð-
in og fáránlegar yfirlýsingar frá æðstu
stofnunum Bandaríkjanna og fleiri
ríkisstjórnum er ekki neitt sem bítur
í gegnum þann skráp,“ segir Kristinn.
Opinberar upplýsingar sem áttu
að fara leynt
Fjölmiðlar fjalla nánast stöðugt um
sendiráðslekann og þar koma fram
ýmsar yfirlýsingar sem Kristinn svarar
fullum hálsi. „Ég er í rauninni að gera
það sama og ég hef alltaf verið að gera
í mínu starfi; að opinbera upplýsingar
um það sem átti leynt að fara en eiga
augljóslega erindi við almenning. Það
er einkennilegt að á sama tíma og við
erum fjölmiðlasamtök í samstarfi við
virtustu prentmiðla í vesturheimi að
öll spjót hafa staðið á Wikileaks en þeir
hafa ekki þorað enn að beina spjótum
sínum að fjölmiðlunum sem við erum
í samstarfi við. Þó var örlítið breyttur
tónn í Joe Lieberman í Bandaríkjun-
um í vikunni þegar hann var spurður
um þátt New York Times. Aðspurður
hvort hann teldi að blaðið hefði fram-
ið eitthvað ólöglegt sagðist hann vilja
skoða það. Og þá sá maður framan í
grímulaust valdið sem er tilbúið að
beina spjótum sínum að fjölmiðlum,“
segir Kristinn ákveðinn.
Hræsni Bandaríkjastjórnar
Bandaríkjastjórn stærir sig oft af frelsi
fjölmiðla og vísar iðulega í fyrsta við-
auka stjórnarskrár landsins sem kveð-
ur á um frelsi fjölmiðla. Kristinn gefur
lítið fyrir þær fullyrðingar.
„Ég held að við séum að upp-
lifa núna grófustu árás sem gerð hef-
ur verið á tjáningarfrelsið af hálfu
bandarískra stjórnvalda sem er í full-
kominni mótsögn við útbólgna sjálfs-
mynd Bandaríkjanna sem framvörð
og verndara tjáningar- og fjölmiðla-
frelsis í heiminum. Það er hreint út
sagt grátbroslegt svo ekki sé meira sagt
að á sama tíma og þeir standa í bar-
áttu við að þagga niður í Wikileaks þá
er því lýst yfir að sérstakur tjáningar-
frelsisdagur UNESCO verði haldinn
í Bandaríkjunum í maí á næsta ári. Á
þessum viðburði á að ræða frelsi fjöl-
miðla og rétt fólks til að lýsa skoðun-
um sínum og koma fréttum af átaka-
svæðum á framfæri með nýrri tækni
í gegnum netið. Það sjá allir í gegn-
um þessa hræsni sem er fullkomin og
glórulaus.“
Umfangsmiklar árásir í
netheimum
Margvíslegar árásir hafa verið gerð-
ar á vefsíðu Wikileaks undanfarna
daga og segir Kristinn að líklegast sé
að Bandaríkjastjórn standi að baki
þeim árásum. Árásirnar hafa ekki bor-
ið árangur og nú hefur verið brugðið
á það ráð að reyna að loka á allar fjár-
mögnunarleiðir Wikileaks. Bæði Visa
og Mastercard hafa lokað á greiðslu-
þjónustu sína við vefsíðu Wikileaks og
gert þannig almenningi erfitt fyrir að
styrkja starf samtakanna.
„Það er alveg öruggt að riftun samn-
inga þessara fyrirtækja við Wiki leaks
eru vegna beinna skipana frá háttsett-
um embættismönnum í stjórnsýslu
Bandaríkjanna og samantekin ráð að
mínu mati til að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að leggja stein í götu
Wikileaks. Það er óskaplega einkenni-
legt að upplifa það að þessar árásir
skuli eiga rætur að rekja til ríkis sem
lítur svo á að það sé sjálft kyndilberi
frjálsrar orðræðu og fjölmiðlafrelsis
Kristinn Hrafnsson fréttamaður
er í innsta hring uppljóstrunarvefjarins
Wikileaks. Hann er opinber talsmaður
samtakanna og er nú orðinn annað andlit
Wiki leaks eftir að Julian Assange var
handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarð-
hald í Bretlandi. Allir helstu fjölmiðlar
heims reyna nú að ná viðtali við Kristin og
þrýstingurinn á hann og samtökin er mik-
ill. Jóhannes Kr. Kristjánsson ræddi við
Kristin sem stendur í eldlínunni í London.
ANNAÐ ANDLIT
WIKILEAKS
Ég á allt eins von á því að með
einhverjum hætti verði
reynt að draga úr trú-
verðugleika mínum eða
leggja stein í götu mína
með einhverjum hætti.
Kempurnar Kristinn Hrafnsson ásamt Daniel Ellsberg, sem lak Pentagon-skjölunum til
fjölmiðla á sínum tíma, Gavin MacFadyen, forstöðumanni miðstöðvar rannsóknarblaða-
mennsku í London, sem vinnur náið með Wikileaks og Julian Assange stofnanda og
ritstjóra Wikileaks. MYND INGI R.
Í eldlínunni Síðustu tíu daga hefur Kristinn verið í stanslausum
viðtölum við fjölmiðla. Hér er hann að ræða við blaðamenn í
Frontline blaðamannaklúbbnum í London þar sem hann tók
þátt í pallborðsumræðum um Wikileaks. MYND REUTERS